Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 41 mestu leyti úr vösum bandarískra skattborgara. Starfsemi Blackwater komst fyrst í hámæli þegar fjórir málaliðar fyrirtækisins voru drepnir í Fallujah og lík þeirra voru dregin um götur bæj- arins. Í kjölfarið réðist Bandaríkjaher á Fallujah með skelfilegum afleiðingum. Aðstandendur mannanna fjögurra hafa farið í mál við Blackwa- ter og segja að þeir hafi verið sendir inn í Fallujah án viðeigandi stuðnings. Einn aðstandendanna kvartaði undan því að málaliðarnir væru ekki hluti af hernum og bæru enga ábyrgð eða þyrftu að standa reikningsskil gerða sinna. Blackwater hefur ekki aðeins getið sér orð fyrir að gæta fólks. Á undanförnum vikum hafa einnig komið fram ásakanir um að vopn, sem fyrirtækið kom með til Íraks, hafi endað í höndum kúrdísku skæruliðahreyfingarinnar PKK. Hreyfingin hefur bækistöðvar í Írak og hefur framið hryðjuverk í Tyrklandi. Nú ríkir mikil spenna á landamærum Tyrklands og Íraks vegna PKK. Bandaríska utan- ríkisráðuneytið hefur skilgreint PKK sem hryðju- verkasamtök en það verst allra svara um málið. Þó er Blackwater á mála hjá ráðuneytinu. Bandaríkjastjórn treystir ekki bara á málaliða í Írak. Þeir eru einnig á ferðinni í Afganistan. Sú ákvörðun að kaupa þjónustu málaliða vekur margar spurningar. Hermaður er í þjónustu föð- urlandsins, málaliðinn gengur fyrir peningum. Nú er svo komið að tiltekin þekking er ekki lengur fyrir hendi hjá Bandaríkjaher í sumum tilfellum. Sérsveitir þeirra æfa til dæmis í aðstöðu Blackwa- ter sem að einhverju leyti er betri en sú sem her- inn býr yfir. Andúð og tortryggni Íraka A ðfarir og framferði málaliðanna í Írak er ein ástæðan fyrir því hversu illa þokkaðir Bandaríkja- menn eru í landinu. Það er ekki að furða að staða þeirra skuli vera gagnrýnd. Það myndi verða uppi fótur og fit ef öryggisverðir erlendra erindreka gætu sveiflað skotvopnum og skotið mann og ann- an í Reykjavík án þess að íslensk stjórnvöld gætu sótt þá til ábyrgðar. Talsmenn Blackwater hrósa sér af því að enginn þeirra, sem þeir eigi að vernda hafi verið myrtur eða særst alvarlega. Hins vegar hafi 30 liðsmenn fyrirtækisins í Afgan- istan og Írak verið drepnir. Ekki fylgir sögunni hversu mörg mannslíf þeir hafi á samviskunni. Skráin yfir verk þeirra sýnir hins vegar að í þeirra augum eru mannslíf mismunandi merkileg. Mála- liðarnir hugsa sig ekki um áður en þeir skjóta og markmiðið með því að bregðast við nánast án þess að hugsa er að skjóta hinum almenna borgara skelk í bringu, sýna hvað bíði þeirra, sem hegða sér með ógnandi hætti eða gera sig seka um að vera fyrir. Fólk er varnarlaust fyrir árásum þeirra og á engan rétt, getur ekki sótt þá til saka eða knúið fram skaðabætur. Þannig lýsir Salih Aziz, sem vinnur fyrir írösk mannréttindasamtök í Bagdad, því hvernig málaliðarnir koma honum fyrir sjónir: „Alveg frá því að hernám Bandaríkja- manna í Írak hófst hefur mátt sjá undarlega útlít- andi hópa af mönnum með sólgleraugu í bryn- vörðum bílum á götum Bagdad, sem hafa drepið alla sem hafa nálgast þá. Þeir urðu fyrstir til að vekja hatur Íraka.