Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca 29. júní á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Mallorka 29. júní frá kr. 34.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 44.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í herbergi/stúdíó/íbúð, m.v. stökktu tilboð í viku. Aukavika kr. 14.000. Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, m.v. stökktu tilboð í viku. Aukavika kr. 14.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Beckham sem hverfur nú vestur um haf til að stunda sitt spark. Báðir voru þessir ágætu leikmenn dottnir út úr landsliðum sínum, því enska og því hol- lenska, og hafa svo sannarlega fengið upp- reisn æru. Í lokaleiknum á sunnudag gegn Mal- lorca gengu þeir kump- ánar að vísu báðir úr skaftinu vegna meiðsla. Í staðinn gerðist José Antonio Reyes bjarg- vætturinn Laufey. Því- lík innkoma. Reyes hef- ur verið hálfgert olnbogabarn í Madríd í vetur, verið inn og út úr lið- inu og fátt benti til þess að félagið hygðist semja við hann en Reyes er í láni frá Arsenal. x x x ÁEmirates-leikvanginum hefurArsène Wenger ugglaust hopp- að hæð sína í öllum herklæðum á sunnudag enda verður erfitt fyrir Real að sniðganga Reyes eftir þetta framlag. Geri meistararnir það verð- ur samt örugglega auðveldara en ella fyrir Arsenal að selja leikmanninn til annars félags á Spáni í sumar. Mikil heimþrá greip Reyes í Lundúnum og löngu ljóst að þangað myndi hann ekki snúa aftur. Þá er bara spurning hversu mikið Reyes hækkaði í verði á sunnudags- kvöldið? Real Madríd erágætlega að þrí- tugasta meistaratitli sínum í spænsku knatt- spyrnunni komið. Eftir brösótta byrjun náði liðið vopnum sínum á lokasprettinum og lék á köflum ljómandi vel. Ekki er þó annað hægt en vorkenna Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Barcelona sem hlutu sama fjölda stiga og Real, 76 í 38 leikjum, en verða eigi að síður að játa sig sigr- aða vegna óhagstæðra úrslita í innbyrðisvið- ureignum þessara liða. Þetta er ekki síður svekkjandi fyrir Katalónana, þar sem markamunur þeirra er mun betri en Real, Barce- lona gerði 45 mörkum fleira en and- stæðingarnir á leiktíðinni en Real að- eins 26. x x x Velta má því fyrir sér hvort þettafyrirkomulag sé sanngjarnt. Er ekki deildarkeppni glíma tuttugu liða en ekki tveggja og er því ekki eðlilegt að liðið sem hefur besta samanlagða stöðu bera sigur úr býtum? Svari hver fyrir sig. Gömlu Manchester United- mennirnir David Beckham og Ruud van Nistelrooy hafa farið mikinn í liði Real undanfarnar vikur og átt hvað stærstan þátt í velgengninni. Sér- staklega er sigurinn sætur fyrir         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hér inni ætla ég aðfreista þess að fylla íöll skilningarvit gestaminna. Kveða fyrir þá rímur, segja þeim fornsögur, gefa þeim vel reykt hangið kjöt að borða, mysu að drekka og leyfa þeim að finna lyktina af moldinni og fortíðinni. Ég er að festa for- tíðina til framtíðar með þessari byggingu. Mér finnst að fólk þurfi að sjá aðstæður forfeðra okkar, sérstaklega unga fólkið. Ég vil sýna þeim kuldann og hráann sem fólk bjó við,“ segir Jón Ólafsson á Kirkjulæk í Fljótshlíð sem reist hefur forláta meyjarhof að fornum sið. Margir kannast við manninn undir heitinu Jón á Brókinni, en hann á og rekur kaffihúsið Lang- brók í Fljótshlíð ásamt konu sinni. „Ég byrjaði á þessu hofi í haust og hef verið að sinna þessu í frí- tíma mínum á kvöldin og um helg- ar. Synir mínir hafa hjálpað mér að afla efnis, en allt timbur, grjót og torf í þessu hofi er héðan úr Fljótshlíðinni.“ Veggirnir eru tveggja metra þykkir en að innanverðu eru þeir hlaðnir úr hraungrýti úr Heklu eða Vatnafjöllunum. Hluti af gólf- inu er þakinn hellum frá Lamba- læk þar sem langafi Jóns bjó. Við- urinn kemur frá Tumastöðum nema aðalhurðin sem er úr reka- við frá Hnausum í Meðallandi. Þórður á Skógum lærifaðir Jón hefur unnið mikið við gamla húsagerð undanfarin ár, bæði við að lagfæra hús á Byggðasafninu á Skógum sem og annars staðar. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vera mikið í kringum snillinga eins og Þórð Tómasson á Skógum, Vilhjálm á Hnausum, Júlla í Mörk og Viðar í Ásólfsskála. Að hlusta á þá kveikti hjá mér þessa hugmynd að byggja hof. Þórður hefur verið minn lærifaðir við bygginguna og hann styðst við heimildir úr Eyr- byggju. Hann teiknaði líka lang- eldinn sem er í miðju hofinu. Í kringum hann hef ég raðað sextán steinum, en gyðjurnar í goðafræð- inni eru einmitt sextán.“ Jón hefur líka búið til steinhörpu sem hann spilar á fyrir gesti sína. „Ég heimsótti Pál á Húsafelli fyrir stuttu og hann spilaði fyrir mig á steinhörpuna sína og stakk upp á því að ég gerði mína eigin hörpu úr tónhellum sem ég fann hér í nágrenninu. Sem ég og gerði og þegar ég spila á hana þá hljóma ómar jarðar hér innan veggja. Ég er að hugsa um að láta þetta heita Meyjarhofið Móðir jörð.“ Bæði blót og kristnar athafnir Jón hefur hlaðið margra metra göng sem liggja frá húsinu að vestanverðu. Þegar út úr þeim göngum er komið tekur við sælu- reitur í iðjagrænum hvammi þar sem Jón ætlar að gera litla kalda laug við lækjarnið og reisa gufu- bað sem verður grjóthlaðið. Jón ætlar að vígja meyjarhofið á Jónsmessunni og hann segist fús til að leyfa fólki að gifta sig í hof- inu. „Ég verð líka með stein hér sem verður bæði skírnarskál og blótskál. Ég vil ekki gera upp á milli trúarbragða, þetta hof er öll- um opið. Ég er einna helst hlynnt- ur því að fólk trúi á uppruna sinn, sjálft sig, umhverfi sitt og mold- ina. Því við förum öll ofan í jörð- ina að lokum. Hvort sem við trú- um á Messías eða Mammon eins og reyndar margir virðast gera í dag.“ Eigum írsku for- mæðrunum mikið að þakka Jón er þegar farinn að taka á móti hópum í hofinu og þá klæðir hann sig upp að víkingasið. „Hér segi ég frá víkingunum sem komu hingað frá Noregi og voru hálfgerðir sígaunar og ræn- ingjar. Sjálfsagt voru þetta fal- legir menn og trúlega ekkert ólík- ir Gunnari á Hlíðarenda eins og honum er lýst. En á leið sinni hingað komu þeir við á Írlandi og rændu þar þessum fallegu konum og það varð íslensku þjóðinni til lífs. Þessi blanda varð svo sterk. Við eigum írsku konunum mikið að þakka. Mér finnst að það hafi gleymst að upphefja þessar for- mæður okkar. Ég reisi þetta hof í þakklætisskyni fyrir að þær skuli hafa þraukað. Þær höfðu hug- myndaflug til að útbúa mat og fatnað og sjá um bú og börn á meðan karlarnir voru í burtu. Hallgerður langbrók barðist í hey- skapnum og allri vinnunni heima- við á meðan karlinn hann Gunnar var að berjast annars staðar eða á einhverjum þvælingi. Ég þarf ekki að líta lengra en til formóður minnar, langömmu sem kom gang- andi hingað norðan jökla að hausti til alla leið austan af Síðu með tveggja ára dóttur sína, ömmu mína. Þess vegna er ég hér. Móð- uramma mín kom frá Hnífsdal en systir hennar og fleira fólk fórst í snjóflóði 1910, en amma mín var blessunarlega ekki heima. Líka þess vegna er ég hér. Við Íslend- ingar erum til fyrir harðfylgi, dugnað og útsjónarsemi kvenna í gegnum tíðina.“ Meyjarhof til heiðurs konum Morgunblaðið/Kristín Heiða Ómur jarðar Jón spilar á steinhörpu sem hljómar vel inni í hofinu. Hvammurinn græni Við enda hlöðnu ganganna er sælureitur. Um helgina var í fimmta sinn haldin árleg sandhátíð eða „Sandsation“ í Berlín í Þýskalandi. Listaverkin voru sum hver alveg ótrúlega flott og fjölmargir leggja nú leið sína á sýningu þar sem hægt er að berja listaverkin aug- um. Eigi lesendur leið um Berlín á næstunni þá stendur sýningin til 29. júní. Ótrúleg listaverk úr sandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.