Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 22
|þriðjudagur|19. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Íkjallara við Bergþórugötunagægjast alls kyns fygli niðurúr hillum og hornum. Und-arleg lykt liggur í loftinu,
eins og nýbúið sé að verka mör í
slátur. Ung kona stendur við frysti-
kistu og er í þann mund að setja
fjaðraham í torkennilegan vökva í
gegnsæju íláti sem stendur á kist-
unni.
„Þetta er alkóhól, sjúkrahúss-
pritt,“ segir konan brosandi og lok-
ar boxinu. „Það þarf að vera svolít-
ið sterkt til að drepa allar
bakteríur. Svo er þessu velt upp úr
hefilspæni og þurrkað með blásara
þar til það er alveg þurrt.“
Sú sem talar heitir Brynja Dav-
íðsdóttir og er hamskeri en hún
hefur þann sérstaka starfa að
stoppa upp fugla. Hún er enginn
nýgræðingur í faginu því fjórtán ár
eru síðan hún hélt utan til að læra
iðnina, þá 18 ára gömul. „Ég bjó á
landsbyggðinni þegar ég var yngri,
á Laugarvatni, og þar voru fuglar
út um allt. Pabbi er mikill fuglakall
og kenndi mér að þekkja fuglana og
hljóðin. Svo eru vinir mínir lunda-
veiðimenn þannig að ég hef verið í
snertingu við þetta alla tíð.“
Slæddist í flokk
atvinnumanna
Brynja var þrjú ár í Bretlandi við
nám í faginu og síðar fimm ár á
Ítalíu þar sem hún var búsett og
stoppaði upp fugla. Tvö og hálft ár
eru síðan hún flutti heim en hún
hefur lifað af fuglunum eingöngu
síðasta árið. „Undanfarið hef ég
verið að vinna fyrir Náttúru-
fræðistofu Kópavogs og þar eru
fuglar til sýnis sem ég hef stoppað
upp. Annars hef ég einfaldlega
unnið fyrir þá sem óska eftir því.
Eins hef ég verið með fuglakynn-
ingar í skólum og leikskólum og
það finnst mér virkilega gaman því
börnin hafa svo mikinn áhuga.
Núna er ég að setja upp æðarfugla
fyrir æðarbónda og um daginn setti
ég upp páfagauk þar sem eigandinn
óskaði eftir því að fuglinn liti upp
eins og hann væri að kíkja á sig.
Það er mjög gaman að fá svona
krefjandi verkefni þar sem fólk
man mjög vel eftir dýrinu og er
með ákveðnar hugmyndir um
hvernig það á að líta út.“
Metnaðinn vantar ekki því
Brynja varð í fyrra í þriðja
sæti á Evrópumeist-
aramóti
ham-
skera.
„Fram að því hafði ég
keppt sem áhugamaður en
þarna slæddist ég óvart inn í
flokk atvinnumanna. Fuglinn sem
ég sendi út var snjótittlingur en
hann hafði fengið verðlaun í Bret-
landi nokkru áður.“ Hún við-
urkennir treglega að slíkar við-
urkenningar séu vissulega
hvatning til að halda
áfram. „Aðallega þó af því að þegar
fuglarnir eru dæmdir fær maður að
vita hvað er að þeim, hvort þeir séu
t.d. of lappastuttir, með vitlausa
kúrfu á bakinu eða með ranga
sveigju á hálsinum. Slíkar ábend-
ingar hjálpa manni virkilega að
bæta sig.“
Ekki fyrir pjattaða
Síðan hefur Brynja sótt nám-
skeið hjá Peter Sunesen,
dönskum hamskera sem er
„heimsmeistari í fuglum“
eins og hún orðar það. Hún
setur því markið hátt á
heimsmeistaramótinu sem
fram fer á næsta
ári.
Heilmikil handavinna liggur í því
að stoppa upp eins og Brynja lýsir.
„Eftir að ég hef fengið fuglinn í
hendurnar tek ég öll mál af honum
áður en ég hamfletti hann. Svo þarf
að skrapa alla fitu innan úr hamn-
um og þvo með alls konar sápum
áður en hann er lagður í spritt í
a.m.k. hálftíma. Það er svona leið-
inlega hliðin á vinnunni en
hitt bætir það algerlega
upp. Þegar hamurinn er
orðinn hreinn og fínn
byrjar það skemmti-
lega sem er upp-
setningin á fugl-
inum.“
Smíða þarf nýj-
an skrokk en til þess
notar Brynja balsa-
við sem er bæði
léttur og þægileg-
ur að vinna í. Ut-
an á hann koma
væng- og fót-
leggsbeinin sem
eru notuð áfram
undir hamnum.
