Morgunblaðið - 19.06.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 19.06.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 19 MENNING HVAÐA góðgæti leynist í búrkistunni? Er koffort farkennarans troðfullt af fróðleik? Hvað með brúð- arkistil heimasætunnar? Komdu og skoðað’í kistuna mína er yfirskrift sýningar sem opnuð hefur verið í Safnahúsinu á Egils- stöðum, en þar eru kistur, kistlar og koffort til sýnis. Í geymslum Minjasafnsins má finna marga slíka gripi og hafa nokkrir þeirra nú verið dregnir fram og dustað af þeim rykið. Oft og tíðum var þar um að ræða einu hirslu fólks og ýmislegt var í þeim geymt. Minjar Kíkt í brúðarkistil heimasætunnar BÓKAÚTGÁFAN Deus hefur sent frá sér ljóðabókina Nóv- embernætur eftir Eygló Idu Gunnarsdóttur, en þetta er önnur bók höfundar. Eygló hefur áður gefið út bókina Á meðan bærinn sefur sem kom út árið 2000. Nóvembernætur er bók sem fjallar á næman hátt um mann- legar tilfinningar og á hún er- indi við unnendur hjartnæmra ljóða. Bókin er 47 bls. og fæst í Máli og menningu, Laugarvegi, og í Eymundsson í Austurstræti. Deus sérhæfir sig í útgáfu ljóðabóka. Á útgáfuskránni eru tíu titlar eftir fimm skáld. Bókmenntir Nóvembernætur á hásumri HLJÓMSVEIT dönsku hjónanna Hanne og Niels Ryde, Valentine Quintet, er stödd hér á landi og leikur djassstandarda í útsetningum hópsins. Niels Ryde hefur leik- ið jöfnum höndum á rafbassa og kontrabassa þar til síðustu ár að rafbassinn hefur átt hug hans allan. Kona hans, Hanne, er söngvari bandsins, en aðrir í kvintettnum eru gítarleikarinn Svend Hulthin, Sigurdur Flosason saxófónleikari og Erik Qvick á trommur. Þau verða á Domo annað kvöld kl. 21, á Jómfrúnni á laugardag kl. 15 og á Café Kultur á sunnudagskvöldið kl. 21. Tónlist Valentine spilar djassstandarda Hanne Ryde Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAU vöktu athygli langt út fyrir bloggheima, bloggskrif Ómars Ragnarssonar um Grímuhátíðina. Þar lýsti Ómar furðu sinni á því að verðlaunahátíðin skyldi hafa verið færð fram um eitt kvöld, miðað við þá hefð sem skapast hefur, að hún sé haldin að kvöldi 16. júní. Ómar sýtir það að á föstudagskvöldinu hafi leik- konan Charlotte Bøving verið upp- tekin við vinnu í leikhúsinu, þegar hún hefði átt að vera á sviðinu í Óperunni að taka við verðlaunum sínum sem besta leikkona í auka- hlutverki, fyrir hlutverk sitt í Ófögru veröld hjá Leikfélagi Reykjavíkur og samfagna eiginmanni sínum, Benedikt Erlingssyni sem hlaut þrenn verðlaun. Fleiri tilnefndir hafi einnig verið við vinnu. Ómar sagði: „Jú, hún varð að sjálfsögðu að hlíta listamannsskyldu sinni í söng- leiknum Ást og mér var tjáð að Sjón- varpið hefði neitað að uppfylla samn- ingsbundið ákvæði um að sjónvarpað yrði frá Grímunni 16. júní eins og ævinlega og í staðinn krafist þess að vikið yrði frá þessu og hátíðin færð fram um eitt kvöld – annars yrði ekki sýnt frá athöfninni. Þessi krafa hefði komið svo seint fram að ekki hefði verið hægt að hætta við sýningu á Ást, en á þá sýn- ingu hefði þá verið búið að selja svo marga miðað að ekki hefði verið hægt að færa hana, enda hefur verið uppselt á allar sýningar.“ Þægilegra fyrir Sjónvarpið Viðar Eggertsson formaður Leik- listarsambands Íslands, sem er eig- andi Grímuverðlaunanna segir að það sé rétt hjá Ómari, Sjónvarpið hafi óskað eftir því að flýta útsend- ingu Grímuverðlaunanna um sólar- hring. „Sjónvarpið óskaði eftir því að hátíðinni yrði flýtt, því það yrði þægilegra fyrir stofnunina,“ segir Viðar. „Þetta var ósk frá Þórhalli Gunnarssyni, dagskrárstjóra Sjón- varpsins.