Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 02.09.2007, Síða 45
við og lá við meiðslum er þykkir klas- arnir sprungu í andliti þeirra sem ekki voru viðbúnir. Þótt allir væru fegnir hvíldinni var launaumslagið vonbrigði því upphaflega hafði verið gert ráð fyrir tveggja vikna vinnu. Sumir ræddu um næstu uppskeru á öðrum svæðum og jafnvel í öðru landi en ég ásamt tveimur vinum hélt af stað í tveggja daga lautartúr með þrjú hundruð og áttatíu evrur í vas- anum. Skammvinn hvíld Kvöld eitt í París hringir stelpan frá Mexíkó sem unnið hafði með mér tíu dögum áður og býður mér að slást í för með sér til Sviss þar sem vínber- jatínslan skyldi hefjast um miðjan október. Ég kvaddi vini mína og tók lestina til Lyon og þaðan til Genf. Við húkkuðum far handan Lausanne og kona vínbóndans sótti okkur. Í blíð- skaparveðri eftirmiðdagsins gengum við niður brattar hlíðarnar og nutum sólarinnar við Geneva-vatn. Daginn eftir hófst vinnan klukkan sjö að morgni og unnum við fyrstu tvo dagana á jafnsléttu þrjátíu kíló- metra frá húsinu. Ég var fámáll inn- an um ókunnuga samstarfsfélaga og andrúmsloftið var fjarri því eins glað- vært og í Frakklandi. Hér var unnið lengur og ekki í pörum. Roland var í mínum augum fullkomin ímynd vín- bóndans, glaðvær og ekki laust við að hann væri svolítið kenndur á stund- um. Þó svo að drykkja sé talsverð meðan á upskerunni stendur komst ég brátt að því að hófsemi er talin sjálfsagður hlutur við áfengisneysl- una. Roland er þriðja kynslóð ræktenda í fjölskyldunni og Cristophe sonur hans sú fjórða eftir að hafa lokið sex ára námi. Nöfn þeirra beggja prýða flöskurnar og er starfið þeim ástríða. Dupuis-heimili, Chateux de Montagny Sviss sem gæðavínsframleiðandi hefur ávallt staðið í skugga risa eins og Frakklands. Með um 1,14 milljón hektolítra ársframleiðslu, sem er sambærileg þjóðarneyslunni, og lít- inn útflutning hefur iðnaðurinn ein- beitt sér að innanlandsmarkaði sem virðist í auknum mæli kjósa bjór og sterk vín. Hjónin sögðu mér frá erf- iðleikum vínbænda sem flestir rækta of lítið til að geta haldið áfram. Allt í kring selja nágrannar ræktarsvæði sín til stórra fyrirtækja sem í kjölfar- ið sameina alla uppskeru. Roland tel- ur þessa þróun leiða til minni gæða ásamt því að sérkenni hvers svæðis glatast. Hámarksframleiðsla á ári er fjörutíu þúsund lítrar. Áður fyrr gátu góð ár komið bændum gegnum þau slæmu, en slíkt er nú úr sögunni. Óvenjumiklar haglélsskúrir um sum- arið eyðilögu hátt í þriðjung uppsker- unnar. Eftir tvo daga byrjuðum við að tína í hlíðunum ofan við húsið. Í sólskini og logni leit ég oft yfir Geneva-vatn til tignarlegra fjallanna. Hæst þeirra stóð Mont Blanc og þreyttist ég aldr- ei á þeirri sýn. Næst mér í einverunni milli vínviðarins voru hvít og sæt Chasselas-berin sem hurfu ofan í mig í hundraðatali yfir daginn. Vegna magaverks hóf ég þó fljótlega að bera saman bragðið af hverjum vínvið fyr- ir sig, hverri röð, hverjum hektara, og skyrpti svo. Með þessu og samtölum við sjálfan mig liðu dagarnir fljótt. Á kvöldin kom fólk saman í vín- kjallaranum. Vinir Cristophes mættu flest kvöld og áttu mikið hrós skilið fyrir hjálp sína við drykkju um hundrað og sjötíu flaskna, sem þó var töluvert minna en seinustu ár. Við gistum þrír ungir menn í herbergi á efri hæð hússins og úr glugganum um kvöldmatarleytið sást þegar sólin settist og skildi eftir sig stillt vatnið og fjöllin böðuð í bleikum lit. Á kvöld- in lá ég í rúminu og las. Það