Morgunblaðið - 03.11.2007, Page 6

Morgunblaðið - 03.11.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ egar Indónesía frelsaðist á sínum tíma settust tveir fal- lega klæddir herir niður við stórt fallegt borð í stóru fal- legu herbergi í Genf. Annar herinn var frá glænýjum og ferskum stjórnvöldum Indónesíu kenndum við Suharto. Sá her hét „efna- hagsráðgjafar“. Hinn herinn var frá flottustu alþjóðafyrirtækjum heims. Sá her hét „fjárfestar“. Þriðji herinn í fal- legu fötunum við fallega borðið í fallega herberginu var Hjálparherinn. Í Hjálp- arhernum sátu Alþjóðabankinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri al- þjóðlegar frelsishetjur. Þeir voru komnir til þess eins að hjálpa, létta und- ir með lítilmagnanum Indónesíu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Suharto var jú búinn að pynta og myrða svo marga að nægur pólitískur stöð- ugleiki gat kallað fram svokallaðar um- bætur. Þá var hægt að halda fund þar sem sáttin réð ríkjum. Fundurinn hét: „To Aid in the Rebuilding of a Nation“. Fínt nafn. Fjárfestaherinn í fallegum fötunum sagði efnahagsráðgjöfunum í fallegu fötunum nákvæmlega hvernig lög, regl- ur og samfélag þeir þyrftu að fá til að allt gengi upp fyrir alla. Hjálpararnir í fallegu fötunum tóku undir einum rómi enda hafa þeir alltaf kunnað sitt fag. Fundurinn gekk hratt og vel. Alcoa fékk til dæmis stærsta hlutann af báxítnámum Indónesíu. Báxítnámur. Það er áhugavert að lesa um þær og hlusta á fólk segja frá þeim. Hvað þær skilja eftir, hverjir vinna þar og á hvaða töxtum, hver áhrifin eru á umhverfið. Hópur amerískra, japanskra og franskra stórfyrirtækja fékk skóga Sú- mötru, Papúa og Kalimantan. Amerísk og evrópsk fyrirtæki fengu nikkelauð- lindina, the Freeport Company fékk koparfjöll – og áfram má telja. Vinir Suharto fengu svo auðvitað sitt. Ekki að furða að fundurinn hafi gengið glimr- andi. Hljómar kunnuglega? Frelsið. Arðránið. Alltumlykjandi og áreiðanlegt. Klikkar ekki, þótt nafnið breytist og yfirbragðið í takt við tískuna og tímann. En þetta er náttúrlega bara einföld skáldsaga út í loftið. Óábyrg skrif á létt- um sunnudegi eins og gengur og gerist, fleipur. Hvað sem öðru líður er víst óskaplega fallegt í Indónesíu, magn- þrungin fjölbreytni í mannlífi, dýra- og plönturíki, og vandfundið land annað sem er jafn óheyrilega auðugt af nátt- úruauðlindum. Enda allir að flykkjast þangað í leit að skjótum gróða. Ég er annars að slá um mig með titli þessara hugleiðinga. Þetta er víst indó- nesískt orðatiltæki. „Annar akur, önnur engispretta“. Eitthvað svoleiðis, held ég, kannski. Hverjir ætli græði mest á nýja íslenska verkefninu í Indónesíu? Heimamenn? Umhverfið? Sameignir Indónesa – ef einhverjar eru eftir? Kannski skiptir það ekkert okkar máli af því við Íslendingar erum víst í óða önn að sigra heiminn. Gerir það ekki bara einhver annar ef við erum ekki fyrri til? Við erum öll í útrás og bráðum koma jól, það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr smáa letrinu, ekki nú frekar en fyrri daginn. Okkur liggur á. Allt breytist eða hvað? Nýtísku- nýlenduherrar ríða um héruð sem fyrr, bara á enn stærri leikvelli með enn meiri hraða og enn dýpri klókindum, með risavaxinn gróða sem fer beinustu leið úr landi og heitir eitthvað annað, kallast vistvænn og frjáls og öllum í hag. Annað land, önnur útrás, önnur við- mið, aðrar forsendur, annað stríð, annað frelsi, önnur kjör, annar akur, önnur engispretta. Lain ladang, lain belalang » Við erum öll í útrás ogbráðum koma jól, það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr smáa letr- inu, ekki nú frekar en fyrri daginn. Okkur liggur á. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PISTILL Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is G. ODDUR Víðisson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar, sagði á ráðstefnu Capacent um áskoranir í skipulagsmálum að skipulagsmistök hefðu átt sér stað við Smáralind og næsta nágrenni í Kópavogi. Hann teldi að svæðið yrði skipulagt aftur eftir um 40 ár, byggingarnar jafn- aðar við jörðu og aðrar reistar í stað- inn. Skipulagið væri til að læra af svo það yrði ekki endurtekið. Þetta kom fram hjá Oddi í pall- borðsumræðum á ráðstefnunni á Hótel Hilton. Hann sagði að orðið háhýsi hefði misjafna merkingu hjá fólki, en að hann teldi að fólk vildi ekki búa ofar en á 20. hæð hérlendis. Oddur segir að sæki fólk áfram í þjónustuna í Smáralindinni þá sé það merki þess að skipulagið virki en hætti fólk