Morgunblaðið - 19.06.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.06.2007, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma, nú ertu farin frá okkur og komin í faðm Bjössa afa. Það eru svo marg- ar minningar sem koma upp í hug- ann þegar talað er um ömmu Veigu. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, með hlýju og kærleik þínum og öllum Sigurveig Jónsdóttir ✝ Sigurveig Jóns-dóttir fæddist í Eskifjarðarseli 8. september 1923. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eskifjarð- arkirkju 30. apríl. kræsingunum, og ekki má gleyma hafra- grautnum og kakóinu sem enginn gat gert eins vel og þú, elsku amma. Þú varst svo yndisleg, það var svo gott að tala við þig, við gátum spjallað tímun- um saman og svo auð- vitað skoðað allar myndirnar þínar og heyrt ævintýrin á bak við þær. Elsku amma, ég er svo ánægð með að Kristófer Alex hafi fengið að kynn- ast þér og hann á eftir að heyra mik- ið um þig í framtíðinni. Barnabörnin frá Siglufirði. Hinn 31. maí sl. lést Aðalbjörn Stefánsson eftir erfið veikindi. Alli var sonur fyrsta formanns Fylkis, Stef- áns Aðalbjörnssonar, og hefur fylgt félaginu frá stofnun þess. Hann æfði og lék með yngri flokkum Fylkis og var alla tíð boðinn og búinn þegar til hans var leitað. Alli hafði sterkar skoðanir á liðinu sínu og það gat gustað af honum ef honum líkaði ekki frammistaða leik- manna. En alltaf mætti hann á leiki og stóð með sínum mönnum. Alli var orginal Fylkismaður og verður sárt saknað á Fylkisleikjum um ókomna framtíð. Íþróttafélagið Fylkir þakkar Alla fyrir stuðning og styrk frá stofnun félagsins og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Minning Aðalbjörns Stefánssonar mun lifa með Fylki. Íþróttafélagið Fylkir, Örn Hafsteinsson. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst virkilega hjartagóður og heiðarlegur maður, þú vildir allt fyrir alla gera og vildir öllum vel. Þú varst virkilega skemmtilegur karakter og góður tengdapabbi og afi. Ég hefði ekki getað beðið um betri afa fyrir Viktor, alltaf tilbúinn að eyða með honum tíma og gerðir allt fyrir afastrákana þína. Og eigum við eftir að sakna þín sárt. Ég þakka fyrir þann tíma sem við fengum að deila með þér þó svo að maður vildi að hann hefði verið lengri. Hvíl í friði, elsku Alli minn, og munum við geyma allar góðu minn- ingarnar um þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Unnur Svanborg Árnadóttir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi orð eiga svo vel við í dag þegar við kveðjum Aðalbjörn Stef- ánsson eða Alla. Ég kynntist Alla fyrst 1978, þá ný- orðinn 17 ára, þegar Björg systir kom með Alla heim. Okkur varð strax vel til vina enda maðurinn hreinn og beinn og kom vel fram við mig eins og alla aðra. Eftirtektarvert var hvað allt var hreint og snyrtilegt í kringum hann, bílarnir ávallt hreinir og nýbónaðir. Það var ýmislegt sem Alli tók sér fyrir hendur. Hann byrjaði snemma Aðalbjörn Stefánsson ✝ Aðalbjörn Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1955. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 31. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ár- bæjarkirkju 11. júní. að vinna fyrir sér, hann var til dæmis á Gullfossi og talaði mikið um þann tíma. Hann var til sjós frá Höfn í Hornafirði og Rifi með Gulla bróður. Eftir að hann kom í land vann hann við verktakavinnu og sendibílaakstur, og síðustu árin hjá Bíl- anausti sem ávallt hef- ur átt hug hans allan, alveg til dauðadags. Það var ýmislegt sem við gerðum saman í leik og starfi. Hann vann með mér við pípu- lagnir og fórum við meira að segja til Noregs að vinna saman. Hann var stoð og stytta í húsbyggingunum hjá okkur hjónunum og sagði hann alltaf í gríni að hann hefði hjálpað mér svo mikið að hann ætti forstofuherberg- ið og síðastliðið sumar rifjaði hann upp gömul kynni við traktorsgröfu uppi í sumarbústað og gróf fyrir rotþró, ávallt boðinn og búinn að hjálpa mér og mínum. Alli var mikill áhugamaður um fót- bolta og var trúr og tryggur stuðn- ingsmaður Fylkis úr Árbænum, þar sem hann ólst upp og bjó mestalla ævina. Arsenal var hans félag á Eng- landi og afrekaði hann að sjá Arsenal á gamla Wembley, Highbury og nú síðast á nýja heimavellinum Emir- ates Stadium þar sem ég, Vigga, Björg og Alli sáum Arsenal gera jafntefli við Chelsea 1-1. Þetta var ferð sem við fórum 3.-8. maí og var alveg ógleymanleg og var nýi völl- urinn skoðaður í bak og fyrir, farið var með konurnar í búðir, komið við á helstu pöbbunum við Oxford Street og líka á hinn fræga Gunners pub og endað flest kvöld á stórsteikum. Þessi ferð var og verður algjörlega ógleymanleg fyrir okkur því hann skemmti sér svo vel og endaði á því að bjóða okkur á Queen show. Það var yndislegt fyrir mig og Viggu að vera með honum og Björgu í Lond- on. Þremur dögum eftir að við kom- um heim veiktist hann aftur og átti því miður ekki afturkvæmt. Nú kveð ég mág minn og stórvin með sorg og trega en þakklæti fyrir þann yndislega tíma sem ég fékk með honum í þessu lífi. Elsku Björg, Erna Kristín, Einar Stefán, Stefán og fjölskyldur. Ég votta ykkur innilega samúð við þenn- an mikla missi. Þú varst allra besti vinur sem átt ég hefi mér allar stundirnar sem átti ég með þér mun ég geyma eins og perlur í minningasjóð og enginn getur tekið þær frá mér. Við áttum langa samleið ég og þú við þeirra stunda nutum bæði í tryggð og trú. En núna ert þú horfinn á feðra þinna slóð hjá mér mun lifa minning um þig góð. (Höf. ók.) Blessuð sé minning hans. G. Agnar. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa þessa minningargrein, um hann Alla. Alli sem var aldrei veikur, alltaf mættur fyrstur af öllum og hellti upp á kaffi. En lífið er svo óútreiknanlegt. Hann Alli var einn sá yndislegasti maður sem ég hef kynnst, alltaf hress og skemmtilegur. Hann var mikill Arsenal-aðdáandi og Fylkis- maður með meiru, enda var hann alltaf í stuttermabolum merktum þessum félögum, reyndar næstum sama hvernig viðraði var hann alltaf á stuttermabolnum enda kallaði ég hann oft Naglann og fannst honum það ekki leiðinlegt. Um leið og ég þakka fyrir að hafa kynnst Alla votta ég ykkur Stebbi, Björg og aðstandendur mína dýpstu samúð. Minning um góðan mann mun lifa. Elsý, samstarfsmaður úr Bílanaust. Fyrir 27 árum flutti ég utan af landi og hóf að starfa hjá Bílanausti hf. Þar hef ég kynnst mörgu af- bragðs góðu fólki og eignast marga góða vini. Aðalbjörn, eða Alli eins og hann var alltaf kallaður, er einn þeirra og vandaðri eða traustari fé- laga var vart að finna. Nú skömmu eftir áramótin var mér að sönnu brugðið þegar hann þurfti að leggjast á sjúkrahús til rannsóknar. Þeir sem þekkja til Alla vita hversu hraustur hann hefur ávallt verið og nánast aldrei misst úr vinnudag. Fljótlega varð ljóst að al- varlegir hlutir voru að gerast. Alli, einn okkar traustasti og besti starfs- maður til fjölda ára, var nú skyndi- lega kominn í harða varnarbaráttu gagnvart erfiðum sjúkdómi og fljót- lega varð ljóst að sú barátta yrði harðsótt. Fjölskylda Alla og ótal margir vinir spöruðu ekki góðar bænir og hugsanir. Alli hresstist nokkuð og kom í heimsókn á vinnustaðinn þar sem honum var innilega fagnað. