Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Pét-ursson fæddist í Reykjavík 31. mars 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Axelsson Heide, garðyrkju- maður í Óðinsvéum í Danmörku, f. 26.5. 1919, d. 29.5. 1986, og Dagmar Heide Hansen, f. í Hvalba í Færeyjum 18.5. 1925, d. 9.2. 1967. Hálfsystkini Kristjáns, sam- feðra, eru John Heide, f. 5.8. 1939, Karen Heide, f. 7.11. 1945, bæði búsett í Danmörku, og Kell Heide, f. 16.7. 1943, d. 25.7. 2004. Albróðir Kristjáns er Jón Pét- ursson, f. 9.3. 1953, búsettur í Reykjavík. Kristján kvæntist Rögnu Rut Garðarsdóttur, f. 8.11. 1953. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sólrún Lísa, f. 7.11. 1969, gift Olaf Möll- er, f. 19.11. 1968. Þau eru búsett í Þýskalandi. Börn þeirra eru Lea Rut, f. 3.1. 2001, og Leif, f. 14.6. 2003. 2) Garðar, f. 20.6. 1975. Sam- býliskona hans er Kristín Snore, f. 27.8. 1987. Kristján kvæntist síðar Auði Thor- arensen, f. 15.3. 1955. Synir þeirra eru Axel Örn, f. 27.9. 1987, og Kristján Örn, f. 16.9. 1988. Uppeldissonur Kristjáns, sonur Auðar, er Magnús Arnar Sveinbjörns- son, f. 11.10. 1975, sambýliskona hans er Jófríður Ósk Hilm- arsdóttir, f. 20.4. 1978. Kristján fékkst við ýmis störf, meðal annars garðyrkju, véla- vinnu og smíðar. Hann stundaði garðyrkjunám við Garðyrkjuskóla ríkisins í tvö ár. Hann lauk meist- araprófi í húsasmíðum árið 1982 og starfaði við þær þar til hann veiktist. Síðustu ár ævi sinnar var hann formaður Félags nýrna- sjúkra. Útför Kristjáns verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku pabbi minn. Mikið var lagt á þig og lengi varstu mjög veikur. Eftir langt og strangt helstríð hefur þú nú fengið þann frið sem þú þráðir. Margar og góðar minningar um þig geymi ég í hjarta mínu og er mér sérstaklega í fersku minni, sem lítil stúlka, er þú komst dauð- þreyttur úr vinnunni, að ég hljóp í útbreiddan faðm þinn og þú settist með mér á gólfið og knúsaðir mig. Ég man spilakvöldin, þegar þú kenndir mér að lesa, hjóla og alla hjálpina í stærðfræðinni og hvað þú varst ávallt reiðubúinn að að- stoða mig við hvaðeina. Ég var einungis sjö ára þegar þið mamma skilduð og þrátt fyrir það var samband okkar alltaf gott. Við Garðar bróðir vorum oft hjá þér og við kipptum okkur ekki upp við að troða okkur þrjú í rúmið þitt í litlu íbúðinni þinni. Oft komstu og sóttir okkur á stóra, hávaðasama, ameríska bíln- um þínum og fór það ekki framhjá neinum í götunni því slíkur var há- vaðinn. Ári áður en ég fluttist til Þýska- lands veiktist þú, en lést það ekki aftra þér frá því að heimsækja mig þrátt fyrir að hafa gengist undir stóra aðgerð í Svíþjóð. Voruð þið Auður búin að skipu- leggja aðra ferð til mín nú í lok maí, en pabbi, ei var þér sú ferð ætluð. Elsku pabbi, hafðu þakkir fyrir allar gleðistundirnar sem við fjöl- skyldan áttum hjá ykkur Auði. Pabbi minn, ég mun sárlega sakna þess að geta hringt í þig, og fengið góð ráð því ávallt varstu úr- ræðagóður og kunnir svör við flestu. Þótt þú hafir haft þungt skap og oft verið erfiður í umgengni varstu sífellt samkvæmur sjálfum þér og ætíð sérlega duglegur og vandvirkur. Það var í mars sem við kvödd- umst í síðasta sinn og þú sagðir eins og svo oft áður: „Þú verður alltaf litla stelpan mín.