Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 26
26 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
atan. Sváfnir og Gyða eru aftur á
móti á tveimur bílum.
„Við verðum að vera á tveimur bíl-
um vegna okkar vinnu,“ segir Sváfn-
ir ákveðinn.
„Samnýta flugmenn aldrei ferðir
suður til Keflavíkur eða taka rút-
una?“ spyr Lovísa.
Andlit Sváfnis er höggvið í stein.
„Nei, það er ómögulegt fyrir þá að
taka rútuna,“ segir Gyða og bætir
fyrir skyndilegt málleysi bónda síns.
„Hvers vegna?“ spyr Geir.
Hvað er eiginlega með þetta
fólk?
Allra augu beinast að Sváfni
sem er á leið til meðvitundar.
„Tja, það er tímafrekt að taka
rútuna. Ég held að einhverjir
kollegar mínir samnýti ferðir
en þeir búa nálægt hver öðrum,“
segir hann.
„Það er raunhæfara að ég færi í
strætó,“ segir Gyða og heggur
mann sinn niður úr snörunni.
Sváfnir starir í forundran á
bjargvættinn. Svipurinn kemur þó
upp um hann. „En elskan mín, þú
hefur aldrei stigið upp í stræt-
isvagn á ævinni,“ má lesa úr hon-
um.
Loftur veltir því fyrir sér
hvað Sváfnir og Gyða séu yf-
irhöfuð að gera þarna. Í
samanburði við þau er hann
ofstækismaður í loftslags-
málum.
„Það hlýtur að mega venj-
ast því eins og öðru,“ segir
Gyða. Sannfæringin stafar
ekki af henni.
Að byrja á sjálfum sér
„Ókei,“ segir Geir og
beinir spjótum sínum allt í
einu annað. „Loftur og Ísafold,
hversu marga bíla eigið þið?“
„Djö,“ hugsar Loftur vonsvikinn.
„Einmitt þegar fjörið var að byrja.“
„Við eigum tvo,“ viðurkennir Ísa-
fold.
„Kæmust þið af með einn?“ spyr
Lovísa.
„Já, ég hugsa það,“ svarar Ísafold
um leið og Loftur segir „nei“.
„Ágreiningur,“ segir Danni
stríðnislega.
„Eigum við þá að selja þinn?“ spyr
Loftur.
„Ekkert frekar,“ svarar Ísafold
höst. „En ég held að við ættum al-
varlega að skoða þetta. Bílaeign
þjóðarinnar er yfirþyrmandi og
byrjar maður ekki á því að breyta
sjálfum sér?“ segir hún.
„Akkúrat,“ segja Lovísa og Geir,
einum rómi.
„Þetta er allt gott og blessað,“
segir Sævar. „En verðum við ekki að
vera raunsæ? Er það til dæmis ekki
tómt mál að tala um samnýtingu
bíla? Sjáið þið Íslendinga fyrir ykk-
ur gera það?“
„Varla,“ segir Sváfnir. „Heyrðu
Jónatan, ert þú nokkuð að fara í
Bónus á morgun? Má ég koma
með?“
Menn hlæja.
„Kannski er þetta fjarlægt en
þarf það endilega að vera
óraunhæft?“ segir Geir. „Það
er einmitt í svona málum, þeg-
ar vá er fyrir dyrum, að við
þurfum að breyta hugs-
unarhætti okkar. Hver segir að
nágrannar eða vinnufélagar
geti ekki ferðast saman til og
frá vinnu ef það hentar eða
jafnvel farið saman í inn-
kaupaferðir?“ segir hann og Lovísa
bætir við: „Það er líka svo miklu
skemmtilegra að vera með ein-
hverjum í bíl í stað þess að hanga
einn.“
Á þessum tímapunkti veltir Loft-
ur því alvarlega fyrir sér hvort Geir
og Lovísa séu í raun og veru ein og
sama manneskjan sem hafi á ein-
hverju stigi tilveru sinnar skipt sér
í tvennt.
Að ganga eða hjóla
En hverjir eru valkost-
irnir við einkabílinn? Fund-
armenn eru sammála um að
það sé upplagt að ganga í
vinnuna stærstan hluta árs-
ins sé hún á annað borð í
göngufæri. Menn greinir
hins vegar á um hvað sé „í
göngufæri“. Sváfnir segir óraunhæft
að reikna með því að menn gangi
lengur en í fimm til tíu mínútur í
vinnuna en Geir kveðst alveg tilbú-
inn að ganga í þrjátíu til fjörutíu
mínútur, hvora leið. Aðrir eru þar á
milli. Að því gefnu að veðurskilyrði
séu hagstæð.
