Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 15 unum á deildinni. „Hér voru strákpjakkar saman á stofu sem eru fullorðnir menn í dag. Þeir voru stundum að stríða okkur, helltu vatni í rúmið sitt og létu okkur skipta á fyrir sig. Svo höfðu þeir gaman af því að stríða okkur á tækninni. Þegar þráðlausir símar komu til sögunnar fóru þeir að koma til manns með sjónvarpsfjarstýringu í hönd, og segja að það væri síminn til manns. Maður svaraði í símann, en enginn var á línunni. En þá voru þeir hlaupnir skríkjandi inn á stofu.“ Sögur fyrir sársauka En það er ekki allt skemmtilegt á spítalanum. Sumt er erfitt og sárs- aukafullt, eins og það að skipta um umbúðir á sárum. Dagný kann ráð við því. Hún semur við börnin svo all- ir fái eitthvað fyrir sinn snúð. „Stundum notum við skemmtilegar aðferðir, eins og að segja þeim sögur sem maður skáldar á staðnum. Svo hættir maður þegar sagan er orðin mjög spennandi, en þau fá að heyra framhaldið næst þegar skipt er um umbúðir. Þegar sagan heldur áfram við næstu skiptingu man maður ekk- ert hvernig byrjunin var. Þau eru hins vegar með það á hreinu og leið- rétta mann í sífellu, sjá til þess að framhaldið sé örugglega í samræmi við fyrri hlutann, enda gengur ekki að aðalpersónan hafi annað nafn í seinni hlutanum en byrjuninni.“ Þetta segir hún hafa dugað vel, enda verður eftirvæntingin eftir framhaldi sögunnar sársaukanum yfirsterkari. Dagný telur börnin að mörgu leyti takast betur á við veikindi en full- orðna því þau dreifi huga sínum bet- ur, gleymi því slæma en muni það góða. Er nokkur friður fyrir þeim? Mannleg samskipti og traust eru aðalatriði í huga Dagnýjar. „Einu sinni var ég ásamt hjúkrunarnema hjá barni sem ég hafði náð ágætlega til. Barnið spurði mig að símanúm- erinu heima hjá mér. Ég gaf barninu númerið en neminn hváði og spurði hvort ég gerði þetta virkilega, hvort þau hringdu þá ekki án afláts. „Nei, það gera þau ekki,“ sagði ég „en þau eru að prófa mig, vilja vita hvort þessi kona sé bara í vinnunni eða hvort hún sé í alvöru vinur þeirra.“ Þau prófa mann til, krakkarnir, og svo fara þau að treysta manni,“ segir Dagný. Margir halda sambandi Dagný segir börnin hafa verið mun meira ein áður fyrr en nú tíðk- ast, sérstaklega börn utan af landi. „Þá dreif maður sig í vinnuna til þess að hugsa um sín börn eins og hluta af fjölskyldunni. Stundum tók ég jafn- vel börn heim með mér. Þau voru sum utan af landi og ef þau voru fær um að fara út tók ég þau bara heim með mér. Þau kynntust mínum börn- um og léku sér við þau.“ Dagný segist þekkja nokkra gamla sjúklinga og halda sambandi við suma þeirra. „Það er mjög oft sem fyrrverandi sjúklingar heilsa upp á okkur hérna. Ætli það sé ekki þess vegna sem maður er hérna ennþá, en auðvitað er starfsandinn hér líka góður,“ segir Dagný. Þekking barnalækna mikil Pétur Lúðvígsson starfar við barnaspítalann og er sérfræðingur í heila- og taugalækningum barna. Hann segir það gefandi að með- höndla börnin sem koma þangað inn, enda fái flest þeirra fullan bata. „En maður reynir að forðast það að taka vinnuna of mikið með sér heim. Það er nauðsynlegt til þess að komast í gegnum hina erfiðari tíma.“ Hann segir þekkingu og menntun íslenskra barnalækna góða. Á fyrstu árum barnadeildar voru að sjálf- sögðu ekki sérfræðimenntaðir læknar á öllum helstu sviðum barna- lækninga starfandi þar, en í dag seg- ir Pétur að svo sé. Í þeim tilfellum sem það vantar upp á þekkinguna segir Pétur barnalækna hins vegar eiga gott samstarf við aðra sérfræð- inga á viðkomandi sviði, auk þess að eiga samskipti við erlenda starfs- bræður sína. Menn standi því alls ekki berskjaldaðir þegar eitthvað komi upp á. Nútíminn gerir nýjar kröfur En nú liggur beint við að spyrja Pétur á hvaða sviðum barnaspítalinn þurfi helst að sækja fram, hvað þurfi að bæta. Í því samhengi nefnir hann ekkert ákveðið sérfræðisvið, en segir þess í stað að vaxtarbroddurinn í þjónustu spítalans á næstu árum þurfi að vera í alhliða þjónustu við fjölskyldur veikra barna, ekki síst hinna langveiku. „Meðferð lang- vinnra sjúkdóma er mjög umfangs- mikil,“ segir Pétur og heldur áfram. „Hún kemur inn á svo mörg svið. Hún tekur til foreldranna og jafnvel systkinanna. Fjölskyldan þarf að fá allan stuðning og alla áfallahjálp sem hægt er að veita. Þarna eru helstu vaxtarmöguleikarnir hjá okkur.