Morgunblaðið - 03.11.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Innrettingar
Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur
Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is
Þinn
draumur
...okkar veruleiki
X
E
IN
N
IX
0
7
10
0
23
„VIÐ höfum fengið allnokkrar at-
hugasemdir og ábendingar. Við
munum hins vegar ekki tjá okkur um
ábendingarnar eða hvað í þeim felst
að sinni,“ segir Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar minnir á að Sam-
keppniseftirlitið sé nú með á sínum
snærum nokkrar athuganir á mat-
vælamarkaðnum. „Ein þeirra lýtur
að því að greina með hvaða hætti að-
ilar kunni að fara með markaðsráð-
andi stöðu í smásölunni og hvort sú
staða hafi verið misnotuð. Sú athug-
un lýtur einnig að undirverðlagn-
ingu. Síðan erum við með athugun í
gangi sem lýtur að samskiptum
birgja og smásölunnar, þar sem við
kölluðum eftir samningum birgja við
smásala frá um sjötíu birgjum.“
Aðspurður segir Páll Gunnar fyrri
athugunina hafa staðið síðan um mitt
ár 2006 en þá seinni í nokkra mánuði.
Spurður hver hvatinn að þessum at-
hugunum hafi verið segir Páll Gunn-
ar að Samkeppniseftirlitið hafi sjálft
haft frumkvæði að þeim á grundvelli
ýmissa ábendinga sem því hafi bor-
ist. Spurður hvenær von sé á nið-
urstöðu þessara athugana segir Páll
Gunnar of snemmt að segja til um
það á þessari stundu en tekur fram
að þeim verði hraðað eftir því sem
kostur er.
Segja birgja undir hælnum á
stóru verslunarkeðjunum
Aðspurður segir Páll Gunnar allt-
af mikilvægt að geta unnið rann-
sóknir Samkeppniseftirlitsins hratt
en bendir á að viðamiklar athuganir
taki oft allnokkurn tíma. Spurður
hvort þörf sé á því að efla Samkeppn-
iseftirlitið bendir Páll Gunnar á að
eftirlitið hafi verið eflt á síðustu
misserum. „En ég er þeirrar skoð-
unar að það þurfi að gera enn meira í
því. Að mínu mati er nauðsynlegt að
veita verulega meiri fjármunum í
þetta eftirlit en gert er í dag,“ segir
Páll Gunnar og tekur fram að í gangi
sé vinna þar sem efling Samkeppn-
iseftirlitsins sé kortlögð til næstu
ára.
Fréttastofa Útvarpsins greindi frá
því í hádegisfréttum sínum í gær að
margir heimild-
armenn frétta-
stofunnar segðu
birgja vera undir
hælnum á stóru
verslunarkeðjun-
um sem kúguðu
fram afslætti og
framlengdu einn-
ig greiðslutíma-
bilin sér í hag.
Birgjar, sem ekki
féllust á slíkt, fengju verri verslunar-
kjör. Jafnvel væri viðskiptum slitið.
Í umfjöllun Guðrúnar Frímanns-
dóttur, fréttamanns Ríkisútvarps-
ins, kom m.a. fram, að birgjum versl-
ananna Bónuss og 10-11 hefði nýlega
verið tjáð að framvegis greiddu
verslanirnar einungis fyrir þær
vörur sem seldust og tekið var fram
að ekki tækju verslanirnar ábyrgð á
því að vöru væri stolið, slíkt væri á
ábyrgð birgisins.
Kaupás mótmælir ásökunum
Kaupás, sem rekur m.a. verslun-
arkeðjuna Krónuna, sendi í gær frá
sér yfirlýsingu þar sem mótmælt var
harðlega ásökunum um ólöglegt
samráð í verðlagningu og einnig því
að óeðlileg vinnubrögð væru stunduð
í tengslum við verðkannanir. Segir í
yfirlýsingunni að mikill fjöldi verð-
breytinga á degi hverjum sé til
marks um virka samkeppni en ekki
samráð.
