Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 23 Við höfum opnað í Leifsstöð nýjan og glæsilegan bar, Panorama Bar, með útsýni yfir flugbrautirnar. Byrjaðu ferðina með ljúfri hressingu í fallegu umhverfi. Góða ferð! ÞÆGILEG STUND FYRIR FLUGTAK Ég átti leið norður í land um helgina til að fagna útskriftarafmæli frá Menntaskólanum á Ak- ureyri. Það er merkilegur og góður siður sem nemendur skólans hafa staðið fast við að við- halda og er það ekki síst því að þakka að skólinn stendur enn við þá gömlu hefð að útskrifa nem- endur á 17. júní. Það er frábært að hitta gamla vini og skólafélaga á fimm ára fresti og finna að alltaf styrkjast vináttuböndin með árunum. Umferðarmenningin vakti sérstaka athygli mína í þessu ferðalagi. Í fyrsta lagi hversu miklu meiri umferðarþungi er á Suðurlandsvegi en vegunum norður og vestur um. Þrátt fyrir að mikið væri um að vera fyrir norðan þessa helgi komst umferðin ekki í hálfkvisti við það sem hún er á Hellisheiðinni og enginn vafi er á þörfinni fyrir að fjölga akgreinum á þeirri leið.    Fræðslunet Suðurlands sér um miðlun há- skólakennslu á Suðurlandi og kveður nemendur með athöfn á þjóðhátíðardaginn. Að þessu sinni útskrifuðust 20 kandidatar frá Háskólanum á Akureyri sem hafa notið þjónustu Fræðslunets- ins. Allt voru þetta konur og af því að í dag er kvenréttindadagurinn er sérstök ástæða til að vekja athygli á að konur eru komnar í drjúgan meirihluta þeirra sem ljúka háskólaprófi. Í þess- um fríða kvennahópi voru konur á öllum aldri, allstaðar af Suðurlandi. Ein þeirra er Svava Helgadóttir sex barna móðir úr Austur- Landeyjum. Var hún að ljúka kennaraprófi en lauk á síðasta ári leikskólakennaraprófi og er því komin með tvöfalt háskólapróf. Þessar konur eiga það sameiginlegt að hafa með miklum dugnaði lokið háskólaprófi og nýtt sér það að fá tækifæri til að stunda háskólanám án þess að þurfa að flytja búferlum í annað byggðarlag. Er full ástæða til að óska þeim til hamingju með ár- angurinn.Við þetta sama tilefni var undirrituð viljayfirlýsing um samstarfsamning Árborgar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að Fræðslunetið sjái um endurmenntun starfs- manna þeirra og verður það mikilvægur liður í að styðja og styrkja starfsemi Fræðslunetsins. Samningurinn tekur gildi um næstu áramót. Jón Hjartarson fyrsti starfsmaður Fræðslunetsins og einn aðal hvatamaður að stofnun þess var kvaddur við þetta tilefni en hann lét af störfum 1. júní sl.    Rangárþing eystra hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu sem er mun aðgengilegri en sú gamla. Vonandi er að henni fylgi meiri frétta- flutningur af málefnum sveitarfélagsins því krafa íbúanna um fréttaflutining eykst í sífellu og sveitarfélög sem ekki fylgjast með tímanum í þessum efnum vekja óhjákvæmilega síður at- hygli en hin sem standa sig.    Það hefur vakið athygli að Sögusetrið á Hvols- velli og menningarmálanefnd Rangárþings eystra hefur staðið fyrir fjölmörgum menning- arviðburðum í setrinu nú í sumar. Haldnar hafa verið ráðstefnur og sýningar af ýmsu tagi, í vik- unni var einmitt boðið uppá sýningu á La Trav- iata og sýningin á Njáluslóð hefur gengið í gegn- um endurnýjun lífdaga. Flesta sunnudaga í sumar verður síðan boðið upp á Njálufyrirlestra. Það sannast að það þarf ekki nema örfáa dug- lega einstaklinga til að standa fyrir því að efla menningarlífið á stöðum eins og Hvolsvelli og held ég að á engan sé hallað ef Katrín Ósk- arsdóttir í Miðtúni er nefnd þar fremst í flokki. HVOLSVÖLLUR Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir fréttaritari Auðunn Bragi Sveinsson sendirkveðju til Vísnahornsins með nokkrum stökum. Þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir lýsti því yfir að hún hygðist hætta í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem hún hefði verið kjörin á Alþingi, en það teldi hún fullt starf, orti hann: Steinunn Valdís veg sinn fór, víst ég hana kenni. Enginn veit hvort Árni Þór ætlar að fylgja henni. Auðunn Bragi rifjar upp að Elías Mar hafi sagt í viðtali í þættinum „Maður er nefndur“ að hann hefði ekkert skrifað um sveitalíf, en aðallega um Reykjavík, því hann hefði alið þar manninn lengst af: Um höfuðstaðinn helst ánn reit; hérna gerði slaga, enda var hann ekki í sveit ævi sinnar daga. Auðunn Bragi segir að sumir taki, er aldurinn færist yfir, að huga að því, frá hvaða kirkju þeir skuli kvaddir: Þegar minnst skal minna virkja, og maklegt er, held ég minna en Hallgrímskirkja hæfi mér. Og þættinum barst önnur kveðja: „Sæll. Í Vísnahorninu í Morgunblaðinu í dag endar þú greinina þannig og hefur það eftir Ragnari Árnasyni: „… Þá er og kunnugt að Suðurnesjamenn og Sunnlendingar hafi um skeið (og e.t.v. enn) talað um að fara „suður“, þegar þeir fóru til Reykjavíkur.“ Þetta tel ég ekki rétt. Ég hef verið Suðurnesjamaður, eða lengst af Keflvíkingur, í ríflega 76 ár, en fyrstu 6 ár ævi minnar var ég Reykvíkingur, en ættaður að hluta til af Suðurnesjum. Á þessum 82 árum hef ég aldrei heyrt talað um að fara suður til Reykjavíkur, heldur inn eftir eða inn í Reykjavík, en flestir aðrir landsmenn utan stór-Reykjavíkursvæðisins fóru suður til Reykjavíkur, meira að segja Vestmannaeyingar. Aftur á móti förum við suður í eða, eins og venjulega er sagt, suð’rí Keflavík frá Reykjavík, séum við stödd þar – og það gera Reykvíkingar raunar líka. Með góðri kveðju, Björn Stefánsson.“ VÍSNAHORNIÐ Hvenær fara menn suður? pebl@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.