“ Pétur segir sjúkrahúsið og sam- félagið ekki lengur aðskilin á sama hátt og áður. „Börn liggja ekki eins lengi inni og áður og heimsóknar- tíminn er ekki afmarkaður. Nútíminn gerir meiri kröfur um al- hliða stuðning og hjálp. Okkar fólk vinnur frábæra vinnu, en gott væri að bæta við það og útfæra það enn betur.“ Pétur segir góðar niðurstöður úr viðhorfskönnunum foreldra ánægju- efni, en samt þurfi að líta á neikvæðu svörin sem foreldrarnir gefi til að sjá hvernig þjónustuna megi bæta. „Veikindi barna eru fjölskyldumál. Ef við ætlum að meðhöndla vanda- málin frá byrjun til enda, þá verðum við að taka mið af þessum þáttum,“ segir Pétur að lokum. Morgunblaðið/G. Rúnar Akútherbergið Björn Lúðvígsson heila- og taugasérfræðingur, Dagný Guðmundsdóttir sjúkraliði og Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri vökudeildar. Fríður flokkur Árið 1965 var barnadeild stækkuð og flutt í E-álmu Landspítalans. Þá var nafnið Barnaspítali Hringsins tekið upp í þakklætis- og virðingarskyni við kvenfélagið. Húsbúnaður, tækjakostur, áhöld og leikföng voru þá og eru enn að mestu fjármögnuð af Hringskonum. Afþreying Alltaf hefur verið reynt að gera börnunum lífið léttara á meðan veikindi dynja yfir. Hér sést forláta fiskabúr sem sett hafði verið upp árið 1965. Í dag er fiskabúrið í anddyrinu margfalt stærra, eins og táknmynd fyrir það hvernig aðstaðan hefur stækkað og batnað. » „Svo hættir maður þegar sagan er orðin mjögspennandi, en þau fá að heyra framhaldið næst þegar skipt er um umbúðir. Þegar sagan heldur áfram man maður ekkert hvernig byrjunin var.“ SIGURÐUR Valur Sveinsson er þjóðinni vel kunnur sem handbolta- kappi og þjálfari. Sem barn þjáðist Sigurður af sjúkdómnum „perthes“ sem leggst á mjaðmaliðinn og eyðir liðkúlunni. Hann var í meðferð á barnadeild frá tveggja og hálfs árs aldri og töldu læknar lengi vel að hann myndi aldrei ganga. Læknar vildu ekki setja Sigurð í spelkur af ótta við að skaða á honum bakið, en mæltu með því að haldið væri á honum. Þannig fór því að Sigurður gekk ekkert um árabil, en krakkarnir í Vogahverfinu þar sem hann bjó drógu hann um í forláta trébíl sem smiðir í Völundi höfðu gert handa honum. Fáa hefur á þeim tíma grunað að við stýrið sæti framtíðar- stjarna í handbolta. Samkvæmt frásögn Ingu Val- borgar Einars- dóttur, móður Sigurðar, sagði Kristbjörn Tryggvason yf- irlæknir við hana þegar sonur hennar var út- skrifaður að hann skyldi ekki fara í íþróttir. „Hann getur lif- að eðlilegu lífi, en íþróttamaður verður hann aldrei.“ Kristbjörn hafði gert sitt besta fyrir Sigurð, en í það skiptið vanmat hann eigin ár- angur. Siggi Sveins var í landslið- inu í handbolta í 19 ár, skoraði 730 mörk í landsleikjum og keppti á tvennum Ólympíuleikum ásamt því að sigra í B-keppninni margfrægu í París 1989. „Verður aldrei íþróttamaður“ Sigurður Valur Sveinsson „ÞAÐ kom stungusending inn fyr- ir vörnina,“ segir Daði Laxdal Gautason, 13 ára leikmaður Gróttu í 4. flokki í knattspyrnu. „Ég hljóp á eftir boltanum en það kom varnarmaður í mig og við lentum í samstuði. Þegar hann stóð upp steig hann á bakið á mér í takkaskónum.“ Daði harkaði það þó af sér, fór aftur inn á eftir dálitla hvíld og megnaði að skora mark. Eftir leikinn þótti ástæða til að kanna meiðslin betur, en þá kom í ljós að rifa var á öðru nýra hans. Daði var lagður inn á Barnaspítala Hringsins í tvær vikur en er nú útskrifaður og stundar golf á meðan hann jafnar sig. „Mig hefði aldrei grunað að það gæti verið svona skemmtilegt að liggja í tvær vikur. Maður fær allt sem maður vill, ýtir bara á bjöllu og biður um það sem mað- ur þarf.“ Daði segir að það væri óneitanlega þægilegt að hafa slíkt þjónustukerfi heima við, en viðurkennir að það sé reyndar ekki í boði. „Klukkan hálf- átta mátti bjóða mér upp á popp og síðan frost- pinna áður en ég fór að sofa. Þannig að mað- ur gat alveg látið dekra við sig.“ Daði kynntist starfsfólkinu vel. „Rúna, Erna, Eva og Ragnhildur hjúkrunarkonur voru frábærar. Kristján læknir og yfirlæknirinn Þráinn líka, ég var farinn að þekkja alla þarna. Þráinn er líka í golfinu, ég held ég sé með lægri forgjöf en hann,“ grínast Daði. En hvaða einkunn gefur hann spítalanum eftir vistina? „Hik- laust 9,7,“ segir þessi hressi strákur og hlær, en eins og les- endur vita námundast það í tíu. Nýrað rifnaði í fótboltaleik Daði Laxdal Gautason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.