Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 27

Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 27
  ! " # $ % ! "& '%  () <   9  ,   =   > 9   5    , / 6<  6 9   6<: "   ?2=    # $# $$ ,<  5    , / 6<   3 "   ! ! Sævar stríðnislega og klípur mann sinn í síðuna. Hann kveinkar sér. „Hættu þessu, Sævar.“ Eru nagladekk nauðsynleg? „Vendum nú kvæði okkar aðeins í kross,“ segir Lovísa. „Tölum um nagladekkin.“ Af svipnum að dæma mætti ætla að hún væri að tala um hjálpartæki ástarlífsins – argasta óþarfa. „Munum að það eru hættuleg efni í malbikinu sem losna úr læðingi þegar það tætist upp,“ bætir Lovísa við. „Ég verð að vera á nöglum á vet- urna, annars myndi ég aldrei þora af stað í hálkunni,“ segir Gyða ákveðin. „Ég skil þetta sjónarmið mætavel. Sérstaklega ef fólk er vant að keyra á nagladekkjum“ segir Geir. „Stað- reyndin er aftur á móti sú að það er afar sjaldan hálka á höfuðborg- arsvæðinu, hvað þá ófærð, og heils- ársdekk eða fjölkornadekk duga al- veg prýðilega. Nagladekkin fara alveg skelfilega með göturnar, leysa upp malbikið, og valda miklum skaða í loftslaginu. Við verðum að fara að hugsa um þetta af fullri al- vöru.“ „Viltu þá banna nagladekk?“ spyr Jónatan. „Já, mér þykir ekkert óeðlilegt að þau verði bönnuð í Reykjavík og ná- lægum bæjarfélögum.“ „En hvað ef maður þarf að skreppa út á land?“ spyr Sævar, full- ur efasemda. „Þá skiptirðu bara yfir á nagla. Mín hugmynd er sú að komið verði upp stórum dekkjaverkstæðum í út- jaðri borgarinnar, t.d. í Árbænum og Mosfellsbæ, og ef fólk þarf að fara út fyrir bæjarmörkin kemur það bara við þar og fær nagladekk.“ „Svona Pit stop, eins og í Formúl- unni,“ segir Loftur. „Myndi Gunn- laugur Rögnvaldsson kannski reka sjoppuna?“ Óvæntur liðsstyrkur „Ertu brjálaður maður, hver held- urðu að tími að skipta um dekk í hvert skipti sem hann bregður sér út fyrir bæjarmörkin?“ spyr Jónatan. „Það er einmitt málið. Ég sé alveg fyrir mér að hið opinbera myndi annast þennan rekstur og þjónustan yrði ókeypis.“ Menn stara á Geir eins og hann sé geimvera. Allir nema Lovísa sem kinkar kankvís kolli. Ánægð með sinn mann. „Láttu ekki svona, Geir,“ segir Loftur. „Í alvöru talað. Hversu miklum fjármunum haldið þið að borgin tapi á nagladekkjunum á veturna? Hald- ið þið að kostnaður við ókeypis dekkjaþjónustu af þessu tagi yrði meiri?“ spyr Lovísa. „Örugglega ekki,“ segir Ísafold eftir stutta umhugsun og gengur skyndilega í lið með Geir og Lovísu þeim til ómældrar ánægju. Loftur sér hana sem snöggvast fyrir sér úti að ganga með þeim – í eins íþrótta- galla. Honum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Hópurinn var illa undir útspil Geirs búinn en þegar málið er rætt betur og sett í samhengi vekur það menn til umhugsunar. Það skyldi þó aldrei vera? Geir og Lovísa eru augljóslega betur undirbúin en aðrir, enda fund- arstjórar, en þegar hinir hætta að svekkja sig á því að íslenskum sið kemur í ljós að þau eru ef til vill ekki svo vitlaus. Eða hvað? London eða Hveragerði? Tíminn flýgur en ekki er hægt að slá botninn í fundinn fyrr en búið er að ræða samgöngur í lofti. Flugvélar eru nefnilega síst til þess fallnar að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Og loftferðum hefur fjölgað ískyggi- lega á umliðnum áratugum. „Á nú að hafa af manni vinnuna líka?