Sennilega þýðir lítið
að vera mjög pjattaður í
þessu starfi, eða hvað?
Brynja hlær. „Nei, en veistu,
ég er svolítil strákastelpa þannig
að ég hef ekkert verið pjöttuð.
Fannst aldrei
neitt mál að
aðstoða
mömmu þeg-
ar hún var að taka slátur og svona.“
Fuglana fær Brynja héðan og það-
an. „Marga fæ ég frá fólki sem
finnur þá á vegum á sumrin. Ein-
hverjir eru veiddir, t.d. lundarnir,
endur og gæsir. Svo tók ég með
mér fugla síðast þegar ég kom frá
Danmörku, tegundir sem eiga til að
flækjast hingað.“ Það er þó ekkert
auðhlaupamál að fara í gegnum
tolla með dauðan fugl í farangr-
inum. „Maður leikur sér a.m.k.
ekkert að því enda þarf að hafa með
sér alls konar plögg og heilbrigð-
isvottorð að utan. Það er heilmikið
vesen.“
Aðspurð segir Brynja um 15
manns tilheyra starfsstétt ham-
skera hér á landi en sennilega sé
hún eina konan í þeirra hópi. Um
þessar mundir stendur hún reynd-
ar á ákveðnum krossgötum því eft-
irspurnin eftir uppstoppuðum fugl-
um þyrfti að vera meiri svo gott
væri að lifa af starfinu. „Það er
mjög ergilegt því mér finnst marg-
ar aðrar vinnur vera svo mikil tíma-
eyðsla,“ segir hún með áherslu.
„Þetta er það sem ég vil gera. En
það getur vel verið að ég fari í há-
skóla og verði fuglafræðingur til að
hafa fleiri tromp uppi í erminni.
Hins vegar hætti ég þessu ekki –
alla vega ekki meðan fuglarnir fara
batnandi hjá mér.“
Fuglakona sem stefnir hátt
Morgunblaðið/Ásdís
Fuglar Stundum veiðir fólk fugla fyrir Brynju..
Ósjálfráð kynhegðun í svefni getur verið alvarlegt vandamál fyrir þá sem hana upplifa.
Bandarískir sálfræðingar hafa nú í fyrsta sinn kortlagt vandamálið með kerfisbundnum
hætti.
Ákveðnar svefntruflanir geta leitt til kynhegðunar sem viðkomandi finnst vandræðaleg
eða óþægileg eftir að hann vaknar. Þeir sem um ræðir eiga oft erfitt með að leita til læknis
því þeim finnst að hegðunin hljóti að vera meðvituð þar sem þeir muna eftir henni þegar
þeir eru vaknaðir.
Árið 2003 var þessu fyrirbæri lýst í fyrsta skipti en forskning.no segir frá því að nú sé
búið að kortleggja það með kerfisbundum hætti. Dr. Carlos Schenck og starfsbræður hans
við Minnesota Regional Sleep Disorders Center í Minneapolis söfnuðu saman gögnum um
slíka svefnhegðun úr viðurkenndum fagtímaritum, kennslubókum og öðrum fræðiritum.
Ýmsir hópar virtust frekar eiga á hættu en aðrir að upplifa þetta vandamál, t.a.m. þeir
sem ganga í svefni, þeir sem geta hreyft sig meðan á svokölluðum REM-svefni stendur,
þeir sem glíma við svefntruflanir eða þjást af fótaóeirð. „Æ fleiri greina frá óvenjulegri
kynlífshegðun í svefni,“ segir dr. Schenk. „Jafnvel þótt einhverjum kunni að þykja slíkt
fyndið getur það verið ákaflega erfitt, neyðarlegt, óþægilegt og alvarlegt vandamál fyrir
viðkomandi einstakling eða par.“
Schenk ráðleggur þeim sem glíma við slíka ósjálfráða hegðun að hafa samband við heim-
ilislækni sinn svo hann geti vísað þeim áfram til rannsókna hjá svefnsérfræðingum.
Kynlíf í svefni
Kynlíf Svefntruflanir geta leitt til hegðunar sem viðkomandi líður illa með þegar hann vaknar.
Brynja Davíðsdóttir er sennilega eina konan á Íslandi
sem hefur atvinnu af því að hamfletta fugla og stoppa
þá upp. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir rabbaði við
hana innan um sperrta spörfugla, lunda og páfagauk.
ben@mbl.is
Hamskeri Brynja Davíðsdóttir hefur þann sstarfa að stoppa upp fugla.