Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.11.2007, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐA um lyfjaverð kemur reglulega upp á Íslandi og er oft minnst á óeðlilega hátt verð fyrir þessa nauðsynjahluti. Ráðherrar síga í öxlum og verða þungbúnir ef þetta mál kemur upp. Hins vegar er það stað- reynd, eins og margar kannanir sýna, að verð á lyfjum hér er senni- lega það hæsta sem þekkist. Raunar furðu- legt að greiða himinháa upphæð hér fyrir lyf og sömu lyfin fást í apótek- um erlendis fyrir ein- hverja smáaura. Á Íslandi standa tvö fyrirtæki að allri smá- sölu lyfja og hafa þau dreift apótek- um sínum um allt land. Að vísu eru til stakir lyfsalar, sem af þrautseigju halda sínu og bjóða yfirleitt betra verð en þekkist hjá lyfsöluhringj- unum. Ótrúlegt að þjóðin sem losaði sig úr einokun Danaveldis snemma á 20. öld skuli láta bjóða sér innlenda einokun í staðinn, hvort sem það eru lyf eða matvörur. Þekkt dæmi eru sýklalyf og sveppalyf. TR nið- urgreiðir ekki þessa flokka. Fokdýr lyf, sem geta kostað öryrkja eða líf- eyrisþega allt að sex mánaða tekjur. Vitiborið fólk sér að þetta er öllum of- viða, nema vera í hálaunaflokki. En kannski eru bjartari tímar framundan. Fyrir nokkrum dögum var boðað til fundar af heilbrigðisráðherra sem virðist hafa ýmsar lausnir í hendi. Meðal annarra var sú snjalla hugmynd um samnorrænan lyfja- markað, hugmynd sem Baldur Ágústsson viðr- aði fyrir alllöngu á ann- ars ágætri vefsíðu sinni baldur@landsmenn.is. Ennig kom sú yfirlýsing ráðherra að „íslenski lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi“. Mikið rétt, markaður sem okr- ar á fólki virkar ekki þannig. Á þessum fundi benti landlæknir á þá að- ferð sem notuð er af lyfjafyrirtækjum og felst í því að halda ódýr- um lyfjum af markaðinum. Allir nema peningamenn sjá það að auðvelt væri að aftengja markaðslögmálin. Löngu tímabært er að hætta að taka mark á grátandi lyfsölum og ætti ráðherra að gera gangskör að því að leysa þetta mál öllum til góða. Pétur Blöndal orðar þetta skemmtilega í Blaðinu 11. október og segir: „Reglur um lyfja- kostnað eru svo flóknar að maður spyr sig hvort nokkur hugsun búi þar að baki.“ Einnig talar Pétur um að skera beri upp allt heilbrigðiskerfið og byrj- að verði á lyfjamálum. Góðar hug- myndir virðast vera víða og með en- demum ef ekkert verður gert til að lækka lyfjaverð. Kannski er hátt verð tilkomið af hluta af því að lyfjabúðir eru orðnar svo skrautlegar og margt manna samankomið til að þjónusta viðskipta- manninn. Stundum eins og þetta séu þjónustumiðstöðvar fyrir ófrítt fólk og illa lyktandi. Í æsku man ég eftir apótekum sem voru látleysið upp- málað. Þar voru eingöngu seld lyf af- greidd af ábúðarmiklum lyfsölum, helst gegn lyfseðli, allt annað fékkst í kaupfélaginu eða þartilgerðum snyrtivörubúðum. Aldrei var talað um hátt verð á lyfjum þá. Miklum upphæðum hlýtur að vera tilkostað í þessa glæsilegu speglasali sem sveitamenn kalla apótek. Á endanum kemur svo allur kostnaðurinn úr vasa þeirra sem þurfa nauðsynleg lyf og lyf eiga aldrei að vera munaðarvara sem aðeins hátekjufólk getur leyft sér. Lyf eiga að vera hluti heilbrigð- iskerfinsins, sem ásamt lækniskostn- aði ætti að vera