Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 27 Í dag, árið 2007, höldumvið hátíðlegan 19. júní ítilefni af því að fyrirrúmum 90 árum sam- þykkti Alþingi lög sem kváðu á um að íslenskar konur öðl- uðust kosningarrétt, í áföng- um þó. Árið 2007 helgar ný rík- isstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks jafnrétti kvenna og karla sérstakan kafla í stefnuyfirlýsingu sinni undir yfirskriftinni „Jafnrétti í reynd“. Þetta eru stór orð og þeim fylgir mikil ábyrgð. Sem ráðherra jafnréttismála tek ég þau mjög alvarlega og hef fulla ástæðu til. Staða kvenna fyrr og nú Fyrir einni öld voru kjör kvenna hér á landi bágborin og staða þeirra í samfélaginu að mörgu leyti veik og áhrif þeirra í op- inberum stofnunum lítil. Verkakonur „á eyrinni“ höfðu meira en helmingi minna kaup en karl- ar fyrir sömu vinnu. Vinnukonur bjuggu við enn lakari kjör. Lengi vel var samið um tvo kauptaxta, annan fyrir karl- menn og hinn, með lægri launum, fyrir konur. Hvað hefur breyst? Vissu- lega margt. Íslenskar konur eru nú í meirihluta í mörgum greinum framhaldsmennt- unar. Þær hafa haslað sér völl víða í sérfræðigreinum og byggt upp sinn eigin starfs- frama. Hlutfallslega fleiri konur vinna hér á landi en í nokkru öðru OECD-ríki og ekkert af nágrannalöndum okkar státar af jafnmiklum barneignum. Kannanir veita vísbendingar um að ungar ís- lenskar konur muni gera sömu kröfur og karlar þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Til okkar er horft vegna fæðingarorlofs feðra sem talið er stuðla að jafnrétti til frambúðar jafnt á vinnumarkaði sem inni á heimilum. Rannsóknir benda til þess að íslenskir feður axli meiri umönnunarábyrgð í fjöl- skyldulífi en feður annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru jákvæðar upplýsingar sem okkur ber að halda á lofti. En hvað þurfum við að bæta til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um jafn- rétti í reynd? Við þurfum að efla þátttöku kvenna í stjórnmálalífi og í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera og á almennum markaði en okkur ber einnig skylda til að horfa nú þegar til þeirra sem við lakastar að- stæður búa. Endurmat á umönnunarstörfum Það er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur af því að fjölmennar kvenna- stéttir, ekki síst í umönn- unarstörfum, búa við svo lök kjör að víða blasir við atgerv- isflótti, en konur í þessum störfum starfa oft við ómann- eskjulegt vinnuálag. Ekki er ólíklegt að þær flýi störf sem þær hafa menntað sig til fyrir betur launuð störf á öðrum vettvangi þegar vel árar á vinnumarkaðnum til að sjá sér og sínum farborða. Stærsti þátturinn í uppbygg- ingu velferðarsamfélagsins er að hægt sé halda uppi öflugri og markvissri þjónustu í þess- um störfum. Gömul klisja og ný heyrist um að störf sem þessi séu ekki arðbær. Það er rétt að umönnun barna og sjúkra skilar sér ekki í beinhörðum peningum. Hún skilar sér hins vegar með öðrum hætti inn í hagkerfið okkar. Störfin í skólum landsins, heilbrigð- isstofnunum og dvalarheim- ilum eru einmitt grundvallarskil- yrði fyrir velferð samfélagsins í heild, að foreldrar geti verið á vinnu- markaðnum, börn- in okkar notið góðra uppvaxt- arskilyrða og að þeir sem þarfnast umönnunar geti notið hennar. Þau eru því ekki síst til þess fallin að bæta hag og að- búnað barnafjöl- skyldna sem og lífeyrisþega. Vanmat á störfum umönn- unarstéttanna viðheldur kynjamisrétti. Ríkisstjórnin hefur sett það fram sem for- gangsmál til