Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 31 Hann gerði það ekki endasleppt þetta árið því um sumarið stofnaði hann hljómsveitina Derek and The Dominos, sem gaf út plötuna Layla and Other Assorted Love Songs og snerist fyrst og fremst um óend- urgoldna ást Claptons á eiginkonu bítilsins Georges Harrisons, Patti Boyd. Hljómsveitin leystist upp eft- ir hljómleikaferð um Bandaríkin og misheppnaða tilraun til að gefa út aðra plötu. Tilfinningaflækjur Þótt Clapton hefði haldið því orð- spori að vera talinn besti gítarleik- arinn í gjörvöllu Bretaveldi og þótt víðar væri leitað, fékk Layla og hinir ýmsu ástarsöngvar ömurlega dóma og verulega fór að halla undan fæti hjá okkar manni. Kaótískt og sukk- samt líferni höfðu tekið sinn toll og næstu þrjú árin var hann heltekinn af heróínfíkn sinni og þráhyggju- kenndri ást á Patti Boyd. Og þá er eflaust komið að safaríkasta hluta bókarinnar að margra mati, þeim kafla í einkalífi hans, sem er á fárra vitorði. Hafa ber í huga að á sjöunda ára- tugnum tók unga kynslóðin að mæra frjálsar ástir og kynlíf og not- aði dóp í meira mæli en áður hafði þekkst, sérstaklega þeir sem voru í hringiðu tónlistar- og tískubrans- ans. Allt var þetta nóg til að æra óstöðugan. Clapton var þar engin undantekning. Hann lýsir því hvern- ig hljómsveitarmeðlimir voru um- kringdir kvenfólki þegar hann fór fyrst að túra um Bretland. „ . . . sem þýddi að kynlíf mitt var býsna óvenjulegt; pikkandi upp hverja þá stelpu, sem hendi var næst,“ segir hann og bætir við að oftast hafi þetta verið saklaust káf, sjaldan far- ið alla leið. Á Cream tímabilinu bjó Clapton við King’s Road í London og þangað heimsótti George Harrison hann oft á leiðinni heim til sín. Þeir spiluðu saman, stundum fengu þeir sér sýru og smám saman tókst með þeim vin- átta. Þegar Clapton, sem í fyrsta skipti á ævinni átti nóga peninga, keypti glæsilegt hús, Hurtwood í Surrey, nálægt æskuslóðum sínum og þeim Harrison og Boyd, urðu þeir hálfgerðir heimagangar hvor hjá öðrum. Clapton segir að þau hjónin hafi oft reynt að koma honum á séns, en af sérstökum ástæðum orðið lítið ágengt, enda var hann orðinn gagn- tekinn af ást á Boyd. „Þótt ég hafi í byrjun verið drifinn áfram af losta og öfund, breyttist það um leið og ég kynntist henni,“ segir hann og að honum hafi þótt hún fegurst kvenna. Hann áttaði sig á að annað hvort yrði hann að hætta að hitta þau George eða gefa tilfinningum sínum lausan tauminn og tjá Boyd ást sína. Svo varð ekki að sinni, því Alice Ormsby-Gore, 16 ára hippaleg yf- irstéttarstúlka, og undrafögur, flutt- ist inn til hans rétt eins og af sjálfu sér nokkrum dögum eftir að þau fóru fyrst út saman. Honum þótti sá ráðahagur frá byrjun afar þving- aður og óþægilegur enda var „hjarta hans og flest annað hjá Pattie“. Ekki einungis hafði hann áhyggj- ur af aldursmuni þeirra, en hann var 24 ára, heldur leist honum ekki á blikuna þegar Alice sagði honum að hún væri hrein mey. Að vísu skipti það litlu máli því samband þeirra var meira eins og systkina, þótt Clapton segist í bókinni hafa vonað að það næði að blómstra sem eðli- legt samband karls og konu. Samt var hann