“ þrumar Sváfnir. „Þið viljið sennilega banna flug.“ Hann beinir orðum sínum til Lovísu og Geirs. „Það viljum við ekki. Við veltum því hins vegar fyrir okkur hvort við þurfum að fljúga eins mikið og við gerum,“ svarar Lovísa. „Við vitum að það er tíska að ferðast til útlanda, gera flestar ís- lenskar fjölskyldur það ekki einu sinni til tvisvar á ári?“ heldur Geir áfram. „En er það alveg nauðsyn- legt? Kæmi til álita að ferðast meira innanlands í staðinn?“ Fundarmenn stara á hann tómum augum. „Innanlands?“ spyr Gyða eftir nokkra þögn. Kemur orðinu greinilega ekki fyrir sig. Af fenginni reynslu átta menn sig á því að Lovísa og Geir eru ekki að grínast. Þvert á móti. „Við Ísafold ætlum að fara í helg- arferð til London eftir nokkrar vik- ur. Eigum við þá að sleppa henni?“ spyr Loftur. „Það er auðvitað ykkar val. Við er- um bara að biðja ykkur um að staldra við og skoða hvort valkostir séu fyrir hendi. Kæmi til dæmis til álita að fara til Hveragerðis í stað- inn?“ spyr Lovísa í fullri alvöru. „Hveragerðis!!?“ Nú er Lofti öllum lokið. Þetta fólk er ekki með öllum mjalla. „West Ham er ekki í Hveragerði, er það?“ spyr Ísafold sem hefur lúmskt gaman af þessari umræðu. „Það er liðið hans Lofts.“ „Nei,“ flýtir Jónatan sér að segja, „en íþróttafélagið Hamar er þar. Er það ekki næsti bær við, gælunafn West Ham er Hamrarnir. Ekki satt, Loftur?“ Lofti er ekki skemmt. Hann tekur sér ímyndaðan hamar í hönd og lem- ur Jónatan í hausinn. Flugvélin fer samt „Segjum sem svo að við hættum við ferðina til London,“ segir Ísafold og beinir umræðunni inn á alvarlegri brautir. „Vélin fer samt sem áður á áætlun og losar alveg jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum, burtséð frá því hvort við erum um borð eða ekki.“ „Ippon,“ hrópar Loftur upp yfir sig og þakkar almættinu fyrir að breyta eiginkonu hans eitt augnablik í Vernharð Þorleifsson. „Það er alveg rétt,“ segir Geir brosandi. „Ef allir hugsuðu svona myndi flugferðum aldrei fækka. En eins og við þekkjum úr þessu átaki okkar þá gerir margt smátt eitt stórt. Ef þúsund Íslendingar myndu á einu ári ákveða að fara frekar til Hvera- gerðis en London myndi flugferðum frá landinu mögulega fækka.“ „Hvað yrði þá um Sváfni?“ spyr Danni stríðnislega. „Hann fengi kannski vinnu sem sundlaugarvörður í Hveragerði,“ svarar Sævar að bragði. Þeir hlæja. Með þeim orðum flauta Lovísa og Geir fundinn af. Hópurinn dreifist á ný í allar áttir og enginn vafi leikur á því að skoðanir eru skiptar. En fólk hefur alltént fengið feikinóg að hugsa um. Er þá ekki markmiðinu náð? A.m.k. í bili …  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 27 Í næstu viku höldum við áfram að skoða samgöngumálin en Loftur og Ísafold taka þá ákvörðun um að selja báða bensínbílana sína og kaupa sér visthæfan bíl í staðinn. Við kíkjum m.a. á valkostina. Út í loftið | 5. grein » Haltu dagbók yfir allar ferðir fjölskyldunnar sem farnar eru á heilliviku. » Útbúðu kort sem sýnir þær leiðir sem þið farið daglega; merktu inná það verslanir og þjónustustofnanir sem þið notið. » Bættu strætisvagnaleiðum og hjólreiðastígum inn á kortið.» Fáðu þér leiðabók, þær fást á öllum skiptistöðvum Strætó bs., ogkynntu þér kostina frá þínu