Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 35
✝ Sigrún J. Eyr-bekk fæddist í
Vestmannaeyjum
22. apríl 1932. Hún
lést á Dalbæ, heim-
ili aldraðra á Dal-
vík 6. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jón-
geir D. Eyrbekk, f.
30.1. 1904, d. 30.7.
1962 og Sigríður
Sölvadóttur, f. 12.5.
1907, d. 10.7. 1997.
Hinn 20. desem-
ber 1952 giftist Sig-
rún Stefáni Stefánssyni skipstjóra,
f. í Miðgörðum á Grenivík 14.
október 1927, d. á Dalvík 15. maí
2004. Foreldrar hans voru Stefán
Stefánsson útvegsbóndi frá Mið-
görðum á Grenivík, f. 18.12. 1901,
d. 24.3. 1993 og kona hans Ingi-
björg Jónsdóttir frá Hóli í Grýtu-
Höllu Björgu, f. 11.7. 1979, Sig-
rúnu Hörpu, f. 28.11. 1981, Fann-
eyju, f. 15.9. 1988 og Dagnýju, f.
2.3. 1991, 4) Anna Lísa sundlauga-
vörður, f. 2.6. 1964, gift Magnúsi
Jónassyni og eiga þau Ingunni, f.
19.9. 1988, Guðrúnu, f. 1.6. 1990
og Heiðu, f. 6.4. 1995, 5) Sigrún
sölu- og þjónustufulltrúi og bæj-
arfulltrúi, f. 14.3. 1967, gift Sveini
Guðmundssyni, börn þeirra eru
Birgir Örn sonur Sveins, f. 17.9.
1979, Jón Geir, f. 11.9. 1991,
Harpa, f. 21.9. 1993 og Svala, f.
21.6. 1996, og 6) Jón Geir, f. 20.6.
1970, lést af slysförum 17.5. 1987.
Sigrún ólst upp á Siglufirði til
12. ára aldurs og síðan á Dalvík
hjá móður sinni og stjúpföður
Stefáni Gunnlaugssyni skipstjóra
og síðar verksmiðjustjóra á Dal-
vík. Hún stundaði nám í Húsmæð-
arskólanum að Laugalandi í Eyja-
firði. Sigrún og Stefán voru alla
sína búaskapartíð á Dalvík.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
bakkahreppi, f. 17.5.
1901, d. 11.9. 1984.
Börn Stefáns og
Sigrúnar eru: 1) Stef-
án, deildarstjóri í
menntamálaráðu-
neytinu, f. 8.1. 1953,
kvæntur Huldu Ólafs-
dóttur og eru börn
þeirra Sverrir
Tryggvason, sonur
Huldu, f. 30.12. 1970,
Stefán Ingi, f. 7.8.
1976 og Ólafur, f.
29.9. 1984, 2) Sigríður
Ingibjörg leikskóla-
starfsmaður, f. 7.7. 1955, eig-
inmaður hennar Einar Emilsson,
d. 2. mars 2004, börn þeirra eru
Emil Júlíus, f. 4.8. 1973, Kolbrún,
f. 13.4. 1979 og Ísak, f. 25.5. 1983,
3) Davíð sjómaður , f. 25.12. 1957,
kvæntur Vilborgu Björgvins-
dóttur og eiga þau fjórar dætur,
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar sem svo óvænt
kvaddi þennan heim. Sigrún var
sérstök kona, hún var lífsglöð,
hjartahlý, viðkvæm en einnig var
hún nokkuð sérlunda. Hún tók mér
opnum örmum þegar ég kom fyrst
á heimili fjölskyldunnar 19 ára
gömul. Það leyndist engum að Sig-
rún var góð húsmóðir, þar var fag-
manneskja á ferð, enda gekk hún í
húsmæðraskóla og kunni þvi til
verka. Börnin sem komust á legg
urðu sex. Stefán tengdapabbi var
sjómaður svo það var stórt heimili
sem Sigrún stýrði. Á þeim tíma sem
ég kom inn í fjölskylduna var heitur
matur bæði í hádegi og á kvöldin og
yfirleitt eftirréttur líka. Húsmóðir
þarf töluvert hugmyndaflug til að
elda 14 heitar máltíðir á viku, ár
eftir ár, en auðvitað hjálpaði það
mjög að hún fékk úrvals hráefni frá
bónda sínum, ýmsar fisktegundir,
fugla, hnísur, höfrunga ofl.
