Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hið nýtískulega sjúkrahúsvið Gömlu-Hringbrautber ekki með sér hve löngsaga þess er orðin. Það er kennt við kvenfélag sem á ríkan þátt í sögu þess og uppbyggingu, en Hringurinn hefur alla tíð stutt við barnadeild. Hann var stofnaður af 46 konum árið 1904 en meðlimir eru nú um 320 talsins, að sögn formannsins, Rögnu Eysteinsdóttur. Fjáröflun fé- lagsins fyrir spítalann fer fram með margvíslegum hætti. Mesta vertíð Hringskvenna er í aðdraganda jóla með tilheyrandi jólakaffi, jólakorta- sölu og basar. Söfnunarbauka félags- ins má finna víðsvegar um Reykja- vík, í Leifsstöð og á fleiri stöðum og veitingastofa Hringsins er starfrækt í anddyri barnaspítalans árið um kring, öllum opin sem leið eiga hjá. Þá segir Ragna áheit og gjafir al- mennings einnig mjög stóran hluta framlaganna, velvilji fólks gagnvart kvenfélaginu og sjúkrahúsinu sé mjög mikill. Barnadeild verður til Hringurinn hefur einbeitt sér að málefnum sjúkra barna allt frá stofn- un, en hugmyndir um stofnun barna- spítala komu upp meðal Hrings- kvenna áður en langt um leið. Þegar Landspítalinn hóf starfsemi árið 1930 var ekki gert ráð fyrir sérstöku rými fyrir veik eða slösuð börn. Tólf árum síðar helguðu Hringskonur sig því að koma á fót barnaspítala. Það var svo fyrir réttum 50 árum í dag, 19. júní 1957, sem barnadeild fyrir 28 sjúklinga var opnuð á 3. hæð gamla Landspítalans, undir stjórn Krist- bjarnar Tryggvasonar yfirlæknis og Árnínu Guðmundsdóttur yfirhjúkr- unarkonu. Fyrst um sinn voru stöðu- gildi lækna aðeins eitt og hálft til tvö og örfáar stöður hjúkrunarfræðinga við deildina. Hún stækkaði skref fyr- ir skref og flutti í stærra húsnæði á 2. og 3. hæð E-álmu árið 1965. Þá var nafnið Barnaspítali Hringsins fyrst tekið upp. Önnur deild á Landakoti Frá því 1961 var önnur barnadeild fyrir 26 sjúklinga starfrækt á Landa- kotsspítala. Yfirlæknir var Björn Guðbrandsson og yfirhjúkrunarkona var systir Angela. Thorvaldsens- félagið, sem stofnað var 1875 og er elsta kvenfélag í Reykjavík, studdi dyggilega við rekstur þeirrar deildar allt frá stofnun og gaf henni meðal annars 30 sjúkrarúm í mismunandi stærðum árið 1972. Deildin fluttist yfir á Borgarspítalann í Fossvogi ár- ið 1995, en við það tilefni gaf Thor- valdsensfélagið margvíslegar gjafir og endurnýjaði öll sjúkrarúmin. Hringskonur létu ekki hér við sitja heldur birtu á 80 ára afmæli félags- ins markmið sitt um að nýr og sér- hannaður barnaspítali skyldi rísa. Byggingarsjóður hans var svo stofn- aður þremur árum síðar. Árið 1998 hófst bygging hins nýja spítalahúss, en Hringurinn styrkti húsbygg- inguna með 150 milljón króna gjöf. Þegar hið glæsilega hús Barna- spítalans við Gömlu-Hringbraut var vígt þann 26. janúar 2003 höfðu barnadeildirnar tvær sameinast sem barnasvið undir Landspítala – há- skólasjúkrahúsi sem varð til við sam- einingu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala. Staðan í dag er gerbreytt Með nýju húsnæði og áratuga framþróun hafa aðstæður til barna- lækninga gerbreyst. Nú er hinn sér- hæfði barnaspítali búinn bráða- móttöku, göngudeild, vökudeild fyrir nýbura og dagdeild fyrir þá sem ekki dvelja lengi. Einnig er þar barna- skurðdeild sem sér um allt frá bruna- áverkum til hjartaskurðaðgerða, endurhæfingardeild, röntgenstofa og kapella. Þess utan er starfræktur bæði skóli og leikskóli á spítalanum auk unglingaherbergis. Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur og deildarstjóri vöku- deildar, segir samskiptin við styrkt- araðiljana með eindæmum góð og nefnir að oft hafi tækjagjafir Hring- skvenna beinlínis gert það kleift að taka upp nýjungar í meðferð. „Það er okkur ómetanlegt að eiga slíkan bak- hjarl,“ segir Ragnheiður. En hvað telur hún að megi bæta þegar fram líða stundir? „Sjaldnast er það svo að sjúklingar séu einir á stofum. Ég sé þess vegna fyrir mér að í framtíðinni þurfi að gera breyt- ingar á húsnæðinu, meðal annars að tvíbýlum verði breytt í einbýli. Síðan er það líka spurning hvort núverandi húsnæði rúmi aukna dag- og göngu- deildarþjónustu. Með nýrri kynslóð koma nýjar kröfur og áherslur, við þurfum að geta mætt þeim. Það er til dæmis ónóg aðstaða fyrir fjölskyldur á vökudeildinni. Ég vildi gjarnan bæta úr því,“ svarar Ragnheiður. Á bak við tölurnar er fólk Að vinna á barnaspítala er ekki venjulegt starf. Það krefst þess að fólk gefi af sér í vinnunni, enda mæð- ir oft mikið á sjúklingum og aðstand- endum þeirra. Engu að síður sýna viðhorfskannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra barna á spít- alanum mikla ánægju með störf og viðmót starfsfólks. Hér verður ekki farið mikið út í þær tölur, en á bak við þær stendur starfsfólkið sjálft. Um þetta segir Ragnheiður: „Mark- mið okkar er að sjúklingunum vegni vel. Til þess að svo megi verða er starfsfólkið svo sannarlega tilbúið til að leggja gríðarlega mikið á sig. Stundum er það jafnvel komið langt út fyrir það sem hægt er að gera kröfur til.“ Sjúkraliði með stórt hjarta Dagný Guðmundsdóttir er sjúkra- liði á bráðamóttöku barna og hefur verið á öllum deildum barnaspítalans á þeim 36 árum sem hún hefur starf- að þar. Það orð fer af Dagnýju að hún gefi einstaklega mikið af sér í starfinu og myndi sterk tengsl við sjúklingana. Blaðamaður frétti að hún hefði eitt sinn lánað konu utan af landi sem kom með dóttur sína á barnaspítalann lyklana að íbúðinni sinni til afnota. Aðspurð er Dagný hógvær og drepur talinu á dreif. Hún kann góðar sögur af börn- Með nýrri kynslóð koma nýjar kröfur og áherslur Morgunblaðið/G. Rúnar Þakklátur hópur Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti átt heilsu sína undir hæfni og fórnfýsi starfsfólks barnadeildar. Fólk sem þekkir Barnaspítala Hringsins frá sjónarhóli sjúklings, bæði nú og áður, deilir góðri reynslu. Vinátta, velvilji og fórnfýsi er það sem þau minnast. Það er óeigingjarnt starf að vinna með veikum börnum. Önundur Páll Ragnarsson kynnti sér sögu Barnaspítala Hringsins og reynslu fólks sem þar starfar og dvelur. DAG einn árið 1991 vaknaði Einar Freyr Einarsson, þá 17 ára, með verk í fæti. Hann varð fljótlega haltur og fór í rannsóknir þar sem tekin voru sýni. Niðurstaðan var illkynja æxli í beini. Einar man eftir því að hafa horft út um gluggann á trén og grasið og hugsað „Er þetta búið hjá mér strax?“ en svo urðu veikindin að verkefni fyrir Einari. „Ég spurði læknana um allt sem þessu viðkom á meðan fjölskyldan var í losti.