Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Met á sjóstöng?  Þjóðverjinn Andre Rosset veiddi 175 kg lúðu á sjóstöng á Súgandafirði í gær og er jafnvel talið að þetta sé stærsta lúða sem veiðst hefur á sjóstöng hér við land. » Forsíða Kvótakerfið  Árni Mathiesen fjármálaráðherra telur gagnrýni Einars Odds Krist- jánssonar alþingismanns ekki trú- verðuga. Segir hann Einar Odd alla tíð hafa unnið að því að bora göt á kvótakerfið. » Forsíða 5½ ár fyrir hnífstungu  Hæstiréttur dæmdi í gær 19 ára gamlan karlmann í 5½ árs fangelsi fyrir manndrápstilraun með því að stinga annan karlmann með hnífi í bakið með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka og var- anlegan taugaskaða. » 2 Þunglyndi og kvíði  Aldraðir sem bíða eftir hvíldar- innlögn á Landakotsspítala þjást margir af þunglyndi og kvíða. Að jafnaði eru um 50 manns á biðlista eftir 8-10 plássum sem til boða standa og getur biðtíminn hlaupið á mánuðum. » 8 Bein aðstoð hefst á ný  ESB hyggst hefja aftur beinan fjárstuðning við palestínsku heima- stjórnina, en rúmt ár er liðið síðan þeim stuðningi var hætt. » 18 SKOÐANIR» Staksteinar: Bílaumferð og borgarlíf Forystugreinar: Skólar og einka- rekstur | Sarkozy tryggir stöðu sína Ljósvakinn: Þjóðleg hnattvæðing UMRÆÐAN» Atvinnubílstjórar … fyrir þig Fjármögnun Háskólans í Reykjavík Langtímaáhrif veiða á vöxt þorsks Miklar áskoranir á sviði raforku 2! & *6"#!   ") * 7!   ""1"3" / /  / / / / /    / / / / / / /  / , 85 #  /  / / / / /   9:;;<=> #?@=;>A7#BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA#8"8=EA< A:=#8"8=EA< #FA#8"8=EA< #->##A1"G=<A8> H<B<A#8?"H@A #9= @-=< 7@A7>#-)#>?<;< Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C  Hægviðri eða haf- gola. Skýjað með köfl- um eða léttskýjað, stöku síðdegisskúrir. Þoka við N-strönd. » 10 Observer segir Steingrím Eyfjörð fyndinn og einn at- hyglisverðasta lista- manninn á Feneyja- tvíæringnum. » 44 MYNDLIST» Er sannur grínisti KVIKMYNDIR» Bertolucci heiðraður í Feneyjum. » 48 Gagnrýnandi segir Íslendinga klénar og leiðigjarnar bækur og ekki líklegar til að stuða nokkurn lif- andi mann. » 48 BÓKMENNTIR» Óttalegt klám TÓNLIST» Motion Boys hita upp fyrir The Rapture. » 49 KVIKMYNDIR» Brimarinn silfraði vinsæl- astur um helgina. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Drossía geymd í jörðu í hálfa öld 2. Andlát: Ómar Ö. Kjartansson 3. „Mér leið alveg skelfilega …“ 4. Býður West Ham í Eið? UPPSELT var á landsleik Íslend- inga og Serba í Laugardalshöllinni á sunnnudagskvöldið 5 dögum áður en leikurinn fór fram – 2.700 aðgöngu- miðar seldust eins og heitar lumm- ur. Sama var uppi á teningnum fyrir ári þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í umspilsleik fyrir heims- meistaramótið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir HSÍ hefðu getað selt a.m.k. 5.000 að- göngumiða á hvorn leik. Hann vill að hugað verði að byggingu nýrrar þjóðarhallar sem geti hýst stórleiki í handknattleik. „Ég vil sjá stórt keppnishús rísa og tel rétt að menn leiði hugann að því að byggja nýja þjóðarhöll sem geti að sjálfsögðu hýst fleiri íþrótta- greinar en handknattleik.