Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI M. Mathiesen, fjár- málaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir að þeir sem gagnrýni kvóta- kerfið verði að hafa í huga að lengst af hafi menn verið að veiða meira en það aflamark sem kvótakerfið byggist á. Gagnrýni manna eins og Ein- ars Odds Kristjánssonar al- þingismanns, sem reynt hafi að bora gat á kerfið, sé því ekki trúverðug. „Þó að kvótakerfið sé gott þá hefur það tekið okkur 20 ár að þróa það,“ segir Árni. „Mestallan tímann var það ekki fullkomnara en svo að það voru heilmikil frávik frá því hvað við veiddum mik- ið til þess sem við ætluðum að veiða. Frávikin í til- felli þorsksins voru nánast alltaf upp á við. Það er bara núna síðustu árin sem frávikin frá því sem við ætlum að veiða og því sem við raunverulega veið- um verða það lítil að það sé ásættanleg. Ein aðalástæðan fyrir þessum frávikum er sú að það voru menn allan tímann að bora göt í kerfið með því að berjast fyrir alls konar daga- og sókn- arkerfum við hliðina á kvótakerfinu. Einn af höf- uðsmönnum þessa hers er Einar Oddur Kristjáns- son. Það er ekki mjög trúverðugur málflutningur þegar þeir sem hafa verið að bora göt í kerfið koma og segja að kerfið sé ekki að virka,“ segir Árni. Mestu máli skiptir hversu mikið er veitt Einar Oddur benti í Morgunblaðinu í gær á að fyrst og fremst hefði verið horft á hversu mikið væri veitt en ekkert hvernig sé veitt, hvar sé veitt eða hvenær sé veitt. „Þetta eru hlutir sem hafa mikið verið rannsak- aðir; það er enn verið að rannsaka þá og það þarf að halda áfram að rannsaka þá. En niðurstaðan af öllum rannsóknum hefur verið sú að það hversu mikið við veiðum hafi langmest áhrif. Ef það er eitthvað sem hefur brugðist í fisk- veiðistjórnuninni hjá okkur er það forsendurnar fyrir aflareglunni. Það er aðallega ein forsenda sem hefur brugðist, þ.e. nýliðunarforsendan. Ný- liðunin hefur verið minni heldur en langtímameð- altalið gaf tilefni til. Það er langtímameðaltalið sem hefur verið lagt til grundvallar þegar menn eru að mæla hvað stofninn þolir. Þetta langtíma- meðaltal var farið að lækka áður en kvótakerfið var farið að virka. Það hefur verið langt undir meðaltalinu allan tímann sem aflareglan hefur verið í gangi. Það er nýliðunin ásamt því sem er veitt, þ.e. það sem kemur inn í stofninn og það sem fer út úr honum, sem ræður hver staða stofnsins er og hvað við getum veitt mikið.“ Árni sagðist telja óskynsamlegt annað en að taka mið af tillögum Hafrannsóknastofnunar varðandi þorskstofninn. Hann sagðist vera sam- mála því sem kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra 17. júní, að við hefðum aldrei haft eins mikla möguleika á að takast á við áföll á þessu sviði. Veiddum í mörg ár meira en sem nam útgefnu aflamarki Gagnrýni þeirra sem lengi hafa reynt að bora gat á kvótakerfið ekki trúverðug Árni M. Mathiesen Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is SÖKUM neikvæðra áhrifa á verð- mæti hálendisins ber að stöðva frek- ari gerð uppbyggðra vega á hálend- inu nema ríkir þjóðhagslegir hagsmunir séu í húfi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefinni hálendisvegaskýrslu Landverndar. Í skýrslunni segir einnig að hálendi Íslands sé stærsta óbyggða víðerni Evrópu utan Svalbarða og því megi vænta að mat á náttúruverndargildi