Það er mér í fersku minni þegar
hún kom fyrst og heimsótti okkur
Stebba á Akureyri þar sem við vor-
um að hefja sambúð. Í þessari
heimsókn gisti hún hjá okkur og
svaf í vinnuherbergi sonarins.
Næsta dag sagði hún farir sínar
ekki sléttar. Hún hefði alls ekki
getað sofnað og var ástæðan sú að
Che Guevara horfði svo stíft á hana.
En hann skipaði heiðurssess á vegg
hjá Stebba og það var ekki fyrr en
tengdamamma tók myndina niður
að hún gat sofnað. Ég hafði ekki áð-
ur kynnst svona næmri og tilfinn-
ingaríkri manneskju og vissi ekki
alveg hvernig ég ætti að bregðast
við. Ekki leið hins vegar á löngu þar
til við urðum miklir mátar og áttum
mjög margar ánægjustundir þessi
35 ár sem leiðir okkar lágu saman.
Það var gott að hlæja með Sigrúnu,
hún hló svo innilega og hafði smit-
andi hlátur.
Hún var fróð og víðlesin kona og
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum. Þótt við værum ekki
alltaf sammála var gaman að ræða
við Sigrúnu um lífið og tilveruna.
Oft sagði hún barnabörnum sínum
sögur, m.a. af álfum og huldufólki.
Eftirminnilegastur álfanna er bú-
álfurinn sem iðulega var ásakaður
um að stela úr eldhúsinu þegar eitt-
hvað hvarf þaðan. Stundum skilaði
hann því mörgum árum seinna,
hann var alveg óútreiknanlegur.
Þetta þótti börnunum mjög áhuga-
vert og vildu vita meira um þennan
hrekkjótta búálf.
Sigrúnu var margt til lista lagt,
hefði hún fengið til þess tækifæri er
ég sannfærð um að hún hefði orðið
listakona. Hún saumaði, málaði
myndir, orti ljóð og skrifaði mikið.
Hún velti gjarnan fyrir sér heim-
spekilegum hlutum og oft sat hún
dreymin á svip og varð fjarræn.
Líklega hefur hún þá horfið um
stund í dagdrauma sína sem hún
hélt fyrir sig.
Meðan heilsan leyfði var Sigrún
mikið fyrir að vera úti í nátturinni,
tíndi grös til fjalla og steina í fjör-
unni. Úr jurtunum bjó hún til græð-
andi smyrsl og var ekkert betra en
smyrslin hennar tengdamömmu
þegar einhver fékk skrámu.
Nú þegar fjölskyldan syrgir frá-
fall góðrar konu er gott að ylja sér
við skemmtilegar minningar. Þá
koma upp í hugann margar spaugi-
legar sögur og atvik sem gleðja
okkur en ekki verðar settar hér á
prent.
Það er með söknuði, þakklæti og
virðingu sem ég kveð nú elskulega
tengdamóður mína.
Hulda Ólafsdóttir.
Elsku amma mín. Það er mjög
erfitt að sætta sig við það að þú sért
farin frá okkur. Ég hélt að við
myndum fá miklu lengri tíma sam-
an en svona er víst lífið, það tók þig
frá okkur eins og smellt væri fingri,
enginn bjóst við þessum fréttum
sem við fengum hinn 6. júní að hún
elsku amma væri farin.
Mig langar að skrifa hérna um
tímana sem við fengum að vera
saman.
