Morgunblaðið - 19.06.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 19.06.2007, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ KlementínaMargrét Klem- enzdóttir, „Gógó“, fæddist í Reykjavík 24. mars 1917. Hún lést á heimili sínu, Hagamel 31 í Reykjavík, 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Guð- brandsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. á Torfastöðum í Landsveit, Rang., 20. september 1888, d. í Reykjavík 13. september 1946, og Klemenz Klemenzson, sjómað- ur og kennari á Kjalarnesi, f. 1. júní 1886 í Brautarholti á Kjal- arnesi, d. í Reykjavík 22. nóv- Magdalena, maki Guðmundur Sig- urðsson (þau skildu). Börn þeirra eru Rut og Margét Herdís. 3) Kol- brún, 4) Dröfn, maki Þorgeir Jónsson. Börn þeirra eru Björk, Egill og Fjalar. 5) Mjöll, maki Ólafur Stefánsson. Börn þeirra eru Sif, Eva Ósk og Björgvin. 6) Drífa, maki Benedikt Gröndal. Börn þeirra eru Brynja, Þorvald- ur og Sara. 7) Hrönn. Barna- barnabörnin eru 23 og 1 barna- barnabarnabarn. Gógó ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík en bjó lengst af á Miklubraut 16 í Reykjavík. Hún var heimavinnandi húsmóðir fram til 1965 þegar hún hóf störf sem matráðskona á Fæðingarheimili Kópavogs þar sem hún vann næstu 5 árin. 1970 hóf hún störf á barnadeild Landspítalans þar sem hún sá um mjólkureldhúsið. Þar vann hún þar til hún hætti að vinna utan heimilis 1984. Útför Gógóar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ember 1918 . Börn þeirra auk Klement- ínu Margrétar voru: Aðalheiður, f. 21. október 1910, d. 26. október 1995, Erling- ur, f. 12. mars 1912, d. 14. febrúar 1996, og Valgarður, f. 2. nóvember 1913, d. 20. september 1994. Gógó giftist 4. júní 1938 Björgvini Ólafs- syni prentara, f. 6. ágúst 1916, d. 10. september 2006. Þau skildu 1959. Hún bjó eftir það ein með dætrum þeirra sjö en þær eru: 1) Margrét, maki Þráinn Viggósson. Börn þeirra eru Viggó, Íris Margrét og Hinrik. 2) Elsku mamma. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þínar dætur, Margrét, Magdalena, Kolbrún, Dröfn, Mjöll, Drífa og Hrönn. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann nú þegar komið er að kveðjustund. Amma Gógó var sannarlega gædd mörgum góðum eiginleikum, hún var hlý og góð og mikill vinur barnabarna sinna. Á heimili hennar á Miklubraut, og síðar Hagamel, var gestkvæmt enda alltaf til heitt kaffi á könnunni og dýrindis meðlæti á borðum. Þar var löngum hægt að spjalla í eldhús- króknum um heima og geima, jafnt stórir sem smáir. Amma var hörkudugleg kona. Hún rak heimili og ól upp dætur sínar sjö á eigin spýtur, sem eflaust var ekki auðvelt á þeim árum. Það má segja að hún hafi verið höfuð ættarinnar og naut hún mikillar virðingar þeirra sem hana þekktu. Amma var alltaf svo fín og vel til höfð, enda stórglæsi- leg kona. Sterkustu minningar okkar krakk- anna um ömmu tengjast öllum þeim stundum sem við áttum með henni í „ömmusveit“. Ömmu þótti svo vænt um bústaðinn sinn á Laugarvatni. Þar undi hún sér best og stjanaði við okkur krakkana, bjó til besta hafra- grautinn og töfraði fram gómsætt normalbrauð með gúrku og tómötum. Í ömmusveit sváfum við vel enda signdi amma okkur alltaf fyrir svefn- inn. Allir voru jafnir í augum ömmu og fengu mýslurnar og fuglarnir í sveit- inni að njóta þess. Ömmu fannst ómögulegt að hugsa til þess að þau fengju ekkert að borða svo hún gaf þeim alltaf brauðmola á pallinum. Jólaboðin hjá ömmu á aðfanga- dagskvöld voru hápunktur jólanna. Þar kom öll fjölskyldan saman, opn- aði gjafir, borðaði örlítið meira og naut þess að vera saman langt fram eftir kvöldi. Elsku amma Gógó, takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem þú gafst okkur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda Rósa) Hvíldu í friði, Brynja, Þorvaldur, Sara, Sif, Eva Ósk og Björgvin. Á meðan ég hugsa um hana ömmu Gógó koma upp í huga mér margar hlýjar minningar. Flestar tengjast þær þeim stundum þegar við heim- sóttum hana, Kollu og Hrönn á Miklubraut 16. Alltaf þegar við kom- um í heimsókn byrjaði amma að smyrja ofan í okkur brauð og flatkök- ur þrátt fyrir að allir segðust ekkert vera svangir. Amma sparaði heldur aldrei smjörið á brauðið, þykkt lag af íslensku smjöri á hverri sneið. Þetta var nýtt fyrir mér en ég lét þetta ofan í mig af bestu lyst. Ég man heldur aldrei eftir henni ömmu Gógó öðruvísi en að hún hafi verið að gefa mér eitthvað. Í hvert skipti sem ég var í heimsókn og ferða- lag var í nánd hjá mér, yfirleitt vegna fótboltans, þá kallaði amma Gógó allt- af á mig og gaf mér pening til að kaupa mér eitthvað fallegt í ferðalag- inu. Svona var hún amma Gógó, alltaf gefandi og að gera eitthvað fyrir aðra Í einni af þessum heimsóknum á Miklubrautina sé ég líka ömmu Gógó fyrir mér, þar sem hún situr í stól inn í eldhúsi, á meðan mamma, eða ein- hver af systrum hennar, setur bleikar rúllur í hárið á henni. Á meðan á þessu stóð eru í minningunni lög með Hauki frænda Morthens í bakgrunn- inum sem oft heyrðist lítið í fyrir hlátrasköllum í ömmu Gógó, mömmu og systrunum. Það var yfirleitt mikið um háværan hlátur þegar amma Gógó, mamma og systur hennar komu saman. En eitt er víst, þótt amma Gógó sé farin þá mun þessi há- væri, en jafnframt glaðlyndi hlátur, lifa áfram í fjölskyldunni. Þessa ynd- islegu minningu af Miklubrautinni mun ég varðveita að eilífu. Elsku amma Gógó, blessuð sé minning þín. Fjalar Þorgeirsson. Klementína Margrét Klemenzdóttir Elsku amma Gógó. Ég mun aldrei gleyma þér og þínu fallega brosi. Sara Þökkum fyrir góðar stund- ir og hjartanlegar móttökur. Astri og Klemens, Noregi. HINSTA KVEÐJA ✝ Vigdís Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1925. Hún andaðist 9. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Guðmundsson, f. 7.9. 1906, d. 25.10. 1999, og Gyða Guð- mundsdóttir, f. 30.7. 1907, d. 25.12. 1992. Systkini Vigdísar eru Margrét Sigrún, f. 16.8. 1927, d. 8.8. 2003, Jórunn Erla, f. 25.6. 1930, Hreinn Elli, f. 11.7. 1933, Reynir, f. 21.7. 1935, d. 5.9. 1992, Guð- mundur Már, f. 7.11. 1938, og Guðríður, f. 10.10. 1942. Vigdís giftist Ingva Þorgeirs- syni, f. 4.10. 1924, d. 3.11. 2002, og bjuggu þau í Reykjavík þar til þau slitu samvistum 1949. Börn þeirra eru: 1) Þorgeir, f. 23.7. 1944, maki Guðrún Þorgeirsdóttir, f. 7.5. 1947. Þorgeir var áður kvæntur Þórdísi Guðjónsdóttur, f. 22.12. 1942. Börn þeirra eru: a) Sigrún Linda, f. 25.2. 1966, og b) Þórir, f. 24 10. 1970, dóttir hans og Örnu Gunnarsdóttur, f. 25.6. 1974, er Rán, f. 28.10. 1995, dóttir hans og Marte Roed, f. 16.2. 1971, er Röskva, f. 2.4. 2005. 2) Margrét, f. 1.11. 1946, maki Kristinn Guð- mundsson, f. 16.7. 1948, dóttir þeirra er Jóna Vigdís, f. 19.9. 1972, maki Sigurjón Pálsson, f. 9.8. 1972, hún var áður gift Alexander Ómarssyni, f. 20.11. 1966, dóttir þeirra er Emilía, f. 7.9. 2002. Margrét var áður gift Ágústi M. Valgeirssyni, f. 8.11. 1944, börn þeirra eru: a) Bára Mjöll, f. 20.11. 1963, maki Helgi M. Baldvinsson, f. 5.11. 1961, börn þeirra eru Darri Freyr, f. 23.9. 1985, Elfa Rós, f. 2.6. 1993, og Birta Hlín, f. 16.2. 1995, og b) Ómar Þór, f. 6.10. 1966, maki Margrét Rósa Sigurð- ardóttir, f. 1.7. 1954. Árið 1949 hóf Vigdís búskap með Birni Guðjónssyni, f. 17.5. 1919, d. 27.3. 1989. Þau bjuggu í Saurbæ í Vestur-Húnavatnssýslu til 1963. Dóttir þeirra er Ragn- heiður, f. 10.6. 1951, d. 1.10. 2006, sonur hennar er Bjarki Jónsson, f. 21.1. 1970, maki Ásdís Sturlaugs- dóttir, f. 25.8. 1970, börn þeirra eru Aron Snær, f. 20.2. 