þess fari vaxandi á næstu árum og áratugum. Niðurgrafnir slóðar geti valdið stigmagnandi spjöllum og upp- byggðir hálendisvegir auki umferð en að sama skapi ekki umferðaröryggi þar sem þeir geti verið afar varasam- ir í hálku og vindi. Jafnframt er lýst yfir áhyggjum vegna þess að heildstæð sýn á vega- gerð á hálendinu sé ekki fyrir hendi í áætlunum stjórnvalda. Í samgöngu- áætlun sé ekki tilgreint hvernig eigi að bæta fjóra áformaða landsvegi og í öðrum áætlunum stjórnvalda sé um- fjöllun um hálendisvegi mjög misvís- andi. Hnykkt er á því að vegaleysi geti ekki komið í veg fyrir umferð og eyðileggingu þar sem öflugum jepp- um, sem komist vegaleysu, fjölgi sí- fellt þó akstur utan vega sé lögbrot og refsivert athæfi. Þeim vanda þurfi að mæta með markvissum aðgerðum eins og öflugri löggæslu og betri leið- beiningum um hvar og hvenær megi leyfa eða banna akstur. Í lok skýrslunnar eru gerðar til- lögur um úrbætur. Þar kemur fram að gera þurfi heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og draga úr hættu á landsspjöllum. Einnig sé nauðsyn- legt að greina milli ferðamannavega og almennra vega í gerð vega og stað- setningu þeirra. Ferðamannavegir eru sérstaklega ætlaðir umferð ferða- manna sem vilja njóta landslags og náttúrufars og eru lagðir þannig að þeir raski sem minnst landslagi því og náttúrufari sem þeir liggja í og um. Almennir vegir eru t.d. þjóð- vegir. Lagt er til að vegir á miðhá- lendi Íslands séu fyrst og fremst ferðamannavegir. Landvernd leggur fram úrbætur í skýrslu um hálendisvegi Stöðva beri frekari gerð uppbyggðra vega Morgunblaðið/Einar Falur Víðátta Hálendið er afar verðmætt, m.a. vegna óbyggðra víðerna. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur frestað ákvörðun um refsingu yfir sextán ára pilti vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum drengjum. Refsingin fellur niður haldi pilturinn almennt skilorð næstu fimm árin. Hann mun þó sæta umsjón í eitt ár, auk þess sem honum var gert að greiða tveimur af þremur fórnarlömbum sínum 600 þúsund krónur í miskabætur. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í febrúar á sl. ári tvívegis sett getnaðarlim sinn upp í munn syst- ursonar síns, sem þá var þriggja ára, auk þess að láta hann nudda á sér liminn. Það sama ár braut hann á sama hátt gegn öðrum þriggja ára frænda sínum, og lét einnig enn yngri frænda sinn snerta á sér lim- inn. Ákærði viðurkenndi brotin eins og þeim var lýst í ákæru en var sýkn- aður af tveimur ákæruliðum sökum þess að ekki þótti sannað að hann hefði verið orðinn fimmtán ára, þeg- ar þau áttu sér stað. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn. Játaði en var sýknaður HRAFNKELL Thorlacius arkitekt lézt á heimili sínu í Reykjavík að morgni 17. júní. Hann var fæddur 22. janúar 1937, sonur Sigurðar Thorlacius, uppeldis- fræðings og fyrsta skólastjóra Austurbæj- arskólans í Reykjavík, og Áslaugar Thorla- cius. Hrafnkell varð stúdent frá MR 1956, nam arkitektúr við Technische Hoch- schule í Darmstadt í Þýzkalandi, lauk þaðan Dipl. Ing.