Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hvað varð um kruðurnar? ÍSLENSK bakarí verða flottari með hverju árinu sem líður. Úrvalið af vörum eykst og þjónustan er til fyrirmyndar. Það er þó eitt sem ég sakna töluvert og það eru kruð- urnar. Þær virðast bara hafa horfið. Árum saman fannst mér kruður með sunnudags morgunkaffinu alltaf það ljúffengasta sem bakaríið mitt bauð upp á. Nú finn ég hvergi kruður. Ég hef farið í mörg bakarí og margt af starfsfólkinu veit ekki einu sinni hvað ég er að tala um þegar ég spyr um þessa ágætu vöru. Ef eitthvert bakarí hefur kruður til sölu þætti mér vænt um að heyra af því. Kruðukarl. Sveinbjarnargerði við Eyjarfjörð ÉG gisti helgina 8.-10. júní í Svein- bjarnargerði við Eyjafjörð. Þar var gott að dvelja, herbergin rúmgóð, feikilega góð rúm, allt ákaflega snyrtilegt og kjarngóður morgun- matur í boði. Allt var svo hljótt að maður vaknaði við fuglasöng. Eyja- fjörður skartaði sínu fegursta, ynd- isleg fermingarathöfn í hinni fallegu Svalbarðseyrarkirkju verður ógleymanleg. Ég þakka fyrir mig. Hrönn Jónsdóttir. Köttur í óskilum KETTLINGUR fannst við Sæbraut (fyrir neðan Nýherja) laugardaginn 16. júní. Hann virtist týndur og hvekktur, litlu mátti muna að hann yrði fyrir bíl. Hann hefur eign- ast tímabundið at- hvarf með greiðan aðgang að harð- fiski, öðrum gómsætum kræsingum sem og ástúðlegum félagsskap. Upp- lýsingar í síma 662 1150. Bangsi er týndur BANGSI hvarf frá heimili sínu að Vallargerði 28 í Kópavogi 12. júní sl. Hann er 10 mánaða, geltur, svartur með hvíta þófa og hvítt í andliti. Hann er mjög loðinn, blanda af persa og norskum skógarketti. Hann er örmerktur og var með ól er hann týndist. Hans er sárt saknað. Upplýsingar í síma 695-8912. Fund- arlaunum heitið. Myndavél tapaðist STAFRÆN myndavél tapaðist í Út- hlíð eða Bólstaðarhlíð, sl. föstudag, 15. júní, um kl. 19. Vélin er frá HP og var í svartri tösku, en einnig tap- aðist hleðslutæki sem var líka í svartri tösku. Vélarinnar er sárt saknað. Skilvís finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 847-2612 eða 894-1576. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TAKK FYRIR AÐ KOMA MEÐ KÖKUNA LÍSA... GRETTIR ÞAKKAR LÍKA FYRIR EN FALLEGT AF HONUM SVONA ER GRETTIR ÞETTA ER Í FYRSTA SKIPTI SEM KÖTTUR KYSSIR Á MÉR FÆTURNA OG ÞETTA ER BARA KAKA ÞAÐ ER DÝRARA AÐ FARA Í KLIPP- INGU NÚNA... VONANDI KLIPPIR HANN AF ÞÉR EYRUN ÉG GLEYMI ÞVÍ ALLTAF AÐ PABBI HANS KALLA ER RAKARI! PABBI SAGÐIST ÆTLA AÐ KAUPA SKÆRI OG KLIPPA HÁRIÐ Á MÉR SJÁLFUR... ER EKKI ERFITT AÐ VITA AÐ STRÁKAR ERU STÆRRI, STERKARI OG BETRI EN ÞIÐ Í ÖLLU SEM HÆGT ER AÐ GERA! EF MAÐUR ER STELPA, ER EINHVER ÁSTÆÐA TIL AÐ HALDA ÁFRAM AÐ LIFA? JÁ, TILHUGSUNIN VIÐ AÐ HÁLFVITI EINS OG ÞÚ BJÓÐI MÉR ÚT AÐ BORÐA ÞEGAR ÉG ER ORÐIN 17 EKKI ÉG! OJJ BARA! ER EKKI HRÆÐILEGT AÐ VERA STELPA? GJÖRÐU SVO VEL! VOLGT KAFFI, HÁLFT EGG OG GAMALT, HART BRAUÐ ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMIÐ AÐ ÞVÍ... HÚN ER FARIN AÐ BERA FRAM AFGANGA Í MORGUNMAT HJÓNABANDS -RÁÐGJÖF SÉRÐU EKKIHVAÐ ER AÐ SAMBANDINU OKKAR? ÉG ER DÚFA OG HANN ER UGLA! VIÐ ÆTTUM AÐ LÍFTRYGGJA OKKUR AF HVERJU? VIÐ ERUM ENNÞÁ UNG OG HRAUST AF HVERJU AÐ BORGA PENING Í HVERJUM EINASTA MÁNUÐI FYRIR EITTHVAÐ SEM VIÐ EIGUM ÖRUGGLEGA EKKI EFTIR AÐ ÞURFA Í MJÖG LANGAN TÍMA? ÞÚ VARST NÆSTUM DREPINN AF GRÝLUKERTI UM DAGINN! NÁKVÆM- LEGA! HVERJAR ERU LÍKURNAR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ GERIST AFTUR? ALLT Í LAGI! ÉG SKAL HÆTTA AÐ HUGSA UM KJÁNAN SEM FANN BÚNINGINN NJÓTUM ÞESS BARA AÐ VERA SAMAN ÉG ER VISS UM AÐ HANN Á EKKI EFTIR AÐ GERA NEITT ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI TRÚAÐ ÞVÍ Á MEÐAN... ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ KÓNGULÓARMAÐUR VESTURSINS LÁTI TIL SÍN TAKA dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BÖRNIN hvíldu sig milli hoppukastalaferða og annarra leikja á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Kannski voru þau að lesa sig til um dagskrá dagsins og finna út upp á hverju þau ættu að taka sér fyrir hendur næst. Morgunblaðið/RAX Stund milli stríða Jónsmessu- ganga FÍ á Heklu Föstudagur 22. júní brottför kl. 18.00 frá Mörkinni 6 Áætlað að vera á toppi Heklu um miðnætti Fararstjóri Páll Guðmundsson Verð kr. 3000 / 5000 - Einkabílar kr. 2000 Ferðafélag Íslands • s. 568 2533 SJÁ NÁNAR Á WWW.FI.IS Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.