Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 37 Fallin er frá einstök kona. Vinkona okkar Þórhildur Gunnars- dóttir var hvarvetna vel metin fyrir störf sín og ljúfmannlega framgöngu. Það er sárt að sjá á eftir góðri vinkonu, sérstaklega þegar frá er fallin mikil mannkostamanneskja. Þórhildur var hugljúf kona með virðulegt fas og góða dómgreind. Hún gaf af sér hvar sem hún fór og það voru margir sem nutu umhyggju hennar. Ég kynntist Þórhildi fyrir rétt um 30 árum, hún var eiginkona frænda míns og starfaði mikið að félagsmál- um, bæði í JC hreyfingunni og í Lionshreyfingunni. Þórhildur var víða kölluð til verka fyrir það hvað hún var traust og ábyggileg og fyrir það að hún gerði alla hluti svo vel að aðrir gátu fetað í hennar spor og not- ið góðs af verkum hennar. Ég man vel eftir að það fyrsta sem ég skynjaði hjá Þórhildi var um- hyggja fyrir velferð annarra. Lífið lagði fyrir Þórhildi margar raunir hjá samferðafólkinu sem hún gaf sér allt- af tíma til að huga að, hugga og styrkja þar sem það átti við og taka þátt í að leysa. Ég fékk sjálfur að njóta þessara mannkosta Þórhildar við fráfall eiginkonu minnar en þær voru miklar vinkonur. Hún naut sín vel í félagsstörfum þar sem hún hafði aðeins eina hug- sjón, það að gera gagn. Það er því ekki undarlegt að meginþunginn hafi verið störf að líknarmálum. Hún var eftirsótt til ábyrgðarstarfa því hún lagði alltaf gott eitt til, var úrræða- góð og vandaði til allra verka. Við nutum starfa hennar í fjölumdæm- isstjórn Lionshreyfingarinnar þar sem hún var merkisberi til margra góðra verka og hvatning fyrir aðrar konur að taka þátt í stjórnunarstörf- um í hreyfingunni. Þórhildur var gæfusöm í starfi. Hún hefur örugglega lært sitt hvað í kaupmennsku af föður sínum sem var með dugmeiri mönnum í þeirri grein. Hún sagði mér að hún reyndi að tileinka sér hans aðferðir og við- horf þar sem það ætti við. Hún tamdi sér að hugsa stórt og vera fljót að taka ákvarðanir. Hún náði líka að byggja upp viðamikinn verslunar- rekstur þar sem hún naut velgengni og fékk útrás fyrir sköpunargleðina. Í því starfi ræktaði hún vel erlendu samböndin og virkjaði með sér börn- in og tengdabörnin. Þórhildur var vinur vina sinna. Trúnaður og heilindi einkenndi alla hennar framkomu. Hún naut sín best þegar hún og Maggi stóðu fyrir heimboðum, hvort sem var á heimilið í bænum eða í sumarbústaðinn á Þingvöllum. Þá geislaði af henni og gestirnir fundu fyrir því hvað henni leið vel og hvað hún naut þess að láta öðrum líða vel í kringum sig. Þórhildur átti stóran vinahóp. Við sem nutum þess að vera með þeim hjónum í matarklúbbi geymum með okkur góðar og fallegar minningar. Minningar um ljúfa vinkonu sem allt- af geislaði af gleði, með bros á vör. Það var gott að tala við Þórhildi, hún var góður hlustandi og góður ráðgjafi. Kæri Magnús minn, megi góður Guð fylgja þér og þínum og gera söknuð ykkar léttbærari með góðum minningum um Þórhildi. Blessuð sé minning hennar. Kristján Kristjánsson. Ég var staddur í Bandaríkjunum þegar einn af mínum bestu vinum hringdi í mig og tilkynnti mér um andlát móður sinnar. Fréttin kom Þórhildur Marta Gunnarsdóttir ✝ Þórhildur MartaGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 30. júlí 1943. Hún lést á heimili sínu 27. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 7. júní. töluvert á mig þó að Valli hafi undirbúið mig nokkru áður um að það væri stutt eftir. Fljótlega eftir að ég jafnaði mig á þessum fréttum fór ég að hugsa um Þórhildi eða Systu eins og hún var venjulega kölluð. Fór að hugsa um þegar við Valli vorum að fóta okkur í viðskiptum með litla skrifstofu í kjallara Völusteins, þar sem við unnum í mikilli nálægð við Þórhildi. Hún var mikill leiðtogi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og það fyrsta sem ég hugsaði um var að nú kemst himna- ríki í röð og reglu í eitt skipti fyrir öll þegar Þórhildur mætir yfir móðuna miklu og byrjar að bretta upp ermar, vinna, skipuleggja og stjórna hlutun- um með dæmalausri elju og fórnfýsi. Þórhildur lagði grunninn að því fyr- irtæki því sem við Valli eigum í dag með því að kaupa fyrir okkur fyrsta tölvubúnaðinn sem við þurftum til að geta byrjað að framleiða auglýsingar og lagði meira að segja til skrifstofu- horn handa okkur niðri í Völusteini. Það var minnsta málið að koma strákunum af stað. Ekki nóg með það, hún sýndi okkur líka mikinn áhuga á öllu því sem við vorum að gera og fylgdist vel með hvort okkur gengi nú ekki vel. Þórhildur var mjög viðkunnanleg kona, gaf alltaf færi á að spjalla um heima og geima, var alltaf glöð og í góðu skapi. Hún var mikill frumkvöðull og greinilega óhrædd við að takast á við öll verk- efni hversdagsleikans, sýndi mikla fyrirmynd. Elsku Maggi, Valli, Silja, Vala, Óli, Hildur Eva og Gunnar Ingi; við hjón- in sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Hlöðversson og fjölskylda. Kynni okkar Þórhildar hófust fyrir rúmum 35 