ákveðin upphæð sem fólk borgar árlega og fær síðan af- sláttarskírteini frá TR, þannig að greiðsluþáttur almennings lækkar. Tími er kominn til að launþegar hætti að beygja sig undir okurverð á lyfjum og matvöru. Lyfsala Haraldur Páll Sigurðsson skrifar um hátt lyfjaverð » Lyfjaverð á Íslandier margfalt hærra en í löndum Evrópu. Hvers vegna? Haraldur Pál Sigurðsson Höfundur er fv. liðsforingi. TRÚ samanstendur af þremur megin þáttum: Átrúnaði, athöfnum og upplifun. Þó að þessi þrjú birtingarform trúarlegs atferlis séu mjög breytileg eru þau, eins og sálfræðingurinn Fred. H. Previc bendir á í nýlegri yfirlitsgrein um taugasálfræðilegar rætur trúar, „mjög tengd að því leyti að einstaklingar sem lifa í mjög trúuðum sam- félögum eru mun lík- legri til þess að túlka óvenjulega reynslu (t.d. hugaróra) sem trúarlega“. Slík upp- lifun getur síðan leitt til sterkrar trúarþarfar eða trúarumskipta, en eins og Previc-greinir frá verða ein- ungis 20-60% trúaðra einstaklinga fyrir „trúarlegri“ upplifun og er trúnni því að mestu viðhaldið með átrúnaði og athöfnum. Eitt form upp- lifana sem einstaklingar túlka gjarn- an sem trúarlega er sk. utanlíkama upplifun, sem vísindamönnum hefur nú tekist að framkalla á tilrauna- stofu. Frá þessu var greint fyrr á þessu ári í tveimur vís- indagreinum í hinu virta vísindatímariti Science. Eins og segir í frétt tímaritsins um greinarnar voru til- raunirnar gerðar á hópi heilbrigðra sjálfboðliða og þó að upplifun þeirra hafi verið breytileg „greindu einstakling- arnir í báðum tilraun- unum frá tilfinningu um sambandsslit frá líkama sínum“. Höf- undar annarrar rannsóknarinnar túlka niðurstöður sínar þannig að ímynduð utanlíkama reynsla sýni fram á að líkamleg sjálfsvitund og sjálfið geta aðgreinst frá líkamanum og geta þeir sér til „að dagleg reynsla einstaklinga af heildstæðu sjálfi, sem og ímyndanirnar sem hér greint er frá, byggist á virkni“ ákveðins svæðis í heilaberkinum (temporo-parietal junction). Það er því komin fram sterk vís- bending um að yfirnáttúrulegar eða trúarlegar skýringar á „utanlíkama“ upplifun eigi ekki við rök að styðjast. Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á jarðbundnar skýringar á ann- ars konar „trúarlegum“ upplifunum. Flogaveiki hefur til að mynda verði tengd ýmsum slíkum upplifunum, en eins og Previc bendir á í grein sinni virðast margir af helstu spámönnum og trúarleiðtogum mannkynssög- unnar, s.s. Páll postuli, hafa þjáðst af þessum sjúkdómi. Í þessu samhengi er rétt að ítreka að hið trúarlega um- hverfi sem einstaklingurinn býr við skiptir miklu um það hvernig hann túlkar óvenjulegar upplifanir. Þegar þetta er haft í huga má geta sér til um það að Bandaríkjamenn séu mun líklegri til þess að túlka „utanlíkama“ eða aðrar „trúarlegar“ upplifanir sem yfirnáttúrulegar en Svíar, í ljósi þess að tæplega 90% Bandaríkja- manna trúa á persónulegan guð en einungis 15-55% Svía. Það sem hér hefur verið bent á ætti að undirstrika mikilvægi þess að kenna börnum gagnrýna hugsun strax í upphafi grunnskólans til þess að gera þeim betur kleift að leggja náttúrulegt mat á ímyndanir sem fólk túlkar gjarnan sem yfirnátt- úrulegar eða trúarlegar. Þessu er því miður ekki til að dreifa enda