“ Stjórn Íraks nýtur ekki mikils trausts fyrir og þetta mál grefur enn undan henni. Klerkurinn Moqtada al-Sadr er einn þeirra, sem hefur skorað á stjórnvöld að vísa Blackwater úr landi. Ef það gerist ekki mun það staðfesta end- anlega í huga margra Íraka að stjórn Malikis sé einungis strengjabrúða Bandaríkjamanna, eins og Jeremy Scahill, höfundur bókarinnar um Blackwater, bendir á í grein í tímaritinu The Na- tion. Írak á eftir að verða eitt helsta málið í kosn- ingabaráttunni, sem nú fer fram í Bandaríkjun- um. Í hópi frambjóðenda bæði demókrata og repúblikana eru skiptar skoðanir um það hvenær og hvernig eigi að ljúka hersetunni í Írak. Það er hins vegar engin spurning hvað Írakar vilja. Í könnun sem var gerð fimm mánuðum eftir innrás- ina kom í ljós að tveir þriðju hlutar írösku þjóð- arinnar vildu að Bandaríkjamenn færu. Sam- kvæmt könnun, sem var gerð í september, þegar hálft ár var liðið frá því að Bandaríkjamenn hertu aðgerðir til að draga úr ofbeldi, vill næstum helm- ingur Íraka að Bandaríkjaher verði tafarlaust kvaddur á brott, en 34%, flestir Kúrdar, vildu að Bandaríkjamenn yrðu um kyrrt þar til öryggi hefði verið komið á. 44% síta vildu að Bandaríkja- menn færu strax og 72% súnníta. 57% aðspurðra sögðu að ofbeldi á hendur bandarískum hermönn- um væri réttlætanlegt. George Bush hefur sagt að fari Bandaríkja- menn nú þegar bjóði það blóðbaði heim. Margir eru sammála um að þá fyrst muni blóðsúthelling- arnar hefjast. En það sjónarmið hefur einnig komið fram að Bandaríkjamenn ali á sundrungu í Írak með því að hamra stöðugt á því sem að- greinir þá hópa sem búa í landinu. Aðgreiningin á milli súnníta og síta eigi sér ekki rætur í sögunni og ekki beri að áfellast alla súnníta fyrir að Sadd- am Hussein hafi verið úr þeirra röðum. Með öðr- um orðum sé það misskilningur að líta svo á að í tíð Saddams hafi súnnítar drottnað yfir sítum og Kúrdum. Saddam hafi einfaldlega verið harðstjóri og stjórnarfar hans hafi bitnað á írösku þjóðinni allri, Kúrdum, sítum og súnnítum. Bandaríkja- menn geta heldur ekki litið fram hjá því að borg- arastyrjöldin í landinu beinist ekki síst að þeim sjálfum. Þeir skapi áreiti og eftir því sem þeir og útsendarar þeirra – liðsmenn fyrirtækja á borð við Blackwater – sýna meiri yfirgang, þeim mun erfiðara verður fyrir þá að skapa forsendur til eðlilegs lífs í Írak. Bandarísk stjórnvöld segja nú að starfsemi málaliðafyrirtækjanna muni verða háð auknu eft- irliti og mun koma í hlut varnarmálaráðuneytisins að sjá um það. Hingað til hafa málaliðarnir verið gagnrýndir fyrir skeytingarleysi. Bílalestir þeirra rjúki áfram, nemi aldrei staðar og aki á allt sem fyrir verði. Bandarískir sérfræðingar vona að það verði til þess að málaliðarnir neyðist til að sýna meiri aga. Bandaríkjamenn sjá hins vegar ekki fram á að komast af án málaliðanna ætli þeir að veita embættismönnum sínum viðhlítandi vernd. Bandarískur hernaðarrekstur er á gráu svæði og framferði liðsmanna Blackwater sýnir að þetta fyrirkomulag er ávísun á vandræði. Verktakafyr- irkomulagið kann að henta á ýmsum sviðum, en það er hæpið á átakasvæðum. Forsprakkar fyr- irtækja á borð við Blackwater líta hins vegar svo á að þeirra tími sé rétt að byrja. Þeir hafi mannskap til flóknari verkefna og gætu til dæmis tekið að sér friðargæslu á stöðum á borð við Darfur. Ef enginn býður betur. » „Alveg frá því að hernám Bandaríkjamanna í Írakhófst hefur mátt sjá undarlega útlítandi hópa af mönnum með sólgleraugu í brynvörðum bílum á götum Bagdad sem hafa drepið alla sem hafa nálgast þá. Þeir urðu fyrstir til að vekja hatur Íraka.“ rbréf Reuters Fórnarlamb Kona stendur við hlið ættingja, sem særðist í skotárás öryggisvarða á vegum málaliðafyrirtækisins Blackwater í Bagdad. 17 létust í árásinni, sem allt bendir til að hafi verið tilhæfulaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.