fjarri því að vera við eina fjölina felldur. Girntist konu vinar síns Pattie Boyd vék ekki úr huga hans, hann bara réð ekki við sig og gat þar af leiðandi ekki litið á sam- bönd sín við konur öðruvísi en tíma- bundin. Þótt hann teldi sig ekki eiga mikla möguleika, var hann algjörlega fast- ur í því að hann gæti aldrei elskað aðra konu eins mikið og Pattie. Þeg- ar slitnaði tímabundið uppúr með þeim Alice 1970 tók hann upp sam- band við Paulu, systur Pattie, hún fluttist inn til hans og hann taldi sér trú um að fyrirkomulagið færði hann nær draumadísinni. Sú varð enda raunin í bókstaflegri merkingu þegar Boyd og Harrison keyptu sér annað hús, sem var enn nær Clap- ton en það fyrra. Gagnkvæmar heimsóknir urðu tíðari og Clapton vílaði ekki fyrir sér að fara á bak við Harrison og spúsu sína og daðra við Pattie. Nótt eina hringdi hann svo í hana og játaði ást sína. Þrátt fyrir fyr- irstöðu eins og eitt stykki hjónaband samþykkti Pattie að hitta hann og ræða málin. Fundi þeirra í það sinn- ið lauk með kossum og keleríi – og vonglöðum hjónaspilli. Næst hittust þau fyrir einskæra tilviljun og þá gekk keleríð lengra en svo að aftur yrði snúið. Clapton glutraði síðan út úr sér við Harrison að hann væri ástfanginn af konu hans. Í minningunni voru samræður þeirra tvímenninga í kjölfarið á mörkum fáránleikans. Þótt særður væri, brást Harrison þó ekki verr við en svo að skipta sér ekki af þótt Clapton og Pattie hittust annað slagið. Bænir hans og fortölur dugðu ekki til að hún yfirgæfi bónda sinn og ekki haggaðist hún heldur þótt hann tileinkaði henni Laylu og hina ástarsöngvana. Með illu eða góðu ætlaði Clapton að ná Pattie til sín og greip á endanum til þess ör- þrifaráðs að hóta henni: Ef hún færi ekki frá George, ætlaði hann að sökkva sér í heróínneyslu. Viðbrögð Pattiar voru dauflegt bros. Sannleikurinn var sá að Clapton hafði þá neytt heróíns um allnokk- urt skeið. Hann var orðinn fíkill án þess að gera sér grein fyrir því og hótanirnar viðhafði hann af tómum barnaskap. Heróín og hörmungar Hann hafði neytt heróíns aðra hvora viku í um það bil ár ásamt kókaíni og öðrum fíkniefnum og áfengi og taldi sig hafa fullkomna stjórn á neyslunni. Síðan fór hann að taka heróín einu sinni í viku, »Eftir eins árs sjálfskip- aða einangrun í heróín- vímu heima hjá sér, var það enginn annar en George Harrison, sem sumarið 1971 reif hann upp til að spila með sér í New York á fjáröflunar- tónleikum fyrir hungruð börn í Bangladesh. Snillingur Clapton, einn helsti gítarsnillingur síðari tíma.  Jól barnanna Opið 10:00-20:00 virka daga │ Laugardaga 10:00-18:00 │ Sunnudaga 12:00-18:00 │ www.IKEA.is 495,- ISIG púði, hjartalaga, ýmsir litir 9 BY GA kubbasett marglitað KLAPPAR IGELKOTT leikfang í bandi marglitað 795,- KLAPPAR GUBBE kubbasett marglitað 995,- KLAPPAR ISBJÖRN mjúkdýr H60 cm hvítt 1.290,- KLAPPAR FISK leikfang í bandi appelsínugult 795,- KLAPPAR PANDA mjúkdýr H32 cm 695,- KLAPPAR IGELKOTT mjúkdýr 2 stk. brúnt 695,- KLAPPAR ELEFANT mjúkdýr H60 cm 1.790,- KLAPPAR BOLL mjúkir boltar ýmsir litir 95,-/stk. MULA leikfang marglitað/beyki 995,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.