Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einhverjum þykja RollingStones vera helst til gamlirfyrir endalaust flandur um heiminn á tónleikaferðalögum. Jagger og félagar eru þó unglömb miðað við liðsmenn söngflokksins Young @ Heart. Flokkurinn kemur frá Bretlandi, nánar tiltekið Northampton, og telur í augnablikinu 23 söngvara á aldrinum 73 til 92 ára.    Það er kannski ekkert mjögmerkilegt að nokkrir eldri borgarar haldi hópinn og syngi lög opinberlega stöku sinnum, slíkt gerist um heim allan. En Young @ Heart syngja eingöngu lög sem fæstir á þeirra aldri þekkja, það er að segja ýmsa smelli eftir hljóm- sveitir á borð við Coldplay, Radio- head, Sonic Youth og fleiri.    Gestir á tónleikum sveitarinnarmega búast við að sjá þessa eldri og virðulegu borgara Eng- lands kyrja í kór: „Shake it, shake it… shake it like a Polaroid Pict- ure“ í anda OutKast. „Ég hef reyndar aldrei heyrt um Andre 3000,“ sagði Len Fontaine, 85 ára kórmeðlimur í samtali við Guardian fyrir tveimur árum. „En barnabörnunum okkar finnst við svalir,“ bætti félagi hans, Bock Lynch, við.    Stjórnandi sönghópsins er Bobnokkur Climan. Árið 1983 tók hann við starfi umsjónarmanns tónlistarstarfs eldri borgara í Northampton. Undir hans stjórn þróaðist söngflokkurinn í það form sem hann er í núna og hélt hann nokkra tónleika fyrir nærsveit- unga þegar þannig bar við. Eftirlaunaþeginn og söngvarinn Roy Faudree útvegaði hópnum svo pláss í dagskrá tónlistarhátíðar í Rotterdam. Síðan þá hafa liðsmenn Young @ Heart varla náð að pakka uppúr ferðatöskunum því tónleikar eru víða um Bretland sem og Evrópu og Ástralíu. Meðal áheyrenda eru norsku konungshjónin en fyrir þau æfði hópurinn sérstaklega sína eigin út- færslu á a-ha-slagaranum „Take On Me“.    Lagaval kórstjórans hugnastsöngvurunum ekki alltaf. „Í fyrstu leist mér ekkert á þessa tónlist,“ sagði Faudree í áðurnefndu viðtali við Guardian. „En svona vill Climan hafa þetta. Hann er sífellt að hækka ald- urstakmarkið í kórinn. Meðal annars vegna þess að hann er sjálf- ur ekki enn tilbúinn að ganga í kórinn en líka vegna þess að hann vill ekki að söngvararnir þekki lögin áður.“    Tvær upptökur af tónleikum Young @ Heart er að finna á YouTube-vefsíðunni frægu, ann- arsvegar flutning þeirra á „Schizophrenia“ eftir Sonic Youth og hinsvegar lag Coldplay, „Fix You“. Alls hafa um 250 þúsund manns horft á upptökurnar tvær.    Á vefsíðu CNN er að finna ný-lega umfjöllun um Young @ Heart. Þar segir ónefndur grein- arhöfundurinn meðal annars að merking laganna breytist oftar en ekki í flutningi hinna eldri söngv- ara. Lög á borð við „Should I Stay or Should I Go“ þeirra Clash- manna verður ósjálfrátt um líf og dauða og orðin „setting suns“ og „fading away“ í laginu „Paint in Black“ Jaggers og félaga öðlast nýja merkingu þegar söngvarinn á nokkur ár í að verða 100 ára.    Eins og gefur að skilja eru liðs-menn söngflokksins í mis- góðu líkamlegu ástandi. Eins fækkar liðsmönnum alltaf öðru hverju, en slíkt er jú gangur lífs- ins. Eins getur söngstarfið tekið sinn toll, um það vitnar ónefndur liðsmaður sem braut á sér mjaðmagrindina við flutning á James Brown-slagaranum „I Feel Good“. Margir liðsmannanna segja þó kórstarfið hafa gefið sér tilgang að nýju og eru nær orðlausir yfir þeim góðu móttökum sem kórinn fær á ferðalögum sínum um heim- inn. Amma rokk og afi popp Young @ Heart Liðsmenn söngsveitarinnar eru á aldrinum 73 til 92 ára. AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Gestir á tónleikumsveitarinnar mega búast við að sjá þessa eldri og virðulegu borg- ara Englands kyrja í kór: „Shake it, shake it… shake it like a Polaroid Picture“ í anda OutKast. birta@mbl.is Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 Hostel 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 18 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8.20 - 10.30 The Hoax kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára 28 Weeks Later kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Painted Veil kl. 5.30 Fracture kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára Fantastic Four 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Fantastic Four 2 LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Hostel 2 kl. 5.50 - 8 - 10:10 B.i. 18 ára The Last Mimzy kl. 3.40 Pirates of the Carribean 3 kl. 5 - 9 B.i. 10 ára Spider Man 3 kl. 5 - 8 B.i. 10 ára - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA eeee L.I.B. - Topp5.is eee V.I.J. - Blaðið eeee Empire eeee H.J. - MBL Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna NÝ LEYNDARMÁ - NÝR MÁTTUR - ENGAR REGLUR eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is FALIN ÁSÝND OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA QUENTIN TARANTINO KYNNIR STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA eee D.V. eeee S.V. - MBL ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST R I C H A R D G E R E GABBIÐ eeee “Vel gerð...Gere er frábær!” - H.J., Mbl eeee - Blaðið tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eee Ó.H.T - Rás 2 eee MBL - SV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.