Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 22

Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 22
22 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þótt strandríkið sé ekki bundið af tillögum landgrunnsnefndarinnar og þurfi strangt til tekið ekki að fara að þeim, segir Tómas að mál- ið flækist mjög, ákvarði ríkið mörkin utar en nefndin leggur til. „Mörkin teljast þá ekki bindandi gagnvart öðrum ríkjum, réttarstaða landgrunnsins verður óljós og vafasamt að komi til ein- hverra fjárfestinga vegna hugsanlegrar nýtingar auðlinda á svæðinu.“ Tómas telur kröfu Rússa um yf- irráð á norðurpólnum hæpna. Lo- monosov-hryggurinn, sem liggi m.a. um norðurpólinn, teljist til neðansjávarhryggja í skilningi 76. gr. hafréttarsamningsins, en hámarksvíðatta land- grunns á slíkum hryggjum sé 350 sjómílur frá ströndum, í þessu tilviki frá Síberíu. Misskilningurinn um Ísland „Grundvallarforsenda þess að ríki eigi tilkall til landgrunns í Norður-Ís- hafinu er sú að þau eigi land að þessu hafsvæði. Fimm ríki uppfylla þetta skilyrði: Bandaríkin, Kan- ada, Danmörk fyrir hönd Grænlands, Noregur og Rússland. Sá misskilningur hefur ver- ið uppi í fjölmiðlum,“ segir Tómas, „að Ísland, Finnland og jafnvel fleiri ríki eigi hugsanlega einnig tilkall til hafsbotnsréttinda í Norður-Íshafinu. Enginn fótur er fyrir því. Ísland er girt af í suðri og einu hafs- botnsréttindi okkar í Norður-Íshafinu fel- ast í aðild okkar að Svalbarðasamningnum og rétti okkar til að nýta auðlindir á land- grunni Svalbarða sem þar af leiðir. Ísland gerir hins vegar tilkall til víðáttumik- illa landgrunnssvæða suður og austur af land- inu, þ.e. á Reykjaneshrygg, á Hatton-Rockall- svæðinu og í Síldarsmugunni. Hlýnun, siglingar og auð- lindir Þýska tímaritið, Der Spiegel, fjallar um þá staðreynd í grein fyrir skömmu að ýmis Evr- ópulönd hugsi sér gott til glóðarinnar vegna nýtingar auðlinda á norðurslóðum. Í síðasta mánuði hélt Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, til Grænlands ásamt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, til þess að kynna sér áhrif bráðnunar Grænlands- jökuls og hafíssins á umhverfið. Þá hafa Þjóð- verjar og Norðmenn undirritað samning um rannsóknir á hvernig nýta megi auðlindir norð- urslóða. Þjóðirnar við Norður-Íshaf bíða þess nú í raun að hafísinn bráðni og það verður fyrr en margur hyggur. Heidemarie Kassen, hafís- fræðingur við Leibnitz-stofnunina í Kiel, spáir því að eftir 20 ár geti skip siglt hindrunarlaust að sumarlagi frá Svalbarða um norðurpólinn til Asíu. Tómas H. Heiðar bendir á að möguleikar opnist væntanlega til fiskveiða í Norður-Íshafi með hlýnun sjávar og búast megi við tilfærslu fiskistofna. Geti Íslendingar væntanlega fært sér þetta í nyt. „Samkvæmt hafréttarsamningnum gilda mismunandi reglur um fiskveiðar á ólíkum haf- svæðum. Strandríki hefur einkarétt til fisk- veiða í 200 mílna efnahagslögsögu sinni. Á út- höfunum gildir hins vegar meginreglan um frelsi til fiskveiða með mikilvægum takmörk- unum.“ Opnun norðursiglingaleiðarinnar Tómas segir að vegna fyrirsjáanlegrar hlýn- unar sjávar og með stöðugt fullkomnari ísbrjót- um verði hægt að opna norðursiglingaleiðina í náinni framtíð. „Hafréttarsamningurinn kveð- ur á um frelsi til siglinga á úthafinu og í efna- hagslögsögunni auk þess sem kveðið er á um rétt til friðsamlegra siglinga innan 12 mílna landhelgi. Þetta mun eiga við um Norður-Íshafið eins og önnur hafsvæði í heiminum.“ Augljóst er að opnun þessarar sjóleiðar mun auka mjög siglingar kaupskipa við Ísland. Í því felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga vegna einstæðrar legu landsins en jafnframt vissar hættur vegna hugsanlegra mengunar- slysa.