að sækja í svæðið vegna skipulagsins verði að gera ráðstafanir. Í því ljósi beri að skilja ummæli hans. Í erindi sínu sagði Oddur að eftir mikinn hasar á markaðnum kæmi væntanlega í ljós munurinn á upp- byggjendum og skipuleggjendum sem kæmu inn á svæði til að vera, ljúka við verkið og skila af sér há- gæðavöru í sem víðasta skilningi og hinum sem kæmu að svæðum með skammtímahagsmuni að leiðarljósi. Oddur benti á að miklu máli skipti fyrir fjárfesta að fá skýr og skjót svör frá hlutaðeigandi aðilum í sam- bandi við hugsanlega uppbyggingu. Hann nefndi dæmi um verkefni sem unnið hefði verið að í rúmt ár. Það hefði verið lagt fram til skoðunar hjá skipulagsnefnd sveitarfélagsins í ársbyrjun 2007 en enn hefðu engin formleg viðbrögð fengist. Samt væri um að ræða stærstu framkvæmd í byggð og vaxtakostnaður af kaupum á landsvæði fyrir verkefnið næmi um þremur milljónum króna á dag. Annað sveitarfélag hefði greint frá afstöðu sinni í sambandi við ákveðið verkefni þremur og hálfu ári eftir að fyrirspurnin hefði verið lögð fram. Í máli Odds kom fram að almennt væru engar meiri háttar skipulags- ákvarðanir teknar um hálfu ári fyrir sveitarstjórnarkosningar og næstu fjóra mánuði eftir þær. Hætta væri á að því lengri sem ákvörðunartími við skipulag væri þeim mun meiri pressa kæmi frá fjárfesti eða upp- byggingaraðila um að auka magn bygginga og þétta byggð á svæði sem bæri hvorki aukið magn né þétt- ari byggð. Oddur lagði áherslu á að allir gætu stuðlað að betri byggð með samvinnu og gagnkvæmum skiln- ingi. Besta svar yfirvalda við tillögu um skipulag og uppbyggingu væri já takk, en það næstbesta nei takk. Allt þar á milli yki áhættu og óvissu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÍBÚAR í Kópavogi og Hafnarfirði segja að umferðarmál séu helsta vandamál bæjanna. Þeir hafa áhyggjur af umferð um bæina og einnig af umferðaræðum út úr bæj- arfélögunum og segja að mikil um- ferð og sprungnar æðar hamli lífs- gæðum íbúa. Þetta kom fram í könnun sem Guðný Rut Ísaksen, ráðgjafi hjá Capacent, gerði innan rýnihópa frá Kópavogi og Hafnarfirði. Markmið- ið var að skoða viðhorf íbúa til skipu- lagsmála og greindi Guðný frá könn- uninni og niðurstöðunum á ráðstefnu Capacent á Hótel Hilton. Í umræðum hópanna tveggja kom fram að orðin aðalskipulag, deili- skipulag og svæðisskipulag væru orð sem hefðu litla merkingu hjá fólki en þegar talað væri um göngu- stíga eða nýjar byggingar í hverfum tæki fólk við sér. Íbúar í Hafnarfirði töluðu um aukna umferð og tengdu stundum uppbyggingu í bænum við græðgi. Ennfremur var bænum líkt við Reykjavík og þótti það ekki gott. „Af hverju er þetta bara ekki eins og á Seltjarnarnesi?“ hafði Guðný eftir viðmælanda. „Það var svo þægilegt að keyra um bæinn. Núna er þetta bara eins og að keyra í Reykjavík.“ Kópavogsbúum var umferðaröng- þveitið við Smáralindina og mikil uppbygging í bænum ofarlega í huga. Markmið bæjaryfirvalda væri að allir ættu að koma í Kópavog en enginn hefði hugsað út í það hvernig komast ætti út úr bænum aftur. Þetta minnti á söguna um Loft lyftuvörð, sem byði ókeypis ferðir upp en það kostaði 300 milljónir að komast niður aftur. Fram kom að ákveðnir kostir fylgdu því að búa í Kópavogi og Hafnarfirði, meðal annars nánd við fjölskylduna, góð íþróttaaðstaða og stutt í allar áttir. Hafnfirðingarnir voru sérstaklega ánægðir með Norðurbæinn og Kópavogsbúar með Salahverfið. Fólk er seint að „fatta“ Skiptar skoðanir voru um hvort kjósa ætti um ákveðin málefni tengd skipulagsmálum og þátttakendur voru misjafnlega áhugasamir um skipulagsmál en voru almennt sam- mála um að fólk tæki ekki til sinna ráða fyrr en farið væri að skipu- leggja í bakgarðinum hjá því. Það gæti hins vegar verið of seint. Hafnfirðingar voru duglegri við að koma athugasemdum á framfæri við bæjaryfirvöld en íbúar í Kópa- vogi höfðu frekar á tilfinningunni að ekki væri hlustað á þá. „Ég er alveg pottþétt á því að það á eftir að pota þessu á Kársnesið án þess að við föttum það,“ sagði einn 17 þátttak- enda í umræðunum, sem fram fóru 25. október. Fróðleg erindi og fjörugar umræður á ráðstefnu Capacent um áskoranir í skipulagsmálum Segja umferð hamla lífsgæðum fólks Niðurstaða Guðný R. Ísaksen, ráðgjafi hjá Capacent, segir frá könnuninni. Morgunblaðið/G.Rúnar Skipulagsmál Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, á ráðstefnunni. Skipulagsmistök við Smáralind Sveitarfélög oft lengi að taka ákvarðanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.