hverfi að áfangastað. » Kenndu barninu þínu að nota strætó. Í því getur falist frelsi, bæðifyrir þig og barnið. » Berðu hiklaust saman tímann sem það tekur þig að fara meðstrætisvagni og tímann sem það tekur að ferðast með einkabíl. Hafðu einnig í huga umhverfislegan ávinning og ekki síður þann sparn- að sem heimilið getur haft af breyttum ferðamáta. » Hafðu í huga að gangan á biðstöðina getur einmitt verið sú hreyf-ing sem þig hefur alltaf vantað. » Næst þegar þú grípur bíllyklana til að skjótast í stutta óundirbúna ferð skaltu hugleiða hvort ekki sé hægt að fara hana frekar gangandi eða hjólandi, eða sleppa henni alveg. » Fjárfestu í góðu hjóli. Úr brunni Heimsálfsins E f við skoðum hve mikið eitt ál- ver losar af gróðurhúsa- lofttegundum samanborið við bíla kemur í ljós að það þarf mjög marga bíla til að menga jafn- mikið og eitt álver. Á Íslandi nota ál- ver rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum og því losa þau ekki gróðurhúsalofttegundir út í andrúms- loftið vegna bruna kola og olíu eins og bílarnir. Hinsvegar verða til kol- díoxíð (CO2) og svokölluð PFC-efni í efnaferlum við sjálfa framleiðsluna. Ef við tökum Fjarðaál á Reyðarfirði sem dæmi, þá er gert ráð fyrir að á hverju ári losi álverið 530 þúsund tonn af CO2. Þá mun álverið losa sem samsvarar 34.000 tonnum PFC-efna, þegar búið er að umreikna magn PFC yfir í svokölluð CO2-ígildi. Ástæða þess að það þarf að um- reikna magn PFC yfir í CO2-ígildi er sú að PFC er margfalt virkari gróð- urhúsalofttegund en koldíoxíð. Þess vegna þarf að margfalda magn PFC- efna með ákveðnum stuðli til að fá tölu sem er samanburðarhæf við los- un koldíoxíðs. Samtals má því búast við að Fjarðaál losi 564.000 tonn CO2-ígilda á ári, þegar búið er að leggja saman losun CO2 og PFC-efna. Hversu marga bíla skyldi þurfa til að losa sama magn koldíoxíðs út í andrúmsloftið á hverju ári? Ef miðað er við meðalstóran fólks- bíl sem eyðir 9,5 l/100 km af bens- íni og meðalkeyrsla á ári er 15.000 km, þá er losun hans 3.277,5 kg af CO2 á ári. Því þarf um 172.000 slíka bíla til að losa sama magn af CO2 á hverju ári og Fjarðaál mun gera. Þetta eru álíka margir bílar og allir fólksbílar á Íslandi.  Heimild: Vísindavefurinn. Menga bílar meira en álver? W W W. I C E L A N DA I R . I S Ferðaávísun gildir HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Það er stutt til Manchester og jólanna SPENNANDI TILBOÐSVERÐ FRÁ 39.900* KR. Á MANN Í FJÓRAR NÆTUR ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 97 33 10 /0 7 * Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar og gisting í 4 nætur á Thistle Manchester Hotel með morgunverði. Prófaðu eitthvað nýtt fyrir jólin. Jólaskapið í Manchester gerir þessa líflegu borg ennþá skemmtilegri. Það er ensk hátíðarstemning á pöbbunum, fjör í tónlistinni, góður matur á fyrsta flokks veitingastöðum og hagstætt að líta inn í verslunarhúsin og búðirnar. Jólamarkaðir í Manchester eru á fjórum stöðum í miðborginni, á Albert Square og St Ann's Square og í Exchange Street, New Cathedral Street, Brazennose Street. Hugsaðu gott til Manchester og jólanna. Nýttu þér þetta einstaka tilboð sem gildir á tilteknum brottfarardögum í nóvember og desember. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.