Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 47 STÖKKBREYTTU ofurhetjurnar fjórar náðu að draga flesta bíógesti að síðastliðna helgi beggja vegna Atl- antsála. Framhaldsmyndin The Fan- tastic Four: Rise of the Silver Surfe fjallar um áframhaldandi baráttu og ævintýri þeirra fjórmenninga sem leikin eru af þeim Ioan Gruffudd, Jes- sicu Alba, Michael Chiklis og Chris Evans. Í þetta sinn er það silfraður brimari sem félagarnir fjórir þurfa að berjast við en sá er slyngur eins og illmennum hetjumynda af þessu tagi er einum lagið. Glæpagengi Danny Oceans þurfti því að taka pokann sinn og færa sig niður í annað sætið eftir vikudvöl í efsta sæti aðsóknarlistans. Alls hafa reyndar rúmlega 10 þúsund Íslend- ingar séð myndina Oceans 13 svo George Clooney og félagar ættu að geta vel við unað. Slakur hreinsari Í því þriðja berjast svo sjóræningj- arnir Johnny Depp, Orlando Bloom og Keira Knightly um yfirráð á heims- höfunum í þriðju myndinni um sjó- ræningjana í Karíbahafinu. Annar nýliðinn á listanum nefnist Code Name: The Cleaner, gam- anmynd sem fékk heldur slaka um- sögn hér í Morgunblaðinu í gær en var engu að síður fimmta mest sótta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Hin miður geðslega Hos- tel 2 situr svo í blóðpolli sínum í fjórða sæti listans. Íslandsvinurinn Eli Roth er enn við sama heygarðshornið og færir okkur óhugnað sem aðeins þeir allra huguðustu þora að horfa á. Aðr- ar myndir á listanum eru þaulsætnari og hafa verið í mánuð eða meira í kvikmyndahúsum. Vinsælustu kvikmyndirnar í bíóhúsum landsins 15. til 17. júní Fjögur fræknu og hinn silfraði brimari        " $@"  ,                                 !  "  # $ % & '& (   ! & ) *+ , !  , ( - . &  %/ 0  , 0    1 ,  "               Fjögur fræknu Stökkbreyttu geimfararnir halda áfram að bjarga heiminum við góðar undirtektir bíógesta. ÍSLANDSVINIRNIR Jude Law og Forest Whitaker munu báðir leika í The Repossession Mambo, framtíðarþriller þar sem hægt er að kaupa gervilíffæri í reikning með þeim skilmálum að ef líf- færaþeginn borgar ekki reikn- ingana sína þá hættir gervi- líffærið að virka með banvænum afleiðingum. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni Miguel Sa- pochnik. Jafnóvenjulegur og söguþráð- urinn kann að virðast á myndin þó fyrir höndum kapphlaup við aðra mynd með nokkurn veginn sama söguþræði. Repo! The Genetic Opera! er að vísu söng- leikur en efnistökin eru þó keim- lík. Darren Lynn Bousman, leik- stjóri framhaldsmyndanna af Saw, leikstýrir þeirri mynd. Gervilíffæramyndir í tísku Reuters Framtíðin Þarf Jude gervilíffæri? VICTORIA Hart hefur sagt gengilbeinustarfi sínu lausu. Ekki er að furða því hún var fengin til að syngja fyrir George Clooney á snekkju hans undan Cannes og landaði síðan plötusamningi við Decca og Universal Clas- sics and Jazz upp á 1,5 milljónir punda. Hart vann á veit- ingastaðnum Naked Turtle í Richmond í Lundúnum. Breska dag- blaðið Times segir Hart hafa slegið svo rækilega í gegn í samkvæmi Clooney að plötuútgefendur hafi slegist um hana, þó ekki í bókstaflegri merk- ingu. Hart er aðeins 18 ára og söng á meðan hún þjónaði matargestum á Naked Turtle, var syngjandi gengilbeina svokölluð. „Vinur vinar míns sem heyrði mig syngja í vinnunni sagðist hafa sett nafn mitt á lista yfir þá sem gætu sungið í veislu George Clooney, og ég hugsaði bara með mér „já, einmitt“,“ segir Hart. Clooney hélt veisluna til að safna fé til hjálparstarfs í Darfur í Súdan og kostaði miðinn um 1,3 milljónir króna. Syngjandi gengilbeina sló í gegn Öskubuskusaga Victoria Hart. www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 Hostel 2 kl. 8 - 10 B.i. 18 ára The Invisible kl. 6 - 10.30 B.i. 14 ára 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 B.i. 14 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 10 ára ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA eeee L.I.B. - Topp5.is eee V.I.J. - Blaðið eeee Empire eeee H.J. - MBL Sýnd kl. 4 og 6 eeeee  S.V., MBL eeee  K. H. H., FBL eeee  KVIKMYNDIR.COM DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 18 ára QUENTIN TARANTINO KYNNIR OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA QUENTIN TARANTINO KYNNIR STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA eee D.V. eee D.V. Frábær ævintýra- mynd fyrir alla fjölskylduna -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 www.laugarasbio.is NÝ LEYNDARMÁ - NÝR MÁTTUR - ENGAR REGLUR eee Ó.H.T - Rás 2 eee MBL - SV eee MBL - SV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.