Morgunblaðið - 19.06.2007, Page 20

Morgunblaðið - 19.06.2007, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Hafnir | „Verkefnið Díónýsía geng- ur út á að brjóta niður múra milli listnema og listamanna, borga og sveita og ekki síður milli listgreina. Í þessum hópi eru listnemar, út- skrifaðir nemar og sjálfmenntaðir listamenn,“ sögðu þátttakendur verkefnisins Díónýsíu í samtali við blaðamann, en þeir hafa breytt Samkomuhúsinu í Höfnum í lista- smiðju og laðað til sín fleiri þátttak- endur úr byggðarlaginu. Hafnir í Reykjanesbæ varð áfangastaður Hörpu Daggar Kjart- ansdóttur og Sólbjargar Björns- dóttur, nýútskrifaðra nema úr Listaháskóla Íslands, af myndlistar- og tónlistarsviði, þegar þær ákváðu að taka þátt í Díónýsíu-verkefninu. Tómas Magnússon renndi í hlaðið á sama tíma og blaðamaður síðastliðið föstudagskvöld og vildi leggja verk- efninu lið. Hann er sjálfmenntaður listamaður, eins og hann komst sjálfur að orði. Hafnalistamennirnir segja að hugmyndin að Díónýsíu hafði fæðst fyrir um ári innan veggja Listahá- skóla Íslands. „Fyrir 5 árum fóru nemar úr myndlistardeild skólans og dvöldu í bæjum við hringveginn. Myndlistarnemar á 3. ári í LHÍ hafa einnig geta sótt um að taka þátt í sýningum á vegum Dieter Roth-akademíunnar á Seyðisfirði og sú vinna hefur gefið góða raun og nemunum hefur fundist frábært að vinna úti á landi. Díónýsíu er því ætlað að gefa fleirum tækifæri til slíkrar upplifunar og þátttakendur koma úr öllum listgreinum,“ sögðu Harpa og Sólbjörg. „Íbúarnir hafa tekið okkur vel“ Hugmyndin er einnig að virkja listafólk og áhugamenn á dreif- býlisstöðunum til þátttöku. Þá hef- ur listafólk á þeirra aldri úr Reykjanesbæ gengið til liðs við þau og var von á slíkum hópi á föstu- dagskvöldið. Þátttakendurnir þrír vissu lítið um Hafnir þegar dvölin hófst, Tómas þó mest. Það hefur því ýmislegt komið þeim á óvart. Sólbjörg byrjaði frásögnina. „Þetta er alveg kynngimagnaður staður. Hér er allt troðfullt af álfum. Einu sinni þegar ég dvaldi hérna fram- yfir miðnætti þá varð ég að drífa mig burt héðan, því það fór allt í gang. Það hefur kannski ýtt undir upplifunina að við erum búin að lesa fullt af draugasögum frá staðn- um og heyra um drauga og álfa.“ Harpa Dögg sagðist ekki búa yfir þessari reynslu en tók fram að fólk- ið á staðnum hafi komið henni mest á óvart og ekki síður staðurinn sjálfur. „Fólkið tekur svo virkan þátt í öllu hér og íbúarnir hafa tek- ið okkur mjög vel. Þá er umhverfið alveg magnað og virkilega fallegt.“ Fyrsta daginn fengu þátttakend- urnir leiðsögumann til að fylgja þeim um svæðið og segja þeim sög- ur svo þau kynntust byggðarlaginu betur. Það var Ketill Jósefsson sem tók það hlutverk að sér. „Svo höf- um við kynnst Nonna á Jaðri og hann hefur sagt okkur sögur af svæðinu. Frábær náungi.“ Það tók blaðamann nokkurn tíma að átta sig á því að Nonni á Jaðri er Jón Borgarson, aðalmaðurinn í Höfn- um. Börnin í hverfinu hafa líka tek- ið verkefninu fagnandi og sagði Sólbjörg að samkomuhúsið hafi verið eins og félagsmiðstöð und- anfarna daga. Ekki vantaði lífið í staðinn þann tíma sem blaðamaður dvaldi þar og mörg verk bættust í safnið, enda vinnuborð fyrir gesti og gangandi sem vilja leggja verk- efninu lið. Það hefur reynst þátttakendum nauðsynlegt að kynnast sögu stað- arins, enda leggja þau sig fram um að tengjast umhverfinu og sögunni. Bæði Harpa Dögg og Sólbjörg hafa verið að vinna texta og myndir og um helgina var ætlunin að vinna klippimyndir og stærri málverk eft- ir að þeim áskotnaðist efni úr Bryggjuhúsinu í Duushúsum og von var á fleiri liðsmönnum úr Reykjanesbæ. Tómas var að fara að byrja á útsýnisklefa utan við samkomuhúsið. „Aðaldagurinn hjá okkur er 17. júní og við verðum með vinnustofuna opna og tónlist- aruppákomur á klukkustundar fresti sem Sólbjörg framreiðir. Síð- asti dagurinn okkar hér verður svo 19. júní en þá verður eins konar lokauppgjör. Við ætlum að hafa vinnustofuna opna og fara yfir það sem hefur verið að gerast hér. Verkefnið verður svo gert upp í heild sinni út frá reynslu hvers hóps. Fyrirhugað er að gefa út bók um allt sem gekk á og verkin sem unnin voru og svo verður stór sýn- ing á Nýlistasafninu þegar bókin kemur út, sennilega í lok þessa árs,“ sagði Hafnahópur Díónýsíu að lokum. „Þetta er alveg kynngimagnaður staður“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hafnarhópur Díónýsíu Tómas Magnússon, Sólbjörg Björnsdóttir og Harpa Dögg Kjartansdóttir ásamt yngstu íbúum Hafna sem hafa mikið sótt í samkomuhúsið og