Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 47

Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 47 OPIÐ HÚS – ERLUÁS 2 – HF. Opið hús laugardag og sunnudag frá kl 15-16, helgina 3.-4. nóvember. Glæsileg 104,4 fm, 4ja herbergja endaíbúð. Rúmgóð stofa með gólfsíðum gluggum og glæsilegu útsýni. Vandaðar innréttingar. Eign á frábærum stað sem vert er að skoða Sölumaður Stefán Bjarni s. 694 4388. Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is Björn Daníelsson löggiltur fasteignasali. Hver á Norðurpólinn? Málstofa um réttarstöðu Norður-Íshafsins Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 9. nóvember kl. 11-14. Dagskrá: 11.00 Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.15 Ron Macnab, meðlimur Norðurskautsnefndar Kanada: The Central Arctic Ocean - Shrinking Ice and Expanding Jurisdiction. 11.45 Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Fiskveiðar á norðurslóð við breyttar aðstæður. 12.15 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.00 Douglas Brubaker, Fridtjof Nansen-stofnuninni: The Northern Sea Routes - Legal Considerations. 13.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Þátttakandi ásamt frummælendum: Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Skipalón Sóleyjarrimi Glæsilegar fullbúnar íbúðir Hafnarfjörður, Hvaleyrarholt Skipalón 16-26, 2ja til 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Skipalón 25-27, 3ja, 4ra og 5 herbergja í almennri sölu. Reykjavík, Grafarvogur Sóleyjarrimi 19-21, 3ja og 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Sóleyjarrimi 23, 4ra herbergja íbúðir í almennri sölu. www.motas.is Sími 533 4040 | www.kjoreign.isSími 565 5522 | www.fasteignastofan.is Allar nánari upplýsingar um eignirnar á www.motas.is > Traustur byggingaraðili > Yfir 20 ára reynsla > Gerðu samanburð ÍS L E N S K A S IA .I S M O T 39 32 5 09 /0 7 Mótás, Stangarhyl 5, sími 567 0765 Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali www.gljufurfasteign.is Til sölu falleg landspilda nærri Þjórsá Til sölu um 10 ha land- spilda í Flóahreppi, rétt vestan Þjórsár. Landið er gróið og afgirt. Falleg sýn til fjalla og út yfir ósa Þjórsár. Landið liggur að vegi. Kalt vatn og rafmagn. Óskað er tilboða. Í MEIRA en hálfa öld hafa menn rætt um flóttann úr sveitunum, hvort unnt sé að draga úr honum og snúa honum við með ein- hverju móti. Samt vek- ur það eftirtekt í hvert sinn sem einhver flyst frá Reykjavíkursvæð- inu á landsbyggðina. Oft ráða atvinnu- eða menntunarmöguleikar búsetunni, en stundum skipta aðrir þættir miklu máli. Rangæingar hafa margir fylgt straumn- um, en héraðið hefur upp á fjölmargt að bjóða. Fegurð fjalla- drottningarinnar Heklu er óumdeild og kaldbrýnn Eyjafjallajökull er mik- ilfenglegur. Eins er gróðursældin í Landeyjunum ósvikin og víðernið á Rangárvöllunum sömuleiðis. Margir róma líka fegurð Fljótshlíðarinnar og vorblíðuna undir Eyjafjöllum. Rangæingum er gjarnt að vitna til Njálu þegar þarf að sannfæra við- mælanda um ágæti héraðsins, eða minnast Odda og Breiðabólstaðar og þess mannlífs sem þar blómstraði. Í Odda sátu Sæmundur fróði og Jón Loftsson og prestarnir Steingrímur Jónsson, síðar biskup, og skáldmær- ingurinn Matthías Jochumsson. Á Breiðabólstað sátu Jón