Morgunblaðið - 03.11.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UMSÓKNARFRESTUR um lóðir á
Reynisvatnsási rann út á miðviku-
dag. Í boði voru 69 lóðir fyrir sam-
tals 106 íbúðir og gat hver umsækj-
andi sótt um að fá úthlutað einni
lóð. Samtals bárust 650 umsóknir
um þessar lóðir.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Framkvæmdir í Norðlingaholti.
650 umsóknir á
Reynisvatnsási
FLOKKSSTJÓRN Samfylkingar-
innar kemur saman til fundar
sunnudaginn 4. nóvember kl. 13 á
Grand Hótel í Reykjavík. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar, setur fundinn en að
því loknu tekur við umræða um
stefnuna í orkumálum og eignar-
hald náttúruauðlinda. Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra flytur
þar framsögu til kynningar á vænt-
anlegu frumvarpi um orkustefnu
en síðan taka við almennar umræð-
ur. Sveitarstjórnarmál verða einnig
til umræðu á fundinum auk þess
sem flokksmönnum gefst kostur á
að beina fyrirspurnum til ráðherra
flokksins.
Samfylkingin
ræðir málin
FIMMTÍU milljónum króna verður
varið í hönnun 25 metra sundlaug-
ar með líkamsræktaraðstöðu í Ísa-
fjarðarbæ á næsta ári. Ákvörðun
þess efnis var tekin á bæjarstjórn-
arfundi á fimmtudag. Meirihluti
bæjarstjórnar hefur ákveðið að
setja fjármuni í þetta verkefni á
fjárhagsáætlun ársins 2008. Haft er
eftir Birnu Lárusdóttur, forseta
bæjarstjórnar, að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um hvenær fram-
kvæmdir hefjist. Birna segir að
áætlanir bæjarins miði við að sund-
laugin verði staðsett á Torfnesi.
Laug á Torfnesi
Í DAG, 3. nóvember, kl. 14 verður
haldinn fræðslufundur um þung-
lyndi í húsnæði Geðhjálpar, Tún-
götu 7. Guðbjörg Sveinsdóttir geð-
hjúkrunarfræðingur flytur erindi
um sjúkdóminn og Þórey Guð-
mundsdóttir segir frá reynslu sinni
af baráttu við hann.
Kaffiveitingar verða í boði.
Fræðslufundur
EMBÆTTI rík-
issaksóknara
hefur verið aug-
lýst laust til um-
sóknar á rafræn-
um vef Lög-
birtingablaðsins.
Embættið veitist
frá og með 1. jan-
úar 2008 og
skulu umsóknir
berast til dóms- og kirkjumálráðu-
neytisins eigi síðar en 19. nóvember
næstkomandi.
Bogi Nilsson ríkissaksónari sagði
embættinu lausu fyrr á þessu ári.
Embættið var auglýst og bárust
fjórar umsóknir. Bogi féllst á þá
beiðni ráðherra að sitja í embætt-
inu til áramóta og nú hefur það ver-
ið auglýst laust á nýjan leik.
Embætti laust
til umsóknar
Bogi Nilsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
OKTÓBERMÁNUÐUR var sérlega
skakviðrasamur, þótt tveir ágætir
rólegheitakaflar hafi komið, annar
um miðjan mánuð og hinn framan af
síðustu viku. Þetta er mat Einars
Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Segir hann braut lægða hafa legið
um landið meira og minna allan
mánuðinn, en alls eru lægðirnar,
sem farið hafa hjá með tilheyrandi
úrkomuskilum, orðnar 17 talsins.
Að sögn Trausta Jónssonar, veð-
urfræðings á Veðurstofunni, reynd-
ist nýliðinn októbermánuður frekar
hlýr, en óvenju umhleypinga- og úr-
komusamur. Í Reykjavík mældist
næstmesta úrkoman síðan 1936. Í
nýliðnum mánuði mældist úrkoma
174,8 mm en árið 1936 mældist hún
180,8 mm. Til samanburðar má
nefna að meðalúrkoma í október er
86 mm.
Sá hlýjasti í sex ár
Nýliðinn mánuður virðist vera
hlýjasti október á höfuðborgarsvæð-
inu síðan 2001. Meðalhitinn var 5,8
stig, sem er 1,4 stigum fyrir ofan
meðaltal. Á Akureyri var meðalhit-
inn 5,1 stig, eða 2,1 stigi fyrir ofan
meðaltal.
