Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 21 AUSTURLAND Krabbameins- félagsins Sumarhappdrætti Útdráttur 17. júní 2007 Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr. Vinningar B ir t án á b yr g ð ar Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 2. júlí nk. 127 137 1503 2182 2201 3905 4052 4494 6462 7007 7521 8439 8702 10000 10305 10482 10630 11755 12116 12572 12673 12845 13060 14011 14106 14460 15628 16462 16801 17205 17397 17597 17752 18017 21575 22385 22687 23253 23605 24060 24706 25333 26438 26606 27869 28908 29258 29880 29985 31848 33553 34034 34283 36048 36275 37466 37602 38449 38697 39941 40556 41904 43200 43620 43797 43850 44255 46524 46588 48150 48931 49003 50031 50093 50597 51419 52365 52950 54915 55576 56392 56914 57981 59964 61877 62609 62701 62861 64046 66735 67471 68676 69493 69669 70485 72338 73568 74166 74368 75263 77039 77168 78464 79823 79975 79979 80289 81587 82841 83339 83592 83779 83897 84238 85542 85631 85686 86159 86297 87398 88392 88885 89476 91218 95313 96201 97209 100710 101163 101584 101871 102600 103051 104240 104563 105029 106003 106611 108984 109179 109389 111723 111730 111737 111827 112023 115785 116381 116418 116494 118105 118466 120419 120453 120908 122887 123276 123914 124148 125207 125289 125290 125490 125679 125993 126271 126521 127529 127847 Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Krabbameinsfélagi› flakkar landsmönnum veittan stu›ning www.krabb.is Ford Escape Limited 3,0i V6, 3.850.000 kr. 127461 44986 Eftir Sigurð Aðalsteinsson Eskifjörður | Lára Eiríksdóttir á Eskifirði rekur Fjarðaþrif. Fyrirtækið hefur með til- komu framkvæmdanna þar eystra vaxið úr engu í að vera fyrirtæki sem sinnir þrifum og þvottum og hefur 20 til 30 manns í vinnu. Fjarðaþrif var stofnað í mars árið 2003 sem smáfyrirtæki utan um aukavinnuna hjá Láru. „Eftir árið var þetta farið að gefa meira af sér en aðalvinnan, þá var þetta orðið svo mikið að ekkert vit var í öðru en að stofna um þetta fyr- irtæki,“ segir Lára. Sprenging með framkvæmdunum ,,Ég stofnaði síðan einkahlutafélag um reksturinn árið 2005, það er alfarið í minni eigu en eiginmaðurinn, Björgvin Erlendsson, heldur utan um pappírana hjá mér. Fyrstu tvö árin var ég mest ein, fékk eina til tvær konur með mér í stærri verkefni. Það var síðan í september 2004 sem ég fór að vinna fyrir Bechtel, sem er að reisa álverið. Um það leyti varð alger sprenging í verk- efnum á öllu svæðinu. Ég byrjaði að þrífa tvö lítil hús hjá Bechtel. Þetta leit sakleysislega út til að byrja með, síðan fóru að koma inn skrif- stofur, hreinlætisaðstaða og fundarhús, ásamt byggingum hjá öðrum verktökum á fram- kvæmdasvæðinu. Síðan kom Alcoa inn í þetta á þessu ári. Þetta vatt hratt upp á sig og í dag er ég með að jafnaði tólf manneskjur á dag í vinnu á álverssvæðinu, hjá Bechtel, Alcoa, Atafli og Eimskipi. Samhliða framkvæmdunum við álverið hefur fyrirtækið verið að vinna fyrir fyrirtæki í Fjarðabyggð, til dæmis skrifstofur Alcoa, Byko, Krónuna, Eimskip, AVA og Tölvusmiðj- una, einnig þrífum við fyrir bæinn, til dæmis söfnin fyrir sumaropnun,“ segir Lára. Árið 2004 keypti hún litla iðnaðarþvottavél og þurrkara sem varð fyrsti vísirinn að þvotta- húsi fyrirtækisins. Ári seinna var keypt notuð vél, stærri, síðan keypti fyrirtækið nýja stóra þvottavél á síðasta ári, sem tekur 25 kíló, ásamt þurrkara og strauvél. Þetta er orðið stærðar þvottahús, þvær af 50 til 70 manns á dag. Erfitt að fá starfsfólk „Það hefur ekki verið auðvelt að fá starfs- fólk síðustu mánuðina, það vantar alls staðar fólk í vinnu á svæðinu. Mikið af starfsmönn- unum hjá mér eru útlendingar, aðallega konur sem hafa flust til landsins með mönnum sínum sem eru að vinna hjá öðrum fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Þetta er allt fólk sem er að ílendast hér á svæðinu, með börn í skólum. Fyrirtækið hefur gengið vel en þetta er hrikalega mikil vinna, skemmtileg samt, en þetta væri ekki hægt nema með góðu starfs- fólki, en í dag vinna að meðaltali 24 hjá fyr- irtækinu,“ sagði Lára Eiríksdóttir. Aukavinnan varð að alvöru atvinnufyrirtæki Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Umsvif Lára Eiríksdóttir