“ Viðar nefnir hefðina og segir að í reglum um Grímuna segi að hátíðina eigi að halda 16. júní ár hvert. „Þannig hefur það verið frá upphafi, árið 2003. Nú bar 16. júní upp á laugardag, og leikhúsin höfðu öll gert ráðstafanir í samræmi við það, enda standa öll leikhús að Leik- listarsambandinu. Það var því ekki gert ráð fyrir sýningum í leikhús- unum á laugardagskvöldinu, en hins vegar var eðlilegt að sýningar væru skipulagðar á föstudagskvöldinu. Viðar segir að viðræður hafi staðið í nokkurn tíma um þetta við sjón- varpið en í ljósi þess að annars hefði ekki orðið af útsendingu frá hátíð- inni, hefði verið ákveðið að gefa eftir. „Þegar þetta var frágengið átti Borgarleikhúsið erfitt með að breyta sýningunni á Ást, því það var langt síðan byrjað var að selja miða á föstudagskvöldssýninguna og miða- sala hafði gengið vel. Þeir töldu sig vera búna að lofa of mörgum áhorf- endum sýningu þetta kvöld til að hægt yrði að breyta því.“ Útsendingarbíllinn upptekinn Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri Sjónvarps segir það rétt að Sjónvarpið hafi óskað eftir því að Grímuhátíðinni yrði flýtt um sólar- hring. „Þetta er ekkert sérstaklega flókið. Ég bað þá einfaldlega að at- huga hvort föstudagskvöldið hentaði þeim betur, eins og það gerði fyrir okkur. Á laugardeginum vorum við með beina útsendingu frá fótbolta- landsleik. Það þýddi einfaldlega að útsendingarbíllinn okkar var í notk- un allan þann dag. Því óskaði ég eftir færslunni til föstudags, og það var vel tekið í að skoða það. Það varð svo niðurstaðan og aldrei neitt stórmál, að því er ég upplifði.“ Þórhallur seg- ir að fyrst og fremst hafi þetta verið spurning um kostnað. „Við hefðum þurft að leigja annan útsendingarbíl, en með tilfærslunni varð þetta ein- faldara og ódýrara fyrir alla aðila.“ Enginn þvingaður til neins Spurður hvort ekki hefði verið fyrirséð fyrir löngu að Grímuútsend- ingin yrði að kvöldi 16. júní og hvort eitthvað annað í dagskránni hefði ekki getað vikið fyrir henni, segir Þórhallur það líka hafa verið ákveðið með löngum fyrirvara að senda knattspyrnuleikinn út. „Við hefðum með miklum tilkostnaði getað leigt annan útsendingarbíl og greitt fyrir mannskap í útsendingu á laug- ardagskvöldi. Ég stakk upp á breyt- ingunni og hún var samþykkt. Það var enginn þvingaður til neins,“ seg- ir Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri Sjónvarps.  Ómar Ragnarsson gagnrýnir flutning Grímuhátíðarinnar milli kvölda  Grímuhátíðinni var flýtt til að spara Sjónvarpinu umtalsverðan kostnað  Útsendingarbíll Sjónvarps var bundinn í fótboltaútsendingu á laugardag Enginn þvingaður til neins Í HNOTSKURN » Íslensku leiklistarverðlaun-in, Gríman, voru fyrst veitt 2003. Frá upphafi hefur verið sjónvarpað beint frá hátíðinni. » Hefð hefur skapast fyrir þvíað Grímuhátíðin sé að kvöldi 16. júní, og kveðið á um þá dag- setningu í reglum Grímunnar. Sigursæl Benedikt Erlingsson var sigursæll á Grímuhátíðinni, það var fót- boltalandsliðið líka. Langt er síðan fyrir lá að báðir viðburðirnir yrðu sama dag og að báða þyrfti að senda út í beinni útsendingu, þótt Sjónvarpið hefði ekki bolmagn til að senda út nema annan þeirra þann dag. YFIRLITSSÝNING á verkum myndlistarmannsins Hreins Frið- finnssonar í Serpentine-galleríinu í Hyde Park í Lundúnum hefst 17. júlí næstkom- andi og verður gjörningur Hreins frá 8. ára- tugnum end- urtekinn, nefni- lega sá að auglýsa í tímariti eftir