þar með orðið þátttakendur í Díónýsíu-verkefninu. Dagbókarbrot af this.is/dionysia: „Það er stanslaust stuð á vinnu- stofunni okkar. Fólk er duglegt að kíkja í heimsókn, fólk hefur meira að segja komið úr höfuðborginni til að kíkja og við erum búin að vera með alls konar gjörninga. … Krakkarnir í bænum eru líka búin að vera dugleg að kíkja til okkar og hjálpa okkur við sýninguna. … Fyrsta daginn fengum við leiðsögu- mann sem sýndi okkur allan bæinn, nú erum við líka búin að eignast al- veg einstakan vin hann Jón (eða Nonna á Jaðri) sem býr í húsinu við hliðina á samkomuhúsinu. Hann er duglegur að bjóða okkur í kaffi og einnig buðum við honum eitt kvöld- ið í mat og þá sagði hann okkur draugasögur langt fram eftir og fræddi okkur um staðinn... nú vit- um við nánast hver býr í hvaða húsi og hvað álfur í hvaða hól :o)“ Draugar SUÐURNES TENGLAR .............................................. http://this.is/dionysia http://myspace.com/dionysia2007 MENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið í 128. sinn hinn 17. júní. 135 nýstúdentar settu þá upp hvítu húf- una og luku námi við skólann. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, kom víða við í ræðu sinni á skóla- slitunum. Hann fór yfir viðburði skólaársins og sagði það jafnt kröfu þeirra sem við hann væru og gamalla nemenda að skólinn yrði sífellt í fremstu röð. Skólameistari veitti jafnframt Jó- hanni Sigurjónssyni, efnafræðikenn- ara við skólann, æðsta heiðursmerki skólans, gullugluna, fyrir störf sín. Jóhann lætur nú af kennslu eftir 38 ára starf við skólann. Hæstu einkunn í fyrsta bekk hlaut Tinna F. Jökulsdóttir 9,6; hæstu ein- kunn í öðrum bekk hlaut Svala Lind Birnudóttir 9,4; hæstu einkunn í þriðja bekk hlaut Kolfinna Snæbjarn- ardóttir, 9,1, og hæstu einkunn í fjórða bekk hlaut Krístín Sólnes, 9,4. Anna Harðardóttir á náttúru- fræðibraut var dúx meðal nýstúd- enta, hafði hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi sem var 9,22. Kristín Ása Þórisdóttir á eðlisfræðibraut var með 9,15 í meðaleinkunn. Að venju tóku fulltrúar júbílanta til máls. 10, 25, 40, 50 og 60 ára stúd- entar ávörpuðu nýstúdenta og af- hentu skólanum góðar gjafir. Guðrún Hlíf Þorsteinsdóttir, fulltrúi 40 ára stúdenta, afhenti skólanum málverk af Aðalsteini Sigurðssyni, fyrrverandi sögukennara við skólann. Ennfremur var gerð grein fyrir mikilli bókagjöf sem dr. Hreinn Benediktsson arf- leiddi skólann að. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Skólaslit Fríður hópur nýstúdenta ásamt Jóni Má Héðinssyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, eftir útskriftina á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Brautskráning Menntaskólans Ljósmynd/Sverrir Páll Erlendsson Heiðraður Hátíðargestir stóðu upp og klöppuðu Jóhanni Sigurjónssyni efnafræðikennara lof í lófa eftir að hann veitti gulluglunni viðtöku. Í HNOTSKURN »747 nemendur stunduðu námvið MA í ár. Skólanum bárust í vor fleiri umsóknir en nokkru sinni áður, eða 262 talsins. »135 nýstúdentar útskrifuðust,eða 47 karlar og 88 konur. »Flestir nýstúdentar eru af fé-lagsfræðibraut, eða 71, 40 eru af náttúrufræðibraut, 15 af málabraut og 9 af eðlisfræði- braut. Í TILEFNI þess að 25 ár eru liðin frá því konum fjölgaði umtals- vert í bæjarstjórn Akureyrar og fyrsta konan varð forseti bæjar- stjórnar verður staðið fyrir gróð- ursetningu á 25 plöntum í Vilhelmínulundi við Hamra í kvöld. Fyrir því standa samfélags- og mannréttindaráð Ak- ureyrarbæjar og konur sem virkar voru í Jafnréttishreyfingunni og Kvennaframboðinu. Vilhelmínulundur er tileinkaður merkiskonunni Vilhelmínu Lever „verslunarborgarinnu“ á Akureyri. Tók þátt í kosningum þrátt fyrir að hafa ekki kosningarétt Vilhelmína var litrík persóna sem fór alla tíð sínar eigin leiðir. Vilhelm- ína kaus fyrst íslenskra kvenna á Ís- landi í sveitarstjórnarkosningum og það þrátt fyrir að konur höfðu enn ekki öðlast kosningarétt. Það gerði hún árin 1863 og einnig árið 1866, í skjóli þess að konur væru líka menn, en í lögum var kveðið á um að kosn- ingarétt hefðu „allir fullmyndugir menn“. Vilhelmína Lever var líka fyrst íslenskra kvenna til að sækja um og fá lögskilnað árið 1824. Hún átti nokkur hús í innbæ Akureyrar og rak þar verslun. Dagskráin hefst kl. 17 við minn- ingarskiltið um Vilhelmínu sem er við Hamra ofan Akureyrar. Flutt verða stutt ávörp, plönturnar settar niður og í kjölfarið boðið upp á kaffi. Jafnrétt- isáfanga minnst Vilhelmína Lever

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.