Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 19 ára karlmann, Arnar Val Valsson, í 5½ árs fangelsi fyrir manndrápstil- raun með því að stinga annan karl- mann með hníf í bakið með þeim af- leiðingum að hann hlaut lífshættu- legan áverka. Arnar Valur var einnig ákærður fyrir þjófnað og tilraun til nytjastuldar. Í Héraðsdómi Reykja- ness var maðurinn dæmdur í 5 ára fangelsi. Árásin átti sér stað aðfaranótt 14. maí 2006 í Hafnarfirði. Ákærði knúði dyra á heimili mannsins því hann taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hann. Var ákærði vopnaður hnífi, sem sat í slíðri, en félagi hans hafna- boltakylfu. Eftir stimpingar við gesti í húsi mannsins flúðu aðkomumenn inn í bifreið sína og leituðust við að komast burt, sem leiddi til þess að ekið var á einn gestanna. Þá braut maðurinn hliðarrúðu á bifreiðinni, þeim megin sem ákærði sat. Sá snar- aði sér þá út, vatt sér að manninum og stakk hann fyrirvaralaust með hnífi. Að því loknu fór hann þegar inn í bifreiðina aftur og var henni ekið á brott. Ber vitnum saman um að rás atburða hafi verið mjög hröð. Á að greiða 1,7 milljónir í bætur Hnífurinn gekk inn í bak mannsins á milli hryggtinda, inn í mænugöng og skaðaði taugar með alvarlegum afleiðingum sem líklega munu vara ævilangt. Arnar Valur játaði í öllum tilvikum þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Hæstiréttur taldi, að þótt að- dragandi þess að Arnar Valur stakk hinn manninn hefði verið skammur yrði ekki litið framhjá þeim ásetn- ingi, sem bjó að baki för hans um nóttina á fund mannsins, vopnaður hættulegum hníf. Var ekki talið að Arnari Val hefði getað dulist þegar hann réðst að manninn að bani hlyt- ist eða kynni að hljótast af djúpri hnífstungu inn í líkama hans. Til frádráttar fangelsisdóminum kemur gæsluvarðhald sem Arnar Valur hefur sætt frá 14. maí 2006. Arnar Valur var dæmdur til að greiða manninum sem hann stakk rúmlega 1,7 milljónir króna í bætur sem og allan sakarkostnað. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörns- son. Verjandi var Skúli Bjarnason hrl. og sækjandi Sigríður J. Frið- jónsdóttir, saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Dæmdur í 5½ árs fangelsi fyrir manndrápstilraun Í HNOTSKURN »Hæstiréttur hefur þyngtdóm yfir hinum 19 ára Arnari Val Valssyni fyrir til- raun til manndráps með hníf- stungu í maí 2006. »Við árásina gekk hníf-urinn inn í bak fórn- arlambsins á milli hryggtinda, inn í mænugöng og skaðaði taugar með alvarlegum afleið- ingum sem líklega munu vara ævilangt. HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. desember sl. yfir karlmanni vegna líkamsárásar gegn fyrrum unnustu mannsins og vísað málinu heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný. Þá þykir hæstarétti rétt að héraðsdómarinn neyti heimildar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála til að hafa dóminn fjölskipaðan og kveðji tvo aðra héraðsdómara til setu með sér í dómi við nýja meðferð málsins. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sér- ákvæði og taldi að staðfesta yrði ályktun héraðsdóm um að slíkur vafi væri uppi um sekt ákærða að sýkna bæri hann af kröfum ákæruvaldsins. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækj- andi Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari. Dómur ómerktur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann um þrítugt, Stefán Hjaltested Ófeigsson, í 2 ára fang- elsi fyrir að þröngva stúlku með of- beldi til samræðis og annarra kyn- ferðismaka á þáverandi heimili hans á Njálsgötu í lok maí eða byrjun júní 2004. Þyngdi Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykja- víkur, sem dæmdi manninn í 1½ árs fangelsi. Hæstiréttur var í þessu máli skipaður sömu dómurum og mild- uðu dóm yfir karli á fimmtugsaldri í febrúar síðastliðnum fyrir kyn- ferðisbrot gegn börnum og mild- uðu í maí síðastliðnum dóm yfir karlmanni á fertugsaldri í nauðg- unarmáli. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að skylt hafi verið að tiltaka refs- ingu Stefáns samkvæmt 78. gr. al- mennra hegningarlaga, en þar seg- ir: „Verði maður, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri, upp- vís að því að hafa framið önnur brot, áður en hann var dæmdur, skal honum dæma hegningarauka, er samsvari þeirri þynging hegn- ingarinnar, sem kynni að hafa orð- ið, ef dæmt hefði verið um öll brot- in í fyrra málinu.