Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 37
mjög ósáttur við þetta, fólk grét og var fúlt út í bæði stelpuna og tækni- manninn og þrátt fyrir tilraunir hóps- ins til að láta þetta ekki skemma stemninguna þá skapaðist aldrei sátt um hvernig þetta fór. „Þessi dýnamík kemur upp,“ segir Hrafnhildur og á við að erfiðleikar og átök í sam- skiptum komi upp, greinilega í hvaða aðstæðum sem er – líka í tilbúnum aðstæðum sem þessum. Hins vegar sé þetta einmitt það sem áhorfendur raunveruleikaþátta vilji sjá, mann- legur breyskleiki og dramatík. „En fyrir mig sem áhorfanda, og ég gat auðvitað ekki skipt mér af, var mjög sárt að horfa á eftir stráknum sem þurfti að fara í land og þetta var auð- vitað hálfgerð fórn í þágu þáttarins. Þetta var alveg frábær strákur sem þurfti að yfirgefa hópinn.“ Mikil ábyrgð Hrafnhildur, þessi þaulreyndi kvikmyndagerðarmaður, segist hafa hlotið eldskírn í skjótri ákvarð- anatöku á þessum stutta tíma sem þau eyddu í upptökur og vinnslu. „Við þurftum að bregðast við lífinu á bátn- um, klippa og vinna efnið svo til jafn- óðum. Það var nánast enginn tími til að dvelja við hlutina og velta þeim sérstaklega fyrir sér. Þegar ákvörðun var tekin þurfti að standa við hana.“ Hún tekur dæmi um óþægilegan og óvæntan atburð sem átti sér stað. Um borð var tyrkneskur kokkur sem var mjög fínn í alla staði en af honum náðust myndir þar sem hann var að gægjast inn í káetur þátttakenda. Þetta var atburður sem framleið- endur raunveruleikaþátta hefðu lík- legast flestir tekið fagnandi. Hrafn- hildur segist hins vegar hafa gefið sér óvenjulangan tíma í að hugsa og ræða hvort ætti að fara með þetta í þátta- gerðina því hún taldi þetta geta kom- ið ástæðulausu óorði á Tyrki. Eftir vangaveltur ákváðu þau að leyfa þessu ekki að fara með. Þarna var einstaklingur í mjög sérstökum að- stæðum og hann engan veginn verið fulltrúi heillar þjóðar. Hún bendir á að erlendis hefði þó líklegast verið gert mjög mikið úr gægjum kokksins, að hann hafi verið staðinn að verki við ósæmilegt athæfi. … og ég sagði þvert nei Inni í káetum og úti um allan bát voru myndavélar og þátttakendum gert það ljóst strax í upphafi. Hrafn- hildur segir að það hefði vel verið hægt að sýna mun meira en gert var en hún hafi einfaldlega sagt þvert nei. Hún hafi leitast við að sýna sam- skiptin og dýnamíkina á milli þátttak- enda og það sem þeir voru að fást við, en myndir af einhverjum að klæða sig úr eða öðru sem kæmi sér illa fyrir þá voru ekki notaðar. „Okkur kom bara ekki til hugar að afhjúpa fólk al- gjörlega.“ Ingvar Ágúst Þórisson var einn þeirra myndatökumanna sem eyddi hvað lengstum tíma á báti þátttak- enda og hafði þar af leiðandi góða yf- irsýn á það sem gerðist um borð. Hann tekur undir orð Hrafnhildar og segir: „Það hefði verið auðvelt að gera þetta mjög krassandi og búa til efni sem hefði valdið eftirsjá hjá þátt- takendum síðar meir, en það var ein- faldlega ekki markmiðið. Traustið á milli okkar allra var algjört.