Ög- mundsson, fyrsti biskup á Hólum, og Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti. Ekki þarf að einblína á glæsta for- tíð, því margt er vel gert í nútíðinni. Á veturnóttum horfa ýmsir til liðins sumars, sem var um margt óvenju- legt. Vorið og fyrri hluti sumars var nær samfelld þurrkatíð. Margir fögn- uðu veðurblíðunni, en þeir sem starfa að gróðri höfðu áhyggjur af fram- vindu hans. Þurrkarnir voru erfiðir fyrir ungplöntur, en haustrigning- arnar hafa bætt vorþurrkana upp. Þrátt fyrir vætuna hefur haustið ver- ið óvenjufagurt og haustlitir náttúrunnar sjaldan ljómað skærar en nú. Mannlífið hefur einn- ig verið litríkt og hver viðburðurinn rekið ann- an. Á haustdögum 2006 gekkst Fræðslunet Suðurlands fyrir nám- skeiði um sögu Rang- árþings. Það var ein- staklega vel sótt og fyrirlesarar bæði víkk- uðu sjóndeildarhring þátttakenda og blésu þeim héraðsást í brjóst. Hápunktur námskeiðisins var samt erindi heimamanna, Mar- grétar Ísleifsdóttur og Matthíasar Péturssonar, um þéttbýlismyndun í héraðinu, atvinnurekstur á svæðinu og líf fyrstu íbúa í þéttbýli. Nýr sveitarstjóri, Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, tók við starfi í Rang- árþingi eystra fyrir liðlega ári síðan. Jafnframt tók til starfa ný og öflug menningarnefnd. Síðan hefur hver listviðburðurinn rekið annan. Framkvæmdin hefur hvílt á menningarnefndinni, sem Katrín Óskarsdóttir stýrir. Tónninn var gefinn með opnun á málverkasýningu í Gallerý Ormi, sýningarsal Sögusetursins á Hvols- velli. Þar voru til sýnis Fundnir fjár- sjóðir, málverk Ólafs Túbals, sem komu í leitirnar í gamla bænum í Múlakoti, þar sem var fyrst rekin menningartengd ferðaþjónusta á Ís- landi. Síðan hefur hver listviðburðurinn rekið annan. Það hafa verið mál- verkasýningar, ljósmyndasýningar og sýning á verkum Nínu Sæmunds- son, eins frægasta höggmyndasmiðs landsins, sem var fædd og uppalin í Fljótshlíðinni. Tónlistarviðburðir hafa verið fjölmargir, svo sem minn- ingardagskrá um Sigríði Sigurð- ardóttur og Friðrik Guðna Þórleifs- son, sem voru fastknýtt Tónlistarskóla Rangárþings. Margir þekktustu tónlistarmenn þjóðarinnar hafa heimsótt Hvolsvöll. Jónas Ingi- mundarson lék á haustdögum og eins Sigrún og Selma. Enn er von á Jónasi og þá verður Sigrún Hjálmtýsdóttir með í för. Eins hafa verið listamenn lengra að komnir svo sem frá Rúss- landi um Skagafjörð. Nú stendur yfir sýning helguð börnunum í okkur öll- um, sýning á myndum í Barna-Njálu. Menningarnefndin minntist þess mjög veglega að 200 ár eru liðin frá fæðingu Tómasar Sæmundssonar, Fjölnismannsins og prófastsins á Breiðabólstað. Ekki má heldur gleyma Töðugjöldunum á Hellu eða Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli og loks má telja héraðsvökuna á vet- urnóttum með 5 daga samfelldri dag- skrá. Af því sem hér hefur verið upptalið má sjá að mannlíf í Rangárþingi stendur í miklum blóma og sam- kennd íbúa er mikil. Íbúar svæðisins þurfa því ekki að flytja burt vegna fá- sinnis. Mannlíf í Rangárþingi Sigríður Hjartar segir frá ýmsum menningarviðburðum í Rangárþingi »… mannlíf í Rang-árþingi stendur í miklum blóma og sam- kennd íbúa er mikil. Sigríður Hjartar Höfundur er skógarbóndi í Fljótshlíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.