Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 36
36 SATURDAY 3. NOVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN - kemur þér við Forsjárlausir foreldrar glíma við kerfið Edda Andrésdóttir skrifar kveðjubók um föður sinn Jói í Liborius er tískuleiðtogi dagsins Þóra Karítas sýnir myndaalbúmið sitt Mugison hefur aldrei unnið leiðinlegt handtak Óvirkir alkar fá ekki tryggingar Hvað ætlar þú að lesa í dag? Ekki er gaman að guðspjöllunum Íþjóðsögum Jóns Árnasonarsegir frá ummælum kerl-ingar um guðspjöllin: Ekkier gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn. Síðari hluti ummælanna vísar til þess að kerlingu þótti guðspjöllin daufleg hjá tröllasögum og lygasögum sem hún var vanari að heyra og henni þótti meiri mergur í. Heimildir sýna að sagan er miklu eldri en þjóð- sagnasafn Jóns en ávallt er myndin óbreytt: gaman er að einhverju, einnig: henda gaman að einhverju. Eftirfarandi dæmi samræmist því ekki málvenju: Menn geta rétt ímyndað sér hvernig verjandi getur hent gaman af hundi sem fann ná- lykt (10.9.07). Hins vegar geta menn haft gam- an af einhverju. ‘Reglan’ er einföld: Ef vísað er til kyrrstöðu (hvar) er notuð forsetningin að (einkum með sögninni vera) en ef vísað er til hreyfingar (hvaðan) er notuð for- setningin af (einkum með sögninni hafa). Þannig getum við sagt: Mér er ánægja (heiður, gleði ...) að því að fá tækifæri til þess. Hins vegar segjum við: Ég hef ánægju (heiður, gleði) af því að sjá/heyra eitthvað. Auðvelt er að prófa þessa ‘reglu’, hver og einn leiti í huga sér. Hafa ekki roð við e-m Forsetningarliðurinn við ein- hverjum merkir oft ‘gegn ein- hverjum, á móti einhverjm’, t.d. hafa ekki við einhverjum í kapp- hlaupi. Í talmáli getum við sagt að einhver eigi enga möguleika í ein- hvern eða einhver hafi ekkert að gera í einhvern. Trúlega vísar fs. í hér til hreyfingar, sbr. fara/hjóla/ spóla í einhvern ‘ráðast á einhvern.’ Orðatiltækið hafa ekki roð við ein- hverjum ‘vera hvergi nærri eins góður í einhverju og einhver; standa einhverjum langt að baki’ vísar til hunda sem slást um (togast á um) fiskroð og annar hefur ekki við hin- um. Vísunin hlýtur að vera gagnsæ í hugum flestra en hún fer fyrir ofan garð og neðan ef ekki er valin rétt forsetning eins og í eftirfarandi dæmi: Í sögnum þessum fá Tyrkir ... ítrekað hlutverk aumingjalegra ribbalda sem hafa ekki roð í svona sniðuga Íslendinga (21.7.07). Orðfræði Að mati flestra mun vera tals- verður munur á sögnunum breiða úr sér og breiðast út. Við þann sem er fyrirferðarmikill (í beinni merk- ingu) getum við sagt: Breiddu ekki svona mikið úr þér og nýlega gat að lesa í blöðum að skógareldar breiddust hratt út í Grikklandi. Um notkun orða og orðasambanda fer eftir málkennd og málvenju og í mörgum tilvikum er allnokkurt svigrúm. Ugglaust má telja að menn verði seint sammála um leyfi- leg frávik en í stórum dráttum er málnotkun fastbundin að þessu leyti. Alloft má þó sjá dæmi sem stinga í stúf. Eftirfarandi dæmi falla t.d. ekki í kramið hjá umsjón- armanni: Farsímanetið breiðir úr sér [‘þenst út’] (18.8.07); breiddu þeir [skógareldar] hratt