„Ásakanir um ólöglegt samráð í
verðlagningu eru litnar mjög alvar-
legum augum enda er þar vegið að
orðspori og óendanlega mikilvægu
trúnaðartrausti verslunarinnar og
viðskiptavina hennar. Kaupás mót-
mælir þessum ásökunum harðlega
og skorar á þar til bæra opinbera að-
ila að kanna tafarlaust og með öllum
tiltækum ráðum sannleiksgildi
þeirra nafnlausu og órökstuddu
ásakana sem komið hefur verið á
framfæri við fjölmiðla á undanförn-
um dögum. Jafnframt er látin í ljós
von um að Samkeppniseftirlitið
hraði eins og frekast er unnt þeirri
athugun sem þegar er hafin á stöðu
matvælamarkaðarins,“ segir m.a. í
yfirlýsingunni.
Skoða samskipti
birgja og smásala
Páll Gunnar
Pálsson
Í UMRÆÐUM undanfarna daga um verðsamráð á mat-
vörumarkaðinum hefur mikið borið á að fólk sem starfað
hefur í þessari grein hefur komið fram með upplýsingar
en óskað nafnleyndar. Meginregla Morgunblaðsins hef-
ur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa
fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli
þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu – í
ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréf-
ritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hag-
ar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvu-
pósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:
„Sem fyrrum starfsmaður Baugsfyrirtækis finn ég
mig knúinn til að koma eftirfarandi á framfæri, þótt ég
kjósi að gera það ekki undir nafni:
– Ég tek það fram að ég var virkur aðili í því sem fram
kemur hér að neðan og hef þetta því frá fyrstu hendi. Ég
vil einnig taka það fram að ég er ekki að reyna að koma
höggi á fyrirtækið, ég ber ekki illan hug til neins þar.
Mér finnst það hins vegar skylda mín í ljósi umræðunnar
nú og þess sem var í kjölfar olíumálsins að þetta komi
fram.
– Við gerðum daglega verðkannanir hjá öllum helstu
samkeppnisaðilunum. Þegar vöruverð var óeðlilega lágt í
einhverri verslun samkeppnisaðila þá var ákveðið ferli
sem oft fór af stað. Þá var hringt í viðkomandi birgi og
hann beðinn um að þetta yrði lagað. Birgjar komu þá oft-
ast með tillögu að verði sem borin var undir allar keðj-
urnar á markaðnum og ef allir samþykktu að hækka
verðið skv. þeirri tillögu þá var það gert á ákveðnum
tímapunkti í öllum verslunum á landinu. Birgjarnir fóru
þá eftir ákveðinni forskrift að verðmun sem átti að vera
milli verslana á markaðnum. Þessi forskrift var þannig
að Bónus ætti að vera með lægsta verðið, næsta keðja
x% hærri og svo koll af kolli. Ef það var hins vegar bara
ein keðja sem var að „skemma“ verðið þá hringdi birg-
irinn oft bara beint í viðkomandi keðju. Það kom líka fyr-
ir að við fórum ekki í gegnum birginn, heldur töluðum
beint við viðkomandi keðju.
– Það er vitanlega hagur birgjanna að tryggja að verð
sé nógu hátt í öllum verslunum til að verslanir sjái sér
hag í að selja vöruna og framstilla henni vel. Þeir voru
því oftast fljótir til þegar kvartað var yfir of lágu verði í
einhverri verslun þar sem vitað var að ef ekkert yrði gert
til að hækka verðið mundi verðið almennt lækka á mark-
aðnum, í öllum verslunum. Í framhaldi af því yrði pláss
vörunnar minnkað, þ.a. salan yrði ekki mikil.
– Verð á ákveðnum vöruflokkum var „tekið í gegn“
reglulega, t.d. var verð á árstíðabundnum vörum eins og
bökunarvörum lagað fyrir aðalbökunarvertíðina fyrir
jólin. Þá voru birgjar í aðalhlutverki, settu upp verðskrá
fyrir allar vörurnar þar sem fram kom hvað verðið ætti
að vera í hverri verslun/keðju. Ef allar keðjurnar sam-
þykktu breytingarnar var valinn tími þegar allar verð-
breytingarnar ættu að vera komnar í gegn alls staðar.
Svo könnuðu menn verðið eftir þann tíma til að tryggja
að allt hefði gengið eftir og yfirleitt gekk það vel.
