Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HORNSTEINN að Háskólatorgi Háskóla Íslands var lagður við há- tíðlega athöfn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sá dagur er einnig stofn- dagur Háskóla Íslands og fagnaði hann 96 ára afmæli. Í ávarpi Krist- ínar Ingólfsdóttur við lagningu hornsteinsins kom fram að Há- skólatorg muni gjörbreyta mögu- leikum Háskóla Íslands til að veita stúdentum sínum góða þjónustu og styðja þá í gegnum nám og starf. Háskólinn er ein fárra opinberra stofnana hérlendis sem hefur haft þá venju að leggja hornstein í bygg- ingar sínar, segir í fréttatilkynn- ingu. Síðast var lagður hornsteinn í náttúrufræðihúsið Öskju. Fimm listamenn vinna nú að til- lögum að listaverki á Háskólatorgi. Um næstu mánaðamót verður ljóst hvaða tillaga verður valin. Sam- keppni um nafn bygginganna fer fram í ágúst og september. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hornsteinn Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, leggur hornsteininn. Hornsteinn að Háskólatorgi HINN 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Til að minnast þess áfanga hafa nokkrir hópar skipulagt atburði í dag undir heitinu Málum bæ- inn bleikan. Að þessari dagskrá standa: Bríet, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Femínistafélag Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Ís- lands, Samtök um Kvennaathvarf, Kvennasögusafn, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kvennakirkj- an, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði (RIKK) og UNIFEM Í fréttatilkynningu eru allir sem vilja sýna stuðning við jafnrétti í verki hvattir til að bera eitthvað bleikt þennan dag. Bleiku steinarnir, hvatningarverðlauna Femínistafélagsins, verða afhentir fyrir há- degi á Austurvelli og Ísafirði. Frá klukkan 13 verður opið hús á Jafnrétt- isstofu, Borgum á Akureyri. Klukkan 16.15 hefst kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvenna- skólann í Reykjavík, gengið verður um Þingholtin og Kvosina og endað á Hallveigarstöðum. Klukkan 17.15 hefst hátíðardagskrá í samkomusal Hallveigarstaða í boði Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambandsins og Bandalags kvenna í Reykjavík. Ávörp flytja Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní. Að dagskránni lokinni verða veitingar og kaffispjall á Hall- veigarstöðum. Samkoma Ungliðahóps Femínistafélagsins hefst klukkan 22 á Cultura, Hverfisgötu. Kvenréttindafélag Íslands dreifir í dag tímaritinu 19. júní frítt og UNIFEM selur bleik armbönd til styrktar kvennamiðstöðvum í Afganistan. Málum bæinn bleikan Morgunblaðið/Sverrir Þvottalaugar Kvennamessa verður í Laugar- dalnum í kvöld. Fjöldi fólks hlýddi á Auði Eiri Vil- hjálmsdóttur í kvennamessunni í fyrra. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RAGNHEIÐUR Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir of seint að ætla sér nú að efna til íbúakosn- inga um skipulag í miðbæ Selfoss, eins og sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn hafa lagt til. Ástæðan sé það vinnulag sem valið var í upphafi. Hún spyr hvers vegna sjálfstæð- ismenn hafi ekki sjálfir boðað til íbúakosninga um málið þegar þeir sátu í meirihluta í bæjarstjórn seinni hluta árs 2006, en þá voru mótaðar forsendur fyrir skipulagssamkeppni sem