Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára BLADES OF GLORY kl. 6 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 8 - 10:40 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4 eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBLeeeeKVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS CODE NAME: THE CLEANER kl. 5:20 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL „ÍSLENDINGAR er bókaflokkur fyr- ir þá sem hafa gaman af sögum úr samtímanum. Hér mætast fjölmiðla- heimur, viðskiptaheimur og undir- heimar Íslands í skemmtilegum bók- um þar sem ekkert er dregið undan. Persónur eru óþægilega líkar ein- staklingum úr íslensku þjóðfélagi og meira sannleikskorn er í hverri sögu en hollt þykir. Með þessum bókaflokki opnast gáttin að Íslendingum, hinni nýríku þjóð í norðri.“ Af þessari lýsingu að dæma, sem prýðir bak fyrstu tveggja bindanna í bókaflokknum, er í boðuðum bóka- flokki um að ræða gagnrýni („þar sem ekkert er dregið undan“) á íslenskt samfélag, tímabæra háðsádeilu á ný- ríku þjóðina, smáborgarana. Undir sögurnar skrifar T. Thorvaldsen. Brotið á bókunum (rífleg lófastærð upp á rúmlega hundrað síður og til- heyrandi „subbu-hallærislegri“ bók- arkápu) minnir á ódýr smárit, svona pölpfiksjón, fyrri áratuga sem einkum fluttu blautlegar sögur og allrahanda klám. Um var að ræða svona ódýr ön- dergránd dónarit sem eru í sjálfu sér áhugaverð bók- menntategund. Lýsingin á bókaflokknum hljómar hreint ekki illa. En sagan og textinn í bók- unum er einfald- lega klénn og leiðigjarn og ekki líkleg- ur til að stuða nokkurn lifandi mann. Það er einfaldlega alltof mikið dregið undan. Í framhaldi af þessu mætti spyrja hverjum, eða hvaða markhópi bókaflokkurinn sé ætlaður? Helsti galli Íslendinga er því sá að háðsádeilan virkar ekki. Það vantar slagkraft í skrifin. Það er auðvitað voða strákslegt að nafngreina þekkta alþingismenn á balli, í Súlnasalnum, og senda svo uppdiktuð eintök af þeim inn á klósett að ríða. En það bara dug- ir ekki. Það eru engin óþægindi í text- anum og sem lykilsaga er Íslendingar fullkomlega óáhugaverð saga. Það skortir líka fjarlægð frá sorpritunum, í hvora áttina sem er, annaðhvort með ýktara klámi/grófleika eða meiri skáld- skap. Það besta sem hægt væri að segja um Íslendinga er að frágangur er góður. Óttalegt klám BÆKUR Bókaflokkur (bindi 1 og 2) eftir T. Thorvaldsen. Sögur útgáfa 2007. Íslendingar Geir Svansson EINAR Hákonarson, hinn rótgróni og athafnasami listmálari, sýnir nú málverk sín í Listhúsi Ófeigs. Einar hefur verið iðinn við að gagnrýna skort á aðgengi starfandi málara að listasölum borgarinnar og vissulega er hægt að vera honum sammála um að húsnæði Ófeigs er óhentugt til sýninga á stærri málverkum. Þó er maður ekki viss um hvort það sé húsnæðinu um að kenna hve sundurleit sýningin virðist en mikill munur á milli stærða verka og mis- munandi nálganir í málverkunum sjálfum ýta undir þá tilfinningu að um samtíning sé að ræða. Sumar myndirnar bera sterk höfund- areinkenni Einars frá því að hann kom fyrst fram með fígúratífu mál- verkin sín á miðjum sjöunda ára- tugnum, aðrar minna meira á valin brot úr sögu málaralistarinnar. Þetta getur bent til þess að Einar sé leitandi og gefi sér ótakmarkað frelsi til tilrauna. Titlar myndanna, myndefnið, litríkið og óheft vinnu- brögð bera vitni um ástríður og húmor. Sýningin virðist fyrst og fremst vera óður