Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 29
ÖRUGGT framboð á raforku,
samdráttur í losun koltvísýrings og
aukin samtvinnun markaða yfir
landamæri, samhliða sívaxandi eft-
irspurn eftir raforku. Þetta eru mik-
ilvæg verkefni sem
Evrópuríkin standa
frammi fyrir á sviði raf-
orkumála og þetta voru
jafnframt helstu um-
ræðuefni ársfundar
Eurelectric, Evrópu-
samtaka rafiðnaðarins,
í Antwerpen á dög-
unum. Mismunandi
áherslur eru uppi um
æskilega forgangs-
röðun þessara þriggja
verkefna og engan veg-
inn ljóst að aðgerðir
vegna eins verkefn-
anna styrki stöðuna gagnvart hinum.
Mörg Evrópuríki eru mjög háð
innfluttu eldsneyti til raforkufram-
leiðslu. Misjöfn samskipti við sum
helstu útflutningsríki á olíu og gasi
eru þess vegna, ásamt mismunandi
afstöðu gagnvart nýtingu kjarnork-
unnar, meðal helstu ástæðna þess að
margir setja spurningarmerki við
öryggi í raforkuframboði samfara sí-
vaxandi eftirspurn. Þá hefur Evr-
ópusambandið sett sér háleitt mark-
mið um heildarhlutfall
endurnýjanlegra orkugjafa árið 2020
(20% af allri orkunotkun, hlutfallið
er 7% í ESB í dag en 72% á Íslandi).
Á ársfundi Eurelectric voru uppi
miklar efasemdir um þetta markmið,
nema hugsanlega ef gríðarlega
miklu yrði kostað til, til dæmis í
formi rannsókna og þróunar. Innan
ESB eru nú um 15% raforku fram-
leidd með endurnýjanlegum orku-
gjöfum og vegur vatnsaflið þar lang-
þyngst. Rúmur þriðjungur
raforkunnar er framleiddur með
kjarnorku og afgangurinn með
brennslu jarðefnaelds-
neytis á borð við kol,
gas og olíu, en losun
koltvísýrings í and-
rúmsloftið stafar öðru
fremur af brennslu
slíkra efna. Á Íslandi er
nánast öll raforka
framleidd með end-
urnýjanlegum orku-
gjöfum, eða um 99,9%.
Nýta þurfi alla
orkumöguleika
Í stefnumörkun sinni
segja Eurelectric hægt
að ná verulegum árangri á öllum
þessum sviðum ef horft sé til langs
tíma, eða til ársins 2050. Samtökin
leggja áherslu á að nýta beri alla
möguleika til orkuöflunar og nefna
kjarnorku annars vegar og hins veg-
ar vatnsafl og aðra endurnýjanlega
orkugjafa í því sambandi. Þá verði að
gera stórátak í þágu raforkusparn-
aðar annars vegar og á sviði rann-
sókna og þróunar hins vegar. Loks
þurfi að stórbæta regluumhverfi
ESB sem í dag hamlar verulega
samkeppni yfir landamæri, enda víðs
fjarri að hægt sé að tala um raun-
verulegan innri markað á sviði raf-
orku.
Það var afar fróðlegt fyrir ís-
lensku fulltrúana að taka þátt í störf-
um fundarins. Eflaust getum við
dregið gagnlega lærdóma af reynslu
einhverra annarra Evrópuríkja þeg-
ar kemur að markaðs- og samkeppn-
ismálum á innanlandsmarkaði fyrir
raforku, þótt ekki eigum við beinna
hagsmuna að gæta hvað varðar þró-
un samevrópsks raforkumarkaðar
(hér er ekki ætlunin að ræða hug-
myndir um sæstreng). Þá er orku-
sparnaður göfugt markmið hvar sem
er og rannsóknir og þróun í því skyni
og í skyni minnkandi losunar á
koltvísýringi eru mikilvæg verkefni
hérlendis sem annars staðar. Bless-
unarlega erum við þó í ólíkt betri
stöðu en þessi nágrannaríki okkar
þegar kemur að spurningunum um
hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa
og öryggi í framboði á raforku.
Þarna standa mörg Evrópuríki
frammi fyrir miklum áskorunum, en
geta einungis látið sig dreyma um þá
sterku stöðu sem við Íslendingar
njótum.
