Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fyrir alla sem hafa verið í fyrsta bekk – eða ætla einhvern tímann að fara í fyrsta bekk! Brádskemmtileg bók Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á UNDANFÖRNUM árum hefur tilkynningum til barnaverndar- nefnda fjölgað um u.þ.b. 50%. Á sama tíma hefur starfsmönnum hvorki fjölgað né fjármagn aukist og veldur þessi þróun forstjóra Barnaverndar- stofu áhyggjum. Tilkynningum fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um tæp 32% miðað við sama tíma í fyrra. Nokkrar ástæður eru fyrir svo mikilli fjölgun tilkynninga, að sögn Braga Guðbrandsonar forstjóra Barnaverndarstofu. Fyrst og fremst koma þar til nýjar starfsvenjur lögreglu en á undanförnum árum hefur lögregla sent mun fleiri mál til meðferðar hjá barnaverndar- yfirvöldum en áður þekktist. „En það er ekki eina skýringin. Einnig er hægt að segja að samfélagsvitund í barnavernd hafi batnað,“ segir Bragi. „Menn átta sig á því að þetta er ekki refsikerfi og í tilkynningum felst ekki ávirðing. Menn eru farnir að skynja barnaverndarkerfið öðruvísi; sem hjálpar- og þjónustukerfi.“ Með fleiri tilkynningum fjölgar verkefnum barnaverndarnefnda og hefur álag á nefndirnar aukist jafnt og þétt á umliðnum árum. Bragi segir það nokkuð sem hann reyni að vekja athygli á. „Þessi þróun veldur manni áhyggjum, því eðli máls samkvæmt felur hún í sér fleiri mál á hvern starfsmann og þá er alltaf sú hætta fyrir hendi að mönnum yfirsjáist al- varlegri mál.“ Bragi bendir á að þrátt fyrir að aukningin sé mest í svonefndum auð- veldari málum er auðséð að minni tími gefst í alvarlegri mál. „Við höf- um því hvatt til þess að sveitarfélögin fari yfir stöðuna hjá sér, með tilliti til fjölgunar mála og starfsmannahalds á þessum vettvangi.“ Meira um vanrækslu? Á fyrstu sex mánuðum ársins voru tilkynningar til barnaverndarnefnda 4.383 en á sama tíma í fyrra voru þær 3.321 og segir Bragi að aukninguna megi einkum skýra með fjölda lög- regluskýrslna. Af þeim tilkynningum sem bárust fyrstu sex mánuðina í ár voru 2.568 frá lögreglu en í fyrra voru þær 1.813. Ástæður tilkynninga eru jafnan mismunandi og á fyrstu sex mánuð- um ársins bárust flestar tilkynning- ar, eða 1.125, vegna vanrækslu varð- andi umsjón og eftirlit. Hefur nokkur aukning orðið í þessum málaflokki en á sama tíma í fyrra bárust 784 til- kynningar. Einnig kemur fram í gögnum Barnaverndarstofu að tilkynningum vegna barna sem beita ofbeldi hafi fjölgað um 664 milli ára, en Bragi segir þar ekki um stökkbreytingu á hegðun barna að ræða, fremur breyt- ingu í flokkunarkerfi. Áhyggjur af auknu álagi á barnaverndaryfirvöld                   !!"      #!$!                                   !  MIKILL viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynnt var um eld í kjall- ara nýbyggingar í Mörkinni í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Um er að ræða húsnæði í bygg- ingu fyrir eldri borgara. Þrír dælubílar voru sendir á vettvang og kom fljótlega í ljós að eldurinn var staðbundinn en kviknað hafði í stórri rafmagns- töflu í kjallaranum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru tveir reykkafarar sendir til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega enda enginn eldsmatur í grennd við töfluna. Mikinn reyk lagði frá eldinum og megn lykt lá yfir Mörkinni fram eftir nóttu. Eldur kviknaði í Mörkinni Morgunblaðið/Júlíus LÖGREGLAN á Selfossi handtók sex manns í tengslum við húsleit sem gerð var aðfaranótt laugar- dags. Um er að ræða ungmenni af báðum kynjum, flest í kringum tví- tugt. Þau voru yfirheyrð í gærdag. Að sögn lögreglu vaknaði grunur um að fíkniefni væru höfð um hönd í samkvæmi fólksins og réðst hún því til atlögu. Í húsinu fundust ætl- uð fíkniefni, m.a. amfetamín, en