Morgunblaðið - 19.06.2007, Síða 41

Morgunblaðið - 19.06.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16 handavinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 boccia. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, há- degisverður, kaffi og út að pútta. Síðasti dagur að skrá sig í ferðina að Skógum undir Eyjafjöllum, nk. fimmtudag kl. 12.30. Upplýsingar í síma 525-2760. Dalbraut 18-20 | Félagsvist alla þriðjudaga í sum- ar frá kl. 14 í félagsmiðstöðinni að Dalbraut 18-20. Allir velkomnir. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin, leiðbeinandi verður til kl. 17. Ganga kl. 14. Heitt á könnunni til kl. 16. Hádegisverður virka daga kl. 11.40. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Kl. 9.30 myndlist, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans í Kirkjuhvoli kl. 12. Spilað í Kirkjuhvoli kl. 13. Æfing í Ásgarði fyrir landsmót í boccia. Skráning hafin á púttnámskeið hjá Önnu Díu í síma 691-5508. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Laugar- daginn 23. júní verður ferð norður í Vestur-Húna- vatnssýslu og farið í kringum Vatnsnes. Lagt af stað kl. 10 frá Hlaðhömrum. Skráning í s. 586 8014 e. hádegi og 692 0814. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Kl. 13 verður púttvöllur við Breiðholts- laug formlega tekinn í notkun, með áherslu á þjón- ustu við eldri borgara, í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur. Á morgun kl. 13.15 lagt af stað á Jóns- messufagnað í Básnum, m.a. einsöngur, kaffihlað- borð, ekið um Selfoss o.fl. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin vinnustofa. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur. Kl. 10 boccia (Bergþór). Kl. 11 leikfimi (Bergþór). Kl. 12 hádegis- matur. Kl. 12.15 verslunarferð (Bónus). Kl. 13 pútt (Bergþór). Kl. 14 kubb (Bergþór). Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Helgi- stund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Gönguferðir alla morgna kl. 9 á laugardögum kl. 10. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist á þriðjud. og miðvikud. kl. 13-15. Púttvöllur- inn opnaður 20. júní. Kennsla í pútti alla miðviku- daga í sumar kl. 17-18. Hádegismatur, síðdegiskaffi. Kíkið við og fáið alla dagskrána. S. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka- stofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Hárgreiðslu- stofa, s. 552-2488. Fótaaðgerðastofa, s. 552- 7522. Dagblöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegis- verður. Kl. 13-16 frjáls spil. Kl. 14.30-15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu- og fóta- aðgerðarstofur opnar frá kl. 9, handavinnustofan opin allan daginn, félagsvist kl. 14. Allir velkomnir óháð aldri. Uppl. í síma 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 12 bónusbíllinn. Kl. 16.45 bókabílinn. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Áskirkja | Göngum frá Áskirkju kl. 10.30 inn í Laugardalinn. Andakt og kaffi á miðri leið. Allir vel- komnir. Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30. Beðið er fyrir bænarefnum sem berast kirkjunni sem og hverjum þeim bænarefnum sem liggja á hjörtum fólks. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. KFUM og KFUK | Samfélag og bænastund er á þriðjudaginn 19. júni kl. 20 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi. Allir velkomnir. Vídalínskirkja, Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum, kl. 13-16. Við spilum lomber, vist og brids. Röbbum saman og njótum samverunnar. Kaffi á könnunni. Vettvangs- ferðir mánaðarlega, auglýstar hverju sinni. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingasími: 895-0169. Allir velkomnir. 90ára afmæli. Í dag erMargrét Thoroddsen, fyrrverandi deildarstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, til heimilis að Sólheimum 25, níræð. Hún fagnar afmælis- deginum með fjölskyldu og vinum í safnaðarheimili Há- teigskirkju á milli kl. 17 og 20 í dag. 60ára afmæli. Í dag, 19.júní, er sextugur Eiríkur Kristjánsson. Hann og Magnea Grímsdóttir, kona hans, eru nú í góðu yfirlæti í Danmörku og ætla að gera sér dagamun á góðu veitingahúsi í Berlín í boði barna sinna, í lok vikunnar. dagbók Í dag er þriðjudagur 19. júní, 170. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. (Jak. 1, 5.) Myndlist DaLí gallerí | Dagrún Matthías- dóttir opnar sýninguna „19“ í DaLí Gallery á Akureyri, 19. júní kl. 17-19. Fyrirlestrar og fundir Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin | Grensásvegi 8, 4. hæð suðurhlið. Þriðjudaginn 19. júní heldur Dag- mar Vala Hjörleifsdóttir hug- leiðslukennari fyrirlesturinn Hug- leiðsla og hamingja (the 3rd noble truth). Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er ókeypis og öllum op- inn. Frjáls framlög. Almenn hug- leiðsla alla miðvikudaga kl. 20. Útivist og íþróttir Viðey | Í kvöld verður kajak- kynning í Viðey í stað hefðbund- innar þriðjudagsgöngu. Seakayak Iceland veitir gestum kennslu í grunnatriðum kajakíþróttarinnar og svo verður róið með strönd Viðeyjar. Kynningin hefst með siglingu úr Sundahöfn kl. 19.15 og kostar 2.000 kr. fyrir fullorðna en 1.000 kr. fyrir börn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti STÚLKAN á fisknum er stytta eftir Axel Helgason. Styttan er á Miðdalsheiði en þar hefur dóttir Axels, myndlistarkonan Erla, nýlega byggt vinnustofu og heldur í kjölfar þess sýn- ingu á Akranesi þann 7. júlí. Myndina tók Sonja B. Guðfinnsdóttir, dóttir Erlu. Listræn fjölskylda á Akranesi Stúlkan á fisknum FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. FIMMTUDAG 21. júní nk. eru sumarsólstöður. Í tilefni dagsins er öllum sem geta komið því við boðið að taka þátt í rólegri sól- stöðugöngu um Öskjuhlíð í Reykjavík eins og undanfarin ár. Fólk er beðið að mæta um kl. 20 norðan við hita- veitutankana, Perluna, á Öskjuhlíð og mun gangan taka rúmlega tvo klukkutíma og enda sunnan við Perluna. Sólstöður Á sumarsólstöðum er lengsti dag- ur ársins og stysta nóttin. Um há- degisbil verður sól hæst á lofti árið 2007. Síðan tekur dag að stytta á ný og hádegissól að lækka smám sam- an, hænufet á dag eins og sagt er. Árleg sólstöðuhátíð seinni tíma hér á landi hófst með sólstöðugöngu frá Þingvöllum til Reykjavíkur 21. júní 1985. Síðan voru gengnar ár hvert ýmsar leiðir í nágrenni höf- uðstaðarins á sumarsólstöðum og einnig hefur vetrarsólstöðum verið fagnað með ýmsum hætti. Undan- farin ár hefur verið látið nægja að ganga stóran hring um Öskjuhlíð. Í undirbúningsnefnd sólstöðugöngu eru Þór Jakobsson, Guðlaugur Leósson og Halldór Kristinn Peder- sen. Sólstöðuganga um Öskjuhlíð á fimmtudag Þór Jakobsson SKEMMTIDAGSKRÁ verður í Út- hlíð í Biskupstungum næsta laug- ardag, 23. júní. Dagskráin hefst á Sólstöðumótinu í golfi á Úthlíðar- velli. Mæting á golfmótið er klukkan 17. Klukkan 21.30 verður verð- launaafhending og grillhlaðborð og loks verður dansleikur með hljóm- sveitinni Bleki og Byttum. Fyrr um daginn verða tónleikar með Kammerkór Árnessýslu í Út- hlíðarkirkju. Skemmtidagskrá í Úthlíð Kvennahreyfingin á Íslandistendur fyrir fjölbreyttri við-burðadagskrá í dag, 19. júní.Silja Bára Ómarsdóttir er ráðskona atvinnu- og stjórnmálahóps Femínistafélags Íslands og einn af skipuleggjendum dagskrár dagsins: „Við minnumst þess að á þessum degi árið 1915 öðluðust íslenskar konur kosn- ingarétt og málum bæinn bleikan til að sýna stuðning okkar við jafnréttisbar- áttuna,“ segir Silja Bára. „Þó að margt hafi áunnist eigum við víða langt í land með að koma á jafnrétti kynjanna, og má nefna sem dæmi að þótt konur hafi fyrir tæpri öld öðlast með lögum réttindi til að taka þátt í stjórnmálum má enn sjá mikið ójafnvægi í völdum kynjanna og áhrifum í samfélaginu í dag.“ Kvenréttinda- og jafnréttisfélög á landinu standa á eigin vegum eða í sam- einingu fyrir ýmsum viðburðum: „Dag- skrá dagsins hefst kl. 10 þar sem Fem- ínistafélagið afhendir hvatningarverðlaun sín, Bleiku stein- ana, bæði á Austurvelli og á Ísafirði,“ segir Silja Bára. „Skrifstofa Jafnrétt- isstofu á Akureyri verður opin almenn- ingi frá kl. 13 og starfsemin þar kynnt, og við Kvennaskólann í Reykjavík hefst kl. 16.15 Kvennasöguganga um Þing- holtin og Kvosina undir leiðsögn Krist- ínar Ástgeirsdóttur sagnfræðings.“ Hátíðardagskrá hefst í samkomusal Hallveigarstaða kl. 17.15: „Þar flytja ávarp Þorbjörg Inga Jónsdóttir formað- ur KRFÍ og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra. Einnig mun Stein- gerður Steinarsdóttir ritstjóri tímaritsins 19. júní kynna útgáfuna, og verður ritinu dreift ókeypis,“ segir Silja Bára. „Aðgangur er ókeypis og allir boðnir velkomnir, en kl. 18 verða léttar kaffiveitingar í boði og kaffispjall.“ Kvennamessa verður haldin við Þvottalaugarnar í Laugardal kl. 20.30 en síðasti viðburður dagsins er samkoma á vegum Ungliðahóps Femínistafélagsins á kaffihúsinu Kulture við Hverfisgötu og hefst hún kl. 21.30. Þeir sem sýna vilja stuðning við jafn- réttisbaráttuna eru hvattir til að klæð- ast bleiku í tilefni dagsins: „Þeir sem ekki eiga bleika flík geta fengið bleika nælu hjá Femínistafélaginu eða keypt bleik armbönd sem seld eru hjá UNI- FEM og rennur afrakstur af sölunni til kvennamiðstöðva í Afganistan,“ segir Silja að lokum. Jafnrétti | Margt um að vera í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri 19. júní Málum bæinn bleikan  Silja Bára Óm- arsdóttir fæddist á Ólafsfirði 1971. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1989, BA í alþjsamsk. frá Lewis & Clark Col- lege í Portland 1995, meist- araprófi í al- þjsamsk. frá USC í Los Angeles 1998 og lagði stund á doktorsnám við sama skóla. Silja Bára starfaði á Jafnréttisstofu, situr í stjórn KRFÍ og ráði Femínistafélagsins og var áður varaform. landsn. UNIFEM á Íslandi. Hún er nú forstm. Alþjóða- málastofn. HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.