Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 18

Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 18
18 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR ríkið seldi 15,2% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja var sett það skil- yrði að Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur mættu ekki taka þátt í útboðinu. Það var ekki fyrst og fremst vegna einkavæðingarsjónarmiða, eins og haldið hefur verið fram, enda var búið að breyta Hitaveitunni í hluta- félag og sameigendurnir, sveit- arfélögin, höfðu forkaupsrétt. Ástæð- an var hinsvegar sú að stjórnvöld höfðu ráðfært sig við Samkeppniseft- irlitið og það lagst gegn því af sam- keppnisástæðum að stóru orkufyr- irtækin, Landsvirkjun og OR, tækju þátt. Úr varð að Geysir Green Energy var með hæsta tilboðið í hlutinn og upphófst brátt mikil samkeppni við OR um kaup á hlut sveitarfélaganna, en þau neyttu öll forkaupsréttar. Samkeppniseftirlitið hefur verið með málið til skoðunar, hvort Orkuveitan megi vera stór eigandi í Hitaveitu Suðurnesja. Og gildir það einnig um- REI, hvort sem verður af samruna við GGE eða ekki. Of langur tími í úrskurði Mikillar óþolinmæði gætir í garð Samkeppniseftirlitsins innan stjórn- kerfisins. Það sé ótrúlegt hversu langan tíma taki að vinna úrskurði. Eftir að stjórnvöld hafi ráðfært sig við eftirlitið og farið að ráðum þessum að hleypa stóru orkufyrirtækjunum ekki að vegna samkeppnissjónarmiða, þá taki mánuði að skoða málið þegar það gerist, án þess að skila nokkurri niðurstöðu. „Þeir eru ennþá með þetta til skoð- unar. Þetta ferli hlýtur að vekja þá spurningu á hvaða forsendum þeir hafi ráðlagt stjórnvöldum í upphafi.“ Upphaflega keypti ríkið út sveit- arfélögin í Landsvirkjun og var með sölu á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja að einfalda stöðuna á orkumarkaðn- um hvað ríkið varðar. Enda er Hita- veita Suðurnesja stór orkuframleið- andi sem á í samkeppni við ríkisfyrir- tækið Landsvirkjun og einnig orku- dreifingaraðili sem á í samkeppni við ríkisfyrirtækið RARIK. Til skamms tíma átti OR raunar 45% hlut í Lands- virkjun. „Og svo áttu þau að keppa!“ Eignir HS eru fyrst og fremst tvö orkuver, Reykjanesvirkjun og Svarts- engi, sem bæði nýta jarðgufu, ásamt vatnsréttindum á Reykjanesskaga og virkjanaleyfi, m.a. við Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík. Eflaust voru það líka óefnislegu verðmætin sem Kapphlaupið um Hitaveitu Suðurnesja Hellisheiði Ný jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hef- ur vakið athygli erlendis og er ein af grunnstoðum útrásarinnar. Vikulega koma erlendir gestir til að skoða virkjunina og oft skapast af því tækifæri. tók undir að atburðarásin hefði verið of hröð, en hann hefði talið sig vel upplýstan. Rætt var um algjöran trúnaðarbrest milli borgarfulltrú- anna og stjórnenda OR og talið betra að borgarfulltrúi færi inn í stjórnina í stað Hauks Leóssonar. Borgarstjóri féllst á það og er gagn- rýndur innan REI og Framsóknar fyrir að hringja ekki í Hauk, sem frétti af þessu hjá fréttamanni. Niðurstaðan af fundinum var að selja eins hratt og hægt er hlut OR í REI. „Þá vissi enginn af einok- unarsamningnum.“ Hanna Birna hringir í Björn Inga eftir fundinn og greinir honum „nákvæmlega“ frá niðurstöðu fundarins og „það var í lagi. Það eina sem hann sagði er að ræða þyrfti tímasetningar varðandi sölu.“ Eftir að sjálfstæðismenn koma með yfirlýsinguna fer Björn Ingi í viðtal og segir þetta sátt sjálfstæð- ismanna en ekki meirihlutans. „Mér fannst óþægilegt að komin væri nið- urstaða í málið um að selja strax vegna þess að hún var ekki í sam- ræmi við það sem Vilhjálmur hafði sagt og ekki í neinu samræmi við ferlið frá a til ö,“ segir hann. „Ég var ósáttur við að Hauki Leóssyni væri sérstaklega fórnað, því hann gerði ekkert án leyfis frá borgarstjór- anum í Reykjavík.