Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 43 samfélagsgeðþjónustu hefur orðið æ áleitnari. En jafnvel þótt samstaða sé að takast á milli fagfólks um það að veita eigi slíka geðþjónustu út í sam- félaginu, fara heim til fólks eða á vinnustað eða annan stað er enn ágreiningur um hvort slíka þjónustu á að veita út frá geðdeild Landspítalans eða hvort hún á að starfa sem sjálfstæð eining ut- an spítalans. Nú má spyrja hvort til greina gæti komið að gera tilraun með slíka einkarekna einingu utan Landspítala á svipuðum grundvelli og einkareknu skólarnir starfa. Er eitthvað athugavert við það? Er það ekki í raun sjálfsagt ef viðurkennt fagfólk er tilbúið að beita sér með þeim hætti? Þá getur orðið til sá valkostur í geðheilbrigðisþjónustunni sem hvarf þegar Landspítali og Borgarspítali voru sameinaðir og tvær geðdeildir sem unnu að sumu leyti á ólíkum hugmyndafræðilegum grund- velli runnu saman. Pólitískur skoðanamunur E itt af því sem hefur þvælzt fyrir uppbyggingu á einkareknum val- kosti í heilbrigðiskerfinu er póli- tískur skoðanamunur. Af ein- hverjum ástæðum mátti Framsóknarflokkurinn ekki heyra minnst á einkarekinn valkost í heilbrigð- iskerfinu og sá flokkur stjórnaði heilbrigðismál- um þjóðarinnar í 12 ár með takmörkuðum ár- angri. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið við heil- brigðisráðuneytinu og þá reynir á hvers flokk- urinn er megnugur í að koma fram breytingum. Ýmislegt bendir til að töluverðar breytingar séu í bígerð. Það á eftir að koma í ljós. En það er alveg ljóst að það er mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ekki sé talað um heilbrigð- iskerfið sem slíkt og þá sem þurfa að leita eftir þjónustu þess. Að mörgu leyti byggist trúverð- ugleiki Sjálfstæðisflokksins á því hvernig til tekst. Í þeim efnum skiptir máli að ekki sé gengið of langt. Að ekki sé hlaupið eftir sjónarmiðum þeirra sem telja að Morgunblaðið hafi horfið frá stuðningi við borgaraleg gildi með þeirri stefnu sem hér hefur verið lýst í megindráttum í heil- brigðismálum, að ekki sé hlaupið eftir sjónarmið- um þeirra sem líkja því við kommúnisma, að hér sé rekið öflugt opinbert heilbrigðiskerfi eða að það sé kommúnismi að segja að skattgreiðendur eigi að standa undir því kerfi með sköttum. Hvað felst í því? Það felst í því að þeir sem meira mega sín taki þátt í að tryggja þeim sem minna mega sína fullkomna heilbrigðisþjónustu. Er það ljótt? Er það andstætt borgaralegum gildum? Auðvitað ekki. Þeir sem svona tala eru þeir hinir sömu og telja það fráleitt að menningar- starfsemi á borð við sinfóníuhljómsveit, þjóðleik- hús eða aðra áþekka starfsemi sé haldið uppi að hluta til með opinberum fjárframlögum. Þótt þeim sem þekkja til sögunnar kunni að þykja það furðulegt er þetta ekki í fyrsta sinn sem Morgunblaðið er sakað um að vera boðberi sósíalisma eða kommúnisma. Þegar Morgunblaðið barðist fyrir því að réttur íslenzku þjóðarinnar sem eiganda auðlindarinnar í kringum landið yrði virtur var blaðið sakað um sósíalisma og þarf ekki annað en að menn kynni sér ræður sem fluttar voru á aðalfundum LÍÚ á tíunda áratugnum til þess að kynnast því. Þegar Morgunblaðið varaði við því um síðustu aldamót að það gæti verið hætta á því að stórfyr- irtækin á Íslandi yrðu allsráðandi var blaðið sak- að um að boða sósíalisma. Nú þegar Morgunblaðið hvetur til þess að við höldum uppi öflugu opinberu heilbrigðiskerfi og greiðum skatta til þess að standa undir því er blaðið sakað um brotthvarf frá borgaralegum gildum og kommúnisma! Þeir sem þannig tala eru auðvitað ofstækis- menn en þeir hafa jafnan rétt til skoðana sinna og allir aðrir og þann rétt þeirra ber að virða. En þá sömu virðingu eiga þeir að sýna skoðunum ann- ars fólks. Einkenni ofstækisfullra hægri manna í Bandaríkjunum er að berjast gegn skoðunum annarra, ekki með rökum, heldur með hótunum og skítkasti. Sú athyglisverða kona Hillary Clin- ton fann rækilega fyrir því þegar hún reyndi að koma á heilbrigðiskerfi fyrir alla Bandaríkja- menn en ekki bara suma fyrir meira en áratug, með stuðningsmönnum sínum innan Clinton- stjórnarinnar á borð við Robert Reich, þáverandi vinnumálaráðherra, en varð frá að hverfa. Hún verður aðalskotspónn ofstækisfullra hægrimanna á næstu misserum sem munu ganga til baráttu við hana með krossinn á lofti eins geðfellt og það nú er. Það hefur bryddað á svona baráttuaðferðum hér. Það þarf að kveða þær í kútinn með afger- andi hætti. En lesendur Morgunblaðsins geta dæmt um á grundvelli þess sem hér hefur verið rakið hvort Morgunblaðið hafi með stefnu sinni og afstöðu til heilbrigðismála horfið frá borgaralegum gildum og gerzt boðberi kommúnisma! » Þar er orðinn til einkarekinn valkostur í skólakerfinu semverður til með samstarfi tveggja kvenna sem koma úr mjög ólíkum áttum með mjög ólíkan hugmyndafræðilegan bakgrunn, þ.e. Margrétar Pálu Ólafsdóttur og Ásdísar Höllu Bragadóttur, nú forstjóra Bykó en áður bæjarstjóra í Garðabæ. Það er áleitin spurning hvort hægt er að nota þessa fyrirmynd til þess að byggja upp einkarekinn valkost á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. rbréf Morgunblaðið/Frikki Beðið í rigningunni Ungmenni bíða eftir strætisvagni í biðskýli í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.