Morgunblaðið - 19.06.2007, Page 33

Morgunblaðið - 19.06.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 33 ✝ Steinar Ragn-arsson prent- smiður fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1946. Hann lést á heimili sínu 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristinn Ragnar Jóhannesson, kaup- maður í Reykjavík, f. 1913, d. 1954, og Ragnheiður Magnúsdóttir kaup- maður og húsmóðir, f. 1916, d. 1969. Bræður Steinars eru Jón Ingi, f. 1943, og Jóhannes, f. 1949. Hálf- bróðir hans er Ragnar Þór, f. 1958. Steinar giftist fyrri konu sinni, Kristínu Kristjánsdóttur, árið 1969. Börn þeirra eru Kristján, f. 1970, og Katrín, f. 1973. Þau skildu. Árið 1983 giftist Steinar eftirlifandi eigin- konu sinni, Katrínu Kristínu Söebech, f. 1955. Þau eignuðust saman Alexander, f. 1988. Katrín átti fyrir þrjá syni, Hauk Þór, f. 1973, Ara Má, f. 1976, og Theodór Árna, f. 1982. Þau Katrín bjuggu öllum sex börnum sínum sam- eiginlegt heimili, lengst af í Jöldugróf í Reykjavík. Steinar lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í prentsetningu 1971. Hann starfaði hjá Dagblaðinu Vísi, Blaðaprenti, Frjálsri fjöl- miðlun og Ísafoldarprentsmiðju. Útför Steinars verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Er hugur nemur harmafregn á hljóðri stund. Ég veit að gengur góður þegn á guðs síns fund. (Sveinn A. Sæmundsson.) Mér var brugðið þegar mér var tilkynnt lát Steinars bróður míns en hann var aðeins 60 ára gamall. Fyrir tuttugu árum fékk hann al- varlegt hjartaáfall og þá héldum við að við værum að missa hann, en hann lifði það af. Við megum því þakka fyrir þessi 20 ár sem við fengum að hafa Steinar hjá okkur eftir það. Fjölskyldan átti heima í Skafta- hlíðinni þegar Steinar var 3 ára. Á þessum árum var leikvöllur Stein- ars óbyggt svæði á milli Skaftahlíð- ar og Miklubrautar. Á þessu svæði var bæði gras og stórir njólar og krökkunum þótti gaman að nota njólana sem sverð. Þar sem nú er Stakkahlíð voru garðlönd borgar- búa og þar var hægt að gæða sér á rófum og radísum. Oftar en ekki síðla dags fór mamma að leita að Steinari og þóttist ég vita hvar hann væri. Það var hægt að ganga að honum vísum í görðunum að gæða sér á grænmetinu sem rækt- að var þar. Þegar Steinar var 7 ára fluttum við í Hátröðina í Kópavogi, í nýtt einbýlishús sem foreldrar okkar byggðu. Þetta voru spennandi tímar hjá honum. Hann byrjaði þar sína skóla- göngu, í nýju umhverfi og kynntist þar nýjum vinum. Tíu mánuðum eftir að við fluttum varð fjölskyld- an fyrir miklum missi þar sem pabbi okkar dó aðeins fertugur að aldri. Mamma var þar með orðin ein með þrjá unga stráka. Ásamt því að hugsa um heimilið rak mamma áfram matvöruverslunina sem fjölskyldan átti í Samtúni í Reykjavík. Steinar fór þá í eitt ár til Ingu móðursystur og Gunnars manns hennar sem þá var skóla- stjóri á Neskaupstað. Dvaldi Stein- ar einnig hjá þeim tvö sumur þar á eftir. Hann hafði oft orð á því hvað honum hefði liðið vel hjá þeim góðu hjónum fyrir austan. Steinar fór í iðnnám og lærði prentiðn. Hann var vandvirkur og góður starfsmaður og vann m.a. lengi hjá Vísi og DV. Steinar og ég fengum það frá foreldrum okkar að hafa gaman af að spila bridge og við bræðurnir áttum saman ógleymanlegar stundir við spila- borðið, bæði í keppni og heima. Steinar var góður bridgespilari. Fyrir nokkrum árum fórum við strákarnir í fjölskyldunni, þ.e.a.s. við bræðurnir, synir og tengdasyn- ir, í fótboltaferð til Anfield í Liver- pool þar sem við sáum Liverpool spila á móti Leeds. Steinar hélt oftast með liðinu sem vann og var við öllu búinn með trefla um háls- inn frá