að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum að endurmeta sérstaklega kjör kvenna hjá hinu op- inbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Ríkisstjórn, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins verða að taka höndum saman og snúa þessari þróun við með endurmati á störfum kvennastéttanna sem halda uppi velferðarsamfélaginu. Án starfa þeirra væri hér ekki velferðarsamfélag. Við viljum ekki sjá aft- urhvarf til upphafs síðustu aldar þegar konurnar á eyr- inni og vinnukonurnar voru hálfdrættingar karla í launum og báru lítið úr býtum. Ég trúi því að við viljum að þeir sem sinni börnum, sjúklingum og öldruðum í umönn- unarstörfum geti lifað með reisn og að við setjum okkur það markmið að kjör þeirra verði svo góð að besta fólkið okkar sæki í þessi störf. Ég skora á alla sem áhrif hafa á vinnumarkaði að setja mál þessara fjölmennu kvennastétta í forgang þannig að það endurspeglist raun- verulega í kjarasamningum. Þar verður ríkisvaldið að sýna gott fordæmi því fjölmennu kvennastéttirnar í velferð- arþjónustunni, sem skamm- arlega lítið bera úr býtum, eru í störfum á opinbera vinnumarkaðnum. Þetta verð- ur eitt af þeim verkefnum á sviði jafnréttismála sem ég mun setja í forgang í starfi mínu sem félagsmálaráðherra. Ég óska landsmönnum öll- um til hamingju með þennan dag, kvenréttindadaginn 19. júní, enda er það ávinningur allra – karla sem kvenna, ungra og aldraðra – að við náum launajafnrétti í reynd. Jafnrétti í reynd Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Jóhanna Sigurðardóttir »Ég skora á alla semáhrif hafa á vinnu- markaði að setja mál fjölmennra kvenna- stétta í forgang svo það endurspeglist raun- verulega í kjarasamn- ingum. Höfundur er félagsmálaráðherra. ar ekki í sjónum þótt skveiðistjórnkerfi“ na (LÍÚ) á tillögum Hafrannsóknastofnunar um veiðar á þorski á næsta fisk- uðsynlegt að taka mið af þeim. Útgerðarmenn eru sammála um að ekki sé hægt að sjávarútvegsráðherra og stjórnarmenn í LÍU um tillögur Hafrannsóknastofnunar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorskur Jóhann Sigurður Magnússon, sjómaður á Ágústi RE, heldur á golþorski við Reykjavíkurhöfn. Eftir u.þ.b. tvær vikur mun sjávarútvegsráðherra tilkynna um aflamark í þorski á næsta fiskveiðiári. andi eftir .“ ann kom í á árinu rslu á að mynd sem finu. „Það oðanir um eru t.d. anmetum vísa þar ands smá- manna og Snæfells- m telja að og Haf- og Sturla i og telur bregðast m að gera a vel yfir a viss um aft áhrif í nslu á höf- g Sturla Stjórnvöld aheimildir ðgerðum, ðakvótum lí „ÉG HELD að húsasmiðir hafi ekki mikið vit á sjávarútvegi. Ég held að það fari best á því að þeir haldi sig við sitt fag,“ sagði Kristján Lofts- son, eigandi Hvals og stjórn- armaður í HB- Granda, þegar hann var spurð- ur um hug- myndir Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, um að draga úr umsvifum í sjávarútvegi á höf- uðborgarsvæðinu. Kristján vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ræðu Sturlu eða um tillögur Hafró um niðurskurð í þorskveiðum. Best að menn haldi sig við sitt fag Kristján Loftsson „ÞESSAR tillögur eru svo arfavit- lausar á köflum að það er ekki hægt að fara eftir þeim,“ sagði Magnús Krist- insson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins ehf. í Vest- mannaeyjum. Magnús segist vera sannfærður um að það sé miklu meiri fisk- ur í sjónum en Hafrann- sóknastofnun heldur fram og vísar til reynslu skipstjórnarmanna. Hafró fáist ekki til að fara