“ Raunveruleika hvað? Nafngiftina – raunveruleika- sjónvarp – segist Hrafnhildur telja söluaðferð. Þetta sé raunveruleiki upp að ákveðnu marki, aðstæðurnar séu vissulega tilbúnar en þátttak- endur fái ekki sjálfir handrit eða for- skrifuð hlutverk. Notast sé við grófan ramma og ekki hægt að sjá fyrir hvað gerist, líkt og þau upplifðu úti fyrir ströndum Tyrklands. Myndavélin sé þó aldrei hlutlaus og hún bendir á að í upphafi Ástarfleysins hafi þátttak- endur verið mjög meðvitaðir um myndavélarnar og auðvitað hafi ein- hverjir sett sjálfa sig svolítið á svið. En eftir því sem líða tók á samveruna og þátttakendur voru orðnir vanir vélum og tækniliði úti um allt gleymdu þeir sér frekar og raunveru- legar persónur þeirra komu betur í ljós. „Það er ekki hægt að ná „eðlileg- um“ myndum af fólki nema með fal- inni myndavél. Um leið og maður set- ur myndavél inn í einhverjar aðstæður, þá er maður búinn að breyta raunveruleikanum,“ segir Hrafnhildur og bætir við að þetta hafi verið eitt það skemmtilegasta og óvenjulegasta sem hún hafi tekist á við. Heimildamynd eftir pöntun Framleiðsluteymið var hópur af mjög reyndu fólki sem hafði starfað saman áður og var við þessar sér- stöku aðstæður mjög samrýmt. Stjórnandi þáttarins var Hreiðar Júlíusson og yfirmyndatökumeistari var Þorvarður Björgúlfsson. Þetta þriggja manna teymi vann mjög náið saman og flestar ákvarðanirnar tóku þau í sameiningu. „Það undarlega sem gerðist var að mörk framleið- anda og stjórnanda þurrkuðust nán- ast út en venjulega eru þau skýr, sem og verksvið framleiðanda og stjórnanda. Við Hreiðar urðum að tvíhöfða risa í framleiðslu þáttanna,“ segir Hrafnhildur brosandi og held- ur áfram: „Hugsanlega má skýra þetta með naumt skömmtuðu fjár- magni eins og íslenskir framleið- endur standa oft frammi fyrir. Þá ganga þeir sem eru yfir framleiðsl- unni í fleiri en eitt starf og þegar þess þurfti þá mynduðum bæði ég og Hreiðar, sem var auðvitað bara stór- skemmtilegt enda erum við bæði al- vön myndatökum.“ Hún segist sann- færð um að ef aðrir einstaklingar hefðu verið fengnir í verkið hefði út- koman verið allt önnur. „Framleið- andinn hefur líklega mest áhrif á það bragð sem áhorfendur finna af þætt- inum,“ segir hún og bætir við að kannski komi það ekki á óvart að í þetta skiptið hafi útkoman verið meira í ætt við heimildamynd eftir pöntun en raunveruleikasjónvarp eftir uppskrift. Í HNOTSKURN »Svíar urðu fyrstir til aðframleiða raunveru- leikaþætti sem nefndust Ex- pedition Robinson árið 1996. Sjónvarpsstöðin CBS fetaði í fótspor þeirra og hóf fram- leiðslu á Survivor. Báðir þætt- irnir snúast um að lifa af í óbyggðum. »Um 400 manns sóttu um aðkomast um borð í Ástarf- leyið og taka þátt í íslenskum raunveruleikaþætti þar sem markmiðið var að „búa til pör“. Fjórtán einstaklingar voru valdir til þátttöku. » Í upphafi var stuðst viðhandrit. Því var svo fleygt, stjórnendur sáu tækifæri til að leika af fingrum fram og fylgdu atburðarásinni eftir án þess að stýra henni mikið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 37 Við höfum allt sem þarf til gæludýrahalds, hvort sem er fyrir hunda, ketti, fiska, nagdýr eða fugla. Fljótlega verður síðan opnuð deild fyrir hestamanninn. Við leggjum áherslu á gæðafóður frá Eukanuba og Iams ásamt ýmsar sérvörur fyrir hunda og ketti eins og Puppyangel hundaföt. Í tilefni af opnun verslunarinnar bjóðum við 50% afslátt af sérfóðri frá EUKANUBA og 20% afslátt af öðru fóðri. Tilboðið gildir út nóvembermánuð. Eigendur gæludýra vita nákvæmlega hvað við erum að tala um. Ný og glæsileg gæludýraverslun að Fiskislóð 18. Fiskislóð 18 · 101 Reykjavík · Sími 552 7400 Afgreiðslutími er virka daga frá 10.00 - 18.00 og á laugardögum frá 10.00 - 16.00 H en na r h át ig n - w w w .h at ig n. is Mjá, voff, tíst, hnegg, blúbb... mbl.is ókeypis smáauglýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.