leynd- armálum les- enda. Það var Ólafur Elíasson sem átti frumkvæðið að sýningu Hreins, ef marka má fréttatilkynningu frá Serpentine. Báðir séu þeir heillaðir af náttúrunni og sjónrænum upplif- unum. Í tilkynningu segir að Hreinn nýti sér gjarnan fundna hluti og eigi við þá sem allra minnst en myndi ný verk sem varpi fram spurningum um sjálfið og tímann. Hann hafi unnið í ólíka miðla, t.d. ljósmyndun, skúlptúr, teikningu og gert innsetningar. Sýningin í Serpentine stendur til 2. september. Ólafur Elíasson kem- ur að hönnun sumarskála Serpent- ine og má því segja að íslensk stemning verði í þessu heimsþekkta galleríi seinni hluta sumars. Gamalt verk eftir Hrein endurgert Auglýst eftir leynd- armálum lesenda Hreinn Friðfinnsson BRESKA lista- ráðið, Arts Council, lét gera könnun fyrir sig á því hverjar væru hetjur al- múgans úr röð- um listamanna. Samkvæmt nið- urstöðum könn- unarinnar virðist valið hjá þeim sem eru yngri en 25 ára ráðast af sjónvarpsáhorfi, kvikmyndum og iPod-notkun. Walt heitinn Disney er þar efstur á blaði og breski sjónvarpsgrínistinn Peter Kay í öðru sæti. Endurreisnarmeistarinn Leon- ardo da Vinci komst reyndar á blað, í fjórða sætið. Leikarinn og söngvarinn Will Smith er nokkru neðar, í 10. sæti. 6.400 manns tóku þátt í könnuninni í heildina, þ.e. undir og yfir 25 ára aldri. Í efstu fjórum sætum á heildina litið urðu: Leonardo da Vinci (1.), Bob Dylan (2.), Andy Warhol (3.) og Disney (4.). Ungir dýrka Disney Minna mús ♦♦♦ LISTAKONAN Alice Olivia Clarke, sem búsett er í Hafnarfirði og starf- ar þar að list sinni, hélt sýningu á mósaíkmyndum í galleríinu La Petite Mort í Ottawa um síðustu helgi. Var sýningin haldin í sam- vinnu við sendiráð Íslands í Kanada þar sem Markús Örn Antonsson er sendiherra. Alice er uppalin í Ottawa, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt, sem þá var við nám við Carlton-háskólann í borginni. Þau fluttu til Hafn- arfjarðar fyrir 14 árum. Mósaíkmyndir eftir Alice prýða meðal annars byggingu Bókasafns Hafnarfjarðar og veitingastaði í Reykjavík. Alice kveðst leitast við að skil- greina í verkum sínum, eða öllu heldur fá botn í það umhverfi og þau náttúrufyrirbæri, sem hún hefur kynnst á Íslandi, og jafnframt að skilja sjálfa sig í því nýja umhverfi. Yfirskrift sýningarinnar í Ottawa var: Hver? Alice notar ýmsan efnivið í mósaíkverk sín. Uppistaða þeirra eru steinflísar með mismunandi áferð, sem hún sker eða brýtur, en í bland við þær eru steinvölur, sem hún hefur safnað á ferðum sínum um Ísland. Íslenskar mósaíkmyndir sýndar í La Petite Mort-galleríinu í Ottawa í Kanada Að botna náttúruna Opnunin Markús Örn Antonsson, sendiherra Íslands í Kanada, og listakon- an Alice Olivia Clarke við sýningaropnunina á föstudaginn. ♦♦♦ OPNUNARMYND Kvikmyndahá- tíðarinnar í Feneyjum í ár verður Atonement, eða Friðþæging, eftir Joe Wright, eftir samnefndri sögu rithöfundarins kunna Ians McEw- ans. Með aðalhlutverk í myndinni fara Keira Knightley, James McAvoy og Vanessa Redgrave. Ian McEwan er vel kunnur af verkum sínum á Íslandi, en hann hlaut Book- er-verðlaunin árið 2001 fyrir sögu sína Amsterdam. Rúnar Helgi Vign- isson þýddi Atonement á íslensku, en Bjartur gefur hana út. Í sögunni seg- ir frá því hvernig lygi þrettán ára telpu leikur líf miðstéttarfjölskyldu í Englandi í sjötíu ár. Myndarinnar er að sjálfsögðu beð- ið með spenningi, en Feneyjahátíðin hefst í ágústlok og stendur í tíu daga. Friðþæging í Feneyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.