“ M enn ræða nú með hvaða hætti sé hægt að nýta ýmsar auð- lindir á norð- urslóðum, svo sem olíu, gas og málma, en talið er að allt að þriðjungi olíu- og gas- birgða jarðar, sem enn eru ófundnar, sé að finna á þessu svæði. Ríkin, sem eiga land að Norður-Íshaf- inu, leita nú leiða til þess að tryggja þar réttindi sín. Rússar vilja norðurpólinn 27. júlí sendu rússnesk stjórnvöld rannsóknarskipið Akademík Fyodorov til norð- urpólsins í fylgd kjarnorku- knúna ísbrjótsins Rossyu til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um yfirráð á þessum slóðum. Annan ágúst síðastliðinn komu rússneskir vísindamenn títaníum- hylki með rússneska fánanum fyrir á hafsbotninum undir norðurpólnum. Dýpið á þessum slóðum er um 4 km og var notaður til verksins smákafbátur sem nefnist Mir (Sannleikur). Um borð var auk áhafnarinnar varaforseti rússneska þingsins, Dúmunnar. Rússar gera kröfur um yfirráð á hafs- botninum á þríhyrndu svæði sem nær yfir 1,2 milljónir ferkíló- metra. Flatarmál þess er álíka mikið og heildarflatar- mál Frakklands, Þýskalands og Ítalíu. Suðurhlið þríhyrn- ingsins teygir sig frá Kólaskaga í vestri að Chu- kotkaskaga í austri og þaðan yfir Beringssund í átt að Alaska. Toppur hans er á norðurpólnum sjálfum. Rússnesk stjórnvöld lögðu fram kröfu um yf- irráð á þessu svæði með greinargerð til land- grunnsnefndar SÞ árið 2002 á grundvelli 76. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna. Landgrunnsnefndin hafnaði kröfunni í þessari mynd þar sem hún þótti ekki eiga við haldbær rök að styðjast. Vísindaleg rök fyrir kröfunni Í maí sendu Rússar ísbrjótinn Rossyu til austurhluta hafsvæðisins með hóp vísinda- manna frá haffræðistofnun háskólans í St. Pét- ursborg. Safnaði leiðangurinn upplýsingum um gerð hafsbotnsins, einkum Lomonosov-hrygg- inn, sem er 1.800 km langur og teygir sig um norðurpólinn á milli Síberíu og Norðaustur- Grænlands. Telur forstöðumaður stofnunar- innar, Valery Kaminsky, óyggjandi gögn úr leiðangrinum sanna að Lomonosov-hryggurinn sé beint framhald landgrunnsins undan strönd- um Síberíu og styðji það kröfur Rússa um yf- irráð á þessum slóðum. Togstreitan um Norður-Íshafið Rússland, Noregur, Grænland, Kanada og Bandaríkin (Alaska) eru þau lönd sem næst liggja norðurpólnum og umlykja hið eiginlega Norður-Íshaf. Efnahagslögsaga þeirra nær 200 mílur út frá grunnlínupunktum landanna. Danir sendu fyrir skömmu leiðangur til þess að kanna sjávarbotninn norðaustur af Græn- landi, en þeir telja hugsanlegt að niðurstöðurn- ar verði þær að Lomonosov-hryggurinn sé í beinu framhaldi af meginlandi Grænlands og styrki því kröfur Grænlendinga um aukin yf- irráð á þessum slóðum. Kanadamenn hafa að undanförnu sýnt auk- inn áhuga á heimskautasvæðunum. Þeir hafa þegar ákveðið að láta smíða 8 vopnuð varðskip til gæslu við Norður-Íshaf og verja til þess 7 milljörðum Bandaríkjadala eða um 450 millj- örðum íslenskra króna. Þá verða stofnaðar tvær nýjar herstöðvar í Norður-Kanada. Bandaríkin eru eina ríkið, sem á land að Norð- ur-Íshafinu og hefur ekki fullgilt hafréttar- samninginnn. Strandlengja Bandaríkjanna (Alaska), sem liggur að Norður-Íshafinu, er um 1.600 km löng og því miklir hagsmunir í húfi. Þeim þingmönnum fer nú fjölgandi á Banda- ríkjaþingi, sem taka undir þá skoðun Richards Lugar, öldungadeildarþingmanns frá Indiana og varaformanns utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar, að Bandaríkin eigi að full- gilda hafréttarsáttmálann og leggja ríkari áherslu á hagsmuni sína á þessum slóðum. Engin ástæða sé til þess að láta Rússa eina um að ásælast auðlindir svæðisins. Kalda stríðið á norðurslóðum Ágreiningur Bandaríkjamanna og Rússa hefur