“ Alfreð aftur á sviðið Mjög alvarleg staða var komin upp á þriðjudag í samstarfi meiri- hlutans og vitað er að forystu Sjálf- stæðisflokksins barst það til eyrna. Það fór ekkert á milli mála hjá þeim sem til þekktu að Björn Ingi var hundóánægður. Hann náði aldrei í Vilhjálm, Haukur var tekinn úr stjórn, Guðmundur Þóroddsson og Hjörleifur Kvaran lágu undir þungri gagnrýni og það átti að selja hlut OR í REI eins fljótt og auðið væri. Björn Ingi og Vilhjálmur hittast á fundi á þriðjudeginum þar sem þeir fara yfir málið. Síðan fara allir í sparifötin. Veisla vegna friðarsúlu Yoko Ono er í Viðey um kvöldið. Þar verður þingmaður Samfylkingar þess áskynja að mikil óánægja sé hjá Birni Inga með samstarfið í meiri- hlutanum, en gagnrýni Vinstri grænna sitji hinsvegar í honum. Skilaboðin komast áleiðis og eftir það verður tónninn í garð Björns Inga mun mýkri en áður hjá minni- hlutanum. Einnig spilar inn í að Al- freð Þorsteinsson hringir í Dag fyrir borgarstjórnarfundinn, eins og kom- ið hefur fram. Þeir höfðu áður átt gott samstarf í R-listanum og Alfreð tekið slaginn fyrir Dag þegar Stein- unn Valdís Óskarsdóttir tók við embætti borgarstjóra. „Af minni hálfu voru engar þreif- ingar í gangi við minnihlutann,“ seg- ir Björn Ingi. „Hinsvegar hef ég oft séð, ef þú ert að spyrja sérstaklega um Alfreð Þorsteinsson, að borg- arfulltrúar minnihlutans hafa ráð- fært sig við Alfreð. Ég heyrði í hon- um í tengslum við borgarstjórnarfundinn og hef oft ráðfært mig við hann, einkum í tengslum við málefni OR, enda hefur hann mikla reynslu.“ Pólitísk framtíð Meirihlutafundur hefst í Ráðhús- inu klukkan tólf á miðvikudag. „Þar er allt önnur staða komin upp,“ segir Hanna Birna. „Ég hafði talað við Björn Inga í Viðey og þá gaf hann ekki annað í skyn en að við myndum leysa þetta.“ Á fundinum segir Björn Ingi að málið snúist um sitt „pólitíska líf og framtíð“. Hann fellst á að selja ein- hvern hlut strax, en eiga áfram megnið fram yfir skráningu. Borg- arfulltrúarnir segjast ekki hafa traust á lykilstjórnendum OR og REI, en Björn Ingi vill lýsa fullu trausti á þeim og það má ekki hrófla við samningum við Bjarna Ármanns- son eða Jón Diðrik Jónsson. Björn Ingi segist hafa átt við að samruninn varðaði sína pólitísku framtíð ef hann kyngdi niðurstöðu sjálfstæðismanna um að selja í OR og hreinsa út úr yfirstjórninni, en það hafi ekki varðað samrunann. „Ég sagði við þau: „Eitt er að vera loyal en annað fullkominn bjáni. Þið eruð búin að reka þetta mál allan tímann og hvert eruð þið komin?“ Eftir tvo til þrjá tíma biður hann um fundarhlé, fer með Óskari Bergs- syni á skrifstofuna og kemur aftur fimmtán mínútum síðar með blað með sex punktum. Þar voru mörg at- riði sem hann gat vitað að borgarfull- trúarnir gætu ekki fellt sig við, s.s. um að styðja samrunann aftur „í samræmi við fyrri stefnumótun“ þó að eigendafundur yrði dæmdur ólög- mætur. Einnig vildi hann að ekki yrðu borgarfulltrúar í stjórn REI, sem var einmitt það sem sexmenn- ingarnir höfðu gagnrýnt. Björn Ingi segir að þetta hafi verið tilraun til að ná niðurstöðu á fund- inum, en það hafi ekki tekist. Ekki náðist niðurstaða Þegar klukkan er orðin 15.30 er orðið fyrirséð að ekki náist nið- urstaða á meirihlutafundinum. Hon- um lýkur þannig að farinn er hring- ur, miklar tilfinningar eru í spilinu og viðstaddir lýsa skoðunum sínum á því hver staðan sé. Allir tala um nauðsyn þess að vinna saman, ná niðurstöðu og að vinna að því af heil- indum. Í lok fundar las Vilhjálmur ræð- una sem hann ætlaði að flytja til þess að ganga úr skugga um að allir væru sáttir. En það ríkti ekki traust. Ósk- ar Bergsson hafði t.d. margsinnis spurt borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins: „Eruð þið að tala við aðra?“ Og Björn Ingi segir að fyrst hafi hann og borgarstjóri ætlað að hittast tveir, eins og oddvitar geri, en síðan stækkað hópinn og loks hafi allur hópurinn mætt. „Það benti ekki til að ríkti traust,“ segir hann. „Ég hef sagt að út af fyrir sig hefði verið með herkjum hægt að ná sam- Þegar klukkan er orðin 15.30 er orðið fyrirséð að ekki náist niðurstaða á meiri- hlutafundinum. Honum lýkur þannig að farinn er hringur, miklar tilfinningar eru í spilinu og viðstaddir lýsa skoðunum sínum á því hver staðan sé. Bjartsýni Gleðin var skammvinn hjá stjórnendum REI: Jón Diðrik Jónsson, Guðmundur Þóroddsson, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. » N1 VERSLANIR Í AVÖR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.