enginn vildi kannast við að eiga efnin. Voru samkvæmisgestir því handteknir og látnir sofa úr sér í fangaklefa. Þegar Morgunblaðið fór í prentun voru yfirheyrslur ekki hafnar. Önnur húsleit var gerð í um- dæmi lögreglunnar á Selfossi sömu nótt og fundust jafnframt ætluð fíkniefni þar. Einn maður gekkst við að eiga efnin og var tekin af honum skýrsla en hann var ekki handtekinn – enda fangageymslur lögreglunnar fullar vegna fyrra málsins. Þá komu upp hópslagsmál á skemmtistað rétt utan við bæinn. Þau leystust upp og ekki er vitað um meiðsli fólks. Eitt líkamsárás- armál kom upp á sama stað og var maður laminn með glasi eða flösku. Hann hefur ekki kært árásina. Sex tekin höndum ÁTTA meðlimum norrænu bifhjóla- samtakanna Vítisengla (e. Hell’s Angels) var í gærmorgun vísað úr landi. Með þeim í för voru eiginkon- ur tveggja meðlima. Fólkinu var haldið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar yfir nótt og stóð lögregla vakt yfir því. Í morgunsárið var fólkinu svo fylgt úr landi og fyrir hvern meðlim fóru tveir lögreglumenn. Sjö mann- anna fóru til Óslóar og einn til Kaup- mannahafnar. Mikill viðbúnaður er enn í flug- stöðinni þótt ekki sé staðfest að fleiri meðlimir samtakanna komi til lands- ins í dag. Verði svo munu þeir fá sömu meðferð og hinir, þ.e. verða vísað úr landi og skiptir engu hvort sakaskrá þeirra er hrein eður ei. Meðlimir Vítisengla eru í vina- tengslum við bifhjólasamtökin Fáfni sem starfa hér á landi. Þau eru með alræmdustu bifhjólasamtökum heims, og eru meðlimir þeirra marg- ir hverjir dæmdir glæpamenn. Vítisenglar sendir heim Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „HEILBRIGÐISKERFIÐ þarf að auka sjálfstæði notenda þess með því að treysta á ábyrgð þeirra fyrir eigin heilsu. Slíkt traust endurspeglar sanna þjónustu og virðingu fyrir fólki, auk þess sem slíkt traust færir not- endum vald sem virkar batahvetj- andi.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórð- arson, heilbrigðisráðherra, í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu Samtak- anna 78 um lýðheilsu í gær. Ráðherra sagðist líta á forvarnir og heilsueflingu sem tvær hliðar á sama peningi. Sagðist hann kjósa að nota hugtakið heilsuefling yfir hvort tveggja þar sem það væri jákvæðara og endurspeglaði betur þá vinnu í stefnumótun í heilsueflingu sem hann hefði hrundið af stað í heilbrigðis- ráðuneytinu, en þá vinnu leiða Inga Dóra Sigfús- dóttir og Héðinn Unnsteinsson. „Færa þarf áhersluna í aukn- um mæli yfir á umræðu um heil- brigði og þá þætti sem stuðla að því, í stað þess að horfa fyrst til afleiðinga vanheilsu,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars. Á ráðstefnunni kynnti Guðlaugur Þór niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Rannsóknum & greiningu þar sem könnuð var líkamleg og andleg heilsa 10 þúsund íslenskra framhalds- skólanema. Sagði ráðherra niðurstöð- urnar gefa til kynna að huga þyrfti sérstaklega að samkynhneigðum þeg- ar kæmi að lýðheilsumálum. Heilsustefna í stað forvarna  Huga þarf sérstaklega að lýðheilsumálum samkynhneigðra  Efla þarf sjálfstæði notenda innan heilbrigðiskerfisins Guðlaugur Þór Þórðarson Í HNOTSKURN »Þegar spurt var um lík-amlega heilsu svöruðu 76,2% gagnkynhneigðra að hún væri góð eða mjög góð, en 64,3% samkynhneigðra töldu svo vera. »Þegar spurt var um andlegaheilsu svöruðu 79,1% gagn- kynhneigðra að hún væri góð eða mjög góð, en aðeins 63,3% samkynhneigðra sögðu svo vera. »Þegar spurt var hversu oftá sl. 12 mánuðum ungmenn- in hefðu leitað til geðlæknis eða sálfræðings sögðust tvöfalt fleiri samkynhneigðir hafa leit- að sér aðstoðar en gagnkyn- hneigðir. Alls 29,6% meðal sam- kynhneigðra en 14,6% meðal gagnkynhneigðra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.