Morgunblaðið - 02.09.2007, Page 70
70 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kalvin & Hobbes
TAKTU SMÆRRI
SOPA KALVIN!
Kalvin & Hobbes
EN ÞÚ KVARTAÐIR UNDAN
ÞVÍ AÐ ÞÉR LEIDDIST,
Í ALLT SUMAR
ER
ÞAÐ?
JÁ? ÉG HLÝT AÐ HAFA VERIÐ
MEÐ ÓRÁÐI, EFTIR ALLA
SKEMMTUNINA
SUMARIÐ ER BÚIÐ. NÚ
BÍÐA MÍN BARA LEIÐINDI
Í HEILT ÁR
Kalvin & Hobbes
ÖLL ÞESSI HEIMAVINNA.
ÉG ER BARA NÝKOMINN
ÚR SUMARFRÍI
ÉG Á AÐ SKRIFA HEILA
MÁLSGREIN UM ÞAÐ SEM ÉG
GERÐI Í SUMAR
ÉG GET EKKI SKRIFAÐ
SVONA MIKIÐ HVERNIGGENGUR?
EKKI VEL.
HVAÐ GERÐIRÐU
ANNAÐ EN AÐ
HORFA Á
SJÓNVARPIÐ
Risaeðlugrín
© DARGAUD
AAAAA!!
ELDFJALLIÐ ER
AÐ GJÓSA!!
HLAUPUM!!
ANNARS
VERÐUM VIÐ AÐ
STEINGERVINGUM!
dagbók|velvakandi
Til hamingju með barnið þitt
ÉG TRÚÐI bara ekki mínum eigin
augum þegar ég opnaði bréf sem
mér hafði borist frá líkamsrækt-
arstöðinni Hreyfingu. Þar var verið
að reyna að selja mér átaksnámskeið
(BETRA FORM) vegna þess að ég
hafði eignast mitt fyrsta barn fyrir
nokkrum mánuðum. Mér blöskraði
svo þessi markaðssetning vegna
nokkurra atriða. Í fyrsta lagi þá er
verið að taka upplýsingar úr þjóð-
skrá um barnið mitt. Mér finnst eins
og sé verið að reyna að græða á
barninu mínu og finnst það svívirði-
legt. Í öðru lagi er verið að gera ráð
fyrir að líkami minn sé ,,ekki alveg í
sama ástandi og fyrir meðgönguna“
og að ég þurfi ábyggilega að losna
við nokkur kíló. Í þriðja lagi finnst
mér að í þessu bréfi sé verið óbeint
að alhæfa að allar konur þurfi á
svona námskeiði að halda til að koma
sér í gott form eftir meðgöngu.
Höfundur bréfsins reynir að miðla
reynslu sinni til lesandans og talar
um meðgöngur sínar. Það spaugi-
lega við þetta er að ég er reyndar
léttari núna en áður en ég varð ólétt.
Ég er hjúkrunarfræðingur og lærð-
ur einkaþjálfari og stundaði líkams-
rækt alveg þangað til mánuði áður
en ég átti. Ég tel mig ekki vera í
síðra ástandi eða formi en fyrir með-
gönguna og líður bara betur ef eitt-
hvað er. Segjum sem svo að ég væri
núna eitthvað yfir kjörþyngd eftir
meðgönguna. Þá þætti mér ekki
gaman að fá svona bréf sent heim til
mín.
Mig er farið að langa að fara aftur
í ræktina og stefni á að kaupa mér
kort. Eftir að hafa lesið þetta bréf
frá Hreyfingu er alveg ljóst að þessi
líkamsræktarstöð fær ekki mín við-
skipti, eftir svona markaðssetningu.
Þórunn Kristín Sigurðardóttir, ný-
bökuð móðir
Á ekki til orð, búið
að loka Nauthólsvíkinni
FYRIR þónokkru ætlaði ég sem oft
áður að skreppa í Nauthólsvíkina,
láta líða úr mér í heita pottinum eftir
erfiðan vinnudag, meðan barn mitt
gerði listaverkin, hvert á fætur öðru,
í mjúka hvíta sandinum. Nauthóls-
víkin er nefnilega paradís á jörðu.
Nei, ég mátti snúa við, lokað klukkan
fimm og um helgar einnig. Hver eru
rökin? – ef einhver gæti svarað því.
Nauthólsvíkurunnandi.
Guðmundur flökkuköttur
SVARTI högninn Guðmundur var
svo ósáttur með ný heimkyni í Graf-
arvogi að hann
strauk í burt þeg-
ar tækifæri gafst.
Hann er líklegast
á leiðinni niður í
miðbæ. Guð-
mundur mjálmar
mikið og er bæði
eyrnamerktur og
með græna ól. Ef einhver hefur orð-
ið Guðmundar var er sá hinn sami
vinsamlegast beðinn um að hafa
samband í síma 698 2367 eða 661
5074.
Morgunblaðið/Golli
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
• Glæsileg hönnun
• Álklæðning og harðviður að hluta
• Álklæddir timburgluggar
• Húsin þarfnast lágmarksviðhalds
• Fullbúin eða skemmra á veg komin að innan
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Ítarlegar
upplýsingar
um eignirnar
á vefsíðu okkar
www.iav.is
Raðhús
3ja–4ra herbergja 96–140 fm
Egilsstaðir
Reyðarfjörður
Nú er komið haust í veðurkortin og hver lægðin af fætur annarri rennur upp að
landinu með tilheyrandi vatnsveðri. Kápur, pollagallar og stígvél hafa leyst
sumarhýjalínið af hólmi.
Haust í höfuðborg