Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 6
Opnun landamæra á Schengen-svæð- inu greiddi ekki götu glæpamanna Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NÚ þegar Eystrasaltsríkin ásamt nokkrum A-Evrópuríkjum bætast í hóp Schengen-ríkja í desember næstkomandi vaknar sú spurning hvort barátta íslenskra yfirvalda gegn skipu- lögðum glæpasamtökum muni verða erfiðari í ljósi þess að Schengen-samstarfið gengur út á að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri. Eins og fram hefur komið fjölgar Schengen-ríkjum úr 15 í 24 í árslok en á innri landamærum Schengen þarf fólk ekki að sýna vegabréf. Hins vegar er þess krafist að fólk sýni gild persónuskilríki. Ísland hefur nú tekið þátt í Scheng- en-samstarfinu í sex ár og að mati Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesj- um, hefur reynslan til þessa sýnt að áhyggjur manna af mögulegu frjálsu flæði evrópskra og vegabréfalausra glæpamanna voru óþarfar. Varnirnar efldust „Í aðdraganda aðildar Íslands að Schengen gætti ákveðins ótta við að opnun á innri landamærum myndi veikja stöðu okkar í bar- áttunni við óæskilegt fólk og erlend glæpa- samtök,“ segir hann. „Reynsla okkar af Schengen hefur samt sýnt að opnun landa- mæranna hafði engin áhrif í þessu samhengi, heldur þvert á móti efldust varnirnar,“ segir hann. „Það verður að hafa í huga að með aðild að Schengen voru lagðar sérstakar kvaðir á herðar aðildarríkjanna um að miðla ákveðnum upplýsingum sem varða ríkisborgara Schen- gen-landanna. Í samstarfinu felst að öll upp- lýsingamiðlun lögreglu á Schengen-svæðinu verður greiðari. Þótt íslensk yfirvöld hafi glímt við vanda sem tengist einstökum ríkjum þá mun opnun landamæranna ein og sér ekki spilla fyrir þeirri baráttu á nokkurn hátt. Við þessar breytingar styrkist hins vegar lög- reglusamvinna á Schengen-svæðinu og því leyfi ég mér að fullyrða að íslensku samfélagi stafi ekki nokkur hætta af því að opna landa- mæri sín gagnvart fleiri Schengen-ríkjum eins og fyrirhugað er,“ segir hann. 6 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VEITINGASKÁLINN að Brú í Hrútafirði verður rifinn í tengslum við breytingar á lagningu hringveg- ar 1 um Hrútafjarðarbotn og gamli Staðarskálinn verður einnig utan hringvegarins nýja. Áform eru hins vegar uppi um að byggja nýjan Staðarskála, sem sameinar þann gamla og Brúarskála, við mót hins nýja vegarkafla og svokallaðs Djúp- vegar. Vegagerðin auglýsti nýverið eftir tilboðum í nýbyggingu hringvegar- ins á þessum kafla, en um er að ræða 6,9 km kafla af hringvegi frá Brú að Brandagili, um 1,6 km langa tengingu við Djúpveg og um 1,2 km af öðrum tengingum. Er gert ráð fyrir því að verkinu verði að fullu lokið fyrir 1. nóvem- ber 2008 en áætlanir N1, sem á bæði veitingaskálann að Brú og Staðarskála, gera hins vegar ráð fyrir að nýr Staðarskáli verði opn- aður um miðjan september 2008. Gunnar H. Jóhannsson hjá veg- hönnunardeild Vegagerðarinnar segir nokkrar ástæður fyrir því að ákveðið hafi verið að breyta lagn- ingu hringvegarins með þeim hætti sem hér er lýst. Brúin yfir Síká í Hrútafirði sé til dæmis síðasta ein- breiða brúin á hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyri en með nýjum vegi og brú yfir Hrútafjarð- ará verður leiðin ekki lengur yfir þessa tilteknu brú. Áhersla hefur verið lögð á að af- nema allar einbreiðar brýr við hringveg 1 og þessar breytingar eru því liður í umbótum í samgöngu- málum. Í ljósi þess að það hafi líka legið fyrir að tvöfalda þyrfti brúna yfir Selá, vestur á firði, hafi menn talið vænlegra að breyta einfaldlega lagningu vegarins. Kostnaðurinn sé svipaður og ef gömlu leiðinni hefði verið haldið og ráðist í staðinn í um- bætur á brúnum á svæðinu. Segir Gunnar í því sambandi að byggja hefði þurft nýja brú, eða endurbyggja þá gömlu við Brú, ef sá kostur hefði verið tekinn að halda vegarstæðinu óbreyttu. Brúin við Brúarskála sé nefnilega með tveim- ur vinkilbeygjum, sinni hvorum megin brúar, og slíkt gangi bara ekki lengur, beygjan sé kröpp og varasöm. Lengi vitað að breytingar væru í vændum Kristinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Staðarskála ehf., sem er í eigu N1, segir menn á staðnum hafa verið að bíða eftir þessum breytingum á veginum. Legið hafi fyrir að þær yrðu gerðar en rekstraraðilar hafi ekki viljað ráðast í dýrar framkvæmdir sökum óvissunnar um hvar vegurinn myndi liggja. Brúarskáli verði rifinn, enda sé hann inni í vegarhelgunarlínunni svokallaðri, þ.e. standi að hluta í vegarstæðinu, en Staðarskáli verði áfram á sínum stað, enda verði veg- urinn – sem nú er hringvegur 1 – áfram þó að hann leiki ekki sama hlutverk og áður. „Við komum til með að nota það húsnæði sem þar er öðruvísi,“ segir Kristinn en segir ákvörðun ekki liggja fyrir í þeim efnum. Hönnunar- og skipulagsvinna vegna nýs veitingaskála, sem á að rísa, stendur nú yfir, að sögn Krist- ins, en nýi skálinn verður stærri og glæsilegri en þeir sem fyrir eru við Stað og á Brú. Sem fyrr segir er áætlað að nýi skálinn verði opnaður um miðjan september 2008 en þá ætti að vera búið að setja slitlag á hinn nýja og breytta hringveg 1. Nýr Staðarskáli rís við ný gatnamót  # $  %"     &  &        $  '       (  Í HNOTSKURN »Veitingaskálinn við Brúverður rifinn og þó að Staðarskáli standi áfram þar sem hann er nú breytist hlut- verk hans, enda verður veg- urinn sem liggur þar framhjá ekki lengur hringvegur 1. »Nýr skáli, sem sameinarhina tvo, rís við hinn nýja hringveg 1, á mótum nýrra gatnamóta við Djúpveg. »Veitingaskálar hafa veriðreknir við Stað og Brú frá því um 1960 en þeir eiga sér þó eldri sögu. Þannig voru bensíntankar fyrst settir upp við Stað 1929.  Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum vegna færslu hringvegar 1 um Hrútafjarðarbotn  Veitingaskálinn við Brú verður rifinn og ekki lengur ekið um síðustu einbreiðu brúna á leiðinni norður NORÐURÁL hefur í einu og öllu farið að lögum og reglum við fram- gang mats á umhverfisáhrifum vegna væntanlegs álvers í Helguvík. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Norðuráli en Landvernd hefur kært til umhverfisráðherra ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að ekki verði fjallað um allar tengdar framkvæmdir í mati á umhverfis- áhrifum fyrir álver í Helguvík. Meðal þessara framkvæmda eru virkjanir og raflínur sem hannaðar eru til að þjóna vexti og viðgangi samfélagsins á Suðurnesjum. Skipu- lagsstofnun, sem hefur ákvörðunar- vald í þessu máli, taldi ekki rétt að fresta afgreiðslu matsins á framan- greindum forsendum. „Norðurál hefur í einu og öllu farið að lögum og reglum við framgang mats á umhverfisáhrifum vegna væntanlegs álvers í Helguvík. Ferlið lýtur lýðræðislegum leikreglum þar sem einstaklingum og öðrum aðilum gefst kostur á að segja sitt álit. Matið hefur verið unnið í góðu samstarfi við Skipulagsstofnun og eftir leið- beiningum hennar. Umrætt verklag við mat á um- hverfisáhrifum fyrir Helguvík var samþykkt af Skipulagsstofnun í mars 2006 og auglýst í drögum að matsáætlun í apríl sama ár, til skoð- unar og umsagnar fyrir almenning, félagasamtök og stofnanir. Hvorki Landvernd né nokkur annar aðili gerði á þeim tíma athugasemd við ákvörðun Skipulagsstofnunar sem var birt í júní 2006.“ Þrýstingur á að hraða framkvæmdum Í fréttatilkynningunni segir að ál- ver í Helguvík njóti mikils stuðnings innan samfélagsins á Suðurnesjum. Frá því að spár birtust um aukið at- vinnuleysi á svæðinu og niðurskurð- ur kvóta í sjávarútvegi fór að hafa áhrif á atvinnulífið þar, hafi Norður- ál fundið fyrir sívaxandi þrýstingi meðal íbúa og fyrirtækja á Suður- nesjum um að hraða framkvæmdum eins og frekast er unnt. Viðbrögð Norðuráls við kæru Landverndar Höfum farið eftir lögum og reglum GÓÐUR rómur var gerður að fyrstu tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í nýrri tónleikaröð sem ber heit- ið Heyrðu mig nú! og er ætluð ungu fólki öðru fremur, eða þeim sem óvanir eru sígildri tónlist. Flutt var Vor- blótið eftir Stravinskíj og gafst gestum kostur á að hitta hljóðfæraleikarana að máli að tónleikum loknum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Vorblót fyrir unga og óvana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.