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar Alli réðst til starfa hjá Bílanausti, hve vel hann féll inn í starfsmanna- hópinn sem saman stóð af úrvals- fólki. Fyrir nokkrum dögum bárust svo þær fréttir að Alli væri „farinn“. Það sló þögn yfir starfsfólkið sem gekk hljóðlega um sali. Þetta var mikil harmafregn. Góður félagi og vinur hafði kvatt okkar jarðneska líf, þvert á þær vonir okkar og óskir að fá hann aftur heilan til starfa. Öllum er afmörkuð stund, allt hefur sinn tíma. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá fyrstu kynnum okkar Alla. Ég mun minnast hans sem glaðlynda og trausta félagans sem ávallt var reiðubúinn að aðstoða þar sem þörf var fyrir. Það er sárt að missa vin og félaga með þessum hætti langt fyrir aldur fram. Sam- starfsfólk hans er harmi slegið og finnur til vanmáttar. Alli var vand- aður maður sem ávallt stóð fyrir sínu. Við brottför slíkra manna myndast ávallt tómarúm. Fjölskylda Alla hefur þó orðið fyrir mesta miss- inum og á því alla mína samúð á þessum erfiðu dögum. Mín orð megna lítils til að milda þá sorg sem nú er í ranni. Ég bið guð að styrkja ykkur og blessa og megi ljós heimsins umlykja ykkur öll. Anton Angantýsson. Elsku bróðir og vinur, það er erfitt að kveðja en Guð veit hvað best er fyrir okkur þegar við erum veik. Ég frétti að pabbi hefði heimsótt þig núna síðast þegar þú varst á Landspítalanum: ekki kæmi mér á Hreiðar Svavarsson ✝ Hreiðar Svav-arsson fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1943. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 26. maí síðast- liðinn. Útför Hreiðars var gerð frá Ás- kirkju 4. júní sl. óvart þegar minn tími kemur að þið pabbi væruð komnir með heilsuhótel þarna uppi – ekki amalegt það. Mamma verður ekki síður glöð að sjá þig: hún var ákaflega stolt af þér, kallaði þig gáfnaljós og alvitran, og sagði stundum: „Hreiðar getur allt og kann allt.“ Það fannst okkur systkin- unum líka. Þótt oft væri mikið að gera varstu ávallt boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd, og málin voru afgreidd ekki seinna en strax. Mér verður líka hugsað til þess hve þú varst mikill gleðigjafi og húmoristi, enda gat ég hlegið með sjálfri mér svo dögum skipti þegar þú lést eitthvað spaugilegt frá þér fara. Þú varst einstakur og það er sárt að fá ekki sjá þig aftur fyrr en Guð ákveður að kalla mig til sín. Ég kveð þig með söknuði, elsku bróðir. Ég og fjölskylda mín vottum Erlu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. (Kahlil Gibran) Edda systir. Elsku Bjössi afi minn, þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur og þú sagðir alltaf margar sögur. Þú varst alltaf bjartsýnn og hugrakkur, jafnvel í gegnum veik- indin. Mér þótti mjög vænt um þig og ég mun sakna þín mjög mikið. Þegar ég var lítil fannst mér allt- af svo gaman að heimsækja þig og ömmu. Ég man eftir því einu sinni þegar ég gisti hjá ykkur í Lind- arselinu, það var rétt fyrir jólin og ég átti að fá í skóinn. Ég setti skó- Sveinbjörn Sveinsson ✝ SveinbjörnSveinsson fædd- ist í Ólafsvík 25. apríl 1936. Hann lést á Landspítal- anum í Reykjavík 26. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 4. júní. inn út í glugga og kíkti síðan spennt í hann þegar ég vakn- aði. Ég var hissa þeg- ar ég sá að hann var tómur svo ég fór til þín og sagði að jóla- sveinninn hefði ekki komið. Þá sagðir þú við mig að ég ætti bara að bíða aðeins, að hann væri rétt ókominn. Ég settist þá niður og horfði á barnatímann og þeg- ar ég kíkti síðan í skó- inn varst þú búinn að ná í nammi úr nammiskápnum þínum og setja það í skóinn minn. Mig langar að þakka þér fyrir margar góðar minningar, ég mun aldrei gleyma þeim. Þú varst besti afi sem ég hefði nokkurn tíma getað óskað mér. Þín Inga Stefanía. Elsku Hulda mín. Nú ertu farin og það allt of snemma. Við urðum bestu vinkonur fyrir nokkrum árum og náðum vel saman þótt nokkur ár skildu okkur að. Það var alltaf gaman að fá þig í heimsókn og alltaf höfðum við um nóg að tala og ég kunni líka alltaf svo vel við hvað þú varst ákveðin og sagðir þína meiningu svo maður varð kjaftstopp, því tilsvörin þín voru svo hnitmiðuð og blátt áfram. Þegar yngsti sonur okkar Símonar fæddist var eins og þú hefðir fengið nýtt ömmubarn. Þú talaðir alltaf við hann sem „Hulda amma“. Þú vildir endilega rétta fram hjálparhönd og passa strákana þeg- ar eitthvað var um að vera hjá okkur. Ég hef sjaldan séð jafn smekklegt heimili Hulda og hjá þér. Það var svo greinilegt að þú hafðir gott auga fyr- ir fallegum hlutum til að prýða heim- ilið þitt. Elsku Hulda mín, ég bið Guð að styrkja syrgjandi fjölskyldu þína og vini. Þín vinkona, Þórdís Sólmundardóttir. Kær vinkona er nú fallin frá langt um aldur fram, eftir sitjum við vinir hennar og veltum fyrir okkur hvað gæðum lífsins er misskipt. Hulda Brynjólfsdóttir ✝ Hulda Brynj-ólfsdóttir fædd- ist á Selfossi 12. nóvember 1953. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi að morgni laugardagsins 2. júní síðastliðins og var útför hennar gerð frá Selfoss- kirkju 9. júní. Leiðir okkar Huldu lágu saman í bankan- um fyrir áratugum, þá vorum við ungar og fjörugar, mikið var gaman þá. Alltaf var eitthvað búið til, það voru þorrablótin, grill- kvöldin og óvissuferð- ir. Síðan skildu leiðir um tíma, ég var á Vestfjörðum og þú hér fyrir sunnan, en okkur var sjálfsagt ætlað að ná saman aftur. Fyrir um það bil 8 árum fór hún að vinna hjá mér í hlutastarfi, með mörgum öðrum vinnum sem hún sinnti. Hún var dugleg í vinnu og samviskusöm, enda eftirsóttur starfskraftur. Alltaf var húmorinn til staðar, hárbeittur og nákvæmur, til- svör voru þannig að menn gripu and- ann á lofti af hlátri, og enginn átti inni hjá henni. Hún var lítið fyrir breytingar á vinnustað, vildi hafa hlutina eins og venja var, borðið á réttum stað og tól og tæki líka, ef ekki þá var allt ómögulegt, hún neit- aði alfarið að læra á ný tæki og að- ferðir en lét þó tilleiðast um síðir. Föstudagskvöldin voru frátekin með Huldu undanfarin ár, Idol-kvöld og svo síðasta vetur X-factor-kvöld, þetta voru ógleymanleg kvöld. Það var mannbætandi að vera í hennar návist, hún var alltaf glöð og gáska- full. Oft hafði hún nú orð á því að óþarfi væri að bjóða sér í mat, en lét samt oftast tilleiðast. Mikill fagurkeri var hún, fallegra heimili kom maður ekki inn á. Að lokum vil ég þakka þér kæra vinkona fyrir góðar stundir bæði í leik og starfi, ég bið góðan Guð að styrkja syni þína, móður, systkini svo og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði. Ingunn Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.