Hjólið er annar valkostur. Geir og
Lovísa hjóla mikið og hann hjólar
svo til alltaf í vinnuna. „Það tekur
mig að vísu ekki nema um tíu mín-
útur sem er hæfilegt en ef út í það er
farið væri ég alveg til í að hjóla í
hálftíma eða fjörutíu mínútur. Ef
vegalengdin væri lengri en það
myndi ég taka strætó.“
Geir segir aðstöðu fyrir hjólandi
vegfarendur þó mega vera betri á
höfuðborgarsvæðinu. Þar geti
stjórnvöld lagt sitt af mörkum. „Mér
finnst eins og hjólabrautir hafi lent
milli stafs og hurðar.“
„Ég tók á tímabili strætó í vinn-
una,“ segir Þuríður, „en hætti því
þegar við fluttum hingað fyrir fimm
árum vegna þess að það þýddi að ég
þurfti að skipta um vagn á leiðinni
og fyrir vikið tók þetta alltof langan
tíma. Tími er líka mikilvægur.“
„Alveg rétt,“ segir Ísafold. „Tím-
inn getur verið dýrmætur. Strætó-
kerfið er að mér skilst alveg ágætt í
Reykjavík en hentar fólki misvel. Þá
getur það staðið frammi fyrir vali: Á
ég að kaupa mér bíl og spara tíma
eða vera umhverfisvæn og taka
strætó og tapa kannski einhverjum
tíma á hverjum degi?“
„Þarf tími í strætó endilega að
vera glataður tími?“ spyr Danni.
„Það er hægt að gera svo margt í
strætó, halla sér, lesa eða bara fylgj-
ast með fólkinu.“
„Þú meinar strákunum,“ segir
K
olviður er sjóður sem miðar að því að
binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim
tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs í
andrúmslofti. Markmið Kolviðar er að
hvetja Íslendinga til þess að verða fyrsta þjóð
heims til að kolefnisjafna útblástursáhrif sam-
göngutækja sinna með skógrækt.
Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbind-
ingu til þess að jafna útblástursmengun öku-
tækja sinna og vegna flugferða. Reiknilíkan á
vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að leggja
fé í sjóðinn sem síðan fjármagnar skógrækt-
araðgerðir, s.s. gróðursetningu trjáa á svæðum
sem hafa verið gerðir langtímasamningar um –
til 90 ára. Sjóðurinn gerir samninga við skóg-
ræktarfélög eða verktaka um gróðursetningu
og umsjón með skóginum. Þetta ferli er síðan
vottað og árangursvaktað af KPMG.
Nýtt hugtak, ný hugsun
Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Kolviðar, segir fólk hafa tekið sjóðnum vel, ekki
síst fyrirtækin í landinu. „Við erum ekki aðeins
að kynna nýtt hugtak til sögunnar, heldur líka
nýja hugsun. Það er því eðlilegt að starfið taki
tíma. Við lítum á þetta sem langhlaup en ekki
átak. Kolviður tjaldar ekki til einnar nætur.“ Til
að ná árangri segir Soffía mikilvægt að fólk taki
upp umhverfisvænni neysluhætti. „Auðvitað er
það gott og blessað að við getum skilað dósum
í endurvinnslu, gömlum fötum í fatagáma og
bílum í brotajárn en það má ekki virka sem
hvati á aukna neyslu. Lykilatriðið er þvert á
móti að draga úr neyslunni og tryggja eðlilega
endurvinnslu afurða. Í þessum anda starfar
Kolviður,“ segir hún.
Soffía segir vitaskuld ekki raunhæft að
stöðva alla koltvísýringsmengun í heiminum
enda þótt fólk velji umhverfisvænni bíla, hjóli
eða taki strætó í vinnuna. En með samstilltu
átaki megi ná miklum árangri. „Það er mik-
ilvægt að umhverfismeðvitað fólk komi með
koltvísýring í endurvinnslu alveg eins og dósir,
dagblöð og aðrar afurðir neyslunnar. Þess
vegna ræktar Kolviður skóg til að binda og end-
urvinna koltvísýring sem fellur til við daglegar
athafnir okkar.“
Tvær flugur í einu höggi
Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi.