deiliskipulagið byggist á. Þar að auki hefðu þeir sjálfir getað rift, eða hugað að því að láta rifta, samningn- um við Miðjuna ehf. sem þeir hafa töluvert gagnrýnt. Umræddur samningur var gerður í apríl 2006, þegar Samfylking og Framsóknarflokkur voru í meiri- hluta, og samkvæmt honum á Miðjan 16.000 m² byggingarétt í miðbænum og skuldbindur sig til að kaupa lóðir með 8.800 m² byggingarétti til við- bótar af bænum. Aðspurð sagði Ragnheiður að samningurinn hefði verið gerður í kjölfar þess að hætt var við skipulag sem Miðjan hafði látið vinna og gerði m.a. ráð fyrir tveimur 16 hæða háum turnum í miðbænum. Þar að auki hefði Miðjan átt stórar lóðir á svæð- inu og haft hug á metnaðarfullri upp- byggingu. Bærinn hefði því talið rétt að semja við Miðjuna um þetta bygg- ingamagn. Samkvæmt samningnum er svokallað nýtingarhlutfall á lóðum Miðjunnar 1,9, en Ragnheiður sagði að það væri sambærilegt og í mið- bæjum annarra bæjarfélaga. Nýt- ingarhlutfall á svæðinu í heild sinni yrði mun lægra eða 1. Hendur ekki bundnar Ragnheiður sagði að bærinn hefði í sjálfu sér getað samið við Miðjuna um minna byggingamagn, hendur bæjarins hefðu ekki verið bundnar að neinu leyti í þessu sambandi. Á þessum tíma hefði þetta verið talið eðlilegt, þar sem hagsmunir bæjar- ins og Miðjunnar hefðu farið saman. Verðið sem samið var um, 45 millj- ónir, hefði sömuleiðis verið talið eðli- legt. Síðan þá hefði lóðarverð í mið- bænum hækkað mjög og ekki væri sanngjarnt að miða við lóðarverð í dag. Vildu menn rifta samningnum nú yrði það vart gert nema með greiðslu e.k. bóta eða uppkaupa á bygginga- rétti. „Þetta svæði er búið að liggja í dróma í áratugi af því að það náðist aldrei samkomulag um hvernig ætti að skipuleggja það. Það eru tvær samkeppnir að baki, þrjár miðbæj- artillögur hafa komið fram á síðustu 10-15 árum. Það er mikils virði fyrir sveitarfélagið að hér rísi miðbær,“ sagði hún. Uppbygging væri háð því að samspil væri á milli bæjarfélags- ins og lóðaeiganda og slíkt hefði nú komist á. Gagnrýnin hefur einnig beinst að því að taka eigi hluta af fyrirhug- uðum bæjargarði undir byggingar en að sögn Ragnheiðar er skv. nýju tillögunni gert ráð fyrir að 7.500 m² af um 15.000 m² sem garðurinn átti að ná yfir, fari undir 3.000 m² íbúða- byggingar og lóðir í kringum þær. Hugsanlega megi þó í staðinn sleppa því að byggja þar en hækka þess í stað aðrar byggingar. Hafa yrði í huga að í aðalskipulagi hefði verið gert ráð fyrir að þjónustuhúsnæði gæti risið í garðinum en ekki verið skilgreint þar hversu stórar þær byggingar gætu verið. Hefðu sjálfir getað efnt til kosninga ÞUNGLYNDI og kvíði sækir á aldr- aða sem bíða eftir hvíldarinnlögn á Landakotsspítala. Nánustu ætt- ingjar eru sumir hverjir orðnir ör- magna og finnst þeir vera fangar á eigin heimili. Engin endurhæfing eða þjálfun stendur til boða meðan á innlögn stendur. Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun sem tveir nýútskrif- aðir hjúkrunarfræðingar, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir og Díana Dröfn Heiðarsdóttir, gerðu í vor. Fólkið í þessum hópi er flest með heilabilunarsjúkdóma á borð við Alz- heimer og Parkinson og þarf að jafn- aði að taka tíu til tólf tegundir af lyfjum daglega. Það þarf því á mikilli umönnun og umsjón með flókinni lyfjagjöf að halda. Löng bið og lítil meðferð Að jafnaði eru um fimmtíu manns á biðlista eftir átta til tíu plássum sem standa til boða og biðtíminn getur hlaupið á mánuðum. Í sumum tilvikum býr fólkið enn heima og inn- lögnin er ætluð til þess að létta álagi af nánustu aðstandendum viðkom- andi. Aðrir eru að bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili og hvíldarinnlögn er fyrir þeim bráðabirgðalausn. Steinunn segir að hvíldarinn- lögnin standi oft ekki undir vænt- ingum sjúklinganna. „Sumir von- uðust til að öðlast betri heilsu og fá einhverja þjálfun eða endurhæfingu meðan á dvölinni stendur. Eins og hvíldarinnlagnirnar eru í dag er slíkt ekki í boði. Þetta er frekar eins og hótelgisting þar sem veitt er aðstoð við daglegar athafnir.“ Mikið álag á nánustu fjölskyldu Um helmingur þessa fólks býr með maka sem jafnframt annast við- komandi að mestu leyti. Annars búa þau mörg hjá börnum sínum og þá sinna dætur eða tengdadætur umönnuninni í langflestum tilvikum. Aðeins einn þátttakandi í rannsókn- inni átti hvorki maka né börn. Flest eiga ekki dagleg samskipti við aðra en nánustu ættingja og stór hluti fer sjaldan út úr húsi. „Al- mennt fundum við fyrir miklum dapurleika hjá þessu fólki, það er einmana og á í litlum félagslegum samskiptum. Um helmingur þjáðist af kvíða og svipað margir fundu fyrir þunglyndi,“ segir Steinunn. „Ástvinir þeirra sem bíða eftir hvíldarinnlögn eru margir orðnir gjörsamlega örmagna. Sumum líður eins og föngum á eigin heimili. Það getur meira að segja verið erfitt fyr- ir þá að komast út í búð, því ekki er hægt að skilja sjúklinginn eftir einan heima.“ Steinunn bendir á að oft sé umönnunin á hendi fólks sem sjálft sé farið að reskjast og missa heilsu. „Það er mikið álag fyrir fólk sem komið er yfir áttrætt að þurfa að halda algjörlega utan um líf ann- arrar manneskju.“ Vantar fjölbreyttari þjónustu Steinunn segir að þessar fjöl- skyldur hafi ákveðnar hugmyndir um bætta þjónustu. „Margir vildu eiga kost á því að fá aðstoð stutta stund í einu, til þess að geta skropp- ið í útréttingar eða kaffiboð. Eins vildi fólk eiga kost á því að sjúkling- urinn fengi vistun yfir nótt eða eina helgi, en hvíldarinnlögn spannar yf- irleitt nokkrar vikur.“ En það þarf líka að tryggja að fólk nýti sér þá þjónustu sem það þarf á að halda. „Við tókum eftir því að eldri konur, sem voru að annast veika eiginmenn sína, voru oft ragar við að þiggja þá þjónustu sem þeim stóð til boða. Það er svo ríkt í þeim að hugsa vel um heimilið að þær reyna margar í lengstu lög að forð- ast það að fá hjálp við þrif eða heimahjúkrun. Þeim fannst það jafn- ast á við uppgjöf að þiggja hjálp frá öðrum,“ segir Steinunn að lokum. Aldraðir á biðlistum þjást af þunglyndi og kvíða Nánustu aðstandendur eru margir örmagna Morgunblaðið/Golli Biðlistar Steinunn Arna Þorsteinsdóttir kannaði hagi aldraðra sem bíða eftir hvíldarinnlögn á Landakoti ásamt Díönu Dröfn Heiðarsdóttur. Í HNOTSKURN »Hvíldarinnlögn er tíma-bundin umönnun á sjúkra- húsi og stendur þeim til boða sem eru háðir aðstoð við margar af daglegum athöfn- um sínum. »Markmiðið með henni erað minnka álag á þá sem allajafna sinna umönnuninni, yfirleitt maka eða börn. Þann- ig er hægt að gefa fólki tæki- færi til að búa lengur heima eða létta biðina eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.