Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 16
Efri Forysta sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Gísli Marteinn Baldursson,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Neðri Svandís
Svavarsdóttir skoðar farsímann eftir að nýr meirihluti var kynntur. Með
henni eru Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson. Kannski SMS?
sögn Hjörleifs að búið sé að „tryggja
stuðning við það, fara yfir það með
borgarstjóra og hann sé þessu öllu
samþykkur.“ Haukur felur Hjörleifi
að láta semja þá samninga sem þarf
til að klára málið. Hann hringir í Lex,
sem hafði unnið mikið fyrir OR, talar
við Helga Jóhannesson og Helgi
kemur samdægurs. „Við förum yfir
hvaða samninga þurfi að gera og ég
set hann af stað með það.“ Síðan er
unnið í „þessum pappírum“ og koma
fjórir lögfræðingar stofunnar að því.
Erla S. Árnadóttir hrl. sendir
fyrstu tillögur að þjónustusamningi
unnar á grundvelli minnisblaðsins til
Hjörleifs 26. september. Samkvæmt
upplýsingum í minnisblaði frá REI,
sem blaðamanni var afhent, var eftir
það tekið út úr samningnum, í sam-
skiptum Hjörleifs Kvarans frá OR og
Jóns Diðriks Jónssonar frá REI, að
REI ætti allt „patent og intellectual
property“ OR, veltugjald var tekið út
þar sem andvirði væri í 10 milljarða
greiðslu fyrir „goodwill“, sett var
„first right of refusal“ í stað einka-
réttar í samræmi við samþykkt
stjórnar REI, og kveðið var á um
rétt OR til að nýta sér þróun sem
verður í verkefnum þar sem starfs-
menn OR taka þátt.“
Listar yfir kaupréttarhafa
Á stjórnarfundi REI 1. október
voru Björn Ingi Hrafnsson og Hauk-
ur Leósson, en Bjarni var í síma-
sambandi frá Afríku í mjög skamma
stund. Samþykkt var að félagi í eigu
starfsmanna OR og 17 tilgreindum
starfsmönnum OR og REI yrði selt
nýtt hlutafé í félaginu. Hjörleifur B.
Kvaran kom á fundinn frá OR og var
beðinn um lista yfir lykilstjórnendur
OR sem ættu að fá að kaupa í REI.
En Björn Ingi og Haukur sömdu
lista yfir starfsmenn REI, einhverjir
höfðu unnið þar í nokkra daga og
einn var ekki enn kominn til starfa.
Guðmundi Þóroddssyni var boðið
að kaupa fyrir 100 milljónir. En flest-
um var boðið að kaupa fyrir 7,8 millj-
ónir og starfsmannafélagi OR að há-
marki fyrir 130 milljónir. Í öllum
tilvikum var gengið 1,278.
Hlutabréfakaupin komu til um-
ræðu á fundi sem stjórnarformaður
OR boðaði með minnihlutanum í
borgarstjórn að morgni 3. október.
Svandís Svavarsdóttir og Dagur B.
Eggertsson voru viðstödd, en Dagur
var að fara utan sama dag, þannig að
hann hafði Sigrúnu Elsu Smáradótt-
ur með sér.
Og það var Sigrún Elsa sem hjó
eftir því í annars efnisrýrri kynningu
á samruna REI og GGE að gert var
ráð fyrir því undir „þróun eign-
arhalds“ að „stjórnendur“ eignuðust
5,7% í félaginu á móti Bjarna og OR.
Þegar hún spurði hvað stæði þar á
bakvið kom fram að það væri hlutafé
til starfsmanna OR og lykilstjórn-
enda OR og REI. Í framhaldi af því
var spurt hvort til væri listi með
nöfnum þessara lykilstarfsmanna og
var hann afhentur.
Tekið var fundarhlé á meðan farið
var yfir listann og gerðu stjórn-
armenn svo töluverðar athugasemd-
ir. Gagnrýnt var hversu háan kaup-
rétt Guðmundur Þóroddsson fengi
og var ákveðið að lækka hann úr 100 í
30 milljónir. Þá var gagnrýnt að lyk-
ilstjórnendur OR fengju heimild til
kaupa í REI og dró Hjörleifur þá
þegar af listanum. Því næst voru
gerðar athugasemdir við að nýráðnir
starfsmenn REI fengju að kaupa á
genginu 1,3 og lögðu stjórnarmenn
til að þeir fengju að kaupa á genginu
2,77, sem var gefið upp sem almennt
gengi í samrunaferlinu.
„Fram kom að stjórnarmennirnir
gátu fallist á að aðrir starfsmenn OR,
þ.e. þeir sem undirbúið hafa útrásina,
keyptu á genginu 1,3,“ segir í minn-
isblaði frá Hjörleifi til borgarstjóra.