“ | Íþróttir Vill nýja þjóðarhöll KAUPÞING virðist ætla að hasla sér völl sem ráðgjafi í kaupum og sölu á breskum knattspyrnuliðum, en skemmst er að minnast þátttöku bankans í tilboði Mikes Ashleys í Newcastle United. Fyrir skömmu bættist enn ein fjöðrin í hatt ís- lenska bankans en hann fjármagn- aði og sinnti ráðgjafarhlutverki við kaup fjárfestingarfélagsins Enic á um 12% hlut í Tottenham Hotspur. Enic, sem er í eigu Joe Lewis og Daniel Levy, átti fyrir 54% í félag- inu. Enic greiddi fyrir hlutinn and- virði 3 milljarða króna, en Levy er stjórnarformaður Tottenham. | 16 Ráðgjöf vegna Tottenham Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „HANN getur lifað eðlilegu lífi, en íþróttamaður verð- ur hann aldrei,“ sagði Kristbjörn Tryggvason yfirlækn- ir við Ingu Valborgu Einarsdóttur þegar sonur hennar útskrifaðist af barnadeild Landspítalans fyrir 34 árum. Það lá þó fyrir syninum, Sigurði Vali Sveinssyni, að verða þekktur fyrir þrumuskot sín og lunknar línu- sendingar í handbolta. Siggi Sveins var í 19 ár í ís- lenska handboltalandsliðinu og skoraði 730 mörk í landsleikjum, auk þess að keppa bæði á Ólympíuleikum og taka þátt í að sigra B-heimsmeistarakeppnina í Par- ís árið 1989. Barnaspítali Hringsins fagnar í dag 50 ára afmæli sínu með pomp og prakt. Núverandi og fyrrverandi sjúklingar fjalla um það í Morgunblaðinu í dag hvernig vistin á sjúkrahúsinu var og er. Hinir ungu sjúklingar bera því söguna eins vel og hugsast getur. Auk Sig- urðar minnist annar fyrrverandi sjúklingur, Einar Freyr Einarsson kerfisfræðingur og flugmaður, þess þegar hann sigraðist á beinkrabba með hjálp starfs- fólks Barnaspítalans. Hann segir ótrúlega fórnfýsi og velvilja þeirra sem þar störfuðu það eftirminnilegasta við dvölina. | 14Morgunblaðið/G. Rúnar Vinátta, velvilji og fórnfýsi er það sem lifir í minningunni Barnaspítali Hringsins fagn- ar hálfrar aldar afmæli í dag ♦♦♦ ♦♦♦ Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is ÍSLENSKAR konur láta heldur bet- ur að sér kveða þessa dagana sem endranær. Í dag er einmitt kven- réttindadagurinn 19. júní og eru nú liðin 92 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Kosningarétturinn er einn stærsti áfangi jafnréttisbaráttunnar, en henni er þó hvergi nærri lokið því betur má ef duga skal. Í tilefni dags- ins ætla Kvenréttindafélag Íslands, Femínistafélag Íslands og fleiri að „mála bæinn bleikan“ og eru Íslend- ingar allir hvattir til þess að hafa bleika litinn í hávegum í dag til að sýna stuðning við jafnrétti með já- kvæðum hætti. Óvíst er hvort íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur færi á að taka þátt í gleðinni í dag, en þær halda þó uppi merki íslenskra kvenna á öðrum vettvangi því þær keppa nú að því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins 2009 í Finnlandi. Óhætt er að segja að stelpurnar séu íslensku kvenþjóðinni, og þjóðinni allri, til mikils sóma því þær hafa staðið sig með eindæmum vel, enda tróna þær á toppi riðilsins ásamt franska liðinu. | 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðið æfir á kvenréttindadegi Íslenskar konur eru í rífandi sókn ODDNÝ Sturlu- dóttir og Felix Bergsson, fulltrú- ar Samfylkingar- innar í menning- armálaráði Reykjavíkur, sátu hjá þegar Ragnar Bjarna- son var útnefndur borgarlistamað- ur. Þeim þóttu vinnubrögðin í nefnd- inni einkennileg því aldrei var rætt við fulltrúa minnihlutans um hverjir kæmu til greina sem borgarlista- menn. Oddný tók þó fram að Raggi Bjarna væri frábær söngvari og vel að heiðrinum kominn, gagnrýnin snerist um vinnubrögðin. Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi VG, samþykkti útnefninguna og hafði ekkert út á hana að setja. | 45 Samfylking deilir á vinnubrögð Oddný Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.