“ Stefán hafði með dómi héraðsdóms 17. nóvember 2005, sem staðfestur var í Hæsta- rétti, verið dæmdur í fangelsi í 2½ ár fyrir nauðgun. Brot Stefáns í þessu máli voru framin fyrir upp- sögu héraðsdómsins frá 2005. Hæstiréttur staðfesti ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað. Stefán var þannig dæmdur til að greiða stúlkunni 1 milljón króna í miskabætur og gert að greiða allan sakarkostnað. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sig- urbjörnsson. Verjandi var Brynjar Níelsson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari. Hæstiréttur þyngdi dóm í nauðgunarmáli Ákærði dæmdur fyrir sams konar brot í árslok 2005 SLÁTTUR er að hefjast á Suður- landi þessa dagana. Þegar fréttarit- ari Morgunblaðsins átti leið framhjá Hrepphólum í Hruna- mannahreppi var Ólafur Stef- ánsson, bóndi á bænum, þar að raka saman heyi sínu með stórvirkum vinnuvélum með aðstoð sonar síns Odds. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur sprettuna þetta árið ágæta, hún sé öll að koma til. Aðspurður segir hann fyrsta sláttinn þetta sumarið vera á svipuðum tíma og í fyrra. Sjálfur sé hann hins vegar með þeim fyrstu til að slá, en hann reiknar með að aðrir bændur í sveitinni fari af stað með sláttinn á næstu dögum. Spurður um tíðarfarið segir Ólaf- ur veðrið hafa verið heldur þurrt upp á síðkastið og tekur fram að það hefði gjarnan mátt rigna svolít- ið. Hann segir að ekki hafi þótt ráð- legt að bíða lengur með fyrsta slátt- inn. Aðspurður sagði Ólafur þá feðga hafa slegið fjóra hektara í gærdag og reiknuðu þeir með að slá fimm til viðbótar í gærkvöldi. Það væri hins vegar rétt byrjunin enda tals- verð tún sem tilheyrðu bænum. Ekki ráðlegt að bíða lengur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson  Bóndinn á Hrepphólum byrjaður að slá  Segir tíðarfar gott en heldur þurrt INNFLUTNINGUR á 32 tonnum af loðnu frá íslensku fyrirtæki til Rúss- lands var stöðvaður þar í landi fyrir skemmstu þar sem rannsóknir sýndu að bakteríuna lysteríu var að finna í loðnunni. Að sögn Halldórs Ó. Zoëga, for- stjóra matvælaeftirlitssviðs Fiski- stofu, var aðeins um eitt einangrað tilfelli að ræða frá einu fyrirtæki en yfir 40 fyrirtæki hér á landi hafa leyfi til útflutnings fisks til Rússlands. Tímabundið bann var sett á fyrir- tækið meðan málið er rannsakað en að sögn Halldórs mun atvikið hafa lítil áhrif á viðskipti við Rússland. Lystería í loðnu Innflutningur stöðv- aður í Rússlandi ♦♦♦ LÖGREGLAN í Borgarnesi átti annasaman dag í gær við að stöðva öku- menn við of hraðan akstur. Að sögn lög- reglu voru um 10 ökumenn teknir sem er óvenjumikið. Sá sem hraðast fór ók á 146 km hraða en um kvöldmatarleytið var annar stöðvað- ur á 125 km hraða, reyndist sá vera undir áhrifum fíkniefna við akstur- inn. Mikið um hraðakstur ÓMAR Ragnarsson gagnrýndi á bloggi sínu um helgina að Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, skyldu hafa verið færð frá kvöldi 16. júní til þess 15. að kröfu Sjónvarpsins. Til- færslan hafði það í för með sér að nokkrir þeirra tilnefndu, þeirra á meðal verðlaunahafi, komust ekki á hátíðina vegna vinnu í leikhúsinu. Frá upphafi verðlaunanna árið 2003 og þar til nú hefur hátíðin verið haldin að kvöldi 16. júní. Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri Sjónvarpsins, segir að ósk um tilfærslu hafi snúist um kostnað. Út- sendingarbíll Sjónvarpsins hafi verið bundinn allan daginn í útsendingu landsleiks, og leigja hefði þurft ann- an útsendingarbíl með miklum til- kostnaði hefðu báðir viðburðirnir verið sendir út sama dag. | 19 Gríman vék fyrir boltanum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í málum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Maðurinn mun þó ekki sitja lengur í varðhaldi en til 27. júní. Hann var ákærður í janúar fyr- ir brot á lögum um ávana- og fíkni- efni og hegningarlögum. Hann var jafnframt ákærður í febrúar og mars fyrir auðgunar- og fjármunabrot, auk fíkniefna- og umferðarlaga- brota. Þá var hann líka ákærður fyr- ir brot gegn valdstjórninni. Síbrotagæsla staðfest ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.