úr sér (6.5.06) [‘breiddust út’] og Danskur bjórframleiðandi breiðir úr sér til austurs [‘færir út kvíarnar’] (29.3.07)). Ensk áhrif Í huga um- sjónarmanns hefur öldin 16. verið öld breyt- inganna í sögu íslenskrar tungu. Þá urðu umfangsmiklar breytingar á hljóðkerfi, setn- ingagerð og beygingum að ekki sé talað um orðaforðann. Sextánda öldin er reyndar oft kölluð prentöld og siðskiptaöld og þá gætti mjög erlendra áhrifa, einkum þýskra og danskra. Ýmislegt bendir til þess að á 21. öld, tölvuöld, öld alþjóðahyggju og byltinga á sviði fjölmiðla, verði meiri breytingar á íslensku en nokkru sinni fyrr. Ef svo fer sem horfir er ólíklegt að næsta kynslóð njóti fornbókmenntanna með sama hætti og forfeður okkar, kynslóð fram af kynslóð. Umsjónarmanni var kennt að hver kynslóð þyrfti að skila því sem hún tók við jafngóðu til næstu kynslóðar og helst bæta nokkru við. Um þessar mundir sækir enska á á öllum sviðum og þess gætir mjög í fjölmiðlum að ensk orð og orða- sambönd séu þýdd á íslensku án þess að séð verði að nokkur ávinn- ingur sé að því, t.d.: þar sem litlu síðar maður tók eigið líf af skömm og fyrirlitningu (9.9.07); Þessi þró- un er að nokkru hin hliðin á pen- ingnum [e. the other side of the co- in] þegar rætt er um hið svokallaða þekkingarsamfélag (27.6.07); Dóm- ari ... komst ... að þeirri niðurstöðu að bann við sölu á ofbeldisleikjum væri á skjön við stjórnarskrána og vildi lyfta banninu (13.8.07); fram- kvæma handtöku [e. make an ar- rest] (28.5.07); Engu að síður hafa margir þegar orðið til þess að hvetja Abe til þess að stíga niður úr embætti (30.7.07); Þurfum að gefa þessu tækifæri (‘láta reyna á það’) (9.6.07); þá mundi maður ekki setja pening á [e. put money on] að Garcia setti þetta í (22.7.07); þau höfðu kynnst á blindu stefnumóti þremur árum áður (22.7.07); en reisir ekki ágreining [e. raise an objection] (5.7.07) og Í ljós kom að þeir sem yngri voru gerðu mun betur í prófunum en þeir sem eldri voru [e. do better] (17.7.07). — Þeir sem skrifa í fjölmiðla verða að vanda sig því að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Nákvæmlega Atviksorðið nákvæmlega hefur fram til þessa verið notað sem ákvæðisorð með sagnorðum eða öðrum atviksorðum, t.d.: Klukkan er nákvæmlega átta; Mér er ná- kvæmlega sama þótt hann komi ekki og Eitthvað er nákvæmlega eins og eitthvað annað. Umsjón- armaður hefur veitt því athygli að í talmáli er nákvæmlega í tíma og ótíma notað eitt sér í merkingunni ‘einmitt’, t.d.: Þeir [‘drengirnir’] verða að sækja meira. Nákvæm- lega! (3.9.07). Skyldi hér gæta áhrifa frá ensku exactly? Hræra í einhverjum – krukka í einhvern Umsjónarmaður hefur áður vikið að því að orðasambandið krukka í eitthvað merkir ‘skera í eitthvað (oft með ómarkvissum hætti)’, t.d.: Læknirinn vill krukka (eitthvað) í líkið og krukka í tillöguna. Í nú- tímamáli virðist farið að fyrnast yf- ir merkinguna með þeim afleið- ingum að fram kemur afbrigðið krukka í einhverjum, t.d.: Vals- menn eru hættir að koma mér á óvart enda ekki í fyrsta skipti sem þeir krukka í okkar mönnum (16.8.07). Hér gætir ugglaust