báðum liðum. Var það góð ákvörðun þar sem leikurinn fór jafntefli og var hann sáttari en flestir aðrir í hópnum með þessi úrslit. Við Steinar áttum margar góðar stundir saman og vorum góðir vin- ir. Þessar minningar eru mér dýr- mætar nú þegar leiðir skilja um stund. Elsku Kata mín, börn og barna- börn kveðja góðan eiginmann og föður. Við hjónin, börnin okkar og fjölskyldur sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Jón Ingi. Minning um Steinar Ragnarsson þann góða dreng. Steinar, við hittumst fyrst á heit um sumardegi uppi á Hálsi í Dairy Queen, þú tveimur árum eldri en ég með próf, búinn að kaupa flottasta bíl í bænum, átta gata Dodge Dart með vökvastýri, árgerð 1955. Ég farþeginn þú King of the Road! Fórum Rúntinn í Reykjavík á rauðum kagga með hvítum toppi með prins og kók pylsustopp í hverri sjoppu, uppá Geitháls og suður í Hafnarfjörð á fjörur við fjörugu skvísurnar þar í Hlégarð og suðrí Stapa. Hlupum um húsaþök í Reykjavík settum rennur og niðurföll á átta hæða blokkir og tvílyft hús hjá Borgarblikki voru sjaldan borguð laun og búskapurinn eftir því. Ég fór norður í nám og þú í prentið, þið sóttuð mig um vorið, veltumst í loftköstum suður. Byggðum loft kastala? Svo kom Stína og sonur og dóttir. Svo kom samband við stjörnur og Helga Pje og Nýal. Síðan kom hún Katrín og börnin öll stór og smá. Úr fjarlægð dáð- umst að dirfsku ykkar og dug með vinarhug. Allar götur eru þér nú færar. Aktu guðsvegi. Þakka þér allar góðar minningar af vegunum sem við ókum saman. Það var oft gaman! Þinn vinur, Hrafn Andrés. Steinar Ragnarsson ✝ Gunnar Sigur-björn Karlsson fæddist á Húsavík 2. ágúst 1927. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans í Landakoti 11. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Karl Emil Gunn- arsson, skrifstofu- maður á Húsavík, f. 22.2. 1900, d. 13.2. 1979, og kona hans, Dagrún Jónsdóttir, f. 17.11. 1901, d. 22.1. 1987. Systkini Gunnars eru: Aðalbjörg Vilfríður, f. 29.8. 1925, d. 3.3. 1998, gift Ólafi Halldórs- syni, og Georg Jón, f. 17.9. 1937, kvæntur Jónínu Málmfríði Sig- tryggsdóttur. Gunnar kvæntist hinn 3.7. 1954 Kolbrúnu Karlsdóttur, f. 19.10. 1932, d. 20.2. 1987. Börn þeirra Gunnar Sigurbjörn nam kjötiðn og gegndi starfi deildarstjóra kjötiðju Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík í tvo áratugi eða til 1977 er þau Kolbrún fluttu til Reykja- víkur. Þar vann Gunnar við iðn sína, fyrst hjá Goða, síðan í Breið- holtskjöri og síðast Hagkaupum. Gunnar sinnti ýmsum félags- málum meðan hann bjó á Húsavík, var félagi í karlakórnum Þrym og Rótarýklúbbi Húsavíkur, sat í stjórn björgunarsveitar Slysa- varnafélagsins á Húsavík og var félagsforingi Skátafélags Húsa- víkur um skeið. Hann sat einnig í stjórn Félags íslenskra kjötiðn- aðarmanna um árabil og var heið- ursfélagi þess. Gunnar tók kaþólska trú á efri árum og var trúin honum mikill styrkur í erfiðum veikindum. Gunnari verður sungin sálu- messa í Maríukirkju í Breiðholti í dag og hefst athöfnin klukkan 13. eru: 1) Karl Emil, f. 20.12. 1952, kvæntur Þóru Sigríði Ingólfs- dóttur, f. 14.6. 1966. Þeirra börn eru Rannveig, f. 29.3. 1999, og Kormákur, f. 6.2. 2001; fyrir átti Karl soninn Gunnar Jökul, f. 26.6. 1978, sem kvæntur er Tinnu Jóhönnudótt- ur, f. 9.1. 1980. Þeirra sonur er Darri Jökull, f. 19.10. 2004. 2) Helga, f. 30.5. 1954, gift Jóni Hermanns- syni, f. 9.6. 1951. Þau eiga synina Ævar, f. 12.5. 1978, og Örvar, f. 6.10. 1981. 3) Kristjana Dögg, f. 30.4. 1971, gift Haraldi Haralds- syni, f. 28. desember 1959. Sonur þeirra er Haraldur Daði, f. 14.10. 2001, en fyrir átti Dögg soninn Jón Gauta Samúelsson, f. 15.6. 