Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 21

Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 21
Í HNOTSKURN » Á Íslandi er bannað aðnýta fósturvísa til rannsókna. » Löggjöfin tekur ekki tillittil möguleikanna sem fel- ast í stofnfrumurannsóknum. » Núverandi löggjöf vargerð nokkrum árum áður en fyrst tókst að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna. » Frumvarp árið 2005 tilbreytingar á lögum um tæknifrjóvgun var ekki samþykkt. » Margir binda vonir við aðfrumvarpið verði tekið upp að nýju á löggjafarþingi 2007-2008 og samþykkt. anlega hefur það mikinn ávinning í för með sér ef hægt er að nýta einræktun í læknisfræðilegum tilgangi við ígræðslu nýs vefjar þar sem líkami sjúklings hafnar honum ekki þar sem vefurinn yrði með hans eigin erfða- efni. Vísindamenn vinna hörðum höndum að því að fá frumur til að sérhæfast í þær frumugerðir sem hafa skaddast í vefjum og sönnun þess (proof of principle) er að tekist hefur með stofnfrumuígræðslu að linna Parkinson sjúkdómi og sykur- sýki í dýramódelum. Siðfræðileg og pólitísk álitamál Rökfræðilegur ágreiningur er um siðfræðilegt réttmæti stofnfrumu- rannsókna þar sem margir benda á að rangt sé að fórna einu lífi (fósturvísi) til þess að bjarga öðru. Umræðan um siðfræðina hefur því teygt sig inn í pólitíska umræðu þar sem stjórn- málamenn hafa þurft að taka afstöðu með eða á móti nýtingu umfram- fósturvísa til stofnfrumurannsókna. Tvær áleitnar og siðferðilegar spurn- ingar krefjast því svara þegar rann- sóknir á ES frumum eru skoðaðar. Annarsvegar hvort það sé skylda okkar að koma í veg fyrir illvíga og ólæknandi sjúkdóma og hinsvegar hvenær líf hefjist. Þrátt fyrir að vísindasamfélagið hafi ekki sett fram skýrar línur um hvenær líf kviknar má segja að tilgangurinn helgi meðal- ið þar sem stofnfrumurannsóknir geta hugsanlega læknað einstaklinga, sem glíma við erfiða sjúkdóma. Hræðslan við að vísindin séu á undan siðfræðilegri umræðu og þar með sið- ferðislegri vitund þjóðfélagsins er skiljanleg þar sem þróun í vísindum er hröð og erfitt fyrir fólk að hafa heildstæða yfirsýn. Það er því í raun hlutverk þjóðþinga að setja lög sem samræma bæði vísindalegar framfar- ir og niðurstöður siðferðislegrar um- ræðu. Á Íslandi hefur verið nokkuð erfitt að fá stjórnmálamenn til að taka þátt í umræðu siðfræðinga og vísinda- manna um þetta málefni. Það er því afar brýnt að það náist samstaða sem fyrst svo að vísindasamfélagið hafi skýrar leiðbeiningar um hvað sé leyfi- legt og hvað ekki. Eins og málum er háttað nú, tekur löggjöfin hér á engan hátt tillit til möguleikanna sem felast í stofnfrumurannsóknum. Núverandi löggjöf var gerð með tilliti til tækni- frjóvgana árið 1996 eða nokkrum árum áður en fyrst tókst að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna þannig að tími er kominn til að endur- skoða þau. Stofnfrumurannsóknir á Íslandi Á Íslandi hafa fyrst og fremst verið stundaðar rannsóknir á vefjastofn- frumum en nýlega hófust einnig rannsóknir á ES frumum í mönnum. Ekki er leyfilegt samkvæmt núgild- andi lögum að einangra ES frumur úr íslenskum fósturvísum sem falla til við glasafrjóvgunarmeðferðir. Hins vegar veitti vísindasiðanefnd nýlega leyfi fyrir innflutningi á ES frumu- línum frá Bandaríkjunum enda er ekkert í lögum sem bannar með beinum hætti vinnu við frumulínur sem þegar eru orðnar til. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði nefnd í lok árs 2005 til að semja frumvarp til breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að með upplýstu samþykki kynfrumugjafa megi nýta umfram fósturvísa til stofnfrumurannsókna. Frumvarpið var unnið af fagfólki á sviði siðfræði, lögfræði, guðfræði og raunvísinda sem lagt var fyrir í febrúar 2007. Þrátt fyrir almenna og jákvæða umfjöllun samþykkti stjórn- arandstaðan frumvarpið ekki (Frjáls- lyndi flokkurinn). Vonir standa til að á löggjafarþingi 2007-2008 verði frumvarpið tekið upp að nýju og afgreitt þannig að hægt sé að segja að Ísland hafi tekið afstöðu til stofnfrumurannsókna hvort sem það verður samþykkt eða ekki. Ef afstaða þingmanna reynist á þann veg að rannsóknirnar verði áfram óheimilar, mætti draga þá ályktun að Ísland hefði dregist aftur úr, þrátt fyrir þann mikla kraft sem býr í úrvalsliði íslenskra vísindamanna. Höfundur er líftækninemi á lokaári. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 21 Barnamyndatökur enn nokkrir tímar lausir fyrir jól Hverfisgata 50, 101 Reykjavík, sími 552 2690, www.svipmyndir.is kl. 08 :00 ÁFÖSTUDAGINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.