Ég man þegar ég var lítil þegar
við bjuggum frammi í Koti í Svarf-
aðardal, alltaf þegar maður sá bíl-
inn þinn koma í hlað stökk maður út
til að taka á móti þér. Þú varst allt-
af svo glöð og gleymdir aldrei að
koma með brjóstsykur eða nammi
til okkar. Þú varst líka mjög dugleg
við að taka okkur systurnar á rúnt-
inn með þér, já ég gleymi sko aldrei
ferðinni sem ég, þú og Heiða litla
systir fórum saman í, við stungum
af til Varmahlíðar og Siglufjarðar
og létum engan vita af þessari ferð
okkar, ákváðum bara að skella okk-
ur allar saman. Við skemmtum okk-
ur konunglega, sungum og fórum í
Frúna í Hamborg (og þú svindlaðir
alltaf), svo auðvitað þurftum við að
fá okkur að borða, þannig að það
var stoppað til að fá sér pylsu. Þeg-
ar heim var komið var allt orðið vit-
laust, afi ætlaði að fara að hringja í
vegalögguna og láta leita að okkur
og mamma var orðin dauðhrædd.
Þú skildir ekkert í þessum látum í
þeim og sagðir bara við þau að við
hefðum fengið okkur góðan bíltúr.
Þú tókst þessu bara með rólegheit-
um eins og alltaf. Já, við höfum sko
brallað margt saman og því miður
eru þeir tímar búnir. Ég kom oft til
ykkar afa á Goðabrautina og gisti,
mér fannst alltaf svo gaman að
gista hjá ykkur, því að ég fékk allt-
af að vera á milli í hjónarúminu og
þú varst alltaf svo dugleg við að
segja mér sögur og syngja fyrir
mig, þú mundir allar sögur svo vel
og texta.
Já, eitt af því skemmtilegasta
sem mér fannst að bralla heima hjá
ykkur afa var að fara í fötin þín og
halda tískusýningu, ég var sko búin
að halda margar sýningar fyrir þig
og afa, og alltaf fannst ykkur jafn-
gaman að sjá mig labba um í kjól-
unum hennar ömmu og taka mynd-
ir.
Jæja elsku amma mín, nú ertu
komin til hans afa og vonandi líður
þér vel þarna hinum megin.
Mig langar svo að kveðja þig með
sálmi og þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við fengum að vera
saman.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hvíl í friði elsku amma mín.
Kveðja, þín dótturdóttir,
Guðrún.
Sigrún J. Eyrbekk
✝
Ástkær systir og móðursystir,
RAGNA MAGNÚSDÓTTIR,
Hagamel 45,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 21. júní kl 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Jón Magnússon og systkinabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Þverfelli,
Lundarreykjadal,
varð bráðkvödd á heimili sínu 10. júní.
Að hennar eigin ósk var útförin gerð í kyrrþey
18. júní.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarsjóð Björns Rúnarssonar í vörslu Sparisjóðs Mýrasýslu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Kristján og Inga Helga
Björnsbörn
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓMAR ÖNFJÖRÐ KJARTANSSON
húsasmíðameistari,
Hátúni 10B,
Reykjavík,
lést á bruna- og lýtalækningadeild Landspítalans
aðfaranótt 16. júní.
Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 22. júní kl. 13.00.
Sigrún Ómarsdóttir, Einar Kr. Vilhjálmsson,
Inga Hugborg Ómarsdóttir, Jón Agnar Ólason
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓEL KR. JÓELSSON
garðyrkjubóndi,
Reykjahlíð,
Mosfellsdal,
lést laugardaginn 16. júní á deild B4,
Landspítalanum í Fossvogi.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Salome Þorkelsdóttir,
Anna Jóelsdóttir, G. Thomas Fox,
Jóel Kr. Jóelsson, Kristín Orradóttir,
Þorkell Jóelsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR ÓLÖF PÁLSDÓTTIR,
Gaukshólum 2,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut,
miðvikudaginn 13. júní. Útförin fer fram í
Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 20. júní kl 13.
Jóhann Valgarð Ólafsson,
Inga Lena Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannesson,
Björn Ingi Björnsson, Þóra Magnúsdóttir,
Þórir Ómar Jakobsson,
Óskar Ragnar Jakobsson, Elín Gísladóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÞORSTEINSSON
frá Laufási í Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 16. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
21. júní kl. 15.00.
Þorsteinn Jónsson, Elfa Andrésdóttir,
Elínborg Jónsdóttir, Franklín Georgsson,
Erna Jónsdóttir, Sveinn I. Sveinsson,
Pétur Jónsson, Sigrún G. Sigurðardóttir,
Jón Ragnar Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista