Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 29

Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 29 gegnum söngnám í Þýzkalandi og á Ítalíu og næst á dagskránni var að fara til Madrid í söngskóla fyrir at- vinnufólk. En í stað Madrid flutti hún til Ís- lands; fyrst til Keflavíkur og þegar Jón varð skólastjóri á Hofsósi lá leiðin þangað. Alexandra segir tvennt hafa komið sér mest á óvart fyrstu Íslandsdagana. Annað var fá- mennið og hitt ljósadýrðin. Hún var vön fjölmenni heimanað og í Úkra- ínu er rafmagnið dýrt og sparað eins og frekast er kostur. „Það var svolítið skrýtið að horfa út um gluggann og sjá ekki neinn á ferli. Nú kann ég fámenninu vel Þótt ég vissi ekkert um Ísland áð- ur en ég kynntist Jóni var ég hvergi smeyk við að flytja með honum til Íslands. Ég var orðin nokkuð verald- arvön og svo er ástin auðvitað blind! En það skiptir ekki öllu hvar þú ert. Hamingjan á alls staðar heima og ef þú hefur einhverja sýn, þá er bara að finna henni farveg. Ég þreif- aði aðeins fyrir mér í tónlistarlífinu fyrir sunnan, en hafði ekkert upp úr krafsinu. Ég hefði getað fengið verk- efni á Ítalíu, en ferðalög og fjarvera frá manni og syni freistuðu mín ekki. Þegar ég kom hingað norður, þá hugsaði ég: Alexandra það þýðir ekkert fyrir þig að bíða við símann. Þú færð ekki tækifærin þannig. Þú verður sjálf að skapa þér tækifæri. Þú ert óperusöngkona og óp- erusöngvari þarf óperu. Svo ég fékk fólk til liðs við mig og við stofnuðum Óperu Skagafjarðar, þar sem ég er listrænn stjórnandi og Jón minn framkvæmdastjóri.“ Með lykil að Metropólitan Í sumar sýndi Ópera Skaga- fjarðar blöndu af tónleika- og leik- uppfærslu á óperunni La Traviata í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Við fundum ein- söngvara með gott nám að baki. Ég ætla aðeins að nafngreina þrjá ein- staklinga hér að öllum öðrum ólöst- uðum; Tom R. Higgerson, píanóleik- ari, og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, voru okkar hjálp- arhellur í tónlistinni og síðast en ekki sízt leikstýrði Guðrún Ás- mundsdóttir okkur og gaf okkur leik, sem heillaði ekki síður en söng- urinn. Ópera er nefnilega ekki bara söngur, ef vel á að vera er hún líka leikrit sem á að vera skemmtilegt fyrir augað meðan eyrað hlustar á tónlistina.“ Nóturnar fundust eftir mikla leit í London og móðir Alexöndru kom með búningana frá Kiev og færði óp- erunni þá að gjöf. „Það er gaman hvað fólk var hrif- ið, bæði þeir sem sáu þarna óperu í fyrsta sinn og svo hinir sem þekktu til óperuformsins. Ég man sérstaklega eftir útlenzk- um manni, sem kom til mín eftir sýn- inguna á Hvolsvelli, þar sem við sýndum með píanóundirleik. Hann var alveg heillaður. Hann var frá New York og hafði aldrei komið á óperusýningu. Hvað segirðu, sagði ég alveg hlessa, þú sem býrð með Metropólitan innan seilingar! Mán- uði síðar eða svo fékk ég kort frá þessum manni: Kæra Alexandra. Takk fyrir að opna mér óperuheim- inn. Nú er hann örugglega fastgest- ur í óperunni! Svona getur lífið verið sérstakt; New York búi kemur á sýningu Óp- eru Skagafjarðar á Hvolsvelli, sem opnar fyrir honum Metropolit- anóperuna í New York! Þetta eru svona töfrar sem heilla þegar vel tekst til.“ Næsta verkefni Óperu Skaga- fjarðar er ákveðið. Það verður Rigó- lettó í vor.. Stefnir á eigin söngskóla Alexandra Chernyshova hefur haldið eina 30 einsöngstónleika á Ís- landi, gefið út geislaplötu með blönduðu efni, þar á meðal Drauma- landi Sigfúsar Einarssonar. Og hún hefur komið fram með karlakórnum Heimi. „Mér finnst alveg ótrúlega fallegt, þegar há sópranrödd er um- vafin karlaröddum. Ég er alveg til í að syngja meira með Heimi!