– Fyrirtækið var oft á tíðum með svokallaðar „verð-
könnunarvörur“ á boðstólum sem dregnar voru fram
þegar utanaðkomandi verðkönnun stóð yfir, þ.e. verð-
könnun fjölmiðla, ASÍ eða Neytendasamtakanna, eða
þegar líklegt þótti að slík verðkönnun yrði gerð. Yfirleitt
var verið að borga með þessum vörum þ.a. það var ekki
ætlunin að selja þessar vörur í einhverju magni og oft
var salan 0 svo dögum skipti þó svo að varan „væri til“.
– Oft spurðist það út fyrirfram ef gera átti verðkönn-
un, sérstaklega þegar ASÍ eða Neytendasamtökin voru á
ferð. Stundum voru þessar ábendingar ekki réttar, en oft
var vitað af verðkönnununum fyrirfram.
– Flestar þessar verðkannanir innihéldu sömu vörurn-
ar mánuð eftir mánuð. Það var því ekki erfitt að tryggja
að útkoma úr verðkönnun yrði góð með því að hafa verð-
ið á þessum fáu vörum lágt en annað verð hátt eða með
betri álagningu.
– Flestar verðkannanir voru gerðar í miðri viku, þri.-
fim. Menn voru því meira á tánum þessa daga og oft voru
helgarnar notaðar til að hækka verð. Oft fylgdu aðrar
keðjur þeim hækkunum þ.a. eftir helgina var komið jafn-
vægi á markaðnum með nýju, háu verði. Ef ekki, þá var
verðið einfaldlega aftur lækkað á mánudegi til að tryggja
að það myndi ekki koma svona út í verðkönnun.“
Allsherjarsamráð
MIKILL viðbúnaður var settur af
stað í gær vegna hugsanlegrar hættu
á miltisbrandi á byggingarsvæði í
Garðabæ. Skurðgrafa hafði komið
niður á hræ af tveimur kúm á
fimmtudag og var það tilkynnt yf-
irdýralækni. Brást hann við ásamt
eiturefnadeild slökkviliðs og lög-
reglu.
Viðbrögðin voru í samræmi við
það sem skilgreint hafði verið í sam-
ráði við yfirdýralækni og kom fram í
útboðsgögnum fyrir svæðið, að sögn
upplýsingastjóra Garðabæjar, Guð-
finnu Kristjánsdóttur. Þegar deili-
skipulag var gert fyrir umrætt bygg-
ingarsvæði, hafði borist ábending
um að kýr, sem drapst úr miltis-
brandi um 1940, kynni að hafa verið
urðuð á svæðinu. Tveir kýrhausar
voru hinsvegar grafnir upp ásamt
leifum og kýrhúðum.
Allt var sett í læstan gám ásamt
miklum jarðvegi og er úrgangurinn
hafður á vöktuðu svæði. Sorp-
brennsla Suðurnesja ræður ekki við
að farga úrganginum og verður því
að leita annarra leiða að sögn Gunn-
ars Arnar Guðmundssonar héraðs-
dýralæknis.
Verður á mánudag haldið áfram
leitinni að brennslustað. Engin
nægilega örugg aðstaða er fyrir
hendi hérlendis til að rannsaka
hættuleg sýni af þessu tagi, segir
hann.
Að mati sóttvarnalæknis á ekki að
stafa nein hætta af úrganginum ef
gerðar eru viðeigandi ráðstafanir.
Morgunblaðið/Júlíus
Öryggi Eiturefnadeild SHS tekur enga áhættu þegar um hættulegan úrgang er að ræða og notar sérhannaða bún-
inga við störf sín. Allt var sett í læstan gám ásamt miklum jarðvegi og er úrgangurinn hafður á vöktuðu svæði.
Viðbúnaður vegna
ótta við miltisbrand
Örugg aðstaða er ekki fyrir hendi hér fyrir hættuleg sýni
SKRÁNING til að nýta sér frí-
stundakortið hefur gengið vel sem
og samstarfið við félög og samtök
um innleiðingu kortsins. Þetta kem-
ur fram í fréttatilkynningu sem
ÍTR hefur sent frá sér. Nú þegar
hafa foreldrar um 7.100 barna og
unglinga ráðstafað frístundakort-
inu sem er tæplega 60% af þeim
fjölda sem gert var ráð fyrir að
myndi nýta sér kortið í fyrsta
áfanga þess. Öll skráning í frí-
stundakortið fer fram með rafræn-
um hætti á Rafrænni Reykjavík.
7.100 nýta sér frístundakort