“ Ég sakna þín sárlega. Þín dóttir, Lísa. Við andlátsfregn verður allt svo undarlega hljótt og sálin hnýtur um minningarbrot sem hvelfast yf- ir og kalla fram tár en jafnframt bros. Góður drengur er genginn alltof snemma. Kristján Pétursson hefur kvatt þennan heim efir erfið veikindi. Átján ár sem nágrannar og góð- ir vinir eru ekki lengi að líða en þegar maður lítur til baka er ótrú- lega margt sem gerst hefur. Marg- ar góðar stundir sem munu geym- ast. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra Auður og fjölskylda, megi guð færa ykkur styrk og stuðning á erfiðum tímum. Þóra og Hjörleifur. Elsku pabbi minn. Þótt við höf- um ekki verið mikið saman á ég eftir að sakna þín mikið. Ég var á leiðinni heim til að hitta þig og hlakkaði mikið til. Benni var mjög spenntur að sjá þig en stelpurnar áttu að bíða næstu ferðar. Jæja pabbi minn. Við komum en nú til að kveðja þig í síðasta sinn. Síðan ég var lítil, og sérstaklega eftir að við fluttum með mömmu, minntist ég þess þegar þú sagðir að ég væri stóra stúlkan hans pabba, en veistu pabbi minn, ég er ekkert stór núna og sakna pabba míns. Ég vildi að ég gæti sagt þér að ég elska þig besti pabbi minn. Minningar um þig í Glaumbæ og biðin eftir að þú kæmir heim eru ekki margar en pabbi minn, þær eru vel geymdar. Ástarþakkir fyrir allt elsku pabbi minn og afi. Afabörnin hér í Ameríku munu sakna þess að hafa ekki kynnst afa betur og lært meiri íslensku svo þau gætu talað við afa sinn. Elsku Dísa og litli bróðir, Arnar Þór. Við sendum ykkur samúðar- kveðjur. Lilja Björk, Donald, Seham, Helga, Benedikt og Abdul. Kristján minn, nú ert þú ekki lengur hjá okkur hér á jörðu, en sterkur í huga okkar. Ég hugsa til þín og minnist þess þegar ég sá þig fyrst. Þið Auður voruð nýbúin að kynnast. Ég sá þig út um eldhúsgluggann í Kambaseli og man eftir brosinu hennar Auðar, þar sá ég hamingju. Svo fæddist Axel, lítill hamingju- geisli, og árinu seinna fæddist Kristján, en einn hamingjumolinn bættist við og Magnús kom inn í þitt líf sjö ára gamall. Það var alltaf gaman að koma til ykkar þegar við fórum til Reykja- víkur og ég hlakkaði alltaf til að fá ykkur norður, skreppa í útilegu með alla krakkana í Ásbyrgi, þar áttum við góðar stundir, mikið líf og gleði. Ég man bara eftir hlátri og brosum, hamingjubrosum. Hamingja er að elska einhvern og vera elskaður. Hamingja er að sjá gleði barna sinna og sjá þau vaxa, dafna og þroskast. Hamingja er að kenna þeim að hjóla og kyssa á bágtið þegar þau detta. Kristján og Auður, þið getið verið stolt og hamingjusöm af ykkar börnum. Þrátt fyrir mikil veikindi og erf- iðleika þeim tengd þá hefur ham- ingjan og kærleikur verið með ykkur og þú hefur fengið að fylgj- ast með þínum börnum og barna- börnum vaxa og dafna. Elsku Auður, þið Kristján voruð hamingjusöm, haltu því áfram þrátt fyrir mótlæti. Ég elska þig. Elsa, Hreiðar, börn og tengdabörn. Kristján Pétursson ✝ SvanhildurMaría Júlíus- dóttir fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1925. Hún lést í Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi 11. