Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 165. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MEÐ STJÖRNUM LAY LOW Í SUMARFRÍ EFTIR LINNULAUSA SPILAMENNSKU VÍÐA UM HEIM >> 44 REISIR MEYJARHOF Í FLJÓTSHLÍÐINNI JÓN Á BRÓK TIL HEIÐURS KONUM >> 24                    FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is TVÖ ákvæði í almennum hegningar- lögum setja skorður við starfsemi sem kölluð hefur verið fjárhættuspil. Annars vegar bannar 183. gr. mönn- um að stunda fjárhættuspil, eða það að koma mönnum til að stunda slík spil, að atvinnu. Hins vegar meinar 184. gr. hús- ráðanda að afla óbeinna eða beinna tekna af því að láta fjár- hættuspil eða veðmál fara fram í hús- næði sínu. Lögreglan stöðvaði nú á laugardaginn fyrsta opinbera póker- mótið sem haldið hefur verið hér- lendis en framkvæmd mótsins var þannig háttað að hver þátttakandi borgaði 4.000 króna þátttökugjald gegn afhendingu spilapeninga og gjaldið átti síðan að renna óskipt til þeirra sem efstir yrðu. Mótshaldar- inn, Sindri Lúðvíksson, hefur bent á að þar sem hann hafi engar tekjur haft af mótinu sé ekkert ólöglegt við framkvæmd þess. Pókerspilarar spyrja því nú hvers vegna lögreglan stöðvi pókermót en láti bridsmót óátalin. Benda þeir raunar á að margs konar íþrótta- eða spilamót séu haldin þar sem borgað er þátt- tökugjald og mótshaldarinn taki til sín ákveðinn hluta gjaldsins. Jón H. Snorrason aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir allt hafa bent til að um væri að ræða starfsemi sem stang- aðist á við fyrrgreind lagaákvæði. Vildi hann ekki segja til um hvar mörkin lægju á milli löglegrar og ólöglegrar háttsemi hvað þetta varð- aði, enda væri málið í rannsókn. Vinsældir aukast erlendis Þar sem pókerspilamennska fer fram á óopinberum vettvangi er erf- itt að gera sér grein fyrir umfangi ástundunarinnar. Flestum ber þó saman um að áhugi á spilinu og þátt- taka í því hafi aukist töluvert síðast- liðin ár. Er þetta raunar hluti af al- þjóðlegri þróun en síðastliðin ár hefur áhugi á póker stóraukist bæði vestanhafs og austan. Póker hefur orðið vinsælt sjónvarpsefni en einnig hefur þátttakan aukist með tilkomu Netsins og möguleikanum á að leggja þar undir fé. Pókerspila- mennska er orðin það almenn og sjálfsögð í Danmörku að stjórnvöld þar hafa íhugað að leyfa hana. Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segist hafa áhyggjur af þróuninni og þekkir dæmi þess að unglingar spili frá sér mikla fjármuni. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, segist hins vegar ekki kannast við að fleiri pókerfíklar hafi leitað á Vog. Góð hönd? Skiptar skoðanir eru á lögmæti pókermóta hér á landi. Löglegur póker? Vinsældir pókersins hafa aukist nokkuð Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÁRNI Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir gagnrýni flokksbróður síns, Ein- ars Odds Kristjánssonar, á kvótakerf- ið ekki trúverðuga. Einar Oddur hafi alla tíð unnið að því að bora göt á kvótakerfið. Þetta hafi átt sinn þátt í því að lengi hafi verið veitt meira af þorski en Hafrannsóknastofnun taldi ráðlegt. Einar Oddur sagði í Morgunblaðinu í gær að menn hlytu að vera blindir og heyrnarlausir ef þeir sæju ekki að mis- tekist hefði að byggja upp þorskstofn- inn. Þess vegna þyrftu menn að vera opnir fyrir því að endurskoða allt frá grunni, þ.e. kvótakerfið, rannsóknir og veiðiráðgjöf. „Ein aðalástæðan fyrir þessum frá- vikum [frá tillögum Hafró og raun- verulegri veiði] er sú að það voru menn allan tímann að bora göt í kvótakerfið með því að berjast fyrir alls konar daga- og sóknarkerfum við hliðina á kvótakerfinu. Einn af höfuðsmönnum þessa hers er Einar Oddur Kristjáns- son. Það er ekki mjög trúverðugur málflutningur þegar þeir sem hafa verið að bora göt í kerfið koma og segja að kerfið sé ekki að virka,“ segir Árni um gagnrýni Einars Odds. Skiptar skoðanir eru í stjórn Landssambands íslenskra útvegs- manna á tillögum Hafrannsókna- stofnunar, en stjórnin vinnur nú að ályktun um málið. Magnús Kristins- son, útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, segir tillögurnar arfavitlausar og ekki eigi að fara eftir þeim. Einar Val- ur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Gunnvarar í Hnífsdal, telur hins vegar að það verði að taka mið af þeim.| 4 og miðopna Telur gagnrýni Einars Odds ekki trúverðuga Í HNOTSKURN »Á næstu dögum verður birt nýskýrsla frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um líkleg áhrif skerðingar þorskveiða á byggð- arlög. »Í byrjun júlí mun Einar K.Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra kynna ákvörðun sína um aflamark á næsta fiskveiðiári. Árni Mathiesen segir of mikið veitt því að borað hafi verið gat á kvótakerfið „Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvóta- kerfinu.“ VEFVARP mbl.is GUÐMUNDUR Kristjánsson, for- stjóri Brims, seg- ist ekki lengur treysta Hafrann- sóknastofnun og það eigi við um fleiri í sjávar- útvegi. Hann gagnrýnir stofn- unina fyrir að hafa ekki lagt til að dregið verði úr loðnuveiðum, en á undanförnum ár- um hafi margir bent á að það gangi ekki að taka ætið frá þoskinum. Guðmundur segir að margir skip- stjórar þori ekki lengur að segja Hafró frá því ef þeir verði varir við loðnu á miðunum. Ástæðan sé sú að þeir óttist að stofnunin leggi til auk- inn loðnukvóta. Segja engum frá loðnunni Guðmundur Kristjánsson Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÞÝSKUR ferðamaður, Andre Ross- et, fékk draum sinn uppfylltan í gær, þegar hann setti í stórlúðu á Súg- andafirði. „Ég hef reynt að veiða lúðu í mörg ár án árangurs og svo lendi ég á þessu ferlíki,“ segir hann, en lúðan var 175 kg og 240 cm. Í gær lauk sjö daga sjóstanga- veiðimóti sem Hvíldarklettur ehf. á Suðureyri stóð fyrir og var Andre Rosset í hópi 80 þýskra þátttakenda. ,,Hún beit á og við tók mikill slagur í rúmlega tvo tíma,“ segir hann. „Eft- ir mikil átök náði ég lúðunni að bátn- um, en missti hana aftur til botns,“ segir fiskimaðurinn. „Baráttan hélt áfram og loks tókst mér að innbyrða hana.“ Samkvæmt bókinni Íslenskir fisk- ar (2006) veiddist 266 kg lúða við Ís- land 1935 og er hún talin sú stærsta sem hér hefur veiðst. Fyrir skömmu var komið með 181 kg lúðu til Djúpavogs og veiddist hún á línu en sjómenn á Suðureyri telja að ekki hafi veiðst stærri lúða á sjóstöng. „Mér er sagt að þetta sé Evrópu- met,“ segir Þjóðverjinn. Var um tvo tíma að innbyrða ferlíkið á sjóstöng Veiddi 175 kg lúðu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson „Mér er sagt að þetta sé Evrópumet“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.