áhrifa frá sögninni hræra í einhverjum. — Breyting sem þessi á sér reynd- ar ýmsar hliðstæður, t.d. er stund- um sagt spá í einhverju í stað spá í eitthvað, sbr. pæla í einhverju, og kynda undir eitthvað í stað kynda undir einhverju, sbr. ýta undir eitthvað. Dæmi sem þessi sýna að málskilningur og málnotkun flétt- ast saman, gagnsæi íslenskrar tungu verður seint ofmetið. Úr handraðanum Nafnorðið aðal (hk.) merkir ‘eðl- isfar, einkenni; jákvæður eiginleiki eða einkenni’, t.d.: aðal hvers há- skóla á að vera ....; prúðmennska og drengskapur ætti að vera aðal góðs íþróttamanns og Mál er mannsins aðal, sbr. einnig samsetninguna að- alsmerki. Í nútímamáli er því stundum ruglað saman við aðall (kk.) en það styðst ekki við mál- venju. Í Konungsskuggsjá segir t.d.: það er kaupmanna aðal að kaupa jafnan og selja síðan skyndi- lega og í Hávamálum stendur: *fimbulfambi heitir, / sá er fátt kann segja, / þat er ósnotrs aðal. Í huga umsjón- armanns hefur öldin 16. verið öld breyting- anna í sögu ís- lenskrar tungu. ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 114. þáttur jonf@rhi.hi.is EINHVER ánægjulegustu við- skipti, sem maður á við ríkið, eru þegar farið er í „Ríkið“, þ.e. verslanir ÁTVR. Flutningsmaður frumvarps um að heimila sölu áfengs bjórs og léttra vína í stórmörkuðum, Sig- urður Kári Krist- jánsson, lét þess get- ið í útvarpsviðtali að vænta mætti betri þjónustu eftir breyt- inguna. Flutnings- maðurinn er ungur og man þess vegna ekki eftir því þegar viðskiptavinir ÁTVR biðu í margfaldri röð við langt afgreiðsluborð á Skúlagötu eða við Snorrabraut eftir að röðin kæmi að þeim. Þegar að því kom og karlar (konur komu sjaldan þar inn) stóðu loks uppgefnir gegnt af- greiðslumanni var þrýstingur bíðandi manna orðinn svo mik- ill, að þeir rétt náðu að stynja upp erindinu og hrópuðu kannski í óðagoti: tvær rauðvín og eina vodka. Og þá var eftir að ryðjast til baka gegn þrjóskri og þyrstri margfaldri röð. Enginn tími að ræða um val á rauðvíni eða öðru. Maður kom inn róni og fór út róni. Þetta þekkti flutnings- maður ekki. Þetta var ekki afgreiðslumönnum að kenna heldur aðstæðum og virðingarleysi fyrir mannlegum löngunum. En nú er öldin önnur. Nú sýnir ÁTVR viðskipavinum sínum virð- ingu. Afgreiðslufólkið þekkir vör- una sem það er að selja og ef eitt- hvað skortir þar á nær það í bæklinga sem m.a. upplýsa mann um góð vínár og slæm í mismun- andi vínhéruðum. Maður á stund- um ánægjulegt samtal við af- greiðslufólkið eins og gjarnan vill verða þegar rætt er um góð vín en á þessum stöðum er mikið úrval tegunda. Þetta löngu breytta við- horf ÁTVR hefur örugglega bætt vínmenninguna. Ég er að jafnaði þeirrar skoðunar að einkarekstur sé heppilegri í verslun en opinber rekstur, en að óbreyttum rekstri ÁTVR verslana og að öðru óbreyttu, tel ég að áfram verði skemmtilegast að skipta við ÁTVR. Ef stórmarkaðir fara að höndla með létt vín og bjór tel ég Sala bjórs og léttra vína Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar um aðgengi og verslun með áfengi Guðmundur W. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.