- prófi 1964 og stundaði framhaldsnám við Nordplan í Stokkhólmi 1969- 1970. Hrafnkell var arkitekt hjá Byg- nadsministeriet í Kaupmannahöfn 1964, starfaði á teiknistofu Peters Bredsdorff 1964-1965 og hjá Skipu- lagi ríkisins 1965-1972. Hann rak teiknistofu í Reykjavík frá árinu 1972. Meðal verka Hrafnkels eru hjónagarðar HÍ 1971, skipulags- og byggingaáætlun fyrir Vestmanna- eyjakaupstað eftir gosið 1973, skipu- lag Foldahverfis í Reykjavík 1982-1986 ásamt Hilmari Ólafs- syni, Verzlunarskóli Ís- lands 1981-1985 ásamt Hilmari og verzlunar- miðstöðin Kringlan 1982-1987, einnig ásamt Hilmari. Hrafnkell teiknaði einnig allmarg- ar opinberar byggingar utan Reykjavíkur. Hrafnkell hlaut 1. verðlaun í samkeppn- inni um teikningu hjónagarða Háskólans og fékk verðlaun eða viðurkenningu fyrir samkeppnistil- lögur að fleiri byggingum. Hrafnkell var formaður Arkitekta- félags Íslands 1975 og 1976, var í stjórn félagsins 1977, í tímaritsnefnd 1967-1969, laganefnd 1973-1974 og samkeppnisnefnd 1971-1972 og 1975- 1976. Hann var enn fremur fulltrúi Arkitektafélagsins í framkvæmda- nefnd um Nordisk Planmöte árin 1976-1987. Hrafnkell kvæntist árið 1963 Kristínu Bjarnadóttur, meina- tækni og sagnfræðingi, og lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum. Andlát Hrafnkell Thorlacius TILLAGA að deiliskipulagi aksturs- æfingasvæðis í Kapelluhrauni verð- ur lögð fyrir bæjarráð Hafnarfjarð- arbæjar til samþykktar í vikunni. Ef deiliskipulagið hlýtur samþykki verður hafist handa við uppbyggingu alhliða akstursæfingasvæðis á lands- svæðinu þar sem kvartmílubrautin er nú. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði um 4 km löng hringaksturs- braut og ýmsar smærri kappakst- ursbrautir, tvær mótorkrossbrautir, ökukennslusvæði og íþróttahús. Kvartmíluklúbburinn og Aksturs- íþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) munu annast rekstur mannvirkj- anna, en Hafnarfjarðarbær á landið og mun leggja fé til verkefnisins að verulegu leyti, líkt og þegar um byggingu hefðbundnari íþrótta- mannvirkja á borð við knattspyrnu- velli og íþróttahús er að ræða. Verk- efnið hefur verið sett á fimm ára aðgerðaáætlun Íþróttabandalags Hafnarfjarðar og má búast við að svæðið verði tekið í notkun innan þess tíma. „Það er óhætt að segja að Hafn- arfjarðarbær sé með þessu að brjóta blað,“ segir Aron Reynisson, stjórn- armaður í AÍH. Hann kveður fram- kvæmdirnar ekki eiga sér hliðstæðu í sögu akstursíþrótta hér á landi, aldrei fyrr hafi bæjaryfirvöld komið til móts við akstursíþróttamenn með þessum hætti. „Það er hins vegar fullkomlega eðlilegt að önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu komi að uppbyggingunni, líkt og til dæmis var gert þegar skíðasvæðið í Bláfjöll- um var byggt upp,“ segir Aron. Und- ir þetta tekur formaður Kvartmílu- klúbbsins, Davíð S. Ólafsson. „Þeim mun fleiri sem taka þátt í verkefn- inu, þeim mun veglegra verður það og við ætlum ekki að tjalda til einnar nætur, heldur gera þetta almenni- lega,“ segir hann. Að þeirra sögn er gríðarleg eftirspurn eftir akstursæf- ingasvæði í nágrenni höfuðborgar- innar, eins og hraðakstur vélhjóla- manna á þjóðvegunum beri vott um. Eru þeir sammála um að taka þurfi hraðaksturinn af vegunum og flytja hann inn á lokuð svæði. Æfingasvæði í Kapelluhrauni er í burðarliðnum og má búast við að það verði tilbúið innan fimm ára Ljósmynd/Landmótun Yfirlitsmynd af æfingasvæðinu Teikningunni er aðeins ætlað að gefa mynd af hugsanlegri nýtingu svæðisins. Akstursíþrótta- menn fá athvarf                      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.