Evrópa: Miklar
áskoranir á sviði raforku
Gústaf Adolf Skúlason
segir frá helstu umræðuefnum
ársfundar Evrópusamtaka
rafiðnaðarins
» Þarna standa mörgEvrópuríki frammi
fyrir miklum áskor-
unum, en geta einungis
látið sig dreyma um þá
sterku stöðu sem við Ís-
lendingar njótum.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja
-hágæðaheimilistæki
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Nú getum við boðið þessa frábæru Smeg gaseldavél á einstöku
tilboðsverði. Smeg gaseldavélar eru ítalskar gæðavélar fyrir
alla þá sem unna glæsileika og góðum mat. Tilboðið gildir
meðan byrgðir endast.
Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og
í Reykjavík og kynnið ykkur Smeg heimilistækin.
B90MFX5 90 sm Smeg gaseldavél
Fimm gashellur með pottjárnsgrindum
97 ltr ofn með 8 kerfum. Kæling í hurð,
heitur blástur, grillteinn.
Verð áður kr. 249.000 stgr.
Glæsileg gaseldavél
AFSLÁTTUR
30%
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Smeg gaseldavél á tilboðsverði
kr. 174.300 stgr.
Æ OFAN í æ er bent á vankanta
í heilbrigðis- og félagsþjónustu við
aldraða á höfuðborgarsvæðinu,
þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið
gert til þess að auka þjónustuna.
Fjögur stór kerfi leggja til þjón-
ustunnar, heilsugæsla- og fé-
lagsþjónusta, sér-
fræðiþjónusta og
sjúkrahúsþjónusta,
tiltölulega ósamhæfð.
Þjónustan hentar
best þeim sem eru
sjálfbjarga og hafa
aðstæður til að sækja
sér eigin þjónustu.
Auknar ævilíkur
þjóðarinnar og lang-
vinnir sjúkdómar
gera nýjar kröfur til
þjónustunetsins. Til
þess að ná markmið-
inu að styðja aldraða
til búsetu á eigin
heimili sem lengst
þarf stefnumót-
unarvinnu þar sem
hinn aldraði er í mið-
punkti. Skoða þarf
hvernig þörfum er
mætt nú og hvernig
hægt væri að aðlaga
og samhæfa þjón-
ustuna til að hámarka
gæði og skilvirkni.
Tökum dæmi um
fjölveikan aldraðan
einstakling sem nýtur
heimahjúkrunar og fer sjaldan eða
aldrei út, er hreyfihamlaður og
með byrjandi minnisskerðingu.
Heimahjúkrun er miðlæg og í tak-
mörkuðum tengslum við heim-
ilislækna. Hjúkrunin er mjög verk-
miðuð en aukinn fjöldi heilabilaðra
þarf oft fremur viðveru en snögga
hjálp við einstök verk. Heim-
ilislæknar og aðrir sérfræðilæknar
fara örsjaldan í vitjanir. Margir
hverjir fengu mikla og góða lækn-
isþjónustu á meðan þeir gátu sótt
sér hana, en fá nú helst einskonar
fjarlækningar í gegnum takmörkuð
samskipti heimahjúkrunar við ein-
staka lækna.
Ef þessi einstaklingur fær bráð
sjúkdómseinkenni er að jafnaði
leitað til Læknavaktarinnar sem er
miðlæg. Einhver vaktlæknir kem-
ur, sem hefur stuttan tíma og er
ekki með aðgengi að upplýsingum
frá fyrri tíð, og því eru miklar líkur
á sjúkrahúsinnlögn. Við útskrift af
sjúkrahúsi eru upplýsingar sendar
til læknis eða lækna sem enn eru
ólíklegir til þess að fara í vitjanir
og fylgja málum eftir, þar sem þeir
hafa í mörgum tilfellum misst með-
ferðarþráðinn.
Það er líklegt að bæta megi
þjónustu við þennan viðkvæma hóp
með skipulagsbreytingum. Hverfa-
skipting heilsugæslu- og fé-
lagsþjónustu þarf að falla saman.