“ Veikindin tóku eitt ár frá Einari. Þriggja mánaða lyfjameðferð, skurðaðgerð og svo aftur fjögurra mánaða lyfjameðferð. Hann segir þessa lífsreynslu hafa breytt sér mikið, enda skynji hann nú á allt annan hátt hvað það er að vera dauðlegur. Einar Freyr man vel eftir starfs- fólkinu. „Ég nefni sérstaklega Jón Kristinsson, Guðmund Jónmunds- son krabbameinslækna og Gillian Holt hjúkrunarfræðing. Þau eru yndisleg í alla staði. Ég skulda þeim mikið og þau eiga mikið í mér.“ Þetta fólk starfar enn á Barnaspítala Hringsins í dag og segir Einar velvilja þeirra það eftir- minnilegasta frá þessum tíma. „Það var merkilegast hvað þeim tókst að láta manni líða vel þrátt fyr- ir allt. Fórnfýsin var gríðarleg, enda allt gert fyrir mann,“ segir Einar og minnist spítalamatarins. „Hann var vægast sagt hræðilegur þá! Starfsfólkið gerði allt sem það gat til þess að bæta matinn með hinum ýmsu sósum og smjörklíp- um. En á endanum hlupu þau út fyrir mann og náðu í eitthvað sem hægt var að koma ofan í púkann. Það var dekrað við mann,“ segir hann og brosir. Aðspurður um hvernig lífið sé í dag segir Einar Freyr: „Ég er kvæntur tveggja barna faðir, menntaður kerfisfræð- ingur og flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. La vita è bella!“ Merkilegt hvað manni leið vel Einar Freyr Einarsson Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli í dag ÓLÖF Alexandra Kjartansdóttir, 13 ára, er fastagestur á Barnaspít- alanum. Hún erfði beinsjúkdóm frá föður sínum, en sjúkdómurinn ger- ir það að verkum að bein hennar eru brothættari en hjá flestum. Hún mætir mánaðarlega á Barnaspít- alann í lyfjagjöf sem stuðlar að því að beinin styrkist og sjúkdómurinn hafi minni áhrif en ella. „Ég er búin að vera um það bil tvö ár þarna,“ segir Ólöf. „Ég fer einu sinni í mánuði og er yfirleitt í einn og hálfan dag. Ég var nú dálít- ið stressuð fyrst en síðan fór mér strax að líka það vel. Svo varð þetta bara betra og betra eftir því sem ég fór oftar.“ Ekki er að heyra á Ólöfu að þar sé nokkur ládeyða yfir fólki. Hún segir að þau krakkarnir séu mikið að spila og spjalla saman. „Við er- um alltaf að spila, læra og föndra. Það er skólastofa þarna og þar eru yfirleitt þrír kennarar, þau Helga, Jón og Dóra,“ segir Ólöf og kallar kennarana vini sína. „Þar förum við yfir heimanámið, spilum roleplay- spil eða erum í tölvunni.“ Hún segir það ekkert til- tökumál að þurfa að fara svona á milli með skóla- bækurnar og læra á spít- alanum einn dag- inn en annars staðar hinn dag- inn. „Það er ekk- ert mál þegar maður er búinn að venjast því. Það er allt í lagi.“ Stærðfræði og heimilisfræði eru uppáhaldsfög Ólafar í skólanum. „Ég er oft kölluð stærðfræðiheili,“ segir hún og hlær, en þar fyrir utan hefur hún gaman af söng og stígur stundum á svið til að taka lagið, bæði á skóla- og hverfaskemmt- unum. Einnig stundar hún skák- íþróttina af áhuga. „Hann Hrafn Jökulsson frá Hróknum kíkir upp á spítala á fimmtudögum. Ég hef fengið góða kennslu hjá Hrafni, hann er skemmtilegur kall. Ég er búin að bæta mig og er bara orðin sæmilega góð,“ segir Ólöf að lok- um. Ólöf Alexandra Kjartansdóttir Alltaf að læra, spila og föndra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.