Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 28
É g er fædd í Kíev, höf- uðborg Úkraínu. Það var mikil list í kringum mig; afi var kvikmynda- leikstjóri, langamma leikkona, bróðir hennar óperusöngv- ari, pabbi lögfræðingur og ljóðskáld og mamma prófessor í bókmenntum. Það var því meira en sjálfsagt að ég legði stund á eitthvert listnám og ég byrjaði í tónlistarskóla, þar sem ég lærði á píanó í 7 ára, frá fimm ára aldri til 14 ára. Mamma valdi píanóið fyrir mig og þótt frumkvæðið væri ekki mitt, þá ætlaði ég að verða pí- anóleikari og lagði hart að mér við námið, varð til dæmis í öðru sæti í pí- anókeppni sem 200 manns tóku þátt í. En allt kom fyrir ekki, píanóið heillaði mig aldrei alveg. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég var svoddan fiðrildi og fannst erfitt að sitja lengi kyrr. Ég var líka í dansi og stundaði myndlist. Það var svo margt sem mig langaði að gera. Svo var ég sísyngjandi, mér fannst gaman að syngja einsöng með kórum, ég fékk aldrei sviðsskrekk, ég elskaði sviðið og sviðið elskaði mig. Það var einhver leyniþráður okkar í millum, sem hef- ur aldrei slitnað.“ Söngurinn tók öll völd „Þegar kom að því að velja fram- haldsnám var ég ekki í nokkrum vafa um hvað ég vildi. Söngurinn hafði tekið öll völd. En foreldrar mínir beittu hagsýninni fyrir sig og fyrir þeirra orð fór ég líka í málaskóla, þeim fannst ráðlegt að ég hefði eitt- hvert lifibrauð fast í hendi og svo væri söngurinn bónus. En þegar fram í sótti og þau sáu að söngurinn var mitt hjartans mál, þá studdu þau mig heilshugar Ég var ung og hraust og stundaði námið af kappi, ég var með báðar hendur fullar og það var ekkert pláss fyrir karlmann í mínu lífi. 22ja ára stóð ég uppi með tvær há- skólagráður; aðra frá tungumálahá- skóla; BA í ensku- og spænsku- kennslu og hina frá Tónlistarakademíunni í Odessa, það- an sem ég útskrifaðist sem óp- erusöngvari og með söngkenn- arapróf líka.“ Fyrsta hlutverkið sem Alexandra söng í óperu í Kiev, var strákur í úkraínskri ævintýraóperu. „Ég var með hár hingað,“ segir hún og mátar höndina við mitt læri. „Þeir hrúguðu því bara upp á höfuðið á mér og settu svo stóra húfu yfir allt saman. Það var alveg ótrúlega skrýtið að vera strákur; ég þurfti að læra að ganga eins og þeir og fleira í þeirra fari. En þetta gekk ágætlega og það sem mest var um vert var að börnin keyptu þetta. Börn eru nefnilega heiðarlegustu áheyrendur sem hugsast geta því þau þola engar aug- ljósar blekkingar.“ En svo tóku kvenhlutverkin við. Hjá óperufélagi í Odessa fékk hún hlutverk í óperu eftir ævintýri H. C. Andersen um snædrottninguna; ég söng Gerdu, sem leitar bróður síns eftir að drottningin hefur numið hann á brott. Eftir námið var hún fastráðin við óperuna í Kiev og kom líka fram sem einsöngvari með karlakór. Fyrsta hlutverkið í óperu fyrir fullorðna var Gilda í Rígólettó og þegar hún kom hingað hafði hún sungið 15 óp- eruhlutverk, flest eða öll í stærri kantinum. Hitti íslenzkan draumaprins – Hvernig bar þig til Íslands? „Ég hitti draumaprinsinn,“ segir Alexandra og hlær feimnislega. „Ég var í Barselóna að aðstoða börn frá Tjernobyl, þegar ég hitti mann á ströndinni.“ Þar var kominn Íslend- ingurinn Jón Hilmarsson. „Það varð ást við fyrstu sýn, hann bað mín eftir þrjá daga og ég sagði já. Hann var ekki einu sinni með hring við hönd- ina! Þetta var alveg stórkostlegt, eiginlega eins og í draumi. Svo fór- um við hvort til síns heima en skömmu seinna kom hann til Úkra- ínu með hringa í vasanum, hitti for- eldra mína og bað um hönd mína. Ég held þeim hafi ekkert litizt á blikuna fyrst. Þarna var kominn einhver maður ofan af Íslandi og bað um hönd dóttur þeirra. En ég held að hann hafi verið enn fljótari að heilla þau upp úr skónum en mig. Og hér er ég!“ Leiðin til Barselóna lá í Ljósm: Björn Björnsson La Traviata Sýning Óperu Skagafjarðar vakti mikla athygli og í vor á að setja upp Rigóletto. Ljósm: Örn Þórarinsson Ljósm: Björn Björnsson Sjálfstæð Kannski skiptir ekki öllu hvort þú syngur í Skagafirði eða á Scala. Hamingjan á alls staðar heima, segir Alexandra Chernyshova sópransöngkona á Hofsósi. Skagfirzki söngþröst- urinn frá Kænugarði Ný rödd hljómar í skagfirsku sönglífi og er komin allar götur austan frá Úkraínu. Freysteinn Jóhannsson heimsótti sópransöng- konuna Alexöndru Chernyshovu á Hofsósi. Umvafin Alexandra Chernyshova syngur með Karlakórnum Heimi: „Mér finnst alveg ótrúlega fallegt, þegar há sópranrödd er umvafin karlaröddum.“ daglegtlíf |sunnudagur|4. 11. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.