Ennfremur segir: „Eftir þessa yf-
irferð varð því til nýr listi saminn af
fundarmönnum sem formaður og for-
stjóri REI upplýstu að þeir myndu
leggja til við stjórn REI til sam-
þykktar. Stjórnarmennirnir óskuðu
eftir að fá listann svo breyttan við
fyrsta tækifæri. Í lok fundarins lýstu
þessir stjórnarmenn því yfir að þeir
væru samþykkir samrunasamn-
ingnum og myndu styðja hann.“
Skyndifundur með leynd
Skyndifundur með meirihluta
borgarstjórnar var boðaður þegar
borgarstjórnarfundur stóð yfir
þriðjudaginn 2. október og átti að
fara fram í stöðvarstjórahúsinu í El-
liðaárdal um kvöldið. Mikil leynd var
yfir fundarefninu og ekkert látið
uppi. Einhverjir borgarfulltrúar
töldu að loks væri komið að kynning-
arfundi um málefni OR. Þegar spurt
var um tilefnið var svarið: „Málefni
OR.“ Og þegar spurt var: „Í heild
sinni?“ Þá var svarað: „Nei, annað
mál, en við getum ekki sagt um hvað
það snýst.“ Einhver hélt að fund-
urinn snerist um útrásina til Indóne-
síu.
„Óskað var eftir því að farið yrði
eins leynt með þetta og kostur væri,
því stærstu aðilar Geysismegin væru
á markaði, s.s. FL Group og
Atorka,“ segir Hjörleifur. „Ef þeir
væru komnir í viðræður eða farnir að
gera hluti sem Kauphöllin þyrfti að
vita af, þá þyrfti að upplýsa það. Því
ef eitthvað færi að spyrjast út, þá
gæti það haft áhrif á verðmæti hluta-
bréfa. Þetta var sú skýring sem mér
var gefin.“
Einnig er fullyrt að flýtirinn hafi
verið vegna kynningar FL Group í
London. Og það kunni raunar að
vera samningatækni af hálfu FL
Group að búa til tímaþröng með
þeim hætti.
Hjörleifur B. Kvaran segir menn
hafa lagt mikla áherslu á að klára
samningana, m.a. vegna þess að
Björn Ingi Hrafnsson hafi verið að
fara til Kína þá um kvöldið og hann
hafi verið lykilmaður bæði í OR og
REI. „Þetta er auðvitað hlægileg
ástæða,“ segir Gísli Marteinn.
Sama leynd var yfir fundarefninu
gagnvart minnihlutanum sem átti að
funda daginn eftir. Svandís Svav-
arsdóttir var harðorð þegar hún
sagði frá því, á aukafundi borg-
arstjórnar 10. október, að hún hefði
óskað eftir því við stjórnarformann
OR að fá upplýsingar um fund-
arefnið. Hann svaraði að þær gæti
hann ekki veitt; hún myndi skilja það
á morgun hvers vegna. Svandís sagði
að þetta minnti á uppeldisaðferðir
liðins tíma þegar sagt er: „Þú skilur
það þegar þú ert orðin nógu stór,
nógu stór til að skilja hvað þessi díll
er ógeðslegur.“
Djúpstæð gagnrýni
Fulltrúar meirihlutans í borg-
arstjórn og nágrannasveitarfélag-
anna mættu á fundinn kl. 18.30 um
kvöldið. Boðið var upp á hvítvín og
snittur. Og raunar kom síðar fram að
borgarstjóri taldi að aðrir borg-
arfulltrúar flokksins myndu taka
samrunanum fagnandi. En annað
kom á daginn.
„Menn byrjuðu í hvítvíni og voru
komnir niður í hálft glas þegar kynn-
ingin hófst,“ segir Gísli Marteinn. Þá
var varpað upp glæru með textanum:
„Samruni Reykjavík Energy Invest
[og] Geysir Green Energy“ og borg-
arfulltrúar litu undrandi hver á ann-
an. „Þegar átti svo að höfða til mín
með því að með samrunanum væri
verið að sporna við gróðurhúsaáhrif-
um, þá ýtti ég glasinu frá mér og
spurði mig hvaða rugl þetta væri.“
Guðmundur Þóroddsson flutti
stutta kynningu á samrunanum á sex
glærum, og fannst borgarfulltrúum
hún rýr í roðinu, eins og komið hefur
fram. Eina myndefnið var kort tekið
upp úr Blaðinu. Heimildir innan REI
herma að kynningin hafi verið unnin
í miklum flýti, enda samningar enn í
vinnslu, tilkynning um samrunann
og fleira. Því er haldið fram að Guð-
mundur hafi jafnvel ekki séð kynn-
inguna áður en hann flutti hana.
Haukur Leósson talaði á eftir
Guðmundi fyrir málinu. Kynningin
var stutt, stóð ekki lengur yfir en í 15
til 20 mínútur, og engum pappír var
dreift. Svo sagði forstjóri OR að
samningaviðræður hefðu staðið yfir í
tíu daga og ætlunin væri að ganga
frá samningnum á fundi daginn eftir.