1994. Elsku pabbi minn. Ég á engin orð til að lýsa hversu sárt það er að þú skulir vera farinn frá okkur og að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu enda höfum við búið saman frá því að ég fæddist og alltaf verið mjög náin. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst mér góður faðir og drengjunum mínum góður afi. Það er ómetanlegt og betri föður og afa hefðum við ekki getað fengið. Ég veit að nú ert þú á betri stað og laus við þjáningar og erf- ið veikindi. Ég elska þig pabbi minn og þú verður alltaf fyrirmyndin mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Döggin þín. Elsku besti afi. Ég vil þakka þér fyrir þessi þrettán ár sem ég hef feng- ið að búa með þér. Fyrir allt það skemmtilega sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hvattir mig alltaf til þess að gera það sem mig langaði til og kennd- ir mér mikilvægi guðstrúar, sem þú sóttir styrk þinn í. Þú varst aldrei í vondu skapi og varst alltaf í góðu skapi og brosandi. Þakka þér fyrir alla föstudagana sem ég fékk að gista hjá þér og fá ís. Þú barðist við krabbamein fyrir tuttugu og einu ári og svo aftur seinustu árin þín. Þú kvartaðir aldrei og barðist eins og hetja. Þú ert hetjan okkar allra. Það er bara tæpt ár í ferminguna mína sem þú hlakkaðir svo til að sjá og fimm dagar í afmælið mitt. Þú varst heiðarlegur og besti afi sem til hefur verið. Ég get ekki lýst með orðum hvað ég elska þig mikið og ég sakna þín mjög mikið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þinn afastrákur Jón Gauti. Elsku afi minn. Mér fannst svo gaman að koma í heimsókn til þín á neðri hæðina. Þú gafst mér alltaf ís eða sleikjó eða kúlur eða bara eitthvað sem mér fannst gott. Ég vildi óska þess að þú ættir ennþá heima hjá okkur því ég sakna þín svo mikið. Ég elska þig alveg út af lífinu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þinn Haraldur Daði. Gunnar Sigurbjörn Karlsson ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS SIGURVINSSONAR flugvélstjóra, Vogatungu 65, Kópavogi. Sérstakar þakkir og kveðjur fá læknar og hjúkrunarfólk deildar 14G LHS fyrir veittan stuðning. Sigrún Jóna Lárusdóttir, Lárus Einarsson, Sólveig Þórhallsdóttir, Sigurvin Einarsson, Kristín Reimarsdóttir, Magnús Geir Einarsson, Friðbjörg Einarsdóttir, Kristján Einar Einarsson, Auður Einarsdóttir, Gunnar Þór Grétarsson, Arnar Einarsson, barnabörn og langafabarn. ✝ HRAFNKELL THORLACIUS arkitekt, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 17. júní. Útförin fer fram í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni, þriðjudaginn 26. júní klukkan 15.00. Vinsamlega látið Heimahlynningu Krabbameins- félagsins njóta minningargjafa. Sími 540 1990. Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Thorlacius Halla Thorlacius, Sveinbjörn Þórkelsson Ragnhildur Thorlacius, Björn Ægir Hjörleifsson Steinunn Thorlacius, Guðjón Ingi Eggertsson, Gunnlaug Thorlacius, Sigurjón Halldórsson, Eggert Thorlacius, Stefanía Guðmundsdóttir, Hrafnkell, Anna, Kristín Lilja, Þórunn Edda, Vilhjálmur Atli og Halldór Hrafnkell. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓN P. ANDRÉSSON, Klapparstíg 1a, Reykjavík, andaðist á Vífilstöðum 15. júni. Jarðarförin auglýst síðar. Sveinsína Ásdís Jónsdóttir, Kristrún Ólöf Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Jónas Lúðvíksson, Bryndís Jónsdóttir, Guðjón Einarsson, Ólafur H. Jónsson, Guðrún Árnadóttir, Jón Pétur Jónsson, Jónína Rútsdóttir, Olga Björk Ómarsdóttir, Sigurður Ingimar Ómarsson, Berglind Gísladóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.