Á Akureyri mældist úrkoma 100,8
mm, sem er tæpum 43 mm meira en
í meðalári, en þó langt frá því að
vera met. Október er sá hlýjasti á
Norðausturlandi síðan 1985.
Samkvæmt upplýsingum frá
Trausta féllu úrkomumet á a.m.k. 12
veðurathugunarstöðum þar sem
mælingar hafa verið stundaðar í 30
ár eða lengur. Meðal þeirra staða
eru Stórhöfði í Vestmannaeyjum, en
þar hefur aldrei mælst meiri úr-
koma síðan mælingar hófust þar ár-
ið 1921, eða 332,5 mm í október. Á
Eyrabakka mældist úrkoman 342
mm og hefur hún aldrei mælst
meiri, en mælingar þar hófust árið
1880 með hléi á árabilinu 1911-1923.
Mest úrkoma á landinu mældist í
Kvískerjum á Öræfum eða 824,9
mm.
Að sögn Einars eru september-
og októbermánuðir samanlagðir
álíka rigningasamir og sömu mán-
uðir árið 1959 sunnan- og vestan-
lands. Bendir hann á að það ár hafi
óstöðugleikinn haldið áfram fram í
nóvember. Að mati Einars er allur
gangur á því hvort nýliðinn mánuð-
ur hefur forspárgildi um þann næsta
og bendir hann á að stundum verði
snöggar og nokkuð ófyrirséðar
breytingar í meginhringrás loftsins
á norðurhveli sem geti kollvarpað
ríkjandi veðurlagi á einum degi.
Hvað næstu mánuði varðar bend-
ir Einar á að þriggja mánaða spá
Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar
(ECMWF) fyrir tímabilið frá nóv-
ember og fram í janúar gefi
ákveðnar vísbendingar um áfram-
haldandi lægðagang hér við land.
„Þessar tíðarfarsspár taka til þiggja
mánaða tímabilsins sem einnar
heildar, en gefa enga vísbendingu
um breytileikann á milli mánaða eða
vikna, sem vissulega er mikill og
einkennandi fyrir vetrarveðráttuna
hér á okkar slóðum,“ segir Einar.
Aðspurður segir Trausti ekkert
lát á úrkomunni, „því það eru marg-
ar lægðir sem standa í biðröð eftir
að komast að. Það heldur allavega
eitthvað áfram,“ segir Trausti og
bendir á að þetta sé að verða óvenju-
langur úrkomukafli, því hann hafi
staðið nær sleitulaust síðan um 20.
ágúst. „Hins vegar er ekkert sem
gefur tilefni til að halda að þessi
kafli sé á enda.“
Lægðirnar standa í biðröð
Morgunblaðið/Eyþór
Rigning Að mati veðurfræðinga er útlit fyrir að ekkert lát verði á úrkomunni næstu vikur og mánuði.
ÚRKOMUMET féllu á a.m.k.
33 veðurathugunarstöðvum í
nýliðnum mánuði, samkvæmt
þeim gögnum sem Veð-
urstofan hafði undir höndum
1. nóvember sl. Nokkur bið
verður á endanlegu uppgjöri
varðandi úrkomu á öllum
stöðvum og má búast má við
einhverjum leiðréttingum eft-
ir nánari yfirferð.
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofu hafa flestar met-
stöðvarnar verið starfræktar í
innan við 20 ár, en stöðvar
sem slógu met og hafa athug-
að í meira en 30 ár eru eftir-
farandi. Í svigum eru upplýs-
ingar um upphaf athugana á
hverjum stað:
Stórhöfði í Vestmannaeyjum (frá
1921). Meiri úrkoma mældist í Vest-
mannaeyjakaupstað í október 1915,
en samanburður milli stöðvanna er
erfiður.
Eyrabakki (frá 1880). Úrkoma var
ekki mæld á Eyrabakka frá 1911 til
1925, þannig að ekki var mælt í októ-
ber 1915, þegar metúrkoma mældist í
Vestmannaeyjakaupstað.
Elliðaárstöð (frá 1924).
Kirkjubæjarklaustur (frá 1926)
Hæll í Hreppum (1933)
Vatnsskarðshólar/Loftsalir (frá 1949)
Andakílsárvirkjun (frá 1950)
Forsæti (frá 1960)
Kvísker (frá 1962)
Skaftafell (frá 1964)
Hjarðarfell (frá 1971)
Snæbýli (frá 1976)
Úrkomumet í október