Um leið og kolefni er bundið er verið að binda
örfoka land, þ.e. sanda og mela. „Við þessa
vinnu fylgjum við leiðbeiningum Skógrækt-
arfélags Íslands um skógrækt í sátt við um-
hverfið, þ.e. að tekið sé tillit til landsins í hví-
vetna.“
Kolviður hefur þegar skuldbundið sig til að
gróðursetja sjötíu þúsund plöntur á Geitasandi
á Suðurlandi og er helmingur þeirra þegar kom-
inn á sinn stað. „Vegna mikilla þurrka síðasta
sumar tókst okkur ekki að klára þetta verkefni
en það verður gert snemma næsta vor.“
Soffíu er ljóst að Kolviður er ekki yfir gagnrýni
hafinn en segir allt tal um syndaaflausn ósann-
gjarnt. „Það er mikill misskilningur að við
stundum aflátssölu. Við lítum alls ekki á Kolvið
sem einhverja endanlega lausn á vandanum.
Þvert á móti hvetjum við fólk til að taka almennt
upp umhverfisvænni neysluhætti og í því sam-
bandi er Kolviður bara ein leið af fjölmörgum.“
Endurheimting votlendis brýnni
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við raun-
vísindadeild Háskóla Íslands, sem fylgst hefur
með Kolviði, segir þessa gagnrýni á sjóðinn
léttvæga. „Ég skil þetta sjónarmið en það er
ekki mergur málsins.“
Hún segir verkefnið lofsvert en hefði eigi að
síður valið aðra leið sjálf. „Það er mikilvægt
þegar farið er af stað með umhverfistengd verk-
efni að framkvæmdin rekist ekki á aðra um-
hverfishagsmuni. Þetta tiltekna verkefni þykir
mér brýnt að skilgreina vítt þannig að með því
sé hægt að ná fleiri umhverfismarkmiðum en
bara því að binda kolefni. Mér hefði t.d. þótt
æskilegt að tengja verkefnið inn í vistheimt,
þ.e. að endurheimta vistkerfi sem hafa ann-
aðhvort horfið eða laskast með einhverjum
hætti og eru fyrir vikið ekki starfhæf.“
Þóra Ellen bendir á þá leið að endurheimta
votlendi sem leið til að binda kolefni. „Það er
verkefni sem hefði mjög mikil jákvæð umhverf-
isáhrif og myndi skila meiri bindingu á kol-
efnum. Með þeim hætti endurheimtum við mik-
ilvæg vistkerfi sem gengið hefur verið á. Þetta
er að mínu viti fullkomlega raunhæft verkefni
því búið er að ræsa fram miklu meira en þarf að
nota. Með þessu myndum við meðal annars
endurheimta búsvæði fyrir fuglastofna sem
hefur hnignað. Þetta er því verkefni sem ætti
að vera auðvelt að ná breiðri samstöðu um.“
Þóra Ellen setur líka spurningarmerki við
sumar af þeim erlendu trjátegundum sem verið
er að gróðursetja undir merkjum Kolviðar.
„Þær eru að vísu ekki orðnar ágengar á Ís-
landi ennþá en þarna eru tegundir sem gætu
orðið það síðar. Að mínu áliti eru Íslendingar
alltof værukærir gagnvart innflutningi og dreif-
ingu á framandi lífverum. Ágengar tegundir eru
taldar ein helsta ógnin við líffræðilega fjöl-
breytni og sagan sýnir að hvergi er hættulegra
að dreifa slíkum tegundum en á einangruðum
úthafseyjum.“
Endurheimt
votlendis
er líka leið
til að binda
kolefni
Kolviður tjaldar ekki til einnar nætur
Í HNOTSKURN
»Stofnaðilar Kolviðar eru Skóg-ræktarfélag Íslands og Land-
vernd. Bakhjarlar sjóðsins eru ríkis-
stjórn Íslands, Orkuveita Reykjavíkur
og Kaupþing.
»Nafnið Kolvið má rekja til Kolvið-ar á Vatni, fornkappa sem felldur
var við Kolviðarhól og heygður.
»Aðstandendum Kolviðar þykir viðhæfi að fá fornkappann með í lið
til að minna á að um þriðjungur lands-
ins var skógi vaxinn á landnáms-
árunum. Í dag eru einungis um 1,3%
landsins skógi vaxin.
Út í loftið