til hinnar róm- antísku hugmyndar um óhaminn og skapandi kraft listamannsins sem er drifinn áfram af innri þörf en ósjaldan misskilinn af samtíma sín- um. Litríkt og fjörugt MYNDLIST Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sýningin stendur til 20. júní. Opið á versl- unartíma. Aðgangur ókeypis. Einar Hákonarson – málverk Morgunblaðið/G.Rúnar Húmor „Titlar myndanna, myndefnið, litríkið og óheft vinnubrögð bera vitni um ástríður og húmor,“ segir m.a. í dómi. Þóra Þórisdóttir KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Bernardo Bertolucci verður heiðr- aður á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum og hlýtur heiðursverðlaun Gullna ljónsins í ár. Bertolucci, sem líklega er þekktastur fyrir kvik- myndirnar Last Tango in Paris og The Last Emperor, mun taka við verðlaununum á lokakvöldi hátíð- arinnar hinn 8. september. Síðasta mynd Bertolucci var The Dreamers þar sem hann rifjaði upp frjálsar ást- ir í París í kringum stúdentaóeirð- irnar 1968 og uppgötvaði í leiðinni Bond-stúlkuna Evu Green. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum er elsta kvikmyndahátíðin sem enn er haldin en leikstjórar á borð við Dav- id Lynch, Tim Burton, Clint Eastwo- od og Hayao Miyazaki hafa hlotið heiðursverðlaunin nýlega. Verðlaun hátíðarinnar nú eru nefnd Gullna ljónið en voru upphaflega nefnd eftir einræðisherranum Benito Mussolini. ReutersHeppinn Bertolucci með Evu Green. Bernardo Bertolucci heiðraður í Feneyjum BANDARÍSKA leikkonan Julia Ro- berts eignaðist í gær sitt þriðja barn, dreng sem hefur hlotið nafnið Henry Daniel Moder. Talsmaður leikkonunnar sagði að móður og barni heils- aðist vel en drengurinn kom í heiminn í Los Angeles. Julia og mað- ur hennar, kvik- myndatökumað- urinn Danny Moder, eiga fyr- ir tveggja ára tvíbura, Hazel og Phinnaeus. Julia mun næst sjást á hvíta tjaldinu í myndinni Char- lie Wilsons War, sem Mike Nichols leikstýrir, og verður frum- sýnd síðar á árinu. Reuters Þriðja barn Juliu RobertsLEIKKONURNARungu Sienna Miller og Keira Knightley hafa gefið partístand upp á bátinn fyrir borðleiki. Stöllurnar, sem leika nú í kvikmyndinni The Edge of Love í Wales, hafa gefið kvöld í bænum upp á bátinn til að geta spil- að kotru. Heimildarmaður sagði við ástralskt tímarit að Miller væri mikill borðleikja- aðdáandi og nú hefði hún fengið Knightley í lið með sér. „Þeim finnst þetta mjög fyndið því fólk dregur þá ályktun að þær séu úti að skemmta sér öll kvöld en í staðinn eru þær í þægindum heima eins og gamlir karlar og æsast allar í keppnisskapinu yfir kotruspili. Miller segir að hún velji kotru fram yfir stórt partí.“ Miller, 25 ára, og Knightley, 22 ára, eru orðnar góðar vinkon- ur síðan þær voru báðar ráðnar í hlut- verk í myndinni sem fjallar um velska skáldið Dylan Thom- as. En handritið að The Edge of Love var skrifað af móður, Knightley, Sharman Macdonald. Í myndinni kemur fyrir atriði þar sem fegurðardísirnar tvær deila heitri senu með meðleikara sínum Matthew Rhys sem leikur skáldið. „Ég er mjög hrifin af Keiru. Hún er mjög viðkunnanleg og skilur mig og bak- grunn minn. Við töl- um heilmikið um hversu furðuleg öll þessi athygli er og auðvitað stráka. Ég hef fundið vin fyrir lífstíð í henni,“ sagði Miller um meðleik- konu sína. Miller og Knightley spila kotru á kvöldin Sienna Miller Keira Knightley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.