Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORMLEGUM viðræðum Ís- lendinga og Kínverja um fríverslun verður haldið áfram síðar í þessum mánuði. Ekki hafa fengist nægilega skýrar upplýsingar frá stjórnvöldum um um hvað á nákvæmlega að semja og viðræður ríkjanna vekja því margar spurningar. Ís- land er eitt örfárra ríkja sem hafa við- urkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi Alþjóða- viðskiptastofnunar- innar (WTO), með samkomulagi ríkjanna hinn 1. maí 2005. Evr- ópusambandið hefur ekki viljað viðurkenna Kína sem markaðshagkerfi af marg- víslegum ástæðum. Má þar helst nefna áhrif stjórnvalda á fyrirtækj- arekstur í landinu, skort á löggjöf sem verndar einkarétt, skattaíviln- anir stjórnvalda fyrir kínversk fyr- irtæki, hindranir á því að evrópsk fyrirtæki geti tekið þátt í opinberum innkaupum í Kína og almennar hindranir fyrir evrópsk fyrirtæki á þeim markaði. Loks má nefna að Evrópusambandið hefur áhyggjur af vaxandi viðskiptahalla milli Evrópu og Kína. Þegar framangreint er haft í huga vekur þetta frumkvæði ís- lenskra stjórnvalda óneitanlega at- hygli. Með þessari viðurkenningu hafa Íslendingar jafnframt skuldbundið sig til að beita ekki undirboðstollum á vörur frá Kína nema að uppfylltum mjög ströngum kröfum um að sann- að hafi verið að undirboð hafi átt sér stað, skv. reglum WTO. Evrópusam- bandið hefur hins vegar nýtt sér undanþáguákvæði í bókun WTO vegna aðildar Kína að stofnuninni sem slakar á þessum ströngu sönn- unarkröfum og lagt undirboðstolla á vörur frá Kína, t.d. stálvörur og skó- fatnað. Íslendingar búnir að skuldbinda sig til að beita ekki undanþáguákvæðinu Í fyrrnefndu samkomulagi frá 1. maí 2005 er sérstaklega tekið fram að Íslendingar muni ekki beita áðurnefndu undanþáguákvæði í viðskiptum ríkjanna. Þetta samkomulag þýðir því í reynd að ís- lenskur iðnaður er mun berskjaldaðri gagnvart innflutningi á ódýrum vörum frá Kína en iðn- aður annars staðar í Evrópu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu erfitt það er fyrir iðnaðinn hér á landi að keppa við iðn- aðarvörur frá Kína þar sem framleiðslukostnaðurinn er miklu lægri en hér en þann mun má aðallega rekja til þess að kjör launa- fólks í Kína eru allt önnur en hér á landi. Ísland milliliður fyrir viðskipti milli Kína og meginlands Evrópu? Töluvert hefur borið á þeirri um- ræðu hér að hagstæð skilyrði gætu orðið til þess að Ísland yrði milliliður fyrir viðskipti milli Kína og meg- inlands Evrópu. Einnig gæti verið hagkvæmt að flytja hálfunnar vörur frá Kína til Íslands, fullvinna þær hér og selja í öðrum Evrópulöndum. Ekki er þó gefið að málið sé alveg svo einfalt því að samkvæmt svoköll- uðum upprunareglum, sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, verður að vera á hreinu hvaðan varan kem- ur. Ef varan kemur frá Kína er hún meðhöndluð sem innflutningsvara þaðan. Þá vakna einnig spurningar um hvernig Evrópusambandið muni bregðast við reyni Íslendingar að fara þessa leið, þ.e. fá íslenskt upp- runavottorð á slíkar vörur og selja þær áfram til annarra Evrópulanda. Hvaða áhrif kynnu slíkar ráðstafanir að hafa á aðild okkar að EES- samningnum? Áhyggjur íslenskra verktakafyrirtækja Fríverslunarviðræður ríkjanna snúast ekki bara um vörur heldur líka þjónustu. Verktakafyrirtæki hér á landi hafa lýst áhyggjum af því að kínversk byggingarfyrirtæki fái aðgang að íslenskum markaði, þ.e. geti selt þjónustu sína milli land- anna. Eins og fyrr greinir eru kjör launafólks allt önnur í Kína en hér á landi og mjög erfitt er fyrir íslensk stjórnvöld að fylgjast með því hvaða laun og starfskjör þeir starfsmenn hafa sem koma hingað á vegum er- lendra fyrirtækja. Þeirri spurningu er ósvarað hversu mikinn aðgang Kínverjar fengju fyrir vinnuafl sitt hér á landi. Þó svo að íslensk stjórnvöld hafi upplýst að fyrirhugaður fríversl- unarsamningur við Kína taki ekki til frjálsra fólksflutninga milli landanna yrði kínverskum fyrirtækjum hér á landi engu að síður heimilt, skv. þjónustusamningum, að flytja inn til landsins stjórnendur viðkomandi fyrirtækja svo og aðra sérfræðinga. Vakna því spurningar eins og t.d. hversu margir mega þessir sérfræð- ingar vera og hvernig skilgreiningu á sérfræðingi er háttað í viðkomandi fyrirtæki. Hvað felst í fríverslunar- samningi við Kína? Sigurður B. Halldórsson fjallar um fyrirhugaðan fríversl- unarsamning við Kína og hvaða áhrif hann mun hugsanlega hafa á íslenskt atvinnulíf »… að íslenskur iðn-aður er mun ber- skjaldaðri gagnvart inn- flutningi á ódýrum vörum frá Kína en iðn- aður annars staðar í Evrópu. Sigurður B. Halldórsson Höfundur er lögfræðingur Samtaka iðnaðarins. SÍÐASTA sumar fór ég margar ferðir frá Reykjavík til Akureyrar og til baka. Eftir eina ferðina hafði ég á orði að það vekti athygli mína hversu tillitssamir flutningabílstjórar væru upp til hópa í umferðinni. Þeir gæfu alltaf merki til að hleypa manni framúr auk þess sem þeir vöruðu mann við ef það var ekki óhætt að fara framúr. Ég var ekki orðin starfs- maður flutningasviðs SVÞ á þessum tíma og hafði engra hags- muna að gæta – og það sem meira er – sagan er sönn! Ófáar ferðirnar hef ég farið með Norðurleið frá Reykjavík í Hrúta- fjörð og til baka. Í þessum ferðum voru sömu bílstjórarnir undir stýri áratugum saman. Maður þekkti þá og spjallaði við þá eins og kunn- ingja sína. Ég var örugg – ég treysti þeim. Þeir þekktu leiðina og þeir þekktu bílinn. Sú staðreynd að þessir bílstjórar voru jafn reyndir og raun ber vitni skipti mig öllu máli. Því er ég að skrifa svo persónu- legan texta í blöð? Hvers vegna er ég að segja frá þessu? Ég geri það vegna þess að ég tel ástæðu til að benda á að það skiptir máli hverjir sinna starfi at- vinnubílstjóra. Það skiptir okkur öll máli að þeir sem keyra stóra bíla, hvort held- ur það eru flutn- ingabílar eða rútur með farþega, byggi upp reynslu og þekk- ingu á akstri slíkra bíla. Það gerir okkur öll öruggari í umferðinni. Þess vegna skiptir það okkur öll máli að það að vera flutningabílstjóri sé eftirsóknarvert starf. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að nú hefur flutningasvið SVÞ hrundið af stað kynnningarátaki undir kjörorðinu ... á ferðinni fyrir þig. Ímynd og ásýnd atvinnugrein- ar skiptir öllu máli. Það á við um flutningastarfsemi sem aðra starf- semi. Atvinnugrein með neikvæða ímynd er ekki eftirsóknarverð. Starf sem hefur á sér neikvætt orð- spor er ekki eftirsóknarvert. Með þessu átaki viljum freista þess að breyta umræðunni og minna á að vöruflutningar eru nauðsynlegur hlekkur í gangverki samfélagsins. Það vill gleymast að traustir land- flutningar eru forsenda þess að hægt er að halda uppi atvinnulífi og þjónustu um allt land sem nú- tíma Íslendingar geta sætt sig við. Það er nauðsynlegt að almenningur líti ekki á vöruflutningabílana á þjóðvegunum sem óþægilega ógnun heldur sem samherja sem gera lífið í landinu þægilegra. Við viljum að vöruflutningabílstjórar geti áfram verið stoltir af starfi sínu og geti borið höfuðið hátt. Um leið hvetj- um við þá til að sýna gott fordæmi og vera til fyrirmyndar í umferð- inni. Undanfarin misseri höfum við öll heyrt sögur af mistökum flutn- ingabílstjóra í umferðinni. Af um- ræðunni mætti ráða að atvinnubíl- stjórar séu upp til hópa vondir menn. Síðast var Staksteinum Morgunblaðsins varið í að gagn- rýna þetta kynningarátak og bent á að flutningabílstjórar væru til vandræða í umferðinni. Það er slæmt fyrir heila atvinnugrein að sitja undir slíkum yfirlýsingum. Ég efast ekki um að í þessari stétt eins og öðrum megi finna einstaklinga sem eru ekki til fyrirmyndar. Ég er hins vegar sannfærð um að hin- ir, sem vanda sig og eru til fyr- irmyndar í umferðinni, eru í mikl- um meirihluta. Það skiptir miklu máli að þessir menn fái að njóta sannmælis þannig að við getum áfram notið starfskrafta þeirra. Það er ekki síst þess vegna sem farið var af stað í átakið ...við erum á ferðinni fyrir þig. Atvinnubílstjórar ... á ferðinni fyrir þig Signý Sigurðardóttir skrifar um atvinnubílstjóra » Ímynd og ásýnd at-vinnugreinar skiptir öllu máli. Það á við um flutningastarfsemi sem aðra starfsemi. Signý Sigurðardóttir Forstöðumaður Flutningasviðs SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir blandaðar fjölskyldur Viltu geta talað við GSM vin í klukkustund á dag, án mínútugjalds? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A F I 0 2 2 0 3 4                      Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.