Heimaþjónusta er best skipulögð
út frá einstökum heilsugæslu-
stöðvum, þar sem hver og einn
skjólstæðingur hefur ákveðinn
hjúkrunarfræðing og heilsugæslu-
lækni með frumábyrgð á þjónust-
unni. Þeir einstaklingar sem ekki
geta sjálfir komist til læknis eiga
að hafa rétt á því að fá lækni sinn
reglulega í vitjun, t.d. á 6 vikna
fresti. Læknisvitjun hefur með-
ferðargildi í sjálfu sér. Heilsu-
gæslustöðvar hefðu vaktþjónustu
fram eftir kvöldi og í stað bæj-
arvaktar færi hinn ábyrgi læknir
sjúklings í vitjun eða staðgengill
hans með aðgengi að fyrri upplýs-
ingum. Ef til innlagnar kæmi og
upplýsingar bærust treglega eftir
útskrift væri læknirinn í sterkri
aðstöðu til að kalla eftir upplýsing-
unum enda væri hann í traustu
meðferðarsambandi við sjúkling og
samstarfsaðila.
Ef fjölveikur aldraður ein-
staklingur leggst inn á Landspítala
– háskólasjúkrahús
(LSH) eru tvær leiðir.
Annars vegar getur
verið þörf á sérhæfðri
deild, til dæmis hjarta-
deild, og eftir þá með-
ferð er sjúklingurinn
útskriftarfær eða í
þörf fyrir eftirmeðferð.
Hins vegar getur verið
þörf á beinni innlögn á
öldrunarlækn-
ingadeild. Í báðum til-
vikum er erfitt um vik
vegna þeirra sem lokið
hafa meðferð á sjúkra-
húsinu og bíða út-
skriftar. Nú bíða um
60 manns á LSH eftir
hjúkrunarheimili, tveir
þriðju þeirra á öldr-
unarsviði. Þetta veldur
miklum bakflæð-
isáhrifum. Þeir sem
eru í þörf fyrir bráða-
öldrunarlækningar,
endurhæfingu eða sér-
hæfða heilabil-
unardeild þurfa iðu-
lega að leggjast á
líffærasérhæfðar deild-
ir sjúkrahússins eða dvelja þar
lengur en æskilegt er með tilliti til
þeirra eigin þarfa. Erfiðast reynist
að hafa ekki gott aðgengi að deild-
um fyrir þá sem eru með heilabilun
og eða óráð.
Þessi vandi er vel þekktur en
viðfangsefnið er ekkert betra fyrir
það. Eðlilegt gæti verið fyrir
sjúkrahús eins og LSH að hafa á
hverjum tíma 10-15 einstaklinga í
bið eftir varanlegri vistun og að
hver og einn bíði í tiltölulega stutt-
an tíma. Fyrir aldraða fjölveika
einstaklinga er jafnmikilvægt að
komast á bráðaöldrunarlækn-
ingadeild, heilabilunardeild eða
öldrunarendurhæfingardeild og
hjartasjúkling á hjartadeild. Semja
þarf verkferla sem skilgreina sam-
spil sérhæfðrar- og öldrunarþjón-
ustu sjúkrahússins, þannig að hver
og einn hafi hámarkslíkur á því að
lenda á kjördeild.
Auka þarf sérstaklega framboð á
hjúkrunarrýmum fyrir skjólstæð-
inga sjúkrahússins. Annar mögu-
leiki er að ríkisvaldið, sem greiðir
fyrir hjúkrunarheimilisþjónustu,
taki sér það stjórnunarvald sem
þarf til þess að forgangsraða þeim
sem bíða útskriftar á sjúkrahúsi í
hjúkrunarrými sem þegar eru til
staðar. Sjúkrahúsið þarf aðgengi
að 50-60% af þeim rýmum sem
opnast nú á hverjum tíma á hjúkr-
unarheimilum fyrir skjólstæðinga
sína en fær innan við 40%.
Stefnumótunarvinna af því tagi
sem lýst er að ofan getur bætt
þjónustu og lífsgæði aldraðra. Yf-
irvöld heilbrigðis- og félagsmála
þurfa að koma að vinnunni með
þeim sem sinna þjónustunni, hvetja
hana áfram og samræma og loks
grípa til þeirra aðgerða sem þarf
til úrbóta. Nýir ráðherrar eiga góð
sóknarfæri.
Einstaklingsmiðuð
öldrunarþjónusta
tími stefnumótunar?
Pálmi V. Jónsson skrifar
um heilsbrigðisþjónustu
við aldraða
Pálmi V. Jónsson
» Stefnt er aðþví að styðja
aldraðra til að
búa heima sem
lengst. Því þarf
stefnumót-
unarvinnu þar
sem hinn aldr-
aði er í mið-
punkti.
Höfundur er sviðsstjóri lækninga
á öldrunarsviði LSH.
smáauglýsingar mbl.is