með skipstjórn- armönnum á svæði þar sem skipin séu að fá fisk heldur fari alltaf á sömu staðina þar sem menn voru að fá fisk fyrir 15, 10 eða 5 árum. Magnús er afar ósáttur við um- mæli stjórnmálamanna eins og Einars Odds Kristjánssonar og Sturlu Böðvarssonar, sem segja að það sé kvótakerfinu að kenna að ekki skuli hafa tekist að byggja upp þorskstofninn. Það sé ótrúlegt að hlusta á stjórn- málamenn stöðugt agnúast út í kvótakerfið eins og það sé það eina sem sé að. Magnús gefur ekki mikið fyrir hungmynd Sturlu Böðvarssonar að hætta eða draga úr landvinnslu á höfuðborg- arsvæðinu. Sjávarútvegurinn þurfi ekki á því að halda að setja enn fleiri boð og bönn um rekstur hans. „Af hverju á sjávarútvegurinn að halda uppi hverjum einasta stað á landinu? Margir hreppar eru búnir að missa allan mjólk- urkvótann sinn. Er það sjávar- útveginum að kenna?“ „Arfa- vitlausar tillögur“ Magnús Kristinsson u þorsk- með ein- i. uðsyn- tlað er að eim hætti l göt á i að loka egar Böðv- Kristjáns- urfi Það getur gfær- unninn GUÐMUNDUR Kristjánsson, for- stjóri Brims, segist ekki lengur treysta Hafrannsóknastofnun og vill ekki að far- ið verði að til- lögum stofn- unarinnar. „Það hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn. Það er ekki hægt að gefa bara út kvóta og segja að það skipti engu máli hvar hann er veiddur, hvernig hann er veidd- ur, að hvaða stærð hann er eða á hvaða árstíma hann er veidd- ur. Ég tel að það sé að koma í ljós að það er ekki nóg að horfa eingöngu á þau tonn sem veið- ast.“ Guðmundur sagðist ekki vera sammála þeirri gagnrýni að staða þorskstofnsins sýndi að gera þyrfti uppskurð í kvóta- kerfinu. Stjórnmálamenn hefðu ekkert farið eftir kvótakerfinu heldur leyft mun meiri veiði. „Menn þurfa líka að hafa í huga að ef það á að byggja upp þorskstofninn þarf að vera eitt- hvert æti fyrir þorskinn í sjón- um. Það hefur verið mokveiði á línu í fjölda ára vegna þess að fiskinn vantar æti. Það er verið að veiða allt of mikið af loðnu. Menn sem eru tengdir sjávar- útveginum eru búnir að segja þetta í mörg ár, nema Hafró.“ Guðmundur sagðist vilja nefna tvö atriði sem ættu sinn þátt í að hann treysti ekki lengur Hafró. Í Fiskifréttum hefði nýlega verið rætt við skipstjóra um þá ákvörðun Hafró að opna hrygn- ingarhólf fyrir togveiðum. Haft væri eftir skipstjóranum að það væri glæpamennska að „trolla“ yfir hrygnandi fisk. „Segir það manni ekki ein- hverja sögu þegar svo er komið að skipstjórar á stórum hluta af flotanum þora ekki lengur að segja Hafró frá loðnunni sem þeir sjá á miðunum af ótta við að loðnukvótinn verði aukinn? Þeir vita að með þessum miklu loðnuveiðum er verið að taka ætið burtu frá þorskinum.“ Guðmundur er ekki hrifinn af hugmynd Sturlu Böðvarssonar um að dregið verði úr fisk- vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég held að stjórnmálamenn séu komnir út á hættulega braut þegar menn ætla að fara að ákveða hvar á landinu vinnan er unnin. Hvað myndu menn segja ef reynt væri að skikka alla blaðamenn til að vera staðsettir á Ísafirði og Akureyri vegna þess að þar vantar vinnu?“ Treystir ekki Hafró lengur Guðmundur Kristjánsson ynlegt að Hafró við a á næsta iári,“ inar Val- jánsson, æmda- raðfrysti- nnvarar ífsdal. r Valur að vissu- t sem hefur ver- að það ið ágæt- ð sem nýliðun í mur hins held að þetta vel hvað.“ i skilja orseti Al- hann tal- nslu á n sagðist með gi. Það álamenn hlutverk na fisk. fni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.