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Gunnars- dóttir, f. 20. júní 1899, d. 7. október 1980 og Júlíus H. Svanberg, f. 7. maí 1900, d. 30. júní 1972. Bróðir Gunnar Svanberg, f. 10. mars 1928. Hinn 22. október 1947 giftist Svanhildur Bolla A. Ólafssyni húsgagnasmið, f. 12. september 1926, ættuðum frá Patreksfirði. Foreldrar hans voru Stefanía Er- lendsdóttir, f. 21. nóvember 1896, d. 18. febrúar 1943 og Aðalsteinn P. Ólafsson, f. 19. september 1899, d. 18. júní 1980. Börn Svan- hildar og Bolla eru: 1) Hildur kjólameistari, f. 1949, gift Ófeigi Björnssyni gullsmíðameistara, f. 1948. Synir þeirra eru: a) Bolli, f. 1970, kona hans er Þórunn Mar- grét Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Gunnar, f. 1992, Hildur Margrét, f. 2002 og Bára María, f. 2005. b) Björn, f. 1973. 2) Gunnar matreiðslu- meistari, f. 1953, kvæntur Svölu Ágústsdóttur kenn- ara, f. 1959. Synir hans frá fyrra hjónabandi með Sóleyju Sigurð- ardóttur eru Sig- urður Hólm, f. 1976, og Haraldur Ingi, f. 1983, hann á eina dóttur Rúnu, f. 2007. Svala á eina dóttur, Elsu Ýri, f. 1975. Svanhildur ólst upp fyrstu tvö árin í Viðey og síðar í Laugarnes- hverfi. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann í verslunum Hans Petersen, H.Toft og um árabil rak hún vefnaðarvöruverslunina Sólheimabúðina í Sólheimum í Reykjavík. Hún hóf störf í Út- vegsbanka Íslands v/Lækjartorg árið 1968 og starfaði þar í 25 ár. Útför Svanhildar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ástkær tengdamóðir mín er látin og vil ég minnast hennar í nokkrum orðum. Fyrst hitti ég hana og eig- inmann hennar Bolla árið 1965, þá aðeins sautján ára gamall, er Hildur dóttir þeirra bauð mér heim til að kynnast foreldrum sínum. Viðmót þeirra var mjög ljúfmannlegt og hafi ég haft einhverjar áhyggjur af þess- um fundi hurfu þær út um gluggann. Svona hafa öll kynni mín af þeim ver- ið alla tíð, ekki bara gagnvart mér heldur öllum þeirra samferðamönn- um. Ég ætlaði ekki að tala um mig en einhvern veginn finnst mér ég verða að tjá mig um ljúft viðmót og þá hlýju sem ég mætti. Svanhildur gekk í Kvennaskólann og hefur alla tíð haldið sambandi við skólasystur sín- ar. Bolli og hún voru virkir félagar í Barðstrendingafélaginu, einnig í Viðeyingafélaginu, en í Viðey steig hún sín fyrstu spor. Lífið lék við þau alla tíð, þau uppskáru það sem þau sáðu þangað til sjúkdómar urðu til þess að þau þurftu á umönnun að halda. Þá dimmdi yfir, það tókst þó þótt seint væri að þau fengu inni í Sunnuhlíð í Kópavogi undir sama þaki en hvort á sinni deild. Starfsfólk sýndi fullan skilning og færi ég því þökk fyrir. Þetta er mál sem þarf að taka á. Í minningu minni um Svan- hildi ríkir lífsgleði, birta og hjálp- semi við allt og alla. Með hugprýði sinni og innri fegurð hefur hún sáð fræjum til allra sem springa út að vori. Blessuð sé minning hennar. Ófeigur Björnsson. Elsku amma okkar, núna ertu far- in frá okkur á betri stað. Þú varst ekta amma og ekki gat maður hugs- að sér betri ömmu. Alltaf passaðir þú upp á að við færum frá þér södd og sæl og helst með nesti með okkur. Síðan veifaðir þú okkur í glugganum þangað til við vorum komin úr augn- sýn. Þú vildir allt fyrir okkur gera, sama hver óskin var. Ég man eftir því þegar ég og Bjössi bróðir minn vorum litlir og höfðum keypt sígar- ettusprengjur. Þú varst hætt að reykja en kveiktir upp í sígarettu með sprengju í bara svo að við fengj- um að sjá hvernig hún virkaði. Sög- unar af þér munum við varðveita og rifja upp okkar á milli meðan við lif- um. Þín er sárt saknað. Bolli, Þórunn, Gunnar, Hildur og Bára. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Kær frænka er kvödd í dag. Við vorum systkinabörn og ólumst upp í nágrenni við hvor aðra á Laugarnes- veginum, hún í Hvammi en ég í Kirkjubæ. Þegar við svo hófum bú- skap bjuggum við báðar við Kirkju- teig í fjöldamörg ár. Alla tíð var kært á milli okkar og bar þar aldrei skugga á. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og sannir vinir, bæði á gleði- og sorgarstundum. Hún var falleg og fáguð kona hún Svanhildur, var öllum góð og vildi öllum vel. Nú þegar leiðir skilja um sinn vil ég þakka henni samfylgdina og þó söknuðurinn sé sár, mun minningin um þessa hjartahreinu konu lifa áfram í hjörtum okkar, sem hana syrgja. Ég bið algóðan Guð að styrkja Bolla, börnin hennar, tengdabörn og aðra ástvini í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þóra Ingibjörg Kristjánsdóttir (Dídí). Tár renna niður vanga mína um leið og ég skrifa þessi orð. Tárin sem renna eru tár sorgar en inni á milli renna sannkölluð gleðitár. Sú sorgartilfinning sem þyrmir yfir mig þegar ég hugsa til þess að amma mín Svanhildur sé dáin er á tímum yf- irþyrmandi. En við hverju öðru er að búast þegar maður missir ömmu sína? Ég græt líka gleðitárum sem tengjast öllum þeim góðu minning- um sem ég á um Svanhildi ömmu. Við erfið, en óhjákvæmileg, tímamót sem þessi hellast yfir mig minningar um ömmu. Minningar sem allar eru uppfullar af gleði og væntumþykju. Minningar sem ég veit að ég mun alltaf eiga svo lengi sem ég sjálfur lifi. Hversu dýrmætt er það að eiga hafsjó að góðum minningum um faðmlag ömmu sinnar og umhyggju? Hversu dýrmætar eru þær gleði- stundir sem ég fékk að verja með ömmu minni? Góðar minningar eru ómetanlegar og amma mín hefur gefið mér þær margar. Fyrir þær verð ég ævinlega þakklátur. Amma var einstaklega hlý og góð kona sem vildi öllum vel. Hún auðgaði líf þeirra sem hún umgekkst og skilur nú eftir sig fjölda ættingja og vina sem gráta, eins og ég, sýnilegum sem ósýnileg- um tárum. Tárum söknuðar og gleði- legra minninga. Sigurður Hólm Gunnarsson. Svanhildur M. Júlíusdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BENEDIKT JÓNASSON frá Fáskrúðsfirði, lést á heimili sínu, Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, sunnudaginn 17. júní. Útförin fer fram í Seljakirkju, fimmtudaginn 21. júní kl. 15:00. Sveinbjörg Ásgrímsdóttir, Viggó Benediktsson, Helga Jóhannsdóttir, Björg Benediktsdóttir, Ingvar Ólafsson, Petra Jakobsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR meinatæknir, Laugavegi 132, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 16. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Jónsdóttir, Ægir S. Guðlaugsson, Elna Katrín Jónsdóttir, Jón Ingi Eldon Hannesson, Arnþór Jónsson, Nanna Baldursdóttir, Jónas Jónsson, Bryndís Lárusdóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.