1997, og Hildur, f. 1.11. 2001. Vigdís verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Manni verður alltaf jafn orða vant þegar andlát ber að, hvort sem um er að ræða nána vini eða nákomna ætt- ingja. Svo var einnig nú, þegar móðir mín kær andaðist hinn 9. júní sl. Ekki var það þó svo, að það kæmi svo á óvart, heldur það að máttleysið gagnvart örlögunum er svo algjört að mann setur hljóðan, og það fékk hún að reyna síðastliðið haust þegar sú voðafrétt barst að Ragnheiður systir okkar hefði látist í hörmulegu slysi. Þegar litið er til baka, þá er það nú sennilega það sem varð til þess að baráttuþrekið þvarr, því að ein- hvernveginn hafði það nú þróast þannig að Ragnheiður varð hennar bakhjarl undir það síðasta. Þó að við Magga systir værum að reyna að létta henni síðustu sporinn, þá fundum við það bæði held ég, að Ragnheiðar var sárt saknað, þó að ekki væri það borið á torg enda ekki háttur hennar kynslóðar að bera harma sína á torg. Mamma var fædd í Reykjavík 25. nóvember 1925 og ól þar aldur sinn til fullorðinsára, oft við kröpp kjör og þar erum við Magga systir fædd , en þegar þau pabbi skildu, tók hún sig upp og réðst til vistar á hjara ver- aldar eða það fannst mörgum ætt- ingjum hennar á þeim tíma. Það þótti hið mesta flan að fara að æða með ung börnin út á nyrstu sker eða nánar tiltekið að Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu, en þangað fórum við á vordögum 1949. Ekki er mér örgrannt um að mamma hafi þurft nokkrum sinnum að verja þá ákvörðun, en ákvörðunin var tekinn og því varð ekki breytt, en þannig var að hún stóð fast á sínu, stundum of fast, má kannski segja. Hvað sem öllu líður þá varð þessi ákvörðun hennar þess valdandi að ég ólst upp við ægifegurð vorkvöldanna við Húnaflóann og kalda tign Strandafjallanna í hrjóstrugu landi en með góðu fólki, þarna urðu mínar æskuslóðir, þarna urðu mínar rætur. Það sem átti í fyrstu að vera stutt sumardvöl varð að rúmum áratug en mamma hóf búskap með Birni Guð- jónssyni í Saurbæ og héldu þau þar bú til 1962 er þau fluttu suður, bjuggu fyrst í Kópavogi en síðar í Vogunum, eða allt þar til Björn lést. Þá kaupir hún ásamt Ragnheiði litla íbúð í Jörfabakkanum þar sem hún bjó þar til yfir lauk. Móðir mín kær, ekki er ég nú al- veg viss um að það væri þér að skapi að ég sitji við að koma á blað fátæk- legum minningarorðum nú þegar þú ert gengin, en hvað um það, nú ræð- ur þú ekki lengur og ég sit hér eftir með söknuð í hjarta og eftirsjá. Hafðu þökk fyrir allt og far þú í friði. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. (Steinn Steinarr) Þorgeir Ingvason. Vigdís Bjarnadóttir Á sumarbjörtu kvöldi horfin kvölin þú farin inn í sólarlagið þar sem blómin drúpa höfði og kyrrðin hvíslar góða nótt. Þökk fyrir allt. Innilegar samúðarkveðjur til ástvina. Þórdís Guðjónsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Seljabrekku, Seilugranda, verður jarðsungin frá Seljakirkju, laugardaginn 23. júní kl. 10:30. Stefán Eiríksson, Guðmundur Már Stefánsson, Auður Margrét Möller, Stefán Hrafn Stefánsson, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir, Helga Björk Stefánsdóttir, Ásta Hrönn Stefánsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, BENÓNÝ ARNÓRSSON, andaðist að morgni föstudagsins 15. júní á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík. Jarðarför auglýst síðar. Valgerður Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRGVIN BALDURSSON, Tjarnarlundi 14J, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 12. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. júní kl. 13:30. Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Árni Viðar Björgvinsson, Baldur Jóhann Björgvinsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.