læra börnin okkar á fyrstu árum grunn- skólans miklu meira um meinta til- vist guðs kristinna manna og heims- mynd þeirrar trúar en það sem raunvísindin hafa fram að færa, sem stuðlar að því, eins og Sigmund Freud benti á í Blekkingu trúarinnar (1927), að „þegar vitsmunir barnsins vakna eru kennisetningar trúarinnar orðnar hafnar yfir gagnrýni“. Blekking trúarinnar Steindór J. Erlingsson skrifar um trúarupplifanir »Eitt form upplifanasem einstaklingar túlka gjarnan sem trúarlega er sk. utanlík- ama upplifun, sem vís- indamönnum hefur nú tekist að framkalla á til- raunastofu. Steindór J. Erlingson Höfundur er líf- og vísindasagnfræð- ingur. Sími 533 4800 Góð 80,7 fm. 4ra herbergja íbúð, ásamt 12,5 fm. bílskúr, alls 93,2 fm. Eign- in skiptist í hol, gang, stofu, eldhús, baðherbergi og 3 svefnherbergi. Góðar hornsvalir sem auðvelt er að loka. Góð sérgeymsla á jarðhæð sem er ekki í fermetra tölu íbúðar. Snyrtileg og stór sameign með þvottahúsi og hjóla- geymslu á jarðhæð. V. 27,9 millj. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Hjarðarhagi – bílskúr Glæsilegt 240,3 fm einbýlishús þar af 32 fm bílskúr við Beykihlíð í Fossvog- inum. Húsið skiptist í efri og neðrihæð. Á neðri hæð er forstofa, gestasnyrt- ing, eldhús, þvottahús hol, herbergi, stofa og borðstofa. Á efrihæð er sjón- varpshol, baðherbergi, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi. Tilboð óskast. Beykihlíð – einbýli Góð 58 fm. 2ja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi við Boðagranda. Íbúðin er laus við kaupsamning. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, svefnher- bergi og baðherbergi. Svalir til suð-austurs með miklu útsýni. Húsvörður er í húsinu. Laus strax. V. 18,9 millj. Boðagrandi – útsýni F A S T E I G N A S A L A Mjög vel skipulagt 242 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 28 fm bílskúr. Húsið sem er í byggingu afhendist fullbúið að utan, klætt með flísum, áli og við. Að innan skilast húsið nánast tilbúið til innréttinga. Fjögur svefnherbergi. Gott útsýni. Afhending í desember n.k. Verð 55,0 m. MOSFELLSBÆR GLÆSILEGT NÝTT EINBÝLISHÚS VIÐ STÓRAKRIKA Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is Sigrún Gissurardóttir lögg. fasteignasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomið glæsilegt tvílyft einbýli með inn- byggðum bílskúr samtals 244 fm. Húsið skiptist m.a. þannig: stórt eldhús, rúmgóð- ar stofur, borðstofa, sjónvarpsskáli, þvotta- herbergi, þrjú rúmgóð svefnherbergi, bað- herbergi ofl. Arinn í stofu. Frábær staðsetn- ing og aðkoma. Stór ræktuð lóð. Upplýs- ingar gefur Helgi Jón 893-2233 eða á skrif- stofu Hraunhamars. Verðtilboð. Laust strax. FÍFUHVAMMUR - KÓP. - EINBÝLI Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Nýkomið í einkasölu glæsilegt einbýli á einni hæð m. innbyggðum bílskúr, samtals 212 fm. Húsið skiptist m.a. þannig: 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa, arinn, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi o.fl. Glæsileg hornlóð. Hiti í plani, góð staðsetning. Eign í sérflokki. Myndir á mbl.is. Uppl. gefur Helgi Jón s. 893-2233, eða á skrifstofu Hraunhamars. GLITVANGUR - HF. EINBÝLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.