var að- eins ein svefnlaus nótt þegar vinir Cristophes höfu verið of metn- aðarfullir við drykkjuna, að ég vakn- aði við hópinn hoppandi í kojunum. Eftir hálftíma hópsöng tóku við lag- lausar hrotur. Í bröttustu brekkunum við vatnið eru þyrlur notaðar til að fljúga burt með vínberjakörin. Ég fylgdist alltaf með en vandist fljótt þessum við- burði. En dag einn varð ég vitni að þeim atburði sem angrar vínbændur einna mest á haustin. Þegar ég heyrði hið sérkennilega hljóð óreglulegra vindhviða og stóð upp sveimuðu yfir mér hundruð lítilla svartra fugla í þykkri torfu og stungu sér niður á vínviðinn. Þegar flugeldi var skotið upp og þeir hófu sig til flugs yfir höfð- inu á mér rankaði ég við mér. Það var sem ský drægi fyrir sólu og þrátt fyr- ir vængjaniðinn virtist ríkja þögn. Óraunveruleiki augnabliksins var ævintýralegur. Að fimm dögum liðnum var upp- skerunni lokið. Ég dvaldi þarna nokkra daga í viðbót og gekk ásamt ungum manni úr tínslunni um snar- brattar hlíðar Lesalles sem er eitt- frægasta vínræktarsvæði landsins. Andrúmsloftið á heimilinu breyttist og drykkjan snarminnkaði enda þótti sjálfsagt að fólk kynni að drekka. Í Sviss er hefð fyrir því að drekka vín, foreldrarnir sýna gott fordæmi og sérstök forvarnarfræðsla þykir ekki nauðsynleg. Áhuyggjulaus um fram- tíð barna Sviss kvaddi ég fjölskyld- una og hélt af stað með þrjú hundruð evrur í vasanum, á puttanum á leið suður til Miðjarðarhafsins þar sem sjórinn var vonandi enn hlýr. »Roland var í mínumaugum fullkomin ímynd vínbóndans, glað- vær og ekki laust við að hann væri svolítið kenndur á stundum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 45 “ÍS-MYND”, GRILL,ÍS,DVD NÝJU VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI HVERAGERÐI MIKIL VELTA ORRAHÓLAR- 3. HERBERGJA STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI Í 3 ÁTTIR STÓRAGERÐI- 3. HERBERGJA STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI Mikið endurnýjað fjölbýli. Bílskúrsréttur. Upplýsingar í sala@firmus.is eða í 694 3401 MÁL - TAL - BOÐSKIPTI Foreldrar geta örvað mál barna sinna á árangursríkan hátt Námskeið fyrir foreldra og aðra aðstandendur 2ja - 5ára barna með frávik í málþroska. Kenndar verða árangursríkar aðferðir sem ýta undir félagsleg samskipti og auka boð- skipafærni. Foreldrar munu gera sér betur grein fyrir stöðu barnsins í málþroska og læra að beita fjölbreyttri tækni til að auka orðaforða og efla tjáningu. Hafðar eru að leiðarljósi kenningar Hanen-stofnunarinnar í Kanada og námskeiðið „Það þarf tvo til að tala saman“, sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Námskeiðið verður haldið á Sjónarhóli - ráðgjafarmiðstöð, Háaleitisbraut 13, föstudaginn 21. september, kl. 9.00 - 16.00, alls 8 kennslustundir. Innifalin eru námskeiðsgögn, kaffiveitingar og léttur hádegisverður. Kennslu annast talmeinafræð- ingarnir, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Ásthildur Bj. Snorradóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, sem hafa áralanga reynslu í talþjálf- un barna með margvísleg frávik í málþroska ásamt greiningu og ráðgjöf. Verð kr. 15.000. Ef báðir foreldrar koma greiðir annað foreldrið kr. 10.500. Skráning á eftirfarandi netfang: astatal@simnet.is. Nánari upplýsingar veittar í síma 895 1501. BORGARTÚN 29 ”WALL STREET” HÁLF VERSLUNARHÆÐIN NÝUPPGERÐ GLÆSILEG BYGGING TIL SÖLU 467 m² Upplýsingar í sala@firmus.is eða í 694 3401
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.