“ Svo hefur hún kennt við Tónlistar- skóla Skagafjarðar, en einhverjar blikur eru þar á lofti og Alexandra segist vilja stefna á sinn eigin söng- skóla. Hún undirbýr nú aðra geislaplötu sem hún ætlar að tileinka Rachm- aniov og Tjaikovsky. Og fyrir jólin kemur út plata með völdum köflum úr sýningu Óperu Skagafjarðar á La Traviata. Og framundan eru sýn- ingar á Blönduósi og eftir áramótin í Reykjavík. Þegar ég bið hana að bera saman íslenzka tónlist og úkraínska svarar hún: „Eitthvað kann að vera allri tón- list sameiginlegt, en auðvitað er sér- stök sál í tónlist hverrar þjóðar. Spurðu mig aftur eftir tíu ár. Núna er ég rétt að byrja að kynnast ís- lenzkri tónlist. En ég get svo sem vel látið uppi að sem stendur eru lögin hans Sigvalda Kaldalóns í mestu uppáhaldi hjá mér.“ – Hvernig tóku Íslendingar á móti þér? „Íslendingar eru upp til hópa ágætis fólk, þótt ég neiti því ekki að ég hef fundið vott af því að vera, ung, útlenzk kona. En það er ekkert sem hefur slegið mig út af laginu. Ég hugsaði svolítið framan af um opnar dyr í Ítalíu, en lét mér nægja að hugsa til þeirra. Ég vil frekar syngja hér. Ég finn að ég á heima hérna. Fámennið og rólegheitin eru mér ekki lengur framandi heldur dýr- mæt. Og svo er náttúran svo falleg. Mig hefur alltaf langað til að búa ná- lægt hafinu og hér er það ekki langt undan. Ég upplifi frelsi hér sem ég held að eigi engan sinn líka. Eina skiptið sem ég man að hafa viljað vera annars staðar en á Hofs- ósi var þegar mamma hringdi í mig eftir tónleika Pavarotti í Kiev 2004. Hún var yfir sig hrifin og þá langaði mig til að vera á tónleikum hjá Pav- arotti. Nú er það orðið of seint.“ Það eru mikill söknuður og eftirsjá í rödd hennar þegar hún segir þetta. Vantar lengri sólarhring „Afi minn, kvikmyndaleikstjórinn, gerði um mig kvikmynd þegar ég var 16 ára, ekki um mig heldur stúlku sem, stóð á tímamótum og átti sína drauma.“ – En ekki að verða óperusöng- kona í Skagafirði? „Ónei. Ekki það. En kannski að verða óperusöngkona. Og kannski skiptir það ekki öllu máli hvort þú syngur í Skagafirði eða á Scala. Við höfum gert kvikmynd um sýn- inguna á La Traviata og erum að gera okkur vonir um að íslenzka sjónvarpið fáist til að sýna þær sam- an; myndina hans afa og svo La Traviata.“ Alexandra hefur samið lög, þar á meðal verðlaunalag um Kiev og seg- ist eiga í fórum sínum sjö lög sem hún er sátt við. Hefur hún samið eitthvað á Hofsósi? „Nei, ekki ennþá. Mig vantar svo lengri sólarhring! Það blundar í mér að gera eitt- hvað nýtt; ég sé fyrir mér einhvers konar blöndu af klassískum söng og nýrri tónlist. Er ekki einhvers stað- ar tónskáld sem vill hafa samband og semja fyrir mig? Þótt öll mín tónlistarmenntun sé klassísk, þá hef ég gaman af alls konar tónlist. Samnemendur mínir í tónlistarakademíunni voru stein- hissa á mér að vera að hlusta á fleira en klassík. En ég finn alltaf eitthvað notalegt og fallegt í fjölbreytninni.“ Fallegum haustdegi er tekið að halla á Hofsósi, þegar við kveðjumst. Alexandra Chernyshova stendur í gættinni og kallar á eftir mér: „Þú mátt óska mér til hamingju með að vera orðinn íslenzkur rík- isborgari.“ freysteinn@mbl.is Fjölskyldan Alexandra og Jón með soninn Alexander. Ljósmynd/Björn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.