árum. Hún starfaði þá í fyrirtæki föður síns, Gunnar Ásgeir- son hf., en ég kom til starfa hjá bróð- ur Gunnars, Ebenezer Ásgeirssyni, sem rak Vörumarkaðinn við Ármúla. Samgangur og samstarf milli fyrir- tækjanna var nokkurt og kynni tók- ust. Magnús var rétt síðar forseti Junior Chamber Reykjavík, þar sem ég varð þá nýr félagi. Nálægt fjórum árum síðar var stofnað JC félag í Reykjavík, JC Vík, og varð Þórhildur fyrsti forseti félagsins. Við unnum síðar saman í landsstjórn JC Ísland, þar sem hún var landsritari og enn síðar, þegar hún var skipuð af al- þjóðaforseta JC International til að vera Executive Assistant fyrir Norð- ur-Ameríku á árinu 1983. Þórhildur var kraftmikil kona. Vandvirkni, eljusemi, keppnisskap og metnaður einkenndi hana í þeim félagsstörfum þar sem leiðir okkar lágu saman. Hjálpsemi við þá sem minni reynslu höfðu var við brugðið. Sem leiðbeinandi og flytjandi talaðs máls var hún sköruleg og skipulögð. Hún bar m.a. ábyrgð á fréttabréfi JC hreyfingarinnar, líklega í tvö ár. Var sú útgáfa vönduð, metnaðarfull, hnökralaus og með tekjuafgangi, sem ekki var algengt. Líklega var aldrei betra skipulag á pappírum eða gögnum JC hreyfingarinnar en þeg- ar hún bar ábyrgð á þeim. Einnig lagði hún metnað sinn í að miðla af þekkingu sinni á þessu sviði, m.a. með sérstöku námskeiði fyrir ýmsa stjórnarmenn. Á svæðisráðstefnu JCI 1983, sem var haldinn í Montego Bay á Jamaica, átti hún mikinn þátt í lokaskipulagningu á um 500 manna þingi. Við vorum þarna í rúma viku og gæti ég trúað að vinnudagurinn hjá henni hafi verið um 20 tímar suma dagana, en ekki kvartaði hún og hvatti innlent aðstoðarfólk sitt til starfa með jákvæðum hætti og leið- beindi því af sinni miklu reynslu. Ekki spillti umhverfið á fallegum stað á þessari sólareyju sem á einn litríkasta þjóðfána og fallegasta þjóð- söng sem ég þekki. Hin seinni ár hittumst við Halla, Þórhildur og Magnús gagnkvæmt hver heima hjá öðrum ásamt fleiri vinum. Voru þessar stundir notaðar til að ræða um gamla tíma og njóta stundarinnar með léttri steik og kannski rauðu. Eitthvað, sem ekkert okkar hefði viljað missa af, þegar við nú kveðjum Þórhildi Gunnarsdóttur, sem var það svo eðlislægt að hjálpa og gleðja aðra. Við Halla sendum Magnúsi, Valla, Völu og barnabörn- unum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi fögur minning um Þórhildi lifa um ókomin ár í hugum okkar allra. Andrés B. Sigurðsson, Hallgunnur Skaptason.                          ✝ Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU ÞÓRDÍSI SVEINBJARNARDÓTTUR, verður haldin í Digraneskirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 11.00. Alda Sigmundsdóttir, Erlingur Páll Ingvarsson, Louise Dignum, Aldís Amah Hamilton. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI BREIÐFJÖRÐ JÓNASSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Mýrarvegi 117, Akureyri, sem andaðist mánudaginn 4. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Guðrún Guðríður Guðmundsdóttir, Elín Skúladóttir, Oddfríður Skúladóttir, Kristinn Skúlason, Anna Pétursdóttir, Jóhann Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Skúli Jónas Skúlason, Þórhildur Höskuldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, VIKTORÍU ÞORVALDSDÓTTUR, Stjörnusteinum 9, Stokkseyri. Magnús G. Sigurjónsson, Margrét Magnúsdóttir, Einar B. Steinmóðsson, Þorvaldur Magnússon, Vilhjálmur Magnússon, Kristín Þ. Sigurðardóttir, Gunnar Magnússon, Guðrún R. Erlingsdóttir, Bjarni Magnússon, Signý Magnúsdóttir, Arnar Þór Diego, ömmu og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæri, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HARALDUR EINARSSON, Vesturbergi 52, áður Vesturvallagötu 7, Reykjavík, er lést þann 13. júní, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 20. júní kl. 13.00. Þóra Haraldsdóttir, Óskar Ármannsson, Guðrún Haraldsdóttir, Óli V. Antonsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, dóttur, systur og ömmu, HULDU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Álftarima 3, 800 Selfossi. Sérstakar þakkir viljum við færa öllum þeim læknum og hjúkrunarfólki sem hugsuðu einstaklega vel um hana í veikindum hennar. Bent Larsen og fjölskylda. Karl Brynjar Larsen, Eva Björk, mamma, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær dóttir mín, systir og mágkona, ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR, Stuðlaseli 2, áður Kleppsvegi 62, Reykjavík, er lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Klara Vemundsdóttir, Hafsteinn Ársæll Ársælsson, Sigrún J. Jónsdóttir, Unnur S. Jónsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR HELGI ATLASON fyrrv. yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Blindrafélag Íslands og Félag krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Einar Steingrímsson, Steinunn Halldórsdóttir, Atli Guðlaugur Steingrímsson, Erla Ásdís Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.