á Eskifirði rekur fyrirtækið Fjarðaþrif sem hún hefur byggt upp úr engu á stuttum tíma. Mikil aukning varð með stórframkvæmdunum á Austurlandi. Fjarðabyggð | Nýr dráttarbátur Fjarða- byggðahafna var formlega tekinn í notkun við athöfn sem fram fór við Reyðarfjarð- arhöfn á þjóðhátíðardaginn. Dráttarbáturinn er með þeim öflugri hérlendis. Í áhöfn hans eru skipstjóri, vél- stjóri og hafnsögumaður. Hann er búinn öflugri brunadælu sem ætluð er til að slökkva elda um borð í skipum eða við hafnir. Báturinn var meðal annars keypt- ur vegna komu fleiri og stærri flutn- ingaskipa til Mjóeyrarhafnar, ekki síst í tengslum við álver Alcoa Fjarðaáls. Nýr öflugur drátt- arbátur í notkun Hallormsstaðarskógur | Nýtt útivistar- svæði hefur verið opnað í Hallormsstað- arskógi. Stekkjarvík er við Lagarfljót, neðan þjóðvegar og Hafursárbæjarins. Þangað hefur verið lagður vegur, útbú- in nokkur svæði með borðum og grill- aðstöðu inni í skóginum og lagðir göngu- stígar niður að fljótinu. Þar getur fólk dvalið dagsstund, notið strandarinnar og borðið nestið í skjóli skógar, en ekki tjald- að. Tjaldsvæði eru í Atlavík og Höfðavík. Fyrir fjörutíu árum var Stekkjarvík skóglaus. Nú er þar blandaður lerki- og greniskógur með birkiívafi sem skapar skjól og fallegt umhverfi til útivistar. Útivistarsvæði við Stekkjarvík LANDIÐ Eftir Sigurð Sigmundsson Hrunamannahreppur | Það eru sennilega fáir sem enn slá garðinn sinn með orfi og ljá svo sem gert var áður. Skúli Gunnlaugsson í Miðfelli hefur alltaf slegið garðinn sinn með orfi og ljá. Hann segir betra að slá í kringum tré og runna með ljánum þar sem ekki er hægt að koma sláttuvélunum við. „Ég hef gaman að slættinum, vil vera í friði og ró og vera laus við vélagný, heyra hvininn í ljánum, auk þess sem þetta er ágæt áreynsla fyrir líkamann.“ Skúli smíðaði orf þegar hann var í barnaskólanum á Flúðum, þá tólf ára. „Ég hef alltaf slegið eitthvað með orfi og ljá á þeim 68 árum sem eru liðin síðan,“ heldur hann áfram. Eylandsljáirnir bitu betur „Það var að sjálfsögu allt heyjað með orfi, ljá og hrífu og heyið síðan reitt heim á hestum eins og ann- arstaðar. Dráttarvélar komu ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina en mikið heyjað upp á gamla mátann alllöngu eftir það. Túnin voru lítil og því þurfti að heyja á útjörð, oft í kargaþýfi.“ Skúli segist muna vel eftir bakkljánum sem þurfti að dengja til að fá bit í þá sem þó var aldrei gott. „Síðan komu Eylandsljáirnir, sem kallaðir voru, en Árni Eyland stóð fyrir því að þeir voru fluttir inn frá Noregi. Það var mikil bylting, þeir bitu miklu betur og þurfti þá ekki að dengja heldur voru þeir brýndir á hverfissteini. Ég veit ekki hvort hægt er að fá ljái keypta nú eins og ég á, sennilega ekki,“ segir þessi fyrrum dugmikli bóndi. Víða var keppt í ljáslætti á árum áður t.d. á héraðsmótum og þótti góð skemmtan. Héraðssambandið Skarphéðinn stór fyrir keppni í ljá- slætti á Selfossi fyrir um áratug. Þar tók Skúli þátt og varð sigur- vegari enda laginn og dugmikill sláttumaður. Til gamans má geta þess að tengdafaðir hans, Sigurður Ágústsson, bóndi, tónskáld og söngstjóri í Birtingaholti, var einu sinni sem oftar að heyja og var með blýantsstubb í vasanum. Þá skrifaði hann nótur á orfhælinn því enginn var pappírinn og þetta var upphafið af einhverju af hans bestu lögum. Gaman að heyra hvininn í ljánum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Enginn vélagnýr Skúli Gunnlaugsson á Miðfelli hefur slegið með orfi og ljá frá því hann var tólf ára, eða 68 ár. Enn slær hann garðinn sinn. Skúli slær alltaf garðinn með ljá Hrunamannahreppur | Veiði hefst á öllum svæðum í Stóru-Laxá á morg- un. Bernhard Petersen, formaður árnefndar SVFR, sem er með ána á leigu, segir veiðimenn spennta að vita hvað gerist við opnunina. Í fyrra var byrjunin róleg en nú hafa margar netalagnir í Hvítá og Ölfusá verið keyptar upp. Bern- hard segir að nú verði lögð áhersla á að menn sleppi öllum stærri löx- um og öllum laxi frá 16. september til lokunar í haust. Þá verður veiði- eftirlit eflt verulega, m.a. með starfandi veiðieftirlitsmanni. Meiru sleppt í Stóru-Laxá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.