Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 29
Eldhús Svart granít er bæði á borð-
um og gólfi, hvítar flísar á vegg.
Stigagangur Handriðið í stiga-
ganginum á milli hæðanna er klætt
parketi og það flæðir líka upp á
vegg en það gefur notalegt yf-
irbragð.
Gasarinn Hlýlegir logarnir glampa fallega á svörtu granítinu.
réttingum eftir einhvern ára-
fjölda.“
Runólfur vann mikið sjálfur í
húsinu með góðra manna hjálp,
þannig að verkið gekk vel og það
tók ekki nema tæpt ár að gera allt
tilbúið og þau fluttu inn fyrir einu
og hálfu ári. Húsið er 226 fermetr-
ar með bílskúrnum. Á efri hæð er
stofa og borðstofa, eldhús og
gestasnyrting. Stórir norð-
urgluggar eru á stofunni og hægt
er að ganga út á verönd úr eldhús-
inu. Á neðri hæðinni eru þrjú her-
bergi, stórt baðherbergi, þvotta-
hús og sjónvarpshol þaðan sem
hægt er að ganga úr á verönd, en
útsýnið á neðri hæðinni er ekki
síðra en á þeirri efri. Eins er hægt
að ganga út á litla verönd úr
hjónaherberginu. „Það skemmti-
lega er að við höfum fengið einna
mestu athyglina frá vinum og
vandamönnum út á stóra fata-
herbergið sem er inn af svefn-
herberginu,“ segja þau Soffía og
Runólfur og bæta við að það hafi
verið heilmikil viðbrigði fyrir þau
að flytja í þetta stóra hús.
„Við bjuggum í þriggja her-
bergja íbúð í fjölbýli í Ártúnsholt-
inu og fyrst fannst okkur þögnin
hérna yfirgnæfandi, því hér er
mikið næði. En núna kunnum við
vel við það og allt þetta rými er
þegar orðið hversdagslegt. Stemn-
ingin í götunni er vinaleg og ná-
grannarnir góðir.“
khk@mbl.is
Sjónvarpsherbergi Á neðri hæðinni er hægt að láta fara vel um sig.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 29
MIRALE
Síðumúla 33
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið
mán.–föstud. 11–18
laugardag 11–16
sunnudag 13–16
www.mirale.is
15% afsláttur
af öllu jólaskrauti
opið
laugardag
og sunnudag
Jólin
komin
í Mirale