orðið ýmsum áhyggjuefni. Nefnt hefur verið að Rússar hafi byrjað eins konar tang- arsókn á svæðinu. Nýlega hafa þeir falast eftir því við Norðmenn að ríkin gangi til samninga um skiptingu landgrunnsins í Barentshafi og samningurinn frá árinu 1990 um mörkin milli efnahagslögsögu Rússlands og Bandaríkjanna í Beringssundi hefur enn ekki verið staðfestur. Þar afsöluðu Rússar sér 2⁄3 hlutum umdeilds svæðis til Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld halda því fram að nú séu breyttir tímar og vilja taka samninginn til endurskoðunar. Kapphlaupið lýtur lögmálum Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utan- ríkisráðuneytisins, segir að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar leiðangurs Rússa, sé um margt villandi. Dregin hafi verið upp mynd af stjórnlausu kapphlaupi um pólinn sem lúti engum alþjóðlegum reglum. Þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt. Tómas segir að ekki hafi heldur verið gerður greinarmunur á hinum ýmsu tegundum svæða Norður-Íshafsins og margvíslegum notum þess. „Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna frá 1982, sem er eini heildstæði samningurinn sem gerður hefur verið á þessu sviði, gildir um öll hafsvæði nema að því leyti sem gerðir hafa verið sérstakir samningar um svæði eins og suðurskautið og Svalbarðasvæðið. Hafréttarsamningurinn hefur að geyma ít- arlegar reglur um öll not hafsins, hafsbotnsins og meira að segja loftrýmisins þar fyrir ofan. Í samningnum eru m.a. ákvæði um siglingar, fiskveiðar, nýtingu olíu, gass og annarra auð- linda landgrunnsins. Réttarstaða Norður-Íshafsins Þegar fjallað er um réttarstöðu Norður-Ís- hafsins verður að gera greinarmun á hinum ýmsu notum hafsins,“ heldur Tómas áfram. „Að því er varðar landgrunnið og nýtingu auðlinda þess ber að hafa í huga að samkvæmt hafrétt- arsamningnum eiga strandríki sjálfkrafa land- grunn að 200 sjómílum sem eru jafnframt ytri mörk efnahagslögsögunnar. Við tilteknar nátt- úrulegar aðstæður geta ríki átt víðáttumeiri hafsbotnsréttindi. Viðkomandi ríki skulu senda landgrunnsnefndinni ítarlega greinargerð um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna. Nefnd- in fer yfir greinargerðina, leggur tæknilegt mat á hana og gerir tillögu um ytri mörk land- grunnsins. Á grundvelli tillagna nefndarinnar getur strandríkið ákveðið á endanlegan og bindandi hátt mörk landgrunnsins gagnvart al- þjóðlega hafsbotnssvæðinu sem liggur þar fyrir utan.“ Í HNOTSKURN »Norður-Íshafið er að miklu leytiþakið ís að vetrarlagi. »Vegna hlýnandi loftslags hefur haf-ísinn bráðnað ört á undanförnum áratugum. »Noregur, Rússland, Bandaríkin,Kanada og Grænland liggja að Norður-Íshafinu. »Samkvæmt hafréttarsamningi SÞeiga þessi lönd rétt á að hagnýta auðlindir sem finnast í efnahagslögsögu og á landgrunni þeirra. »Um þriðjung olíu, gass og kola semenn er ófundinn, er talið að senn megi vinna á botni Norður-Íshafsins. Kalt stríð | Ríkin, sem eiga land að Norður-Íshafinu, leita nú leiða til þess að tryggja þar réttindi sín og á næstu árum verður tekist á um yfirráðin. Erlent | Valdímir Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið upp ágenga utanrík- isstefnu og leitast eftir árekstrum. Nám |Leikkonan Danica McKellar kom mörgum á óvart með því að senda frá sér bók um stærðfræði. Hlýnandi loftslag, bráðnandi ís og auðlindirnar á norð- urheimskautssvæðinu KALT STRÍл VIKUSPEGILL»                                          ! !      "       "    # $ %  # & ' ( )(    ! ')(    !     &         *+&',-. #&+                      / ' Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is Rússar eiga ekki norðurpólinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.