„Við fengum áfall!“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir. „Ég sem ein-
staklingur upplifði þetta þannig að
þetta væri stærsta fjármálalega
ákvörðun sem ég tæki á þessum
vettvangi – og mér leist illa á hana.“
Farinn var hringurinn og var það
einróma álit allra borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins að þeir gætu
ekki sætt sig við þetta. Vilhjálmur og
Björn Ingi voru einangraðir í afstöðu
sinni. Fram kom djúpstæð gagnrýni
á Vilhjálm og Hauk fyrir að miðla
ekki upplýsingum, en ekki síst Björn
Inga, sem var eini fulltrúi meirihlut-
ans í stjórn REI.
Sátu á kauprétti
Gagnrýnin fólst annarsvegar í því
að ónógar upplýsingar lægju fyrir
um samrunann til að taka afstöðu til
hans og lýst var efasemdum um að
OR ætti að standa í áhættusamri út-
rásarstarfsemi.
„Upplýsingarnar voru engar og ég
skildi ekki hvernig þetta samræmd-
ist stefnu okkar,“ segir Hann Birna.
„Út af hverju vorum við að samein-
ast þessum en ekki öðrum? Við
spurðum hvað starfsmenn fengju að
kaupa og þeir svöruðu að það væri
fyrir 100 til 300 þúsund á sama tíma
og þeir sátu sjálfir á feitum kaup-
réttarsamningum. Við spurðum
hvort pólitískir fletir væru á þessu
og þeir svöruðu „nei“, án þess að
upplýsa okkur um 20 ára einkarétt-
arsamninginn. Engu var deilt með
okkur.“
En hljóðið er annað í stjórnendum
OR og REI og hjá Birni Inga sem
segja að þessi ágreiningur um hug-
myndafræði hafi komið á óvart mið-
að við það sem á undan var gengið,
svo sem stofnun REI. Bent er á að
Guðlaugur Þór hafi sjálfur skrifað
undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn
Djíbútí um útrásarverkefni. „Ég
hafði aldrei heyrt af þessari and-
stöðu,“ segir Hjörleifur B. Kvaran.
Þegar ljóst varð hversu skiptar
skoðanir væru innan meirihlutans
óskaði borgarstjóri eftir því að aðrir
vikju af fundi. „Þetta er gaman að
hafa í huga þegar sagt er að kynn-
ingin hafi ekki verið næg,“ segir
Björn Ingi, sem sat sjálfur 20 mín-
útur í upphafi, en fór svo af fund-
inum í rúmlega klukkutíma.
„Þegar ég kom til baka var mikil
harka hlaupin í fundinn,“ segir hann.
„Umræðan var í raun farin að snúast
um miklu meira en samruna, mun
frekar upplýsingagjöf borgarstjóra
gagnvart sínu fólki, risarækjur og
fleira.“
„Út af fyrir sig hefði verið hægt að
standa betur að kynningunni. En
það kom í ljós að borgarfulltrúar
voru á móti verkefninu í heild sinni.
Og þeir þurftu fyrst að útkljá það sín
á milli – hvort þeir ætluðu sér í verk-
efnið eða ekki,“ segir Hjörleifur.
Ekkert varð úr því að taka ákvörð-
un á fundinum eins og stóð til. Hon-
um var slitið 21.30 um kvöldið og
ákveðið að hittast aftur í hádeginu
daginn eftir í Ráðhúsinu, þar sem
stjórnendur OR kæmu með ítarlegri
gögn og svör við spurningum sem
komið hefðu fram.
Sömu glærurnar
Daginn eftir komu stjórnendur
REI og OR beint af fundi með minni-
hlutanum um morguninn. Það er
gagnrýnt harðlega, og talað um trún-
aðarbrest, að þeir skyldu ekki hafa
minnst á kaupréttina eftir það.
„Það verður uppi fótur og fit hjá
minnihlutanum,“ segir Hanna Birna
Kristjánsdóttir. „Skömmu síðar
mæta sömu menn á fund til okkar,
segja ekki frá kaupréttarsamning-
unum, en segja málið klappað og
klárt hjá minnihlutanum, sem styðji
málið algjörlega. Og mér skilst að
látið hafi verið í það skína við minni-
„Okkur finnst allir fulltrú-
ar meirihlutans í stjórn OR
hafa brugðist okkur, Haukur
Leósson, Vilhjálmur og Björn
Ingi,“ segir Gísli Marteinn.
+,-
+,.
.,.
/,0
/,1
/,2
!"# $ %& $
' (
)
!* " + , ,-.
' ,/ 01
,
' (
%& 23 %&
3 45 6 7 +
80
,
""&" 3 &
-&$ )
.
', " ,/ 01
&' '0/ -&-
,/
6
! 3 3
3
*
45
*6
